Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Aræði ríkis- stjórnarinnar að er næsta óvenjulegt að unnt sé að skýra frá því að stjórnmálamenn hafi farið nýj- ar leiðir þegar ríkisstjórn á Is- landi tekur ákvarðanir til að draga úr viðskiptahalla og létta undir með sjávarútvegnum vegna erfiðrar stöðu hans. Hefðbundna úrræðið við þessar aðstæður hefur verið að fella gengið. Verðbólgufárið sem náði hámarki með yfir 130% hraða í upphafi síðasta árs kenndi mönnum að gengisfellingarleið- in er ekki lengur samrýmanleg því markmiði að halda dýrtíð- inni í skefjum. Ríkisstjórnin hefur þá bjargföstu skoðun að hefja ekki gengisfellingarleik- inn að nýju, svo að vitnað sé til orða Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í gær. I yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar skilgreinir hún orsakir vandans nú með þeim orðum að þær séu „annars vegar vaxandi eftirspurnarþensla innan lands vegna jafnvægisleysis í pen- ingamálum og hallarekstrar í ríkisbúskapnum, en hins vegar aflaminnkun og markaðserfið- leikar í sjávarútvegi, ásamt þungri skuldabyrði vegna mik- illar fjárfestingar fyrri ára“. Athyglisverðast við aðgerðir ríkisstjórnarinnar er sú ákvörðun að snúast gegn jafn- vægisleysinu í peningamálum með því að létta tök stjórnmála- manna og stjórnvalda á ákvörðunum um innláns- og útlánsvexti. Þorsteinn Pálsson telur þessa leið sambærilega við það þegar viðreisnarstjórnin steig markverð skref í frjáls- ræðisátt á árunum 1959 og 1960 með því að gefa innflutnings- verslunina frjálsa og afnema gjaldeyrishöft og skömmtun. Þær ráðstafanir leiddu á skömmum tíma til gjörbreyttra og betri viðskiptahátta í land- inu sem allir eru nú sammála um að hafi orðjð til góðs enda hafa vinstrisinnar aldrei þorað að grípa til dæmis til gjaldeyr- isskömmtunar að nýju. Á þessari stundu er ógjörn- ingur að segja fyrir um það hvaða breytingar vaxtafrelsið á eftir að hafa í för með sér. En glufan til frjálsrar samkeppni í bankakerfinu sem opnuð var í janúar síðastliðnum hefur tvímælalaust mælst vel fyrir hjá þeim sem eru máttarstólpar peningakerfisins, sparifjáreig- endum. Eins og segir í tilkynn- ingu Seðlabankans vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að framboð og eft- irspurn ráði viðskiptakjörum á peningamarkaðnum og þannig verði stuðlað að betra jafnvægi en áður. Þenslan í útlánum bankanna gefur til kynna að peningar séu nú setdir á-of lágu verði hér á landi, þegar eftir- spurn er meiri en framboð leiðir það til verðhækkunar. Afskipti Seðlabankans samkvæmt hin- um nýju reglum eiga að miðast við það að ekki verði óeðlilegur mismunur á milli vaxta á inn- lánum og útlánum. Auk þessarar meginbreyt- ingar í vaxtamálum hefur ríkis- stjórnin ákveðið breytingar á öðrum þáttum í bankakerfinu. Þá er það vilji stjórnarinnar að ríkisframkvæmdum verði frest- að til að lækka útgjöld um 150 milljónir króna í ár og draga úr staðbundinni þenslu á vinnu- markaði svo sem vegna fram- kvæmda á Keflavíkurflugvelli. Leita á leiða með samningum til að fá lífeyrissjóði til að leggja meira fé af mörkum til íbúða- lánakerfisins og til að lífeyris- sjóðir og tryggingafélög kaupi skuldbreytingarbréf sjávarút- vegsfyrirtækja. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar duga til að aust- firskir útgerðarmenn sendi skip sín aftur á sjó. Ákvörðun þeirra um að halda skipunum áfram við bryggju hljóta menn að skoða sem yfirlýsingu um að þeir ætli ekki að gera meira út í langan tíma. Orð ráðamanna stjórnarflokkanna verða ekki túlkuð á annan veg en þann að með því sem nú hefur verið gert sé lífvænlegum útgerðar- fyrirtækjum gert kleift að halda skipum sínum úti. Stjórnvöld ráða hvorki hvað mikill fiskur er i sjónum né hvernig staðan er í markaðs- löndunum. Eftirtektarvert er að í hinni tímabundnu ákvörðun um að greiða niður olíukostnað útvegsins felst fyrirheit um að eftir þrjá mánuði verði lokið endurskoðun á verð- og skatt- lagningu olíu og breytingar samkvæmt henni komnar til framkvæmda. Miðað við megin- stefnuna í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar nú er þess að vænta að þessi endurskoðun leiði til frjálsræðis og sam- keppni milli olíufélaga. Enn er gefið fyrirheit um varanlegar umbætur með tilboði stjórn- valda um að létta undir með út- vegsmönnum svo að þeir geti aukið hagkvæmni með því að taka óhagkvæm skip úr rekstri. Hér hefur verið stiklað á þeim atriðum í efnahagsaðgerð- unum þar sem ríkisstjórnin sýnir áræði með því að fara ótroðnar slóðir. Nauðsynlegt er að menn átti sig fljótt á þeirri einföldu staðreynd að þessi atriði eiga það öll sameiginlegt að ábyrgð er flutt frá stjórnmálamönnum yfir á herð- ar þeirra sem hana eiga með réttu að bera. Hamrahlfðarkórinn heim frá Japan: Þrastarlundur: ÍSLENSK söngmenning hefur löngum mótast af kórstarfi og því að syngja saman hvar og hvenær sem er og þeir eru til sem halda því fram, að hvergi í heiminum séu starfandi jafn margir kórar miðað við íbúa- fjölda og hér á landi. Eitt er þó víst, að þeir sem hér eru halda uppi öflugu starfl og eru iðnir við að fara út fyrir landstein- ana og kynna land sitt og þjóð. í fyrradag komu til landsins félagar Hamrahlíðarkórsins eftir hálfs mánaðar dvöl í Jap- an. Þar var haldin fyrsta kór- hátíðin undir nafninu „Asia- Kantet“ en fyrirmynd hennar er evrópsk hátíð með sama nafni, sem haldin hefur verið um nokkurt skeið í borgum Evrópu. Hópurinn var að von- um þreyttur eftir 37 klst. ferð yfír hálfan heiminn en mjög ánægður með ferðina. Jónas Valdimarsnon Áslaug Pilsdóttir Smári Ríkarðsson Stráð blómum á leið okkar „Okkur datt aldrei I hug að kór- inn ætti nokkurn tíma eftir að ferð- ast eins og þjóðhöfðingjar," svaraði Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins, þegar blm. Mbl. spurði hana um ferðina. „Fólk hneigði sig og beygði og stráði blómum þar sem við fórum. Dagskráin var mjög ströng og ef eitthvað væri hægt að finna að mótinu þá er það, að dagskráin var i stffasta lagi. Við komum fram opinberlega, sem full- trúar Islands og Norðurlanda, 12 sinnum á þessum fjórtán dögum og i hvert sinn breyttum við söng- skránni. Við sungum í japönskum hofum, héldum tónleika i troðfull- um sal sem rúmar 2500 manns, i einu besta tónleikahúsi veraldar i Nagano og einnig sungum við fyrir Valtýr Pétursson sýnir 20 myndir VALTYR Pétursson, listmálari, hef- ur nú opnað milverkasýningu í Þrastalundi við Sog. em-hópnum á Kjarvalsstöðum, en hin verður samsýning nokkurra Islendinga á Mallorca." „Ég held núna sýningu í Þrasta- lundi í 11. sinn á jafn mörgum ár- um,“ sagði listamaðurinn þegar blm. Morgunblaðsins heimsótti hann í vinnustofuna í Vesturbæn- um. „Þrastalundur hentar mér vel, ég er ekki mikið fyrir hávaða. Á sýningunni eru 20 lítil olíumál- verk, en ég er einnig að undirbúa sýningar í haust, aðra með Sept- — Hvar lærðir þú listina, Val- týr? „Það er nú svo langt siðan að ég man það ekki,“ svaraði Valtýr og hló við. „Jú, það var nú víða sem ég lærði, í Bandarikjunum, Frakklandi og ítaliu til dæmis. Ég var fanatíker i ismunum i gamla daga, en nú er ég alveg kominn yfir það. Það skiptir mig engu Valtýr Pétursson, listmálari, á vinnustofii „Ferðuðumst eins og þjóðhöfðingjar“ — segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.