Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 13

Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 61 Til almennirigs Sala hlutabréfa ríkissjóðs í IÖnaðarbanka felands hf Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að selja hlutabréf ríkissjóðs í Iðnaðarbanka íslands hf. Sala á hlutabréfum var samþykkt á Alþingi þann 18. maí 1984. Með bréfi, dagsettu 16. apríl 1984, bauð iðnaðarráð- herra hluthöfum bankans að kaupa hlutabréf ríkissjóðs í hlutfalli við hlutafjáreign þeirra hinn 31. des. síðast- liðinn. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutabréfum samkvæmt ofangreindu, rann út 1. júní 1984. Hlutafjáreign ríkisins þann 31. desember 1983 var um 27% af heildarhlutafé í bankanum, að nafnverði samtals kr. 10.391.700. Söluverð hlutabréfanna í heild er kr. 32.000.000., auk hæstu lögleyfðra útlánsvaxta frá 1. janúar 1984 til greiðsludags. Áskriftir samkvæmt framangreindu, bárust frá 323 hluthöfum, að nafnverði kr. 7.170.778. Óselt hlutafé ríkissjóðs í bankanum er því að nafnveröi kr. 3.220.922., sem er nú boöið almenningi til kaups. Jafnframt hefur iðnaðarráðherra samiö við Iönaðar- banka íslands hf. um framkvæmd sölu hlutabréfa ríkissjóðs í samræmi við neöangreinda skilmála: 1. Bréfin eru nú boðin almenningi til kaups og er hverjum heimilt að kaupa hlutabréf fyrir allt að 30.000. að nafnverði. Jöfnunarhlutabréf sem gefin verða út í samræmi við ákvörðun síðasta aðalfundar, 71,1%, fylgja hlutabréfunum. 2. Verð hlutabréfanna og greiðsluskilmálar eru þeir sömu og hluthöfum bauðst og eru sem hér segir: 2.1 Verð. Söluverð bréfanna er 3,080-falt nafnverð miöað við 31. desember 1983 auk hæstu lögleyfðra útlánsvaxta frá 1. janúar 1984 til greiðsludags. 2.2 Greiðsluskílmálar. A) Útborgun, að minnsta kosti 50% af söluverði, sem greiðist þannig: 1) Áð minnsta kosti 25% af söluverði staögreiðist. 2) Greiða má 25% með útgáfu á skuldabréfi með þremur afborgunum á 9 mánuöum, 1. nóvember 1984, 1. febrúar 1985 og 1. maí 1985. Skulda- bréfin beri hæstu lögleyfða vexti frá 25. júlí 1984 (nú 21 % p.a.) til greiösludags. B) Lán, allt að 50% af söluveröi. Eftirstöðvar má greiða með vísitölubundnum skuldabréfum (lánskjaravísitala) til 3ja ára. með gjalddögum 1. júní ár hvert. Skuldabréfin beri hæstu lögleyfða vexti af verötryggðum lánum frá 1. júní 1984 til greiðsludags (nú 5.0% p.a.) Fyrir framangreindum skuldabréfum skal setja tryggingar, sem metnar verða gildar. Skuldabréfin skulu gefin út fyrir 1. september 1984 og áskilur ríkissjóður sér rétt til að rifta kaupunum hafi skulda- bréfin ekki veriö gefin út fyrir þann dag. 3. Aðilar öðlast rétt til að kaupa hlutabréfin í þeirri röð sem áskriftir, ásamt greiðslu fyrir aö minnsta kosti 25% af söluandvirði. berast bankanum. 4. Sölutilbxx) þetta stendur til 25. júlí 1984. Frekari upplýsingar eru veittar í Iðnaðarbanka ís- lands hf„ hlutabréfadeild, í síma 20580. Iðnaðarbanki Islands hf Bandaríkin: Dauðadómi framfylgt í 20. sinn Flórída, 20.jini.AP. ÞRÍTUGUR maöur. sakaður um morð á afgreiöslukonu í október 1976, var í dag tekinn af lífi í raf- magnsstól í fangelsinu í Flórída. Morðinginn, Carl Shriner, er tuttugasti fanginn í Bandaríkjun- um sem tekinn er af lífi síðan banni við dauðarefsingum var af- létt árið 1976. Um 35 andstæðingar dauðarefs- ingar komu saman og kveiktu á kertum til að mótmæla aftöku Shriners, en í næsta nágrenni stóðu 10 manns sem hlynnt eru dauðarefsingu. Shriner hafði óskað þess að dómurinn yrði endurskoðaður en var synjað. Shriner fékk að vita af synjuninni kvöldið fyrir aftökuna, í gegnum sjónvarpsútsendingu, meðan hann beið dauða síns í klefa, aðeins 50 skref frá raf- magnsstólnum. Skotbardagar í Bekaa-dalnum Tel Aviv, 22. júní. AP. ÍSRAELSKIR hermenn í Bekaa- dalnum í austurhluta Líbanon skutu í morgun til bana tvo „hryðju- verkamenn“, sem hófu skothríð á hermenn í nánd við landamæri Sýr- lands, að því er segir í tilkynningu frá hernum. Þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem ísraelar senda frá sér tilkynningu um að skæruliðar hafi laumast inn á svæði í námunda við sýrlensku landamærin. Fyrir viku stóðu yfir í tvær klukku- stundir harðir skotbardagar milli ísraela og Sýrlendinga á sömu slóðum. Líbanska stjórnin kemur saman til fundar á morgun og hefur Rashid Karami, forsætisráðherra, sagst vongóður um að hægt verði að tilkynna nýjar aðgerðir um helgina. Þær gætu orðið fyrsta skrefið í þá átt að binda enda á níu ára borgarastyrjöld í landinu. Kvikmynda- leikstjórinn Joseph Losey látinn London, 22. júní. AP. í DAG lést á heimili sínu í London bandari.sk i kvikmyndaleikstjórinn Joseph Losey, 75 ára að aldri. Hann gerði yfir tuttugu meiriháttar kvik- myndir á ferli sínum, m.a. „The go- between“, „King and Country", „The Servant" og „Modesty Blaise“. Á McCarthy-tímabilinu í Bandaríkjunum lenti Losey á svarta listanum og árið 1950 sett- ist hann að í London fyrir fullt og allt. Þegar hinn aldni leikstjóri lést var hann að ljúka við endur- gerð síðustu myndar sinnar, „Steaming“, með Vanessu Red- grave, Söru Miles og Diönu heit- inni Dors í aðalhlutverkum. En frægust mynda hans er tvímæla- laust „The go-between“, sem hann gerði eftir sögu L.P. Hartleys, um dreng sem var milligöngumaður tveggja elskenda, með Alan Bates og Julie Christie í aðalhlutverk- um. Sú mynd fékk gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1971.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.