Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Seyðisfjörður: Mannbjörg er 6 lesta bátur sökk Seyrtísfirdi, 31. júlí. MANNBJÖRG varð er 6 lesta þil- farsbátur, Eyjólfur Ólafsson NS 58, sökk út af Skálanesbjargi í Seyðis- firði síðdegis í gær. Eigandi bátsins, Gunnar Gunnlaugsson, var einn á bátnum og komst hann í gúmmí- björgunarbát og náði hann að senda út neyðarkall, sem heyrðist í landi. Björgunarsveitarmenn úr ísólfí á Seyðisfirði fundu manninn í björg- unarbátnum með aðstoð leitarflug- vélar frá Flugfélagi Austurlands um einni og hálfri klukkustund eftir að neyðarkallið heyrðist. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur, lenti tví- vegis í sjónum, en honum mun ekki hafa orðið meint af volkinu. Það var Guðjón Jónsson, raf- virki og félagi í björgunarsveitinni ísólfi, sem heyrði neyðarkallið frá Gunnari og gerði Nes-radíói við- vart. Honum sagðist svo frá at- Flugleiðir: Ræða við Pan Am um leigu á breiðþotu STJÓRN Flugleiða samþykkti á fundi sínum í gær að hefja viðræður við bandaríska fíugfélagið Pan Am um leigu á DC-10-30-breiðþotu frá því. Ef samningar þar að lútandi nást, verður Flugleiðum afhent vélin í byrjun desember. Á fundinum var einnig sam- þykkt að halda áfram athugunum Enn tvö slys í Borgarfirði KONA slasaðist talsvert í fyrra- kvöld er bifreið, sem hún ók, hafnaði framan á kyrrstæðri bif- reið skammt frá Fornahvammi í Norðurárdal. Slysið varð um kl. 18 á mánudag og var konan á ferð með manni sínum og tveim- ur börnum. í kyrrstæðu bifreið- inni voru hjón ásamt þremur börnum. Ekkert þeirra sakaði. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi var bifreiðin, sem konan ók, ekki á mikilli ferð en vegur- inn er mjög þröngur, þar sem bifreiðirnar mættust. Konan var flutt á Sjúkrahús Akraness og voru meiðsli hennar tals- verð að sögn lögreglu. Þá varð bílvelta undir Hafn- arfjalli í gærdag. Bifreið, sem var á leið norður, valt nokkru fyrir sunnan Borgarfjarðar- brúna. Engin meiðs! urðu á fólki. Slysið í gær var fjórða umferðaróhappið í Borgarfirði á aðeins 48 klukkustundum. á möguleikum á breytingum á DC-8-þotum félagsins vegna reglna um hávaðamörk flugvéla, sem taka gildi i Bandaríkjunum um áramót. Að sögn fréttafulltrúa Flug- leiða, Sæmundar Guðvinssonar, er breiðþotan, sem um er rætt, smíð- uð árið 1980 og hefur að baki 7.400 flugtíma. í vélinni eru 380 sæti, en náist samningar mun sætum verða fækkað í 300 að vetrinum til að auka möguleika á fragtflutn- ingum. Þá mun íslenzk áhöfn stjórna vélinni, ef semst um leigu. burði þessum: „Það mun hafa ver- ið um klukkan 16.30, sem ég heyrði neyðarkall í VHF-talstöð, er stillt var á rás 16. Ég hafði strax sam- band við Nes-radíó, en þeir höfðu þá ekki heyrt kallið. Þeir höfðu þegar samband við Slysavarnafé- lag íslands, sem sendi á loft flug- vél til leitar auk þess að kalla upp nærstadda báta. Um klukkan 17 fórum við héðan frá Seyðisfirði á Zodiac-bát björgunarsveitarinnar, ég, óskar Björnsson, formaður sveitarinnar, og Brynjólfur Sigur- björnsson. Þegar við komum út undir Skálanesbjarg urðum við varir við olíubrák og ýmislegt brak á sjónum. Leitarflugvélin var þá komin á staðinn og hafði fundið gúmmíbjörgunarbát norður af Skálanestanga og leiðbeindi okkur á staðinn. Gunnar var í bátnum og þegar við nálguðumst hann, kölluðum við til hans. Hann reis þá upp, en féll útbyrðis og í sjóinn. Ég náði fljótt taki á hendi hans og við komum honum upp í bátinn til okkar. Hann virtist nokkuð þrek- aður og við fórum því með hann stystu leið til lands og komum þar að sem Fjarðarsíld stóð, en þar beið hans sjúkrabifreið, sem flutti hann í bæinn." Fréttaritari MorgunblaftiS/Valdimar Kristinsson Hrossauppreksturinn Þingað um hrossaupprekstrarmálin í Húnaveri í gær. Fundað í Húnaveri um upprekstrarmálin: Svínvetningar sæki hross sín sjálfir á Auðkúluheiði — Ekkert samkomulag varðandi Eyvindarstaðaheiðina Húnaveri, 31. jClí, frá Valdimar Kristinssyni, blaóamanni Morgunblaösins. í DAG hafa staðió yfír fundarhöld hreppsnefndarmanna, sýslumanna, ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðu- neytisins, landgræðslustjóra og fíeiri vegna upprekstrar hrossa á Eyvind- arstaða- og Auðkúluheiðar. Á sam- eiginlegum fundi allra hreppsnefnd- anna skiptust menn á skoðunum og reynt var að ná samkomulagi en án árangurs. Var þá boðað til tveggja funda, síns fyrir hvora heiðina. Lauk þeim síðdegis með því að sameigin- Íeg ályktun var samþykkt hjá þeim sem eiga upprekstur á Auðkúluheiði þar sem óskað var eftir þvf við upprekstrarmenn að þeir sæktu hross sín sjálfír nú þegar en engin niðurstaða fékkst hjá þeim sem eiga upprekstur á Eyvindarstaðaheiði. Samþykktin um Auðkúluheiði Tel vætutíð vera orsök gangtruflana í bílum — segir talsmaður Olíufélagsins og segist ekki kann- ast við blöndun bensíns með mismunandi oktangildi f FRAMHALDI af frétt Morgunblaðsins í gær um óvenjumiklar gangtrufían- ir í bílum undanfarnar vikur og að menn gruni bensínið, sem bér á landi er selt, um að vera orsök þeirra hefur blaðinu borist greinargerð frá Herbert Herbertssyni hjá Esso. Þar segir m.a.: „Hinsvegar vil ég benda á, að undan- farnar vikur hefur verið einmuna vætutíð sunnanlands og það hefur reynslan sýnt, að eftir langa slíka kafía hefur komið gangtregðufaraldur í bfla.“ f greinargerð Herberts segir stafi m.a. af því, að loftsía mótors- ennfremur, að í tíð sem þeirri, sem verið hafi að undanförnu, komi fram nákvæmlega þau bilanaein- kenni sem um hafi verið rætt. Bíll- inn sé góður í gang kaldur en af- leitur í gang heitur. Áhrifin séu líku8t því er menn reyna að gang- setja heitan bíl með fullu innsogi á. Kraftleysi vélar fylgdi þessu einnig svo og óeðlileg eyðsla. Þetta ins safnar í sig raka úr andrúms- loftinu og stíflast. Því skítugri sem hún er þeim mun fyrr stiflast hún. Þá segir í greinargerð Herberts, að það eigi ekki að valda gang- truflunum þótt bensíni af mis- munandi styrkleika sé blandað saman. í Danmörku væri t.d. selt þrennskonar bensín, 94, 96 og 98 oktan að styrkleika. Hins vegar væru venjulega aðeins tveir geymslutankar, annar með 94 oktan bensíni, hinn með 98. Til þess að fá 96 oktan bensín væri hinum tveimur einfaldlega bland- að saman til helminga. „Varðandi þá frétt, að bensíni með oktantöl- unni 93 og 98 hafi verið blandað saman kannast ég ekki við að slíkt hafi verið gert,“ segir Herbert Herbertsson. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Indriða Pálssyni, forstjóra Skeljungs, né Þórði Ásgeirssyni, forstjóra Olís, vegna þessa máls í gærkvöldi. var gerð samhljóða með nafna- kalli en Sigurjón Lárusson oddviti Svínavatnshrepps lét bóka það að hann teldi hrossasmölun nú gera meiri skaða en verða myndi við að leyfa trippunum að vera á afrétt- inum 1 sumar. Hinsvegar væri hann samþykkur því að upp- rekstrarmenn sæktu hrossin sjálf- ir ef óhjákvæmilegt væri að sækja þau. Fundur þeirra sem eiga upp- rekstur á Eyvindarstaðaheiði end- aði án niðurstöðu. Sýslumaður Skagfirðinga sem sat fundinn fór fram á að upprekstrarmönnum yrði veitt heimild til að sækja hross sín en því var hafnað. Ákveðið var að halda fund í Mið- garði I kvöld klukkan 21,30 þar sem einhverjir upprekstrarmanna ætluðu að mæta ásamt ráðuneyt- ismönnum, sýslumanni, land- græðslustjóra og hreppsnefndun- um. Átti þar að freista þess að ná samkomulagi en samkvæmt heim- ildum Mbl. eru ekki miklar líkur á að það takist. Á fundinum I dag buðust fulltrúar upprekstrar- manna til að sækja öll hross sem færu norður fyrir Ströngukvísl en því var hafnað. Lögmenn upprekstrarmanna í Seylu- og Lýtingsstaðahreppum hafa krafist þess við sýslumann Húnvetninga og landbúnaðar- ráðuneytið að opinberri rannsókn og öðrum aðgerðum vegna hrossa- upprekstrar þeirra á Eyvindarstaðaheiði í síðustu viku verði tafarlaust hætt á þeirri for- sendu að bannið sé lögleysa þar sem auglýsing um það hafi ekki birst f Stjórnartíðindum. Ef upp- rekstrarbannið verður dæmt ólög- legt virðast bændurnir hafa rekið hross sín á heiðina með fullum rétti og þau fái því að vera þar í sumar, nema samkomulag takist um annað, því bannið var um upp- reksturinn sjálfan — en ekki um dvöl hrossanna á heiðinni. Hrossáupprekstrarbannið á Auð- kúluheiði var hinsvegar auglýst í Stjórnartíðindum á sínum tíma. SkiptaráÓandamálið: Sá fjórdi settur í gæsluvarðhald SkipUráðandamálið svonefnda hleður stöðugt utan á sig. Mbl. skýrði frá því fyrir helg- ina, að 26 ára gamall maður hefði verið úrskurðaður í gæslu- varðhald að beiðni Rannsóknar- lögreglu ríkisins og á sunnu- dagskvöld var enn einn maður- inn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var sleppt í fyrrakvöld, þar sem Ijóst þótti að þáttur hans í málinu væri upplýstur. Að sögn Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra hjá RLR, sem hefur yfirumsjón með rann- sókn málsins, miðar því vel eft- ir atvikum. Sá mannanna, sem verið hefur í yfirheyrslum og lengstum neitað sakargiftum, hefur að sögn Erlu Játað eitthvað".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.