Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984
íslenskar listakonur í Kaupmannahöfn
PIA RAKEL
Pia. í fyrsta sinn sem ég heyrði
nafnið datt mér ekki annað i hug
en að sú sem bæri það væri dönsk.
í ljós kom hins vegar að Pia er af
mörgu þjóðerni, en mest íslensk.
Heitir fullu nafni Pia Rakel Sverr-
isdóttir. Fædd i Skotlandi af is-
lenskum föður, Sverri ólafssyni,
verkfræðingi, og finnskri móður,
Kaino Hjálmarsson, móttöku-
stjóra á Hótel Holti. Alin upp á
Islandi en hefur síðustu tiu árin
búið í Danmörku. „Þegar menn
spyrja mig hér hvaðan ég komi
segist ég alltaf koma frá Islandi.
En mér finnst ég samt hálfrót-
laus,“ sagði Pia.
Lífið er líka sambland af mörg-
um hlutum. Hún er að læra arki-
tektúr, skera í gler og sinna synin-
um, Hróa, sem er 3ja ára.
„Ég hef staðið í miklu stappi við
lánasjóðinn. Ég var búin með 5 ár
í arkítektúrnum þegar ég ákvað að
skipta yfir og fara að læra gler-
gerð. En þá vildi lánasjóðurinn
ekki lána mér neitt til slíks. Ég fæ
aðeins lán ef ég held áfram að
læra arkítektúrinn og lýk prófi.
Og það er það sem ég er að reyna
að gera núna. En það er erfitt. Þó
ég sé að reyna að einbeita mér að
náminu er ég óðar komin niður á
vinnustofu og farin að fást við
glerið.“
Og það er glerið sem er tilefni
þessa viðtals. Pía á þessa stundina
fjögur verk á vorsýningu ungra
listamanna á Charlottenborg í
Kaupmannahöfn. Þessi verk og
önnur hefur hún sýnt víðar, þar á
meðal í Nýlistasafninu í desember
síðastliðnum. Þá héldu þær tvær
sýningu saman, Pia og Ragnheið-
ur Hrafnkelsdóttur, sem sýndi
textilverk. Eflaust í huga margra
eins ólíkur efniviður og hugsast
getur.
Hvers vegna glerið?
Ég spurði Piu að því hvernig
það vildi til að hið harða og kalda
gler varð fyrir valinu.
„Glerið kom einsog liður í
þróun. Ég hafði á yngri árum
fengist við að mála með olíu.
Seinna saumaði ég myndateppi og
enn síðar fékk ég áhuga á ljós-
myndun. Sem ég hef enn. Það er
SVERRISDÓTTIR
Pia Rakel Sverrisdóttir og hundurinn hennar, hann Drísill.
Mynd Hanna Buchert.
sameiginlegt með glerið og ljós-
myndirnar að unnið er með ljósið.
En ég átti vinkonu hér sem vann
við gler. Það er Sigrún Einarsdótt-
ir sem núna er með sitt eigið verk-
stæði ásamt Sören á íslandi. Ég
heimsótti hana oft á skólann og
dauðöfundaði hana að vera að fást
við þetta efni, sem mér fannst
geysilega spennandi. Ég vildi
endilega reyna þetta sjálf.
Hér í Danmörku er það þannig
að ef maður vill læra um gler á
skólanum í nytjalist (Skolen for
Brugskunst) verður maður fyrst
að læra í tvö ár í keramikdeild. Og
til þess langaði mig ekki. Ég fór
því á námskeið í Svíþjóð veturinn
1979 og kynnti mér grundvallar-
atriði í glergerð. Siðan sótti ég um
hérna, beint inn á glerdeildina og
fékk inngöngu. En aðeins sem
gestanemandi. Það þýðir það að ég
hef ekki getað tekið nein próf og
náttúrulega ekki fengið nein
námslán. Ég hef því orðið að vinna
með þessu námi. Það hefur stund-
um verið erfitt." Pia brosir eins og
agnarlítið afsakandi.
„Líklega hef ég fengið inngöngu
í glerdeildina af því að ég var sú
eina af nemendunum sem sótti um
að vinna með kalt gler. Það er að
segja, mig langaði ekki til að blása
gler, á meðan það er heitt, þessa
hefðbundnu glervinnu. Mig lang-
aði meira að gera það sem ég er að
gera núna, taka venjulegt rúðu-
gler, skera það og móta og skapa í
það munstur.
Þetta var þá alveg nýtt hérna en
ég hafði séð þetta í Hollandi og
heyrt um slíkar tilraunir í Banda-
ríkjunum. Þessi tvö ár sem ég var
á skólanum fóru því að mestu leyti
í alls konar tilraunastarfsemi, því
ég hafði engan til að segja mér til.
„Dreymir tómar
glerbrotahrúgur“
- þegar flytja á verkin á milli
Vinnustofan hennar Piu. Leirofninn gamli lengst til vinstri, við endann fimmtug slípivél og til hægri heimasmíðaður sandblásturkassi.
Mynd Haraldur örn Jónsson.
Ég hef haldið því síðan og er enn-
þá að gera tilraunir. Það er ein-
mitt það sem er spennandi. Ég
veit ekki alltaf fyrirfram hvernig
hluturinn kemur til með að líta út
eða hvort hann heppnast."
Heimasmíðaðar og
eldgamlar véiar
Pia hefur orðið að gera fleira en
það eitt að móta glerið eins og hún
vill hafa það. Hún varð að byrja á
þvi að koma sér upp aðstöðu. Það
leit í fyrstu út fyrir að ætla að
verða bæði erfitt og dýrt. En fyrir
mikla heppni fékk hún aðstöðu í
sama húsi og málmverkstæði. Á
verkstæðinu var margt til staðar
af því sem hana vantaði, loft-
þrýstivélar og fleira. Leigan var
líka hlægilega lítil, aðeins 200
krónur danskar á mánuði. Þá
vantaði bara tækin. Heppnin vék
ekki frá Piu. Henni tókst að fá
gamlan keramikofn á litlu verði
og slípivél fyrir enn minna. Hún
hannaði svo og smíðaði sjálf skáp-
inn sem hún sandblæs í. Þetta var
fjármagnað með vinnu á elliheim-
ili um helgar.
„Þeir sem vinna með heitt gler
verða að leggja í margfalt meiri
kostnað en ég. Þeir fara til dæmis
með 5—10 þúsund krónur á mán-
uði bara í gas. Þeir verða því að
einbeita sér að því að framleiða og
selja upp í kostnað. Þegar ég hitti
þessa félaga mína úr skólanum
tala þeir mikið um þessi mál.
Endalaust er hægt að ræða mis-
munandi verð á hlutunum, enda
mjög skiljanlegt ef fólk ætlar að
lifa af handverkinu. Tíminn er lít-
ill sem enginn til að gera eitthvað
nýtt eða prófa sig áfram. Ég get
hins vegar leyft mér það meira,
þar sem ég þarf ekki að hafa log-
andi á ofninum allan sólarhring-
inn eins og þau.
Auðvitað er þetta líka fjár-
hagslegt atriði hjá mér. Ég vinn
aðeins þegar ég hef efni á að
kaupa mér gler og það er auðvitað
ekki alltaf."
Pia hefur sýnt verkin sín á
nokkrum samsýningum hér í
Danmörku og í Finnlandi. í maí
sendir hún þau á sýningu í Hol-
landi. „Það er mjög erfitt að flytja
þetta. Þegar ég fór til íslands í
vetur dreymdi mig ekkert annað
en skip og glerbrot í hrúgum."
Svolítið hefur selst en samt ekki
mikið. í fyrra var hins vegar öll-
um verkum Piu stolið af samsýn-
ingu við Strikið. „Hverju einasta
snitti. Og ég hef aldrei fengið
neina skýringu á því hvernig það
var hægt. En ég fékk hluta af
þessu bættan. Samt var þetta leið-
inlegt. Þetta voru verk sem ég
hafði unnið með sérstakri tækni.
Hafði meira að segja verið boðin
vinna við Hadaland-glerverk-
smiðjuna í Noregi út á þessi verk.
Ég saknaði þeirra þvi mjög þegar
þau hurfu.“
Kannski fer ég
eitthvaö annaö
„Það er frekar lítið um að vera
hér í þessu fagi. Þess vegna langar
mig eitthvað annað. Mest til Am-
eríku. Ég hef sótt um sumarnám-
skeið þar og fengið inngöngu. En
það er geysilega dýrt að komast
þangað og vera þar, þó ekki sé
nema í mánuð. Að því leyti er gott
að vera með á sýningunni á Charl-
ottenborg. Þar opnast leiðir inn í
ýmsa sjóði sem ég ætla að sækja
um ferðastyrk til. Annars er þetta
bara draumur sem gaman væri að
yrði að veruleika.
Það voru líka alls konar hlutir
sem drógu mig til Kaupmanna-
hafnar á sínum tima sem ekki eru
hér lengur. Köben breytist líka
eins og allt annað og auðvitað
hafa minnkandi möguleikar á
vinnu sín áhrif. Ég hef líka breyst
sjálf og væri til í að kanna ný
mið.“
Ég spurði Piu að síðustu hvað
það sé sem hún meini með list
sinni. , .
„Að mestu leyti er þetta