Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 Noregur: Fiskstofnar sterkir í ár OhIÓ. 29. jíbl Frá frétUriUr* Mbl. Jan-Erik Lauré. FISKIFRÆÐINGAR halda því fram í nýútkominni skýralu að margir góðir Htofnar af þoraki, sfld og ýsu séu að koma upp í Barentshafi. Síldarárgangurinn í vor er sá besti síðan 1963 að sögn fiskifræð- inganna, og einnig er árgangurinn af þorski og ýsu frá því í fyrra stór. Odd Nakke, fiskifræðingur, segir að útlit meðal mikilvægustu fiskistofnanna sé betra en það hefur verið sl. 20 ár. Hvetur hann til að veitt sé af skynsemi og ekki sé tekinn of stór skattur af þess- um sterka stofni. David Peel, fyrrverandi gítarleikari og lagahofundur fyrir John heitinn Lennon, stcndur hér fyrir framan bfl stórstjörnunnar, sem er af tegundinni Rolls Royce Phantom V. Bfllinn var seldur á uppboði á laugardag ásamt 122 öðrum hlutum sem voru í eigu Lennons. Yoko Ono, eiginkona Lennons, gaf hlutina á uppboðið, en allur ágóði mun renna til styrktar börnum sem þjást vegna fátæktar og styrjalda. AP-símamynd Slæmt veður í Bandaríkjimum — Loka varð Kennedy-flugvelli vegna rigninga Uppreisnartilraunín í Bólivíu: Ránsmenn fá ekki hæli í Argentínu Buenofi Aires. 2. júlí. AP. HAFT er eftir Dante Caputo, utanríkisráðherra Argentínu, að sex- menningarnir sem leituðu hælis í sendiráði Argent- ínu í La Paz í Bóli- víu vegna aðildar sinnar að mis- heppnuðu ráni á forseta landsins, muni ekki fá land- vist í Argentínu. „Þeir hafa framið glæp,“ sagði ráðherrann, „og geta þess vegna ekki fengið að koma til Argentínu." Talið er að háttsettir menn í her og lögreglu Bólivíu hafi ásamt nokkrum stjórnmálamönnum staðið á bak við hið misheppnaða mannrán á laugardaginn og hafi það átt að vera undanfari stjórn- arbyltingar. Allt að 110 manns hafa verið handteknir og skotfæri og sprengiefni gerð upptæk, en nákvæmar upplýsingar um að- draganda og eftirköst mannráns- ins hafa ekki vérið gefnar. Stjórnvöld segja að Rolando Saravia, sem er mjög hægri sinn- aður ofursti í her Bólivíu og fyrr- um ráðherra í herforingjastjórn Juan Jose Torrez, hafi skipulagt og stjórnað hinum misheppnuðu aðgerðum. Hann er nú f haldi. Lögregla fann Siles Zuazo, for- seta Bólivíu, í vöruhúsi fyrir utan La Paz skömmu eftir að honum var rænt á heimili sínu. Sex vopn- aðir menn gættu hans og hótuðu þeir að ráða hann af dögum ef þeim yrði ekki leyft að leita hælis I sendiráði Argentínu i borginni. Bíll Lennons seldur New York, 1. jilt. AP. MIKLAR rigningar voru f Banda ríkjunum um helgina og þurfti m.a. að loka Kennedy-flugvelli í nær 9 klukkustundir vegna flóóa. í vissum hlutum New York- borgar komst úrkoman í rúma 15 sm og var hálfgert neyðarástand, þar sem lestir og bílar komust ekki leiðar sinnar i langan tíma. Þurfti að bjarga um 2000 manns úr neðanjarðarlestarstöðvum þar sem vatnsdýpt var orðin hálfur annar metri. óveður herjaði á aðra staði í Bandaríkjunum, s.s. í Nevada þar sem ár flæddu yfir og fólk þurfti að yfirgefa heimili sín. f austur- hlutum Karólínufylkjanna var þrumuveður og eyðilögðust mörg Skákmót um gervihnött London, 2. jóll. AP. FYRSTA skákmótið þar sem teflt var með aðstoð gervihnattar var haldið í London og New York á sunnudaginn. Þátttakendur voru fimm fremstu skákmenn Breta af yngri kynslóð- inni og fimm ungir Bandaríkja- menn, sem getið hafa sér gott orð í íþróttinni og var mótherji þeirra rússneski stórmeistarinn Gary Kasparov. Mótið tók fjóra og hálfa klukkustund og vann Kasparov sjö af skákunum og gerði þrjú jafntefli, þA m. við 12 ára gamlan Breta, Michael Adams að nafni. Aður en mótið hófst lýsti Kasp- arov því yfir að gervihnattatæknina ætti að nota til að efla frið í heim- inum og vináttu þjóða á milli, en ekki til þess að eyða mannslífum með hernaði. heimili auk þess sem a.m.k. sex manns slösuðust. í Pennsylvaníu slösuðust einnig sex manns í rign- ingunum og breyttust ár i beljandi stórfljót sem rifu með sér hús, bíla og skemmtibáta. Á Kennedy-flugvelli urðu mikl- ar tafir þar sem völlurinn var lokaður i nær 9 klukkustundir. Vatnsdýpt var nálægt 16 sm á flugvellinum, en á götum i kring mynduðust pollar sem voru á ann- an metra á dýpt. Flugvöllurinn var lokaður frá hádegi á laugar- dag en opnaður aftur um kvöldið. Skildu bfla sína eftir og óðu í klukkutíma Flugleiðir urðu fyrir barðinu á rigningunum miklu sem önnur flugfélög, og urðu tafir á flugi frá New York til íslands. Mbl. hafði samband við Sigurð Helgason hjá Flugleiðum í New York og sagði hann að ekki hefði verið hægt að lenda á Kennedy-flugvelli á laug- ardag og hefði vélin frá íslandi þurft að lenda í Baltimore. Vélin flaug til New York um leið og völl- urinn opnaðist á ný og hélt svo til fslands, full af farþegum, um þrjúleytið að staðartíma aðfara- nótt sunnudags. Starfsfólk Flugleiða varð að skilja bila sina eftir á flugvellin- um á laugardag vegna flóða og þurfti að vaða i u.þ.b. klukkustund upp að flugstöðinni. Sigurður sagði að ekki hefðu orðið neinar skemmdir á mannvirkjum á flug- vellinum sökum rigninganna og væri nú lif að komast i eðlilegt horf. Pierre Trudeau yflrgefur bústað landstjórans í Kanada eftir að hafa aflient lausnarbeiðni sína á laugardag. Trudeau var sextándi forsætisráðherra Kanada. Trudeau kveður Símamynd AP Veður víða um heim Akurayri Amatardam Aþana Barceiona Banidorm Berlín BrUasel Chicago Dubiin Fenayjar Frankturt Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannahötn Las Palmas Lissabon London Los Angelea Luxemborg Maiaga Miami Montreal Moskva New York Osló Paris Peking Reykjavik Rio de Janeíro Róm Stokkhólmur Sydney Tókýó Vínarborg Þórshöfn 19 Mttskýjaö 17 skýjaó 36 heiöskirt 26 mlstur 30 hetóekírt 18 skýjaö 18 sfcýjaö 25 heiöskirt 17 skýjaö 26 mistur 22 rigning 17 skýjaö 30 heióskirt 30 skýjaö 16 skýjaö 21 skýjaö 23 heióskírt 18 skýjaö 21 skýjaö 15 rigning 25 heiöskirt 30 skýjað 29 heiöskirt 19 skýjaö 21 heiöskirt 19 skýjaö 21 heiöskfrt 32 heföskirt 12 þokumóöa 26 skýjað 31 heiðskirt 19 heiöskirt 16 heiðekfrt 28 heiöskfrt 24 rigning 12 lóttskýjaö Leikritaskáldið Hellman látið in«*y*rd lUven, MaasachiwetU, 2. júlí. AP. lNDARÍSKI leikritahöfundurinn llian Helleman lést á sjúkrahúsi í assachusetts í Bandaríkjunum á ■gardag, 77 ára að aldri. Fyrsta leikritið sem Helleman ndi frá sér var The Children’s >ur 1934, en af öðrum kunnum rkum hennar má nefna The Little ixes 1939, Another Part of the irest 1946 og Pentimento 1973. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.