Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLl 1984 15 Hljóðlista- hátíð IV Tónlist Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikarnir á hljóð-listahátíðinni voru haldnir laugardaginn þann er síðast leið og voru flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Þorstein Hauksson og Magnús Blöndal Jóhannsson. Verk Þorkels nefnist Fípur og er gert 1971, í EMS-rafverkstæð- inu í Stokkhólmi. Orðið Fípur merkir samkvæmt orðabókum fín handavinna kvenna og á orðið vel við, því margt í verkinu er fínlega unnið hand- verk. Hugmyndirnar eru ein- faldar og skýrar en mjög mót- aðar af viðhorfum tónlistar- mannasins, þar sem heyra má alls konar tónstiga, brotna hljóma, háttbundin hryn, þrástef og jafnvel eins konar setningarskipan. í heild er verkið næstum „einraddað" í gerð. Verk eins og þetta, sem um margt er gott rafverk, er dæmi um þá aðstöðu er íslensk tónskáld búa við, að ekki skuli vera aðstaða til gerðar raf- verka hér á landi, þar sem mönnum hefði gefist tækfæri til að þroska hæfni sína á þessu sviði tónsköpunar. Næstum öll íslensku rafverkin sem flutt voru á þessum tón- leikum bera merki þess að- stöðuleysis og reyndar furðu- legt að til skuli vera slík tón- list hér á landi. Þennan mun á aðstöðu mátti heyra í öðru verki tónleikanna, Sónötu eft- ir Þorstein Hauksson. Full- unnið verk, þar sem raftækin eru tæki til að tjá með, ekki tæki sem menn eru að læra á. Samfelld þróun hljóðhug- mynda gerir verkið sinfónískt og margþætt samsetninga rafhljóðanna hefur þá áorkan sem einna helst mætti líkja við áhrif af leik fílharmon- ískrar hljómsveitar. Verkið ætti því fremur að heita Sin- fónía og enda eru í verkinu eigindir slíkra hugmynda, allt frá blíðlegum blæbrigðum til þórduna, er ýmist mótast af glaðlegum og gamansömum eða háalvarlegum tóntiltekt- um. í fáum orðum sagt, Són- ata er skáldverk, áhrifamikið rafskáldverk. Elsta verkið í þessari tónleikaröð var Sam- stirni eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og er verkið samið 1960, fyrir nærri aldarfjórð- ungi. Þetta verk er um margt vel gert og í raun stórmerki- legt framtak hjá Magnúsi, unnið þrátt fyrir léleg skil- yrði, og samt vel unnið á margan máta. Þar með er lok- ið tónleikahaldi er lenti hlés við misheppnaða listahátíð og sló vind því fyrir beggja vegna. Auk þess kunnu menn sér ekki læti sakir góðviðris, sem gerði menningarsinnaða inniverumenn að náttúru- sinnuðu útivistarfólki. Fyrir öll þessi ósköp voru rafverka- menn að paufast í miklu fá- menni að Kjarvalsstöðum og er það tillaga undirritaðs, að þegar ljóst er að fólk fer að leita skjóls heima hjá sér aft- ur, þá verði haldnir raftón- leikar með úrvali þeirra verka sem hér voru flutt. Af þeim verkum sem undirritaður teldi mest um vert að flytja eru: Ad arborem inversam, eftir Snorra Sigfús Birgisson, Fíp- ur, eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Samstirni, eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Vetrar- rómantík, eftir Lárus H. Grímsson og Sónata, eftir Þorstein Hauksson. Termi-tölvuborð. Verð frá kr. 8.092,- □ Sterk og vönduö □ Henta flestum □ Ýmsir fylgihlutir □ Hagstæö greiðslukjör KRISTJflfl SIGGEIRSSOD HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 2587D Leiðbeiningar um vinnu við tölvuskjái VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gefið út bskling um vinnu við tölvuskjái. í bæklingnum eru leið- beingar um vinnutækni og vinnu- aðstöðu og segir í fréttatilkynningu frá Vinnueftirlitinu, að tilgangur með útgáfu hans sé að auðvelda atvinnurekendum og starfs- mönnum að taka tillit til góðs að- búnaðar, hollustuhátta og öryggis við tölvunotkun. Meðal kaflaheita í bæklingn- um má nefna „Álag á augað og notkun gleraugna", „Skipulag vinnustaðar" og „Lýsing". Bækl- ingnum er dreift til aðila, sem þetta er talið varða, en frekari dreifing fer fram eftir óskum, sem Vinnueftirlitinu berast. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! VISA ISLAND ÞAÐ ERUAÐ MINNSTA KOSH TVEIR HLUTIR ÓMISSANDI FYRIR ÞIC Á FERÐALÖCUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.