Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 55 má kannski skýra á þann veg að hún hafi verið fálmkennd við- brögð sjúks manns, sem stóð frammi fyrir neyðartástandi. Hún getur líka hafa stafað af því að hann hafi annað hvort verið þátttakandi í samsæri eða af því að hann hafi séð einhvern í svefnherbergi páfa og komizt að raun um að allt væri ekki með felldu. Sex menn Villot er einn sex manna, sem Yallop grunar um að hafa haft ástæður eða tækifæri til að fremja meint morð. í þessum hópi er einnig John heitinn Cody kardináli frá Chicago, sem páf- inn hafði ákveðið að reka. Á lista Yallops er einnig að finna nafn Paul Marcinkus (nú erkibiskups), yfirmanns banka Vatikansins. Marcinkus, sem er Banda- ríkjamaður af litheygskum ætt- um og einnig frá Chicago-svæð- inu, var um skeið lífvörður páfa niðurstöðu fyrri rannsóknarinn- ar að hann hefði framið sjálfs- morð. Síðari rannsóknin leiddi ekki til niðurstöðu. Yallop heldur því fram að Calvi hafi verið gjaldkeri og fjármálasérfræðingur hinnar spilltu og geysivoldugu P2-frí- múrarareglu, sem Gelli stjórn- aði. Þegar hann hringdi í Calvi kynnti hann sig venjulega með lykilorðinu „Luciano", nafni páfa, sem er ekki mjög algengt. Sindona Gelli og Calvi stóðu í nánum tengslum við ítalann Michele Sindona. Sjálfur stóð Sindona í tengslum við bandaríska stór- glæpamenn, sem nú afplána margra ára fangelsisdóma í bandarískum fangelsum fyrir bankamisferli. Nafn Sindona er síðast á lista Yallops með nöfnum þeirra sex manna, sem höfðu ástæðu til að óttast umbótafyrirætlanir Jó- Jóhannes Píll I flytur bæn er hann hefur verið kjörinn í embætti. Jóhannes Pill páfi I fagnar kjöri sínu í embætti páfa. skó. Ekkert af þessu hefur síðan sézt. Hann kallaði einnig til menn til að hefja smurningu líksins hálftíma áður en Vatíkanið sagði að páfi hefði fundizt lát- inn, skipaði starfsfólkinu að vinna þagnarheit og segja ekki orð um það sem það hefði heyrt og séð og samdi villandi frásögn um kringumstæður andlátsins. Ein af nunnum páfa hafði fundið hann kl. 4.45 f.h., en einkaritari hans, prestur, sagði að líkið hefði fundizt kl. 5.30. Sagt var að páfi hefði haldið á eftirlætistrúarriti sínu, eftir Tómas á Kempis þegar hann lézt, en ekki minnismiðunum. Seinna viðurkenndi Páfagarður að þetta væri tilbúningur og breytti sögunni. Lík Lucianis var smurt innan 12 tíma frá andláti hans, það var ekki krufið og þótt sagt væri að hann hefði látizt af völdum hjartaáfalls var ekkert dánar- vottorð gefið út, segir Yallop. Einkennilega framkomu Vill- ots kardinála, sem nú er látinn, eins og Cody og hjálparhella hans, en er nú í nokkurs konar umsátri í Páfagarði og getur ekki farið þaðan án þess að verða yfirheyrður af ítölskum yfirvöldum. Roberto heitinn Calvi flækti Marcinkus í margháttuð við- skipti Banco Ambrosiano. Calvi, sem Yallop hefur einnig grunað- an, hengdi sig undir Svartmunka- brú i Lundúnum. Kringumstæð- urnar voru svo grunsamlegar að fyrirskipa varð nýja rannsókn til að hnekkja þeirri einföldu hannesar Páls I, sem lézt svip- lega daginn áður en hann ætlaði að hrinda þeim í framkvæmd. Þessum fyrirætlunum hefur enn ekki verið hrundið í fram- kvæmd. Getnaðarvarnir eru bannorð og Marcinkus er enn yf- irmaður Vatikanbankans. Með breytingum á kirkjulögum í fyrra var eytt þeirri hættu að kaþólskir menn, sem gerast frí- múrarar, séu bannfærðir. Nöfn allra mannanna á lista Yallops birtust á öðrum lista, sem hann sá — lista með nöfnum meintra félaga í P2. Villot, Cody og Calvi eru látn- ir, Gelli hefur verið í felum í Suður-Ameríku síðan honum tókst að vinna það kraftaverk að flýja úr svissnesku fangelsi í fyrra, rétt áður en framselja átti hann ítölum. Sindona er í fangelsi og Marcinkus gegnir áfram störfum meðan páfa- nefnd rannsakar mál Vatikan- bankans. Niðurstaða Yallops er sú að óþekktur maður eða óþekktir menn hafi myrt Albino Luciano, trúlega að undirlagi Gelli, með eða án þátttöku nokkurra eða allra þeirra manna, sem hann sakfellir. Málflutningur hans byggir eingöngu á líkum, en hann varp- ar fram spurningum, sem svör verða að fást við. Hann kemst ekki að ákveðinni niðurstöðu, en í bókinni er í fyrsta skipti varp- að fram spurningum á réttan hátt um þetta dularfulla mál. í lýðræðisríki væri fyrirskipuð rannsókn, en lesandinn hlýtur að velta því fyrir sér hvort nokkur stofnun í Páfagarði eða á allri Ítalíu sé nógu óflekkuð til þess að henni sé treystandi til að taka að sér slíka rannsókn. Gæða Shampoo Fimm tegundir, hagstætt verö. Varanlegri gluggar STÖÐUGLEIKI Samsetningar karma og pósta eru kembdar og tappaöar saman. HÖNNUN Hallandi fals undir- stykkja tryggir góða öndun og varnar þannig fúamyndun. NJARÐVlK, Sfmi: 92-1601 Skrifstofa í Reykjavík: Iðnverk hf, Nóatúni 17. Símsvari: 91-25930 og 91-25945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.