Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 BLIKKBEUAN V-þýskir bann- syngja bensín- stybbuna Mengunin, sem útblásturinn úr bílunum veldur, er nú að verða að meiriháttar deilumáli í Evrópu. Þrjóturinn eða hetjan eft- ir því hvernig á það er litið eru Vestur-Þjóðverjar, sem eru ákveðnir í að herða mjög mengun- arreglurnar jafnvel þótt það kunni að setja allan evrópska bílaiðnað- inn á annan endann. Ríkisstjórn Kohls kanslara ákvað í fyrra, að frá og með 1986 skyldu allir bílar í landinu verða búnir hreinsunartækjum sams konar og nú tíðkast í Bandaríkj- unum og Japan. Þar voru það áhyggjur af heilsu fólks og meng- uninni í borgunum, sem réðu mestu, en í Vestur-Þýskalandi er það framtíð skóganna, sem brenn- ur á mönnum. Hreinsunartækjunum er ætlað að minnka mengunina um 70— 90% en þá þarf bensínið líka að vera blýlaust. Talsmenn bíla- iðnaðarins segja, að þessi búnaður muni hækka bílverðið um 15—16 þúsund ísl. kr., og hætt er við, að kostnaðurinn við nýja tækni yrði nokkuð aðþrengdum bílaiðnaði Óheimilt innan tveggja ára. Frakka og Itala þungur í skauti en þessar þjóðir hafa hins vegar ekki mestar áhyggjur af örlögum þýsku skóganna. Viðræður, sem nýlega fóru fram milli Evrópuþjóðanna um þessi mál, báru engan árangur en um- hverfisverndarmaðurinn Fried- rich Zimmermann, innanríkisráð- herra, hefur sagt, að Vestur- Þjóðverjar muni halda sínu striki og ekki horfa um öxl. — TONY CATTERALL KVIKMYNDIR Mennirnir sem moka saman milljöröum George Lucas og Steven Spiel- berg hafa notið meiri hylli en flestir aðrir kvikmyndagerðar- menn í sögu Hollywood. Og þeir eru iðnir við kolann. Til samans hafa þeir framleitt og stjórnað sjö af tólf vinsælustu kvikmyndum aldarinnar. Sú fyrsta var Jaws ár- ið 1975 og sú síðasta Return of the Jedi sem frumsýnd var í fyrra. Þættir þeirra um geimöldina hafa skilað tugmilljarða hagnaði á níu árum og á þessu blómaskeiði hefur þeim fóstbræðrum tekizt að ger- breyta efnahagslegum horfum í kvikmyndaiðnaði, sem til skamms tíma var álitinn vera í dauðateygj- unum. Þessir ungu kvikmyndajöfrar munu að öllum líkindum bæta tveimur stórvirkjum á vinsælda- listann áður en sumarið er úti. Þeir hafa unnið saman að mynd, er nefnist Indiana Jones og kost- aði um það bil 100 milljónir króna í framleiðslu. Þá hefur forsala að- göngumiða að kvikmyndinni Temple of Doom gengið betur en dæmi eru til í Bandaríkjunum, því að fyrstu vikuna seldust miðar fyrir rúman milljarð króna. Fjár- málamenn í kvikmyndaheiminum telja að auki, þá tölu megi fjór- falda áður en langt um líður. Fyrir nokkrum vikum var svo frumsýnd ný mynd frá þeim félögum í 2.000 kvikmyndahúsum víðs vegar í Bandaríkjunum. Heitir hún Gremlins og er í senn skopmynd og hrollvekja. Gagnrýnendur hældu henni á hvert reipi, biðraðir framan við miðasölurnar lengjast stöðugt og Varitty — blað sem fjallar um skemmtanaiðnaðinn — spáir því að hún muni naumast skila minni hagnaði en sem svarar fjórum milljörðum. Hverjir eru þessir töframenn? Lucas er 39 ára gamall og Spiel- berg vinur hans og samstarfsmað- ur er 36 ára. Þeir vinna báðir 16 klukku- stundir á sólarhring, neyta engra vímugjafa og taka lítinn þátt í samkvæmislífinu í Hollywood. Þeir eru heimakærir og horfa mikið á sjónvarp. Nöfn þeirra sjást sjaldan í slúðurdálkum blað- anna. „Kvikmyndagerð geispaði gol- unni um 1965,“ segir George Luc- as. „Það var um það leyti sem Jack Warner hætti hjá Warner Broth- ers og alls konar fólk tók við gömlu kvikmyndaverunum. Þetta fólk átti það sammerkt að geta gert samninga og rekið fyrirtæki, en hafði enga hugmynd um, hvernig átti að búa til vinsælar kvikmyndir." Nú hafa þeir Lucas, Spielberg og aðrir sem hafa tekið þá sér til fyrirmyndar blásið lífi í kvikmyndagerð að nýju. „Það er bara einn munur á þess- um tveimur mönnum," segir frammámaður hjá Universal. „Steven getur farið fram á hvað sem er hjá kvikmyndaverunum í Stundarhvíld frá hversdagsleikan- um. Hollywood án þess að fá neitun. George Lucas þarf aftur á móti ekki að biðja um nokkurn skapað- an hlut. Hann á sjálfur allt til alls.“ Menn velta því fyrir sér, hvað liggi á bak við velgengni þeirra félaga, og Spielberg hefur svörin á reiðum höndum. „Við gerum kvikmyndir sem eiga ekkert skylt við gráan hversdagsleikann, held- ur gefa fólki stundarhvíld frá hon- um.“ — WILLIAM SCOBIE INNRASARAFMÆLIÐ Þegar best lætur eru Rússar nokkuð blendnir í afstöðu sinni til innrásarinnar og alkunna er, að Stalín var mjög óánægður með það, sem hann kallaði seina- gang Breta og Bandaríkjamanna við að koma upp annarri víglínu. Danil Kraminov, gamalreynd- ur, sovéskur blaðamaður sem fylgdist með innrásinni í Frakk- land, segir í grein í Pravda, að með hátíðahöldunum 6. júní hafi mikilvægi innrásarinnar verið stórlega ýkt. Eins og Stalín segir hann, að innrásin hafi verið allt of seint á ferðinni og heldur því fram, að herforingjar Banda- manna hafi ofmetið styrk þýska hersins og nýtt sér illa „stór- kostlega yfirburði í liðsafla" og „alger yfirráð" sín í lofti. Þrír helstu andstæðingar Þjóðverja í stríðinu voru Sov- étmenn, Bretar og Bandaríkja- menn og þessir fyrrum samherj- ar hafa alltaf eitthvað við hina að athuga. Englendingar gleyma því ekki, að Stalín skipaði þýsk- um kommúnistum að amast ekki við Hitler snemma á fjórða ára- Innrásarprammi hlaðinn bandarískum hermönnum nálgast Normandíströnd. tugnum og Rússar minna stund- dóma í Sovét um Breta á Munchenar-sáttmál- ann. Af öllum ágreiningsefnum má nefna griðasamninginn, sem kenndur er við Molotov og Ribb- entrop, seinaganginn á því að koma upp annarri víglínu og misklíðina um Pólland. Mesta óánægjuefni Rússa er þó það, að þeim finnast Vestur- landamenn aldrei hafa metið nægilega óskaplegar þjáningar þeirra í styrjöldinni eða þá stað- hæfingu, að það hafi verið rússneski hermaðurinn fyrst og fremst, sem sigraði Hitler. Sov- étmenn hafa jafnvel tekið heldur illa tveggja binda verki John Er- icksons, prófessors við Edin- borgarháskóla, um baráttu Rússa við Þjóðverja, þótt þar sé lögð mikil áhersla á hetjudáðir rússneska hersins. Ogarkov, forseti sovéska her- ráðsins, heldur því fram, að á fjórða áratugnum hafi Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar haft miklu meiri áhuga á „kross- ferð“ gegn Sovétmönnum en að berjast gegn fasismanum og gef- ur þar með í skyn, að það hafi í raun verið fyrir einhver mistök, að Vesturveldin tóku upp vopn gegn Hitler. Þýskaland Hitlers var „heims- valdasinnað" og, segja þeir í Kreml, þannig er það líka með Bandarikin nú á dögum. Kulikov marskálkur, yfirmaður herja Varsjárbandalagsins, kallar Bandaríkin jafnan „uppsprettu alls ills, ofbeldis og pólitískrar glæpastarfsemi" og það er þess vegna ekki hægt að lá venju- legum Sovétborgara þótt honum finnist Bandaríkin vera gamla Þýskaland í dálítið stærri snið- um. Leiðtogar Sovétríkjanna eru haldnir þeirri þráhyggju, að að- eins séu tvö öfl að verki í veröld- inni, „sósíalismi“ og „kapital- ismi“, og að glíman milli þeirra sé ráðin fyrirfram. í maí sl. sagði Ogarkov, að ekkert gæti komið í veg fyrir „sigurför sósí- alismans um heimsbyggðina" og þótt þetta sé sagt í áróðursskyni að hluta væri það kjánaskapur að halda, að rússneskir ráða- menn tryðu því ekki að ein- hverju eða öllu leyti. - MARK FRANKLAND D-dagur fær slæma Sjötta júní sl. var þess minnst víða, að þá voru 40 ár liðin frá D-degi, þegar Bandamenn gengu á land á Normandíströnd- um. f Sovétríkjunum var hins vegar lítið um dýrðir og raunar reynt að gera sem minnst úr þessari umfangsmestu hernað- araðgerð sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.