Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 ÍA og ÍBK Meistaramóti íslands lokiö Meistaramóti íslands í frjólsum íþróttum lauk í gærkvöldi í Laug- ardal. Úrslit síöustu greina móts- ins voru sem hér segir: 3000 m hindrunarhlaup: 1. Halslelnn Óskarsson á 9:31,8 min. 2. Gunnar Birgisson á 9:36,7 mín. 3. Einar Sigurðsson á 10:11,3 min. 4 x 400 m kvenna: 1. Sveit ÍR á 4:03,5 mín. 2. SveitFHá 4:15,9 mín. 4 x 400 m karla: 1. Sveit IR á 3:39,2 min. 2. Sveit FH á 3:48,6 mín. 3. Sveit UBK á 4:00,7 min. í Fimmtarþraut sigraöi Þor- steinn Þórisson, ÍR, meö 2.674 stig, Gunnar Pál Jóakimsson, FH, sem hlaut 1.987 stig. Hvorugur þeirra lauk síöustu greininni, 1.500 m hlaupinu. Hilmar Þórisson bætt- ist í hóp þeirra er kastaö hafa spjóti yfir 60 m, en hann keppti sem gestur i greininni. SMS Heimsmet FERNANDO Mamede frá Portúgal setti í gær heimsmet ( 10.000 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti i Stokkhólmi. Tími hans var 27:13,81 en eldra metiö átti landi hans Carlos Lopez, 27:17/48. Þetta var 65. heimsmetiö sem sett hefur verió á leikvanginum í Stokkhólmi og hinir 17 þúsund áhorfendur fögnuóu gífurlega þegar Mamede kom (mark. Unnar nærri Islandsmeti Unnar Vilhjálmsson UÍA var nálægt þv( aó setja fslandsmet ( há- svífa yfir 2,02 metra. Unnar er bróóir Einars spjótkastara og sonur stökki á meistaramóti fslands í frjálsum (þróttum um helgina, er Vilhjálms Einarssonar ÍR, eina ólympíuverólaunahafa fslands. hann felldi 2,12 metra naumlega. Hór er Unnar ( hástökkinu, aó Siglingamenn komnir á skriö Gunnlaugur Jónasson og Jón Ólafur Pátursson fengu heldur betur byr í seglin ( Kiel ( Þýska- landi um daginn þegar þeir kræktu ( 18. sæti á siglingamóti þar. Morgunblaöió hafói sam- band viö þá félaga og spuröi þá um keppnina. „Keppnirnar voru flestar í roki en þaö var einmitt þá sem viö náöum bestum árangri eóa 10. sæti. Vió notum segl og mastur sem eru jjekkt fyrir að fara hratt (góóum byr og eins höfum viö æft vel í vetur og teljum aó þetta sé árangurinn af því. Þar að auki sigldum við í eina viku fyrir mótiö frá morgni til kvölds ( roki á móti tveim þjóó- verjum og læröum þá mikiö um þaö hvaó lætur seglbát fara hratt í góóum byr.“ Þaó má geta þess aö í síöustu keppninni af sex þegar þeir félagar uröu í 17. sæti og tryggöu sér þar meö 18. sætiö í heildina gekk ekki vel á fyrsta legg og voru þeir í um 50. sæti fyrir fyrstu bauju en sigldu svo fram úr mörgum kepplnauta sinna. Einnig hjálpaöi til aö vindur- inn var oröinn þaö mikill aö margir bátar kollsigldu. „Þetta er sá árangur sem viö höfum stefnt aö aö undanförnu, eöa aö ná aö lenda í topp tuttugu sem viö köllum, og erum viö ánægöir meö aö hafa náö þvi marki. Viö viljum geta þess aö Arnarflug hjálpaöi okkur meö ferö- ir og færum viö þeim okkar bestu þakkir fyrir hversu snarlega þeir brugöust viö þeirri bón okkar. Ennfremur flutti Hafskip bíl fyrir okkur og kunnum viö þeim einnig bestu þakkir.“ Þess má aö lokum geta aö í Los Angeles, þar sem Ólympíuleikarnir veröa haldnir, eru stórar öldur og sterkur byr, einmitt þær aöstæöur sem eiga best viö þá félaga. Maradona til Napólí ENDANLEGA var gengió frá kaupum á Diego Maradona til Napólí skömmu fyrir miönætti á laugardag en markaöurinn lokaöi á miönætti. Maradona mun þv( leika næsta keppnistímabil á ít- alíu og eru þar nú flestir bestu knattspyrnumenn heimsins. Napólí greiddi Barcelona 7,5 miiljónir dollara og er þaö svipaö verö og liðið greiddi fyrir kappann á sínum tima en Maradona er nú búinn aö leika meö Barcelona í tvö keppnistímabil. Gífurlegur fögnuöur greip um sig meöal íbúa Napólí þegar til- kynnt var að gengiö heföi veriö frá kaupunum. Mikill fjöldi flykktist út á götur borgarinnar og hrópaöi „Maradona er okkar”, og er greini- legt aö aódáendur liösins vænta sér mikils af honum. Úlfar meistari • Úlfar Jónsson, GK, sigraöi á Unglingameistara mótinu (golfi sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelti ( Hafnarfiröi um helgina. Hann lék mjög vel mestallan tímann og var sigur hans sanngjarn og nokkuö öruggur. Nánar er greint frá mótinu á bls. 24. FH eykur forskotið FH-ingar hafa nú þriggja stiga forskot ( 2. deildinni í knatt- spyrnu. Þeir sigruöu Njarövíkinga um helgina, 3—1, og voru það þeir Ingi Björn, Dýri og Pálmi sem skoruöu mök FH en Skúli Rós- antsson skoraöi fyrir Njarövík. ísfiröingar geröu góöa ferö til Vestmannaeyja, tóku öll þrjú stigin með sér vestur. Hlynur Stefánsson skoraöi fyrsta mark leiksins rétt fvrir leikhlé en þaö var t vitlaust mark aö dómi Eyjamanna því hann skoraöi sjálfsmark. 1—0 í hálfleik fyrir ÍBÍ. Jóhann Georgsson jafnaöi fyrir Eyjamenn úr vítaspyrnu en skömmu fyrir leikslok náöi Jóhann Torfason aö tryggja ísfirðingum sigur meö marki eftir skyndisókn ÍBÍ: Tveir leikmenn voru reknir af leikvelli, þeir Gunnólfur Lárusson, markvöröur Eyjamanna, og Atli Einarsson ísfiröingur. Völsungar lágu fyrir Borgnesing- um og þvi hafa FH-ingar þriggja stiga forskot. Úrslitin uröu 3—0 fyrir Skallagrim og þaö voru þeir nafnar Gunnar Jónsson og Orra- son og Ólafur Jóhannesson sem skoruöu mörk Skallagríms. Sigifiröingar báru sigurorö af Tindastóli um helgina. Leikiö var á Siglufiröi og lauk leiknum meö sigri heimamanna, 2—1. Víöir sigraöi Einherja, 3—1, í Garöinum eftir aö staöan í hálfleik hafði orðið 0—0. Víðismaöur skor- aði fyrsta mark leiksins í byrjun síöari hálfleiks en í vitiaust mark og staöan þvi 0—1 fyrir Einherja. Grétar Einarsson, Viihjálmur Ein- arsson og Guðjón Guðmundsson skoruöu síöan sitt markiö hver fyrir heimamenn og sigur því tryggöur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.