Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984
69
f ferðinni ræddi Hörður við orgelsmiði i Danmörku og í Norður-Þýskalandi
og allir sýndu þeir honum dæmi um smíð sína. Orgel geta verið mjög
mismunandi í „meðforum" Ld. áslætti og þau eru mörg atriðin sem hafa þarf
í huga þegar valið er irgel í nýja kirkju.
verhda lakkiö -varna ryöi
r Svartirog úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, þútærð þér
svo kaffi meðan vjð setjum þá undir.
Eigum einnig GRJÓTGRINDUR
Sendum í póstkröfu
BUKKVER
Eigum c
m
Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100
Á þá að kaupa dýrt og vandað
orgel í Hallgrímskirkju ?
„Það hefur alltaf vakað fyrir
forráðamönnum kirkjunnar að
sinna þeirri skyldu að orgel kirkj-
unnar myndi hæfa þeirri umgjörð
sem hún er til listsköpunar. Það
þýðir að þarna er vandað hljóð-
færi af háum gæðaflokki ómiss-
andi. Með því verður unnt að iðka
kirkjutónlist eins og hún gerist
best. Alls staðar þar sem ég sýndi
teikningar og myndir af kirkjunni
voru menn á einu máli um að hér
væri á ferð stórkostleg bygging og
menn áttu sumir bágt með að trúa
hvað hér væri að gerast. Og vegna
þess hve hér á að ráðast í mikið er
ekki óeðlilegt að leitað sé til fær-
ustu sérfræðinga á þessu sviði og
lagt í kostnað við að heimsækja þá
og afla sem gleggstra upplýsinga.
Því má einnig bæta við að full-
búin Hallgrímskirkja með óað-
finnanlegu hljóðfæri getur bæði
gefið íslenskum organistum tæki-
færi til að spreyta sig meira en
áður og fyrir því mun ég beita mér
og jafnvel mun kirkjan geta laðað
hingað erlenda organista. sem
iðka vilja tónlist sína fyrir Islend-
inga. Þannig var það t.d. í kirkju
einni í Gentofte í Kaupmanna-
höfn, í Vangede-kirkju. Frægur
arkitekt teiknaði kirkjuna og
orgelsmiðir voru með í ráðum frá
byrjun. Nú sækjast erlendir
organistar eftir að halda tónleika
í þessari kirkju og að auki er hún
mikið notuð til hvers kyns funda-
og ráðstefnuhalds.
Hefur orgeli Hallgrímskirkju
verið ákveðinn staður?
„Innri gerð kirkjunnar var að-
eins að litlu leyti frágengin, þegar
Guðjón Samúelsson féll frá. Hin
hefðbundna staðsetning er aftast í
kirkjunni, í eða við turninn og
hafði reyndar verið gert ráð fyrir
að orgelið yrði á palli í turninum. I
þeim hugmyndum er þá gert ráð
fyrir öðru orgeli í kór kirkjunnar.
Fram hefur komið sú hugmynd að
staðsetja orgelið framarlega í öðr-
um hliðargangi kirkjunnar og
ræddi ég það við orgelsmiðina úti.
Þannig mætti slá tvær flugur í
einu höggi, nýta þetta stóra orgel
við allar venjulegar guðsþjónustur
og til tónleikahalds og þyrfti þá
ekki að koma til annað orgel í kór
kirkjunnar. Ákvörðun um stað-
setningu verður ekki tekin nema í
samráði við færustu sérfræðinga
og virðist mér eftir viðræður við,
þá að hugmyndin um stórt orgel
aftast í kirkjunni verði ofan á. Þá
myndi verða byggður sérstakur
pallur eða svalir út frá turninum
og síðan yrði lítið orgel staðsett í
kórnum.
Það má því segja að draumur
okkar núna sé sá að fá 10 radda
orgel til að hafa í kór kirkjunnar
og síðan 70 radda orgel á svölun-
um aftast."
Og hvað kostar þessi draumur í
framkvæmd?
„Stóra orgelið myndi ekki kosta
undir 15 milljónum króna. Það
yrði 70 radda orgel með 4 hljóm-
borðum og fótspili og hið stærsta i
landinu og myndi þjóna hlutverki
sínu mjög vel í Hallgrímskirkju.
Ef ákvörðun um slíkt orgel yrði
tekin nú í sumar má búast við því
að hægt væri að taka það í notkun
að tveimur árum liðnum í fyrsta
lagi eða í þann mund sem kirkjan
yrði fullbúin. Þar með væri tilbúið
það kirkjutónlistarhús sem marga
hefur dreymt um og ekki hefur
verið fyrir hendi ennþá."
Ertu bjartsýnn á að þessi
draumur rætist?
„Ég geri mér grein fyrir að hér
er um mikla fjármuni að ræða.
Við höfum fundið að nú, þegar
ljóst er að smíði kirkjunnar er að
komast á lokastig, er víða fyrir
hendi vilji til að styðja og styrkja
endasprettinn. Og ég vil minna á
það í þessu sambandi að enda-
sprettinum er ekki lokið fyrr en
orgelið stendur fullbúið í kirkj-
unni.“
jt.
ii
ss
Höggdeyfar
jssr.
Fichtel & Sachs verksmiðjurn-
ar vestur-þýsku eru leiðandi
framleiðendur á gas- og olíufyllt-
um höggdeyfum í allar helstu
tegundir evrópskra og japanskra
bifreiða.
Hjá Fichtel & Sachs sitja gæð-
in í fyrirrúmi, enda nota Merc-
edes Benz, BMW, SAAB, Volvo
og nær 40 aðrir vandfýsnir bif-
reiðaframleiðendur Sachs högg-
deyfa í bifreiðar sínar.
Eigum fyrirliggjandi
algengustu gerðir:
höggdeyfa í
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
FYRIR SACHS HÖGGDEYFA SACHS
AUDI-BMW-DATSUN-HONDA
MAZDA- MERCEDES BENZ
MITSUBISHI-SAAB-TOYOTA
VOLKSWAGEN -VOLVO
ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM
FYRIRVARA ALLA FÁANLEGA
HÖGGDEYFA í FÓLKS-, VÖRU-
OG LANGFERÐABIFREIÐAR.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8
S: 84670 105 REYKJAVÍK
Við minnum viðskiptavini okkará (og tilkynn-
um öðrum hér með) að vegna sumarleyfis
starfsfólks verður lokað hjá Auglýsingaþjón-
ustunnifyrstutværvikurnaríjúlí. Vinna hefst
að nýju mánudaginn I6. júlí.
AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN HF
Eh