Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 48
^»<o. 26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLl 1984 Staðan STAÐAN i 1. deild nú þegar keppnin er hálfnuö er þannig: ÍA 9 7 ÍBK 9 5 Þróttur 9 2 Fram 9 3 Valur 9 2 Víkingur 9 2 Þór 9 3 KR 9 2 Breióablik 9 2 KA 9 2 1 1 16—5 22 3 1 10-5 18 5 2 9-8 11 2 4 11—11 11 4 3 8—9 10 4 3 12—15 10 1 5 11—13 10 4 3 8—13 10 3 4 7—9 9 3 4 11—14 9 Markahæstu leikmenn eru: Guómundur Steinaeon Fram 5 Aóalsteinn Aóalsteinsson Víking 4 Póll Ólafsson Þrótti 4 Hinrik Þórhallsson KA 3 Bjami Sveinbjörnsson Þór 3 Siguróur Björgvinsson ÍBK 3 Siguróur Halldórsson ÍA 3 Ámi Sveinsson ÍA 3 Höróur Jóhannsson ÍA 3 Tótt leikmenn hafa skorað tvð mðrk fyrir félög sín og enn fleiri sem hafa skoraó eitt mark. • Sigþór Ómarsson hefur hér brotiat upp aó endamörkum og gefur fyrir mark Breióablika í leiknum á laugardag. Ekki varó mark úr í þetta akipti. Fjörugt en ósannfærandi KEFLVÍKINGAR bættu þremur dýrmætum stigum í aafnió um helgina þegar þeir sigruöu Vík- inga í 1. deildarkeppninni ( knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Keflavík og lauk meó sigri heimamanna sem skoruöu þrjú mörk gegn einu marki Víkinga. Leikiö var í hinu besta veöri, logni og sólskini. Staöan í hálf- leik var 1—0 fyrir Keflavík og var þaó síst of mikió mióaó viö gang leiksina. Keflvíkingar sóttu mun meira í fyrri hálfleiknum og má segja að Víkingar hafi aöeins fengiö tvö marktækifæri. Ámundi átti hörkuskot í stöng í síöara skiptiö en í hinu fyrra, sem varla getur talist færi, átti Magnús sakleys- islegt skot utan af velli. Þorsteinn lyfti upp höndunum til merkis um aö boltinn væri framhjá, en hon- um til mikillar furöu lenti hann í stönginni og þaöan í fangiö á honum. „Eg var viss um aö hann færi ekki í markiö og þaö var miklu öruggara aö gera þetta svona en aö skutla sér, en ætli ég skutli mér ekki næst,“ sagöi Þorsteinn eftir leikinn og haföi gaman af þessu öllu saman, enda nýgiftur. Gifti sig daginn áöur og var hann, aö eigin sögn, mjög léttur á sér í þessum leik. Keflvíkingar fengu mörg færi en skot þeirra fóru alltaf framhjá markinu nema á síöustu mínútu hálfleiksins þá tókst Ragnari aö skora af stuttu færi eftir send- ingu frá Einari Ásbirni. Ragnar átti líka allan heiöurinn af næsta marki. Hann komst skemmtilega í gegnum Víkings- vörnina, gaf fyrir markiö og Magnús hálfpartinn hljóp meö boltann í netiö. Aöeins fimm mín- útum síöar haföi Víkingur minnk- aö muninn. Andri átti góöan skalla aö marki og Rúnar varöi stórglæsilega meö hendinni á marklínunni en Aöalsteinn fylgdi vel á eftir og þrumaöi í netiö af stuttu færi. Víkingar voru nærri því aö jafna á næstu mínútum. Keflvík- ingar björguöu þá tvivegis í marklínu, en þaö voru þó þeir sem skoruöu síöasta markið. Brotiö var á Ragnari inni vítateig og dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Sigurður Björgvinsson með föstu skoti sem Ögmundur réöi ekki viö. Hann náöi þó aö koma viö boltann en skotiö var of fast og staöan því 3—1. Eftir þetta varö leikurlnn leiö- inlegur. Hann haföi veriö fjörugur fram aö þessu þó svo hann væri ekki vel leikinn. Menn spiluðu mjög fast, oft og tíöum gróft. Varnir beggja liöa voru slakar og geröu mikiö af mistökum. Óskar Færset hvar þó góöur hjá ÍBK og Valþór átti ágæta spretti. Ragnar er alltaf jafn hættulegur og Magnús lék betur en oftast áöur svo og Siguröur. Hjá Víkingum bar mest á þeim Ámunda og Ómari. Ómar lék aö þessu sinni sem aftasti maöur í • óskar Færseth vörn og stóö sig ágætlega þar þó hann eigi eftir aö stilla sig betur inná aöra leikmenn þar. Þess má geta aö völlurinn er varla not- hæfur. Hann er svo ósléttur aö „það er eins og aö spila í kartöflugarði," eins og einhver sagöi. Elnkunnagjðfin: ÍBK. Þorsteinn Bjarnason 6, Gisli Eyjólfsson 5. Valþór Sigþórsson 6, Öskar Færseth 8, Siguróur Björgvlnsson 7, Ingvar Guömundsson 3, Helgi Bentsson (vm á 64. mín.) 3, Magnús Garöarsson 7, Elnar Asbjörn Ólafsson 6, Kristinn Jóhannsson (vm á 65. mín.) 4, Ragnar Margelrsson 7, Rúnar Georgsson 5, Sigurjón Sveinsson 4. VÍKINGUR: Ögmundur Kristlnsson 6. Unn- steinn Kárason 5, Ragnar Gfslason 5, Gylfi Rútsson (vm á 65. min.) 4, Magnús Jónsson 5, Örnótfur Oddsson 5. Aöalstelnn Aöalsteinsson 5, Ómar Torfason 7, Kristinn Guömundsson 6, Andri Martelnsson 5, Helmir Karlsson 5, Elnar Einarsson (vm á 63. min.) lék of stutt, Amundl Sigmundsson 7. I stuttu máll: Keflavíkurvöllur 1. delld. Keflavik — Vfkingur 3—1 (1—0). Mörk iBK: Ragnar Margeirsson (45. min ), Magnús Garöarsson (57. min.) og Siguröur Björgvinsson (66. mín. úr vfti). Mark Víkings geröl Aöalstelnn Aöalstelns- son á 61. mín. Gul spjöld: Ragnar Gislason úr Viklngl. Dómari var Gísli Guömundsson og var hann slakur, haföi ekkl nógu góð tök á leiknum. Ahorfendur: 1.213. Meðan frumskógalögmálin ... BJÖRN Árnason, þjálfari V(k- inga, var ekki mjög hress þegar vió hittum hann aö máli eftir aó lið hans hafói tapaö 3—1 fyrir Keflavík. „Þaö er allt ( lagi aö tapa leikjum en ekki svona. Meöan frumskógarlögmálin eru látin gilda í fótboltanum hárna er ekki von á góóu. Þaó viróist sem sumum sé alveg sama hvort þaó er boltinn eóa löppin á einhverjum leikmanni úr liði andstæóinganna sem veróur fyrir spyrnunni. Menn hugsa ekkert um það,“ sagói Björn og var óhress meó hversu grófir Keflvíkingarnir voru í leiknum og aó þeir skyldu komast upp meó þaó. Bikarkeppni KSÍ í kvöld í KVÖLD veróa fjórir leíkir ( 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Á Eskifiröi leika Austri og Þór, Vík- ingur og Völsungur leika á Ólafsvík, IBV og Akranes í Eyjum og á Laugardalsvelli leika Þróttur og Víkingur. Leikurinn ( Ólafsvók hefst kl. 19 en hinir þrír kl. 20. Á morgun veröa síöan KR og IBK á Laugardalsvelli, ísafjöröur og Fram fyrir vestan og Víöir og Fram i Garöinum. Síöastl leikur 16 liöa úrslitanna veröur á fimmtu- daginn, þá leika Valur og KA á Laugardalsvelli. Enn töpuðu Blikar heima „ÉG ÁTTI von á erfiðari leik hér í Kópavogi. Þeir sóttu reyndar talsvert í lokin, en þaö var óþarfi hjá okkur aó hafa sigurinn í hættu. Vió áttum aó vera búnir aö gera út um leikinn fyrir lokakafl- ann,“ sagði Höróur Helgason, þjálfari íslandsmeistara ÍA, eftir að liðið hafói sigraó Breióablik 2:1 ( Kópavogi á laugardag ( 1. deild knattspyrnunnar. Breiöablik hefur því tapaö öllum fjórum heimaleikjum sínum í mót- inu til þessa — en er aftur á móti taplaust á útivelli. Undarlegt. Liöiö er nú í fallsæti og Magnús þjálfari þarf aö laga hugarfarlö hjá sínum mönnum ef ekki á illa aö fara. Leikmenn Breiöabliks eiga aö geta meira en þeir sýna — og fyrst og fremst virðist vanta baráttu í liðiö. Blikarnir eru flinkir meö knöttinn og hann gengur oft og tíðum snyrtilega á milli þeirra — en þaö er greinilegt að meira skap vantar í leikmenn. „Viö áttum aö gera út um leikinn á fyrstu sextán mínútunum/ sagöi Magnús Jónatansson, þjálfari UBK, eftir leikinn. „Til þess fengum viö mjög góö færl. Þaö er auövitaö alveg agalegt hve illa okkur hefur gengiö á heimavelli — höfum tap- aö öllum okkar leikjum þar. Viö veröum aö gera okkur grein fyrir því aö nú er fallbaráttan framund- an. Ég hef séö liö Iá leika nokkrum sinnum og hef ekki fundist þaö sérlega sannfærandi. Sigur þess í dag fannst mér t.d. ekki mjög sannfærandi." -Fyrri hálfleikurinn var ekki sór- lega skemmtilegur. En eins og Magnús sagöi fengu Blikarnir góö færi í upphafi leiksins. Bjarni markvöröur varöi mjög vel frá Jóni Einarssyni í tvígang. Þaö voru þau bestu, en ÍA fékk einnig færi. Sveinbjörn Hákonarson komst einn inn fyrir vörn UBK — inn á teig — í dauöafæri en Friörik markvöröur bjargaöi frábærlega meö úthlaupi. Lokaöi markinu. Mörkin þrjú komu öll i síðari hálfleik. Fyrst skoraöi Arni Sveinsson á 55. mín. ÍA náöi glæsi- legri skyndisókn, Arni Sveinsson fékk knöttinn yst i vítateignum til hliöar og vippaöi fallega í fjær- hornið yfir Friörik sem kom út á móti. Fimm mín. síöar skoruöu Skagamenn aftur. Siguröur Hall- dórsson skallaði þá glæsilega í Breiðablik—ÍA 1:2 netið eftir hornspyrnu Sveinbjarn- ar. Siguröur gnæföi yfir varnar- menn Blikanna og Friðrik átti ekki möguleika á aö verja. Jón G. Bergs kom inn á stuttu eftir síöara mark ÍA — og lék í framlínu Breiöabliks. Hann haföi aöeins veriö á vellinum í fjórar mínútur er hann skoraði. Staöan 1:2 fyrir ÍA og allt gat gerst. Jón skallaði í markiö eftir aö skot Sig- urjóns Kristjánssonar haföi fariö í varnarmann og boltinn borist til Jóns sem var aleinn rétt utan markteigs. Litlu munaöi aö Loftur Ólafsson jafnaöi fyrir UBK á 77. mín. Hann skallaöi þá naumlega framhjá úr dauöafæri eftir aö Bjarni mark- vöröur haföi misst fyrirgjöf yfir sig. Höröur Jóhannsson fékk gott færi hinum megin stuttu síöar — hann komst inn á teig, lék á Friörik markvörö og sendi knöttinn í átt aö marki en Ómar Rafnsson komst á milli og bjargaöi á síöustu stundu. Bæöi liö náöu nokkuð góöum samleiksköflum í leiknum þó bæöi eigi aö geta betur. Leikur Skaga- manna var öllu betri og sóknir þeirra hættulegri. Greinilegt var þó aö þeir söknuöu Karls Þóröar- sonar, sem var meiddur. Breiða- blik sótti mikiö i lokin — en án árangurs. I STUTTU MALI: Kópavogsvöllur 1. deild UBK — lA 1:2 (0:0) Mark UBK: Jón Q. Bergs á 67. mfn. MÖRK ÍA: Árni Sveinsson á 55. mín. og Sig- uröur Halldórsson á 60. mín. Gul spjöid: Arni Sveinsson og ólafur Þórðar- son, lA, og Þorsteinn Geirsson, UBK. Áhorfendur: 970. Dómari: Kjartan Tómasson, og haföi hann ágæt tðk á leiknum. Einkunnagjöfin: UBK: Friörik Friðriksson. 7. Benedikt Guö- mundsson 6, Ómar Rafnsson 7, Loftur Ólafs- son 6, Ólafur Björnsson 6, Vignir Baldursson 5, Þorsteinn Geirsson 5, Jóhann Grótarsson 6, Jón Einarsson 6, Ingólfur Ingólfsson 5, Sigur- jón Kristjánsson 5, Jón G. Bergs (vm) 6, Þor- steinn Hilmarsson (vm) 6. ÍA: Bjarni Sigurösson 7, Guöjón Þóröarson 6, Jón Áskelsson 6, Siguröur Lárusson 7, Sig- uröur Halldórsson 7, Hörður Jóhannesson 6, Sveinbjörn Hákonarson 7, Júlíus P. Ingólfsson 6, Sigþór Ómarsson 6. Guöbjörn Tryggvason 6, Árni Sveinsson 7, Jón Leó Rikharösson (vm) 6, Ólafur Þóröarson (vm) lék of stutt. — 8H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.