Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 26
74
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Félag guðfræðinema
KIRKJUVÖRÐUR
Guðrún Finnbjarnardóttir er
kirkjuvörður í Hallgrímskirkju.
Það er ys og þys í kirkjunni þeg-
ar við heimsækjum hana, fólk
skoðar kirkjuna, fer upp í turn-
inn, spyr eftir prestunum og
biblíufélaginu, sem hefur þar
skrifstofu sína. Sjálf er Guðrún
að ryksuga. Hún gerir hlé á
vinnu sinni og við setjumst í
eina af vistarverunum. Þetta eru
einmitt hugmyndirnar, sem við
höfum gert okkur um kirkju-
vörð, að það væri manneskja,
sem væri á sínum stað, hefði
tauma í hendi sér og væri til í að
tylla sér hjá þeim, sem vildu við
hana mæla.
Gaman að vera
kirkjuvörður
Guðrún segist hafa byrjað
hinn 1. apríl þegar fyrrverandi
kirkjuvörður, Benedikt Jason-
arson, fór til annarra starfa.
Hún var áður deildarritari á
Borgarspítalanum og var eitt ár
skiptinemi í Bandaríkjunum. —
Mér líkar stórvel við starfið
hérna, segir hún. Það er ofsalega
gaman að vinna hér. Starfið er
mjög fjölbreytt og ég hitti margt
fólk.
í hverju er starfió fólgið?
Það er fólgið í því að hafa
kirkjuna hreina og vera mætt á
undan fólkinu, sem kemur hér til
athafna. Það þarf að sjá um að
hafa kirkjuna opna og hlýja og
vera við athöfnina og sjá til að
Guðrún Finnbjarnardóttir, kirkju-
vörður.
allt fari stórslysalaust fram. Eg
tek líka á móti þeim peningum,
sem berast sem gjafir og áheit.
Ég þarf ekki lengur að annast
lyftuvörzluna í turninum. Það er
mikill munur því margt fólk hef-
ur komið til að fara upp í turn-
inn í sumar og sérstakur lyftu-
vörður annast það.
Hvað ertu hérna lengi á daginn?
Ég er hérna frá kl. 10 til 12 á
morgnana og kem aftur um kl. 2
og er hér eftir því hvað um er að
vera. Ef athafnir eru framundan
reyni ég að þrífa sérlega vel. Hér
var t.d. mikið um að vera um
hvítasunnuna og þá var i mörg
horn að líta.
Mér heyröist þú segja áðan að þú
syngir í kirkjukórnum, er það rétt?
Já, ég syng hérna í guðsþjón-
ustunum á sunnudögum þegar
tími gefst og líka í Módettukórn-
um. Þetta getur orðið nokkuð
mikið og rekizt á við meðhjálp-
arastarfið svo að ég þurfi að fá
hjálp við það meðan ég er að
syngja.
Hvernig kemur þér kirkjustarfið
fyrir sjónir frá bæjardyrum með-
hjálpara?
Mér finnst þetta mjög gott
starf. Mér finnst gaman að sjá
allt, sem fer hér fram. Ég fæ
stundum að sjá sérstaka atburði,
t.d. þegar skírt var hér ferming-
arbarn og stálpað systkini þess
var skírt um leið. Það var stór-
kostlegt að sjá þessa athöfn. Ég
sé líka hvað kirkjan vinnur mik-
ið félagsstarf. Hér er opið hús
fyrir aldraða og fótsnyrting
fyrir þau. Svo er komið saman
síðdegis annan hvorn laugardag
til að spila. Það er opið öllum,
ungum og gömlum. Mér finnst
mikið gert fyrir fólk hérna. Það
er athyglisvert og gott. Dómhild-
ur Jónsdóttir safnaðarsystir
vinnur hér mikið starf og mér
finnst eftir samstarfið við prest-
ana, organistann, safnaðarsyst-
urina, lyftuvörðinn og fólkið,
sem kemur hingað, að kirkjan sé
gott félag.
Við höldum enn áfram,
kæru lesendur, að senda
ykkur glefsur úr undirbún-
ingsritunum undir heimsþing
lúthersku kirknanna í Búda-
pest. Og enn erum við að
hyggja að messunni.
Siðabótarfrömuðurinir
höfðu ekki í hyggju að
móta nýja lútherska guðs-
þjónustu. Lúther gerði
tvær breytingar á hinni
hefðbundnu messu en leit
ekki á þær sem bindandi
fyrir söfnuði kirkjunnar.
Það hefur aldrei verið svo í
lútherskum kirkjum að
guðsþjónustur yrðu alls
staðar að vera eins svo sem
tíðkað er í anglíkönsku
kirkjunni og hinni róm-
versk-kaþólsku. Lúthersk
fólk hefur því frelsi til að
taka fullan þátt í sam-
kirkjustarfi án þess að
þurfa að verja þar eða
koma á framfæri sínum
eigin formum. En það, sem
vitanlega verður að koma
þar fram og má ekki
skorta, er sú lútherska
krafa að guðsþjónustu-
formið sé trúfast við fagn-
aðarerindið.
Það guðsþjónustuform,
sem hefðNýja testamentis-
ins og postulatímans felur í
sér, er guðsþjónusta með
altarisgöngu. Að sjálfsögðu
má það ekki verða á kostn-
að prédikunarinnar. Préd-
ikunin og altarisgangan
eiga saman og styður hvor
hina. Ef okkur finnst
áhersla á svo tíða alt-
arisþjónustu of „kaþólsk“
sýnir það hvað við höfum
fjarlægst játningarnar.
Guðsþjónustuhefð latn-
esku kirkjunnar, sem lúth-
erska kirkjan og aðrar
mótmælendakirkjur fylgja,
hefur sett Krist svo mjög í
miðið að hana skortir skír-
skotun til Skaparans og
sköpunar hans og til hins
Heilaga anda. En guðs-
þjónustur okkar ættu að
auðkennast af þakkargjörð
til Föður, Sonar og Heilags
anda.
Biblíulestur vikuna 24. tU 30. júní
Úr Jóhannesarguðspjalli
Sunnudagur 24. júní: Jóh. 1.1—13: í upphafi.
Mánudagur 25. júní: Jóh. 1.14—16: Orðið varð hold.
Þriðjudagur 26. júní: Jóh. 3.1—8: Endurfæðing.
Miðrikudagur 27. júní: Jóh 4.9—15: Jesús talar rið konu.
Fimmtudagur 28. júní: Jóh. 4.19—28: Kona boðar trú.
Föstudagur 29. júní: Jóh. 5.19—23: Faðir og sonur.
Laugardagur 30. júní: Jóh. 5.24—30: Upprisa.
Óðurinn til þjónustu við sjúka
Þótt við töluðum tungum sérfræðinga og ráðgjafa
en hefðum ekki kærleika, væri það ekkert annað en
hljómandi málmur og hvellandi bjalla, endurómur
tízkuhugmynda.
Þótt við þróum nýtt námsefni, tileinkum okkur
nýja tækni og vitum allt um stigin fimm, sem deyj-
andi sjúklingur gengur í gegnum, þannig að við
undrumst ekki þegar hann fyllist reiði eða þunglyndi
— en höfum ekki kærleika, erum við til einskis nýt.
Þótt við yfirvinnum ótta okkar við að tala við
sjúkling um tilfinningar hans, leyfum honum að
opna hug sinn, en höfum ekki kærleika, erum við
honum ekkert.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Fræðslunám-
skeið um læknisfræðileg efni, endurmenntunarnám-
skeið, ráðstefnur um heilbrigðismál — það, sem er
upp á teningnum hverju sinni, líður undir lok. Því
aðferðir okkar eru alltaf ófullkomnar. Skipulag
þjónustunnar reynist gjarnan óframkvæmanlegt.
Þekking vor í er molum.
Þegar ég hóf starf mitt í þjónustu við sjúka var
afstaða mín hugsjónamannsins og ég talaði sem sér-
fróður maður. En þegar ég fór að þroskast í starfi
varð mér ljóst að ég var líka hræddur, og það var ég
sem oft þurfti að læra af sjúklingunum.
Því nú sjáum við sem í skuggsjá veikindi og dauða,
en þeir tímar koma er það verður augliti til auglitis.
Þá munum við iðrast þess að hafa einhvern tíma
verið dómhörð.
Já, aðferðir, tækniþróun, ráðstefnur, meðferðar-
áætlanir, hópvinna, ráðgjöf, allt þetta og margt
fleira nýtum við til þess að öðlast innsæi og hæfni í
starfi - EN ÞEIRRA ER KÆRLEIKURINN
MESTUR.
I)an McEver sjúkrahúsprestur. l*ýð: Rannveig Sigurbjörnsdóttir
hjúkrunartræðingur.
Þessi óöur hefur birzt áður hér á síðunni en við vorum beðin að birta hann
aftur og gerum það með gleði.
Bladburóarfólk
óskast!
Lindargata 6—39
Skipholt 1—38
Skipholt 40—50
'f7i(ókvinnéti4iókótinn
Húsnæði óskast
í Hafnarfirði er óskað eftir um 300 m2 húsnæði til leigu sem hentað getur verkkennslu
skólans m.a. í saltfisk- og skreiðarverkun, fiskmati og saltsíldarverkun. Upplýsingar í
síma 53544.
Skólastjóri.
Áskriftarsíminn er 83033