Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 1
80 SIÐUR tfttmililftfrifc STOFNAÐ 1913 154. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 8. JULI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríki við Persaflóa ræða her- samvinnu Mimma, Hahrain. 7. júlí. AP. Hermálafulltrúar samstarfsráðs ríkja Tið Persaflóa (('('(') komu sam- an til viðræðna í dag til að taka sam- eiginlega afstöðu gagnvart árásum írana á flutningaskip á alþjóðasigl- ingaleiðum. Er markmið fundarins að freista þess að gera samræmda heráætlun verði ráðist á eitthvert rikjanna við Persaflóann að sögn saudi-arabísks embættismanns. í hinu róttæka dagblaði Al-Rai A-am er gengið enn lengra og full- yrt að þau 6 ríki sem eiga aðild að samstarfsráðinu eigi þess engan annan kost en verjast ásókn írana. Bólivía: Verkfallið framlengt U Paz, Kóliviu. 7. júlí. AP. Verkalýðsleiðtogar ikváðu í dag að framlengja allsherjarverkfallið í Bólivíu fram yfir helgi. Þó eru deiluaðiljar að vinna að því að binda enda á verkfall- ið, sem valdið hefur skorti á brauði og bensíni. Óttast verka- lýðsleiðtogar að dragist verk- fallið á langinn gæti það leitt til þess að herinn taki völdin í sín- ar hendur í landinu. Atvinnumálaráðherrra Bóli- víu sagði í dag að samkomulag hefði náðst um mðrg veigamikil atriði og því vonaðist stjórnin til að verkalýðsfélögin aflýstu verkfallinu. Talsmaður verka- lýðsfélaganna sagði hins vegar að það yrði ekki gert fyrr en samið hefði verið um launa- hækkun og -bætur, enda væri verðbólgan nú 760%. Samsæri í Panama l'anamahorB, 7. júlf. AP. MANUEL Antonio Noriega hers- höfðingi, sem er yfirmaður heraflans í Panama og er almennt álitinn valdamesti maður landsins, staðfesti í gær, að orðrómur, sem verið hefur á kreiki um að reynt hafi verið að steypa honum af stóli, væri á rökum reistur. Noriega hitti blaðamenn að máli á flugvellinum í Panamaborg er hann sneri heim eftir tveggja vikna ferðalag til Evrópu og ísra- els. Hann sakaði Julian Meio Borbua ofursta og einn af æðstu mönnum hersins í landinu um að hafa skipulagt valdaránið og kvað það hafa misheppnast vegna þess að aðrir yfirmenn í hernum hefðu reynst sér trúir. Melo var handtekinn 1. júlí sl. og sakaður um að hafa lagt á ráð um glæpsamlegt atferli. Hann hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu, en rannsókn fer fram á ákærunum gegn honum. SumardaguT í Vesturbænum Morgunbladið/Friðþjófur Harðorð ummæli breskra blaða í kjölfar Dikko-málsins: Réttindi erlendra sendi- fulltrúa verði endurskoðuð Unrion, 7. júli. AP. STJÓRNVÖLD í Nígeríu segjast munu heimila 22 manna áhöfn bresku farþegaþotunnar, sem kyrrsett var í Lagos í gær, að fljúga henni úr landi þegar Bretar hafa látið áhöfn nígerískrar flugvélar, sem kyrrsett hefur verið á Stanstead-flugvelli í London, lausa, og leyft henni að fljúga með vélina heim. Lögreglan í London handtók áhöfn nígerísku vélarinnar vegna þess að talið er að einhverjir í hópnum séu viðriðnir misheppn- að rán á Umaru Dikko, fyrrum samgönguráðherra Nígeríu. Reynt var að smygla honum meðvitundarlausum úr landi í gámi sem merktur var sendiráði Nígeríu í London, en tollverðir opnuðu gáminn þar sem honum fylgdu ekki nauðsynleg skjöl. Dikko er einn höfuðandstæð- inga núverandi herforingja- Mondale ræðir við þriðju konuna Washington, 7. júlf. AP. WALTHER Mondale, sem keppir að útnefningu sem forsetaefni demó- krata, ræddi í gær við rfkisstjórann í Kentucky, Mörtu Layne Collins, en hún þykir koma til greina sem varaforsetaefni hans. Eftir fundinn sagði Mondale að þau Marta hefðu einkum rætt um innanríkismál s.s. mennta- mál. Hrósaði Mondale henni og kvað hana dæmi um mikilhæfan leiðtoga. Marta, sem kjörin var ríkisstjóri í Kentucky í fyrra, er fyrsta konan sem gegnir því embætti þar. Hún er þriðja konan, sem kemur til greina sem varafor- setaefni Mondales, en hann hef- ur alls átt viðræður við 7 stjórn- málamenn um þetta mál. Gary Hart gagnrýndi Mondale í dag fyrir að hafa of hátt um þær viðræður sem hann hefur átt við hugsanleg varaforseta- efni. „Vaninn er sá að halda þeim leyndum," sagði Hart. Hann sagði ennfremur að þótt hann sæktist ekki eftir að verða varaforsetaefni demókrata væri „ákaflega erfitt" að neita því boði. Martha Layne Collins. stjórnar í Nígeríu, sem rændi völdum um siðustu áramót, og eftirlýstur í heimalandi sínu, þar sem hann er sakaður um spill- ingu. Stjórnvöld í Nígeríu neita því hins vegar að þau hafi staðið á bak við mannránið. Auk áhafnar nígerísku vélar- innar voru nokkrir einstaklingar af öðru þjóðerni, þ.á m. þrír Bretar og einn ísraelsmaður, handteknir í London í gær vegna rannsóknar málsins. Press Association í London hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Írautþjálfaðir málaliðar frá srael hafi verið ráðnir til að standa að ráninu á Dikko og hafi þrír fsraelsmenn gætt gámsins, sem Dikko var hafður i haldi i. Mikil reiði er ríkjandi í Bret- landi vegna Dikko-málsins og í leiðurum dagblaðanna þar i morgun eru stjórnvöld í Nígeríu harðlega fordæmd. Telja blöðin að taka þurfi reglur um réttindi erlendra sendiráðsmanna til gagngerar endurskoðunar og rifja í því sambandi upp atburð- ina við sendiráð Líbýu 17. apríl sl., er þarlendur sendiráðsmaður skaut breska lögreglukonu til bana en fékk að fara óáreittur úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.