Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Sígóð! Margir reka líklega upp stór augu. Þetta er svolítið framandi nafn, en það er einnig grænmetið sem hefur aðeins verið á markaði hér síðan í fyrra. Garðyrkjuskóli ríkisins í Hveragerði sér um ræktun á því. Þeir rækta sígóð í gróðurhúsi á 120 fermetra svæði. Áður höfðu þeir gert tilraunir með að rækta sígóð utandyra. Úr gróðurhúsinu fá þeir tvær uppskerur á sumri, sú fyrri er nú á markaði en búið er að sá til þeirrar síðari. Vert er að kynna þessa jurt, sem er mjög bragðgóð. Hún ber keim af anís. Hún er bæði borðuð hrá og soðin. Fjaðrirnar eru notaðar sem krydd til að strá yfir rétti og í edik. Einnig eru þeir oft notaðir sem skraut á mat. Sprotarnir eru yfirleitt afhýddir fyrir notkun, enda er seig húð utan á þeim. Þeir eru mjög góðir með ostum eða með öðru grænmeti og ídýfum. Sígóð er ítölsk að uppruna og hefir verið notuð þar um langan tíma. Einnig er hún mikið notuð í Frakklandi. Þar og á Ítalíu er hún mikið notuð á sama hátt og sellerístönglar. ''v' ?•«; i. \ “ ftC . i i ’ i Æ i ;‘i' Sígóð (fennikel, fennel) Pönnuréttur meö sígóð, tómötum og ýsu (Handa 4) 1 stór sígóðarpera, u.þ.b. 350 g 2 msk matarolía 4 meðalstórir tómatar rifinn börkur af hálfri sítrónu Vfe tsk korianderduft 'k tsk salt út í grænmetið 1 lítið ýsuflak, u.þ.b. ‘k kg safi úr lk sítrónu 1 tsk salt V* tsk pipar. 1. Skerið sprotana af sígóðarperunni, notið þá ekki, en geymið fjaðrirnar á endunum og klippið smátt. Skerið rótarendann af perunni og svolítið upp með stilknum og fleygið, skerið síðan sígóðarperuna þvert í þunnar sneiðar. 2. Hitið olíuna á pönnu, brúnið sígóðina í 5—7 mínút- ur eða þar til hún hefir brúnast örlítið. 3. Saxið tómatana og bætið á pönnuna ásamt rifnum sítrónuberki, korianderdufti og salti. Setjið lok á pönn- una og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. 4. Roðdragið flakið, skerið úr því öll bein, hellið sítr- ónusafanum yfir, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. Skerið í bita. 5. Leggið fiskinn ofan á grænmetið á pönnunni, stráið smátt klipptum fjöðrunum ofan á fiskinn, setjið lok aftur á pönnuna og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Meðlæti: ristað gróft brauð eða hrökkbrauð. Salat úr sígóð með gúrku, epli og radís- um 2 litlar sígóðarperur eða 1 stór 'k lítil gúrka 1 epli 6 radísur eða 1 lítil kínahreðka 2 di súrmjólk 2 tsk hunang Vt tsk salt 5 dropar tabaskósósa 1. Síið súrmjólkina í kaffipappírspoka í 1—2 klst. 2. Þvoið sígóðina undir krananum. Skerið sprotana frá og afhýðiö. Skerið þá síðan í sneiðar. Skerið rótar- endann af perunni, en skerið peruna í þunnar sneiðar. Klippið fjaðrirnar smátt og geymið. Setjið sígóðarsneið- arnar ásamt sprotasneiðunum í skál. 3. Þvoið gúrkuna og radísurnar, og skerið í þunnar sneiðar. Setjið með sígóðinni í skálina. Afhýðið eplið og stingið úr því kjarnann, skerið í smábita og setjið í skálina með hinu. 4. Hrærið súrmjólkina með hunangi, salti og tabaskó- sósu. Hellið yfir grænmetið í skálinni og jafnið saman með tveimur göfflum. 5. Stráið smátt klipptum fjöðrunum yfir skálina. Setjið disk eða plastfilmu yfir skálina og látið standa í kæliskáp í 1 klst. áður en borið er fram. Berið fram með kexi og osti eða kjöt- eða fiskréttum. Sígóð bökuð með gulrótum, lauk og osti (Handa 3) 3 meðalstórar sígóðarperur 1 stór sneið beikon 1 stór gulrót 1 meðalstór laukur 1 msk matarolía 'k kjúklingasúputeningur + 'k dl sjóðandi vatn 100 gr maribóostur eða annar feitur mjólkurostur 1. Þvoið sígóðina undir krananum. Skerið sprotana frá en geymið fjaðrirnar og klippið smátt. Skerið rótar- endann af. 2. Setjið hálfan lítra af saltvatni í pott. Látið sjóða upp. Leggið sígóðina í vatnið, og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Hellið á sigti, þerrið síðan með eld- húspappír. Kljúfið hverja sígóðarperu í tvennt og leggið á smurt eldfast fat. 3. Hitið matarolíuna á pönnu, rífið gulrótina og lauk- inn og sjóðið í olíunni í 7 mínútur. Gætið þess að þetta brúnist ekki. Hellið síðan yfir sígóðina á fatinu. 5. Leysið kjúklingasúputeninginn upp í vatni, hellið yfir réttinn á fatinu. 6. Rífið ostinn og stráið yfir, stráið síðan smátt klipptum fjöðrunum yfir ostinn. 7. Hitið bakarofn í 180°C og bakið þetta í 20-30 mínútur. Athugið: Hægt er að bera þetta fram sem sjálfstæðan rétt með ristuðu brauði eða sem meðlæti með kjöti eða fiski. M ZEROWATT ÞVOTTAVÉL á 13.945 kr.og ÞURRKARI al1.945 kr.wír Merkinu eróhætt að treysta, enda komin 13ára reynsla á það á íslandi Birgðir tákmarkaðar. nmqawp nniuúú &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 38903 eti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.