Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JtJLÍ 1984 jpE'inn harnborgarc*. cg -frcmsicar^ o$ {jörtíu-C^-tvo SO.UX-bt>k:anim-la." ... ab spilla henni með eftirlæti. TM Rea. U.S. Pat. Oft.-ali rights reserved «1984 Los Aogeles Times Syndicate Með morgunkaffinu — Nú fer ég aftur heim til að gleyma yfirmanninum okkar. HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . . Krýsuvíkurleið — þjóðvegur nr. 42 Hörður Magnússon hringdi og vildi beina eftirfarandi til Vega- gerðar ríkisins: í góða veðrinu síðastliðinn sunnudag lagði ég leið mína til Þingvalla. Þaðan 6k ég Grafn- inginn og síðan sem leið lá fram hjá Ingólfsfjalli og upp á Hell- isheiði. Síðan ákvað fjölskyldan að koma óvanalega leið til Reykjavíkur og stefnan var tek- in á Krýsuvík, gegnum Þrengsl- in. Á vegamótunum til Þorláks- hafnar og Eyrarbakka var vega- skilti þar sem sýndur var þjóð- vegur númer 42, Krýsuvíkurleið þegar ekið er fram hjá Herdís- arvík. Eftir að hafa farið þessa leið leyfi ég mér að efast um til- gang Vegagerðar ríkisins, sem mér skilst að sjái um viðhald vega. Leiðin hjá Herdísarvík er vegaslóð sem varla er boðleg hrossum hvað þá vélknúnum ökutækjum, nema torfærutrukk- um og vegheflum. Víða voru miklar sprungur, skurðir, stór- grýti og stórir leðjupollar. Engar aðvaranir gáfu til kynna ástand vegarins né bann við umferð á þessum slóðum. Ástand vega virðíst ærið misjafnt Ég kom ekki auga á aðra leið sem gat stutt þá veiku von mína, að ég hefði villst út af þjóðvegi númer 42. Nú er ekið með ferðamenn sem hingað koma i skoðanaferð- ir um Suðurnesin og m.a. farin Krýsuvíkurleiðin. Mig langar til að spyrja for- ráðamenn vegagerðarinnar hvort áætlað sé að lagfæra troðningana og þá hvenær? Þessar slóðir eru ekki manni bjóðandi og slæm landkynning. Meira um skatta hjóna Sex barna móðir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Fyrir skömmu las ég pistil i Velvakanda um skattgreiðslu hjóna og vil koma öðrum atrið- um á framfæri um sama mál. Ég er gift, á sex börn og er heimavinnandi húsmóðir, á eng- ar eignir sem teljanlegar eru og þegar ég og maðurinn minn gift- um okkur gerðum við kaupmála. Við teljum fram til skatts á sama hátt og allir aðrir, en svo þegar ég fæ mína skatta þá er ég skrifuð fyrir helmingi af eignum og borga skatt af þeim, en mað- urinn er skrifaður fyrir öllum laununum sem koma honum til frádráttar. Þegar við spyrjum endurskoð- endur um þessa kúnstugu skipt- ingu þá segir hann þetta gild- andi lög sem auðvitað verður að fylgja. Fyrrnefndur kaupmáli breytir engu í framtalinu og er í raun alveg gagnslaus. Mér finnst þessi löggjöf mjög undarleg og í hæsta máta óréttmæt og vil gjarnan fá skýr- ingar, frá þeim sem vit hafa á. Um grein Jóns Vals Jenssonar KinsUeð móðir skrifar: Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu þann 27. júni rak ég augun í grein eftir Jón Val Jensson guðfræðing þar sem hann ræðir ýtarlega um skoðanir sínar á fóstureyðingum. Mig langar rétt til að koma með nokkur atriði um þessi mál, honum til umhugsunar. Jón nefnir m.a. í grein sinni, að árið 1982 hafi hlutfall fóstureyð- inga af völdum félagslegra ástæðna verið 88,6%. En hefur hann leitt hugann að þvi hvað séu félagslegar ástæður i raun? Veit hann að fóstureyðingar sem fram- kvæmdar eru á stúlkum vegna æsku og ónógs þroska eru flokkað- ar undir fóstureyðingar af félags- legum ástæðum? Veit hann að á árunum 1976—1981 gengust rúm- lega 215 íslenskar stúlkur, sem voru sextán ára og yngri, undir Áttfalt ák. Jón Helgason á Sólvangi skrif- an Víðkunni Velvakandi. Ég hef yfirleitt haft gaman af vísunum hans Háks. Svo datt mér i hug að leita að þeim orðum sem rimuðu við hák. Þegar mér hafði tekist að hafa upp á átta orðum raðaði ég þeim í eftirfarandi ljóðlínur. Á feitu soði flýtur brák. Flestum tel sé lítt um snák. Llfsskeió manns ei léttvæg skák, líkast því sem hlykkjótt rák. Misgott skeið á skáldafák, skrykkjótt oft svo verður kák. Vikulegan virði Hák, Velvakanda góðan strák. fóstureyðingu? Einnig eru 90% þeirra stúlkna, 19 ára og yngri, sem leita sér fóstureyðingar, ekki í sambúð með barnsföðurnum og flestar búa enn i heimahúsum. Önnur hlið þessarar umræðu, sem Jón virðist ekki gera sér grein fyrir er að samkvæmt lögum ber yfirvöldum skylda til að veita fræðslu i skólum landsins um kynlíf, barneignir, getnaðarvarnir M.A. skrifar: Velvakandi. Ég hef, mér til óblandinnar ánægju, verið að horfa hér út um gluggann minn við Fremristekk, á leik 8—10 ára stráka, sem leika sér af hjartans lyst á leikvelli milli Fremristekks og Stekkjar- bakka. Leikvöllur þessi er svokallað opið svæði, grasflöt, sem alla jafna hefur verið slegin og grasið nýtt eða fleygt eftir atvikum. Nú hefur svæðinu verið breytt í hinn ákjósanlegasta leikvöll fyrir títt- nefndan aldurshóp til ýmissa „frumskógarleikja", ef svo mætti kalla þá, hér rétt sunnan heim- skautsbaugs. Grasið er látið vaxa þar til það er orðið eins metra hátt og þá myndast frábærir felustað- ir. Þegar ég fylgist með fjörinu rifja8t upp fyrir mér njólabreið- urnar á Oddeyrinni fyrir norðan forðum. Okkur strákunum á Eyr- og kynsjúkdóma, en þau sinna þessari skyldu sinni lftið sem ekk- ert. Ekki hefur Jón heldur íhugað hvers konar aðstoð Félagsmála- stofnun veitir ófrískum ungum stúlkum eða einstæðu foreldri. Það færi vel á þvf að Jón Valur íhugaði þessar hliðar fóstureyð- inga. Hann ætti síðan frekar að beita spjótum sinum í þá átt að fá yfirvöld til að sinna skyldu sinni og auka aðstoð við einstæðar mæður og reifa svo málið aftur eftir áratug. Þá verður ef til vill kominn einhver grundvöllur fyrir óréttmætri gagnrýni hans. Meðan þjóðfélagið býður börnin ekki bet- ur velkomin í heiminn en nú er gert, halda fóstureyðingar áfram enn um sinn. inni fannst við vera því sem næst staddir inni í myrkviðum svört- ustu Afríku. Til þess að ekki hallist á milli aldursflokka hafa borgaryfirvöld gert annan leikvöll norðan Stekkj- arbakkans á sömu slóðum, fyrir eldri kynslóðina, sér í lagi fyrir þá sem hafa yndi af að fjarlægja rusl af eigin lóðum og flytja úr augsýn, eitthvað lengra. Siðast en ekki síst hefur verið reist góðgerðarhús á horni Stekkj- arbakka og Reykjanesbrautar þar sem brúa má kynslóðabilið að loknum leik. Sá staður hefur verið nefndur „Akið — Takið" og er greiðasölustaður. Þar sem lítið er gert af því að lofa framtak borgaryfirvalda en miklu fremur hnjóðað f þau fyrir ýmsa hluti, þá vildi ég láta þessa framtaks þeirra getið, því hér er vel að verki staðið. Um Fremristekk og kynslóðabilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.