Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JtJLÍ 1984 Neskaupstaður: Ásgeir Magnússon ráðinn bæjarstjóri NeskupcrtaA 29. júní. BÆJARRÁÐ Neskaupstaðar hefur nú samþykkt að ráða Ásgeir Magnússon bæjarstjóra frá og með fyrsta október nsstkomandi í stað Loga Kristjánssonar, sem þá lætur af störfum bsjarstjóra. Ásgeir Magnússon er nú starfandi iðn- þróunarfulltrúi á Austurlandi. Logi Kristjánsson hefur verið bæjarstjóri hér í Neskaupstað í rúm 10 ár og tekur í haust við starfi for- stöðumanns tölvudeildar Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Þá hefur stjórn Síldarvinnslunn- ar gengið frá ráðningu Guðjóns Smára Agnarssonar sem fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins frá og með 1. september í stað Ólafs Gunn- arssonar, sem þá lætur af störfum framkvæmdastjóra. Guðjón Smári Guðjónsson er nú starfandi fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar. Ólafur Gunnarsson hefur um árabil verið annar tveggja framkvæmdastjóra SVN, en hinn er Jóhann K. Sigurðsson. Ólafur mun f haust hefja störf sem einn af fram- kvæmdastjórum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. — Fréttarítari Ný sólbaðsstofa Fyrir skömmu var opnuð ný sólbaðsstofa á Reykjavíkurvegi 60 f Hafnar- firði. Nafn stofunnar er „Aestas“ sem er borið fram „estas“, en aestas er komið úr latínu og þýðir sumar. Stofan er búin lömpum af gerðinni „Solna Gold“ og bekkirnir eru með stereo-hljómbúnaði og kælingu. Eigendur stofunnar eru systurnar Jónína og Ingveldur Sigmarsdætur. (flr rréUaUlkjaaiafa) Dúkkulísurnar, stúlknahljómsveitin frá Egilsstöðum. „Skítt með það“ er uppáhaldslagið — segja stúlkurnar 5 í Dúkkulísunum um fyrstu plötu sína „Við erum afar ánægðar með útkomuna," sögðu stúlkurnar fimm, sem skipa hljómsveitina Dúkkulísurnar, er blm. Mbl. ræddi við þær á frétta- mannafundi, sem haldinn var í tilefni útgáfu fyrstu plötu stúlknanna. Dúkkulísurnar hafa vakið óskipta athygli um land allt í vetur og það kom því ekki á óvart þegar hljómplötuútgáfan Skífan bauð sveitinni plötu- samning. Þessi fyrsta plata Dúkkulís- anna, sem ber nafn hljómsveit- arinnar, hefur að geyma sex lög. Fjögur þeirra eru samin af Karli Erlingssyni, helstu hjálparhellu stúlknanna, en tvö þeirra eru eftir þær sjálfar. Textarnir við lögin sex eru ýmist eftir meðlimi sveitarinnar eða Gígju Sigur- jónsdóttur. Það eru þær Erla Ragnars- dóttir/ söngur, Hildur Viggós- dóttir/ hljómborð, Erla Inga- dóttir/ bassi, Guðbjörg Pálsdótt- ir/ trommur og Gréta Sigur- jónsdóttir/ gítar, sem skipa Dúkkulísurnar. Allar eru stúlk- urnar frá Egilsstöðum. Munu þær „gera út“ þaðan i sumar til tónleikahalds um land allt. Stúlkurnar bjuggu í höfuðborg- inni í vetur, þar sem þrjár þeirra stunduðu nám. Að sögn þeirra hefur verið nóg að gera hjá þeim að undanförnu. Hafa þær leikið á nær hverju kvöldi, ýmist á dans- eða tón- leikum. Sögðu þær ætlunina að fara í margar styttri ferðir um landið til þess að kynna plötuna, sem þegar hefur náð miklum vinsældum. „Pamela“ hefur ver- ið mikið leikið á rás 2 og situr nú i 6. sæti vinsældalistans. Annað lag af plötunni er á „Topp-20“- lista stöðvarinnar. Þá er platan þegar komin í 6. sæti vinsælda- lista DV. Stúlkurnar í Dúkkulísunum eru allar ungar að árum, 16—18 ára, og eiga því framtíðina fyrir sér. Samningur þeirra við Skíf- una hljóðar upp á þrjár plötur, þannig að þær eiga eftir að gefa út a.m.k. tvær plötur til viðbót- ar. Þótt „Pamela" hafi þegar náð umtalsverðum vinsældum sögð- ust stöllurnar hafa mest gaman af laginu „Skítt með það“. Það hafi reynst einna erfiðast i vinnslu og mest hafi verið i það lagt. — SSv. í stofuna, garöhúsió og sumarbústaöinn HUSGAGNAVERSUJN REYKJAVÍKURVEGI64 S. 54499 GAREV\STR€T117 S.15044 HorgunblaðiA/ ljósm. Júlfus Ann Sandelin, forstjóri Norræna húasins, afhendir Hjalta Hauki Ásgeirssyni verðlaunin, en mynd hans var valin á veggspjald sýningarinnar „Landið mitt fsland". Sumarsýning Norræna hússins og FÍMK 1984: „Landið mitt ísland“ íslensk skólabörn lýsa landi sínu með teikningum VETURINN 1983 leitaði Ann Sandelin, forstjóri Norræna hússins, eftir samstarfi við Félag íslenskra myndmenntakennara um sumarsýningu hússins 1984. Kveikj- an að þessari sumarsýningu var norræn sýning „Vi ar pá vág“ sem var f árslok 1982 og vakti mikla athygli. 23. júní sl. var sumarsýningin 1984 opnuð og eru á henni 145 verk unnin af 4—14 ára börnum úr 16 skólum á landinu. Alls bárust u.þ.b. 800 mynd- ir frá 20 skólum. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá Félagi fslenskra myndmenntakennara, Félagi ís- lenskra myndlistarmanna, mennta- málaráðuneytinu og Norræna hús- inu, valdi verkin á áyninguna. Viðfangsefni sýningarinnar er hvernig íslensk börn skynja landið sitt, náttúruna og fólkið og nefnist sýningin „Landið mitt ísland“. Verk Hjalta Hauks Ásgeirssonar, 10 ára, úr Snælandsskóla, var valið á veggspjald sýninarinnar en verk Ingimars Guðmundssonar, 10 ára, úr Laugarnesskóla, á sýningarskrá. Þessir ungu menn fengu af þessu til- efni verðlaun, bókina íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason. Ann Sand- elin afhenti verðlaunin á blaða- mannafundi sem haldinn var f Nor- ræna húsinu 28. júnf. Ingimar gat ekki verið viðstaddur afhendinguna. Ann Sandelin tók það fram aö þetta væri alvörumyndlistarsýning og að örn Þorsteinsson myndlistar- maður hafi sett myndirnar upp með það fyrir augum. Á fundinum þakkaði Þórir Sig- urðsson, námstjóri f mynd- og hand- mennt, Ánn Sandelin fyrir þann skilning sem hún hefur sýnt mynd- list barna. Hann sagði jafnframt að myndmenntakennsla á Islandi væri með því besta sem þekktist á Norð- urlöndum. Hér á landi væru kennar- ar yfírleitt betur menntaðir en ann- ars staðar og er byrjað að kenna 7 ára börnum undirstöðu myndlistar en ekki fyrr en í 7. bekk grunnskóla á hinum Norðurlöndunum. Sýningin „Landið mitt ísland“ stendur til 22. júlf. Að henni lokinni verða allar myndirnar endursendar til þeirra skóla, sem aðild hafa átt að þessu verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.