Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
35
„Ekki hægt að skoða
allt landið á einni viku
þó það sé ekki stórt“
— sagði franski ferðalangurinn Paul Sergent
UM ÞESSAR mundir eru staddir
hér á landi frönsku ferðalangarn-
ir Paul Sergent og Mireille Mur-
et, en þau eru bæði blind. í fylgd
með þeim er aðstoðarkona þeirra
og vinkona, Anne-Marie Hanrot.
Paul og Mireille eru bæði búsett í
París þar sem þau starfa sem
nuddarar, en fylgdarkona þeirra,
Anne-Marie, starfar sem barna-
skólakennari. Blm. hitti ferða-
langana að máli í Ásmundarsafni
sl. föstudag þar sem þeir voru í
skoðunarferð. Fengu þau að
þreifa á höggmyndunum undir
handleiðslu safnvarðar, Gunnars
Kvaran.
Hvað varð til þess að þið ákváðuð
að leggja land undir fót og ferðast
alla leið til íslands?
„Við erum bæði mikið áhugafólk
um fiskveiðar og sögu skipa, og sá
áhugi okkar varð meðal annars til
þess að reka okkur hingað," sagði
Paul. Mireille sagði að Island væri
land sem fáir þekktu og hefði for-
vitnin m.a. rekið hana af stað.
„Við heyrðum í forsetanum ykkar,
Vigdísi Finnbogadóttur, í útvarp-
inu, er hún kom í opinbera ferð til
Frakklands í fyrra. Það var þá
sem við ákváðum að láta verða af
því að heimsækia ísland. Við Paul
höfum þekkst si an í barnæsku og
vinkona okkar, Anne-Marie, hefur
ferðast með okkur vítt og breitt
um Frakkland. Þar sem hún hafði
aldrei komið til íslands, ákvað hún
að fara með og aðstoða okkur,"
sagði Mireille.
Eruð þið vön að ferðast til fjar-
lægra landa?
„Nei, ekki get ég nú sagt það,“
sagði Paul, „þetta er í rauninni í
fyrsta skipti sem ég ferðast. Að
vísu dvaldi ég einu sinni tvo daga
á Spáni, en ég þurfti að vinna þar
og gat því ekkert skoðað." „Ég hef
ferðast til Sovétríkjanna, það er
allt og sumt,“ sagði Mireille.
Hvað finnst ykkur svo um land og
þjóð?
„Ég varð nú eiginlega undrandi
þegar ég kom til landsins. Ég
hafði nefnilega lesið um ísland
sem kuldalegt land, en komst að
hinu gagnstæða við komuna
hingað. Veðrið hér er ekki verra
en gengur og gerist í ákveðnum
héruðum í Frakklandi," sagði
Paul. „Ég tek undir þetta," sagði
Mireille, „ég hélt að hér væri
miklu kaldara en raun ber vitni.
ísland virtist lika vera svo fjar-
Mbl./RAX
Hér sjást þau Paul Sergent og Mireille Muret þreifa á einu verka Ásmund-
ar Sveinssonar. Með þeim á myndinni eru aðstoðarkona þeirra, Anne-Marie
Hanrot, og Gunnar Kvaran, safnvörður í Ásmundarsal.
Frönsku ferðamennirnir heimsóttu forseta fslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í
Stjórnarráðinu á föstudagsmorgun.
lægt, en við komumst að öðru eftir
aðeins þriggja klukkustunda flug
frá Frakklandi. Við fórum að
Gullfossi og Geysi, og „skoðuðum"
þar gróður og jarðveg. Landslagið
hér er mjög ólíkt því sem við eig-
um að venjast í Frakklandi. Siðan
veittist okkur sú ánægja að fá að
heimsækja frú Vigdisi Finnboga-
dóttur að Bessastöðum, og tók hún
afar vel á móti okkur," sagði Mir-
eille.
Hafið þið bæði áhuga á högg-
myndalist?
„Já, við höfum það bæði,“ sagði
Paul „en i rauninni höfum við
aldrei áður komist í snertingu við
höggmyndir. í frönskum söfnum
eru allar höggmyndir girtar af,
því Frakkar eru svo illa upp aldir
að þeim er til alls trúandi. Þvi er
það okkur Mireille afar kærkomið
að fá að þreifa á höggmyndunum
hér í Ásmundarsafni." sagði Paul.
Svona í lokin, haldið þið að þið
eigið eftir að koma einhvern tímann
aftur til íslands?
„Já, það er næsta öruggt að við
komum einhvern tímann aftur
hingað," sagði Mireille. „Maður
nær ekki að skoða allt landið á
einni viku, þó að það sé ekki
stórt,“ bætti Paul við brosandi.
Ljósm. Mbl. PPJ.
Þessi mynd var tekin fyrir utan Hótel Loftleiðir er unnið var við að gróður-
setja tré og blóm nú fyrir skömmu. Á myndinni má sjá Emil Guðmundsson
hótelstjóra Hótels Loftleiða, Björn Theodórsson framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs Flugleiða, Gunnar Sigurðsson flugumferðarstjóra og Sigurð Helga-
son forstjóra Flugleiða.
Starfsmenn Flugleiöa, flugumferöar-
stjómar og Hótels Loftleiða:
Fegra umhverfið
STARFSFÓLK Flugleiða, flugmála-
stjórnar og Hótels Loftleiða tók sig
til nú á dögunum og fegraði um-
hverfi Hótels Loftleiða og Reykja-
víkurflugvallar með þvf meðal ann-
ars að gróðursetja tré og blóm í
nágrenni við hótelið og flugvöllinn.
Alls tóku um 100 manns þátt í starf-
inu, sem unnið var í sjálfboðavinnu
að loknum vinnudegi.
„Þetta er í annað sinn sem við
vinnum á þennan hátt að því að
fegra umhverfið," sagði Emil Guð-
mundsson hótelstjóri Hótels Loft-
leiða er blaðamaður Mbl. ræddi
við hann nú fyrir skömmu. Emil
sagði að þessi hugmynd hefði
skotið upp kollinum hjá honum og
Pétri Einarssyni flugmálastjóra
yfir kaffibolla vorið ’83 og undir-
tektir starfsfólks hefðu strax ver-
ið ákaflega jákvæðar. Sfðastliðið
sumar hefðu rösklega 70 manns
unnið við að gróðursetja tré og
blóm og í ár um 100 manns.
Emil tjáði ennfremur að
Reykjavíkurborg hefði reynst
mjög hjálpleg og látið í té áhöld og
mannskap til aðstoðar starfs-
mönnum Flugleiða, flugmála-
stjórnar og Hótels Loftleiða. Þá
sagði hann að flugmálastjórn
hefði unnið að því að rífa niður
skúra og bragga frá stríðsárunum,
sem eru í nágrenni við Reykjavík-
urflugvöll og að svo framarlega
sem áhugi fyrir því að fegra um-
hverfið héldist meðal starfsfólks-
ins, yrði einum degi á hverju
sumri varið til þess í framtíðinni.
Akranes:
Nýr forseti
bæjarstjórnar
Akranesi, 6. júlí.
Á FUNDI bæjarstjórnar Akraness mánudaginn 25. júní sl. fór
fram kosning ýmissa embættismanna innan bæjarstjórnar-
innar. Guðjón Guðmundsson var kosinn forseti bæjarstjórnar
í stað Valdimars Indriðasonar alþingismanns sem ekki gaf
kost á sér að nýju.
Valdimar hefur gegnt þessu
embætti í rösk sjö ár. 1. vara-
forseti var kjörinn Guðmundur
Vésteinsson og 2. varaforseti Jón
Sveinsson.
Þá var einnig kjörið nýtt bæj-
arráð og hlutu eftirtaldir kosn-
ingu: Guðjón Guðmundsson,
Guðmundur Vésteinsson og Ingi-
björg Pálmadóttir og mun þetta
vera í fyrsta skipti sem kona
hlýtur kosningu sem bæjarráðs-
maður á Akranesi. Meirihluta
bæjarstjórnar á Akranesi mynda
fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks sem hafa fimm af
níu bæjarstjórnarmönnum.
JG
radauglýsingar — raðauglýsingar —
Húsbyggjendur
Getum bætt viö okkur verkefnum viö nýbygg-
ingar, ennfremur leigt út efni ef óskaö er.
Kristján Pétursson,
húsasmíðameistari,
sími 79043.
Vöruútleysingar
Innflytjandi tekur aö sér aö leysa út vörur í
banka og tolli gegn heildsöluálagningu. Full-
um trúnaöi heitið. Lysthafendur leggi upplýs-
ingar inn á afgreiöslu Morgunblaðsins merkt:
„Import — 0868“.
Leysum út vörur
ií banka, tolli og skipafélögum, undir heildsölu-
álagningu. Lysthafendur leggi upplýsingar
inn á afgr. Mbl. merkt: „Þinn hagur — 1618".
Húsbyggjendur
— verktakar
Höfum til leigu háþrýstiþvottatæki, jarövegs-
þjöppur, vatnsdælur, múrfræsara, múrfleyga,
víbratora o.fl.
HÖFDALEIGAN
áhalda- og vélaleíga
FUNAHÖFÐA 7, SÍMI 686171.
raöauglýsingar
................■■■■....ii ..I.ii..
Við þjónum fleirum en
útgeröinni
Fyrirtæki, verktakar, verslanir ...
Eigum á lager flestar stæröir af boröaboltum,
frönskum skrúfum, tréskrúfum, plötuskrúf-
um, pósidrive-skrúfum. Seljum í heildsölu og
smásölu.
Lítið við og kynniö ykkur okkar hag-
stæöa verð.
Skipasmíðastöðin Dröfn hf.,
Strandgötu 75, Hafnarfirði.
Sími 50393.