Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 39

Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 39
 Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 3. júlí var spilað í tveim 16 para riðlum, sem sýnir stöðuga fjölgun þeirra sem taka þátt í sumarspilamennsku deild- arinnar. Efst urðu þessi pör: A-riðill: Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 247 Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 235 Albert Þorsteinsson — Stígur Herlufsen 234 Bragi Bragason — Ragnar Hermannsson 231 B-riðill: Jón Viðar Jónmundsson — Sveinbjörn Eyjólfsson 244 Arnar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 244 Óli Kristinsson — Ragna Ólafsdóttir 234 Haukur Hannesson — Valdemar Þórðarson 227 í frétt frá 26. júní féllu niður nöfn Halldórs Magnússonar og Valdemars Elíassonar, en þeir félagar voru í öðru sæti í B-riðli með 197 stig. Eru þeir beðnir af- sökunar á því. Næst verður spil- að þriðjudaginn 10. júlí. Til þess að ná skráningu þarf að mæta fyrir klukkan 19.30 í Síðumúla 35. Sumarbridge Það er víst farið að verða óhætt að treysta því að ávallt sé „fullt" hús í Sumarbridge. 68 pör mættu til leiks sl. fimmtudag og var að venju spil- að í 5 riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör): A-riðill: Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 274 Rósa Þorsteinsdóttir — Sigrún Pétursdóttir 255 Eggert Benónýsson — Sigurður Ámundason 248 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 220 B-riðill: Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 193 Ásthildur Sigurgíslad. — Lárus Arnórsson 190 Jón Viðar Jónmundsson — Halldór Árnason 189 Jóhann Ólafsson — Ragnar Þorvaldsson 170 C-riðill: Leif Österby — Sigfús Þórðarson 201 Jóhann Bogason — Jóhann Hinrik 170 Daníel Jónsson — Sigmundur Stefánsson . 169 Júlíus Snorrason — Sigurður Sigurjónsson 168. D-riðill: Ragna Ólafsdóttir — óli Kristinsson 254 Guðmundur Baldursson — Jón Baldursson 248 Hermann Lárusson — Hrólfur Hjaltason 246 Björn Jónsson — Þórður Jónsson 240 E-riðill: Kristinn Rúnarsson — Oddur Jakobsson 122 Högni Torfason — Steingrímur Jónasson 120 Arnar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 116 Meðalskor í A- og D- riðli vnr 210, í B- og C- riðli 156 og 108 í E-riðli. Athygli vekur frammistaða þeirra Antons og Friðjóns. Þeir virðast óstöðvandi í Sumar- bridge, vinna hvert kvöldið á fætur öðru. Eftir 8 kvöld er staða efstu manna í Sumarbridge þessi: Anton R. Gunnarsson 16,5 Friðjón Þórhallsson 16,5 Páll Valdimarsson 11 Leif Österby 10 Tómas Sigurjónsson 9 Ragna Ólafsdóttir 9 Sveinn Sigurgeirsson 8 Sumarbridge er nú hálfnað. Lokið er að spila 8 kvöld af 16—17 kvöldum sem fyrirhuguð eru. Alls hafa 940 manns mætt þessi 8 kvöld, sem gerir 118 manns á kvöldi að meðaltali. Það eru 59 pör. Meðalþátttaka væri hærri, hefðu ekki fótboltaleikir í sjón- varpi dregið úr aðsókn tvö kvöld- in fyrr í sumar. Hermann Lárusson mun nú taka við keppnisstjórn næstu 3 kvöldin í Sumarbridge af ólafi Lárussyni. Heimasími Her- manns er: 41507. Minnt er á að öllu spilaáhuga- fólki er velkomin þátttaka, með- an húsrúm leyfir (um 70 pör há- marksþátttaka á kvöldi). Keppni hefst í síðasta lagi kl. 19.30. Bolungarvík: Sjóstangaveiðimót Sæfara Kolungarvík, 6. júlí. í DAG og á morgun stendur sportbátafélagið Sæfari á ísafírði fyrir sjóstangaveiðimóti hér í ísafjarðar- djúpi. A miðin er sótt frá Bolungarvík til að stytta siglingartíma bátanna. Þátttakendur í þessu móti eru 17,þar af fímm konur, sem allar eru frá Isa- fírði, en þátttakendur eru frá ísafírði, Vestmannaeyjum, Akureyri og Reykjavík. Sótt er á fjórum bátum. Þáttakendur létu vel af afíanum er þeir komu í land síðdegis í dag eftir fyrri daginn. Um klukkan 11 í morgun varð það óhapp um borð í einum bát- anna, Gunnari Sigurðssyni frá ísa- firði, að einn þátttakenda, Pétur Steingrímsson frá Vestmannaeyj- um, fékk öngul upp fyrir agnald í fingur. Haft var samband í land og beðið um lækni og bát til að sækja hinn slasaða. Vélbáturinn Guðný frá ísafirði var á landleið og tók hún Pétur um borð, en á móti Guð- nýju kom hraðbáturinn Garpur frá Isafirði með Skúla Bjarnason, lækni. Bátarnir mættust síðan út af Jökulfjörðum og þar var Pétur tek- inn um borð í Garp, þar sem Skúli læknir gerði að sárum hans. Að því loknu óskaði Pétur eftir því að fara aftur á miðin enda Vestmanney- ingar þekktir fyrir annað en að gef- ast upp. Fréttaritari náði tali af Pétri, en hann kom í land nú síð- degis. Var hann allur hinn hress- asti, en kvaðst þó gera ráð fyrir að eiga eftir að finna fyrir fingrinum, þegar deyfingin væri almennilega farin úr. Þetta óhapp sagði hann að hefði tafið sig frá veiðum í tvo og hálfan tíma. Mótinu verður fram haldið á morgun, en því lýkur með lokahófi annað kvöld. Þar verða afhent fjöl- mörg verðlaun, sem gefin eru af Is- húsfélagi Bolungarvíkur hf. og Is- húsfélagi Isfirðinga hf. Auk þess verður afhentur íslandsmeistara- bikarinn svonefndur, enn hann kemur í hlut stigahæsta keppand- ans úr þeim þremur mótum, sem hafa verið haldin í sumar. Það er að segja á Akureyri, Vestmannaeyjum og nú á Isafirði. — Gunnar Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu að Þangbakka 8, Mjóddinni, Breiðholti, sími 75708. Haukur ValtýsSOn,tanniæknir. 3B‘ icelandk: concrete association STEINSTEYPUFÉLAG ISLANDS Ert þú farinn að kalka í steypunni Nú er tækifærið að bæta úr því. Samband norrænu steinsteypufélaganna efnir til ráðstefnu 10. til 12. ágúst í sumar þar sem fjallað verður um rannsóknir á sviði steinsteypu á Norðurlöndum. Einn þekktasti verkfræöingur veraldar prófessor F. Leonhardt flytur inngangs- erindi. Síðan veröur greint frá öllum rannsóknum sem unniö hefur veriö að undan- farin þrjú ár. Fjallaö verður m.a. um: Viðgerðir, notkun trefja í steypu, kísilryk, hágæöasteypu, þróun í burðarþolreikningum, hönnun með tölvum, mannvirkja- gerö á heimskautasvæöum ofl. Nánari upplýsingar veita Ríkharður Kristjánsson sími 39136 og Þórunn Ingólfs- dóttir Ferðaskrifstofu ríkisins sími 25855 sem tekur einnig viö þátttökutilkynning- um. Tilkynninqar um þátttöku skulu hafa borist eigi síðar en 20. júlí. FRABÆRT AFMÆLISTILBOÐ •pt-BOO pþft/Eú' 40 A Suðurlandsbraut 16 Sími 91 35200 TILBOÐS- VERÐ 19.900.- VERÐLISTA- VERÐ 27.484.- tö) Husqvarna Við seljum Husqvarna Cardinal uppþvottavélar á sérstöku tilboösverói vegna hagkvæmra innkaupa og I tilefni af að Husqvarna hefur framleitt uppþvottavélar í 40 ár. Cardinal er „verðlaunavéi“. Tekur borðbúnað f. 12—14 manns. Hún er hljóðlát, þarf aóeins 7 lltra af vatni til að þvo vel, og þurrkar vel. Hún fékk 5 F. uppþvott, 5 F. þurrkun og 5 F. hljóð, sem er hæsta einkunn sænsku og norsku neytendasamtakanna. Gunnar Ásgeirsson hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.