Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 17 Alþjóðleg skákmót í Kaupmannahöfn og Esbjerg: Þar lágu Danir í því Skák Margeir Pétursson Svo sem flestum skákáhuga- mönnum er væntanlega enn f fersku minni náðu íslensku þátt- takendurnir mjög góðum árangri á alþjóðlegu mótunum hér heima í vetur og sigruðu í þremur mót- um af fjórum. Ef Dani hefur dreymt um að þeirra beztu mönnum gæti vegnað jafnvel á heimavelli hljóta þeir að hafa orð- ið fyrir miklum vonbrigðum með úrslitin á alþjóðlega mótinu í Esbjerg sem lauk nýlega. Á meðal þátttakenda á þessu öfluga móti voru fimm af beztu skákmönnum Dana og þeirra hlutskipti varð að verma fimm neðstu sætin. Jón L. Árnason tefldi mjög skrykkjótt á mótinu, vann enska stórmeistarann Miles, en gekk verr á móti minni spámönnum. í síðustu umferð bjargaði hann sér þó yfir 50% mörkin og gerði um leið niður- lægingu dönsku þátttakend- anna algjöra, með því að sigra síðustu von heimamanna, Erl- ing Mortensen. Úrslit í Esbjerg: 1. Short (Englandi) 7V4 v. af 11 mögulegum. 2. -3. Mestel (Englandi) og Karlsson (Svíþjóð) 7 v. 4.-5. Miles (Englandi) og Csom (Ungverjalandi) 6Vfe v. 6.-7. Jón L. Árnason og Wied- enkeller (Svíþjóð) 5V4 v. 8.-9. Curt Hansen og Jens Kristiansen (báðir Danmörku) 5 v. 10.—11. Erling Mortensen og Jens Ove Fries-Nielsen (báðir Danmörku) 4 v. 12. Ole Jakobsen (Danmörku) 2V4 v. Short náði þarna síðasta áfanga sínum að stórmeistara- titli og verður sá yngsti sem ber þá nafnbót, eftir að hann fær útnefningu á FIDE-þinginu í nóvember. Sævar Bjarnason, Reykjavík- urmeistari f skák, tók nýlega þátt í opnu alþjóðlegu skákmóti í Kaupmannahöfn sem kennt var við dagblaðið Politiken, sem gaf verðlaunin. Teflt var í mörgum flokkum á mótinu og var Sævar að sjálfsögðu i þeim efsta, en þar tefldu skákmenn með 2250 Elo-stig og þar yfir. Frammistaða Sævars á mótinu var mjög góð, hann hlaut sex vinninga af niu mögulegum og varð i 9.—16. sæti af 58 þátttak- endum i flokknum, en sigurveg- arar urðu alþjóðlegu meistar- arnir Nick deFirmian frá Bandaríkjunum, sem sótti ís- land heim sl. vetur, og Pólverj- inn Aleksander Sznapik. Þeir hlutu 7Vz vinning hvor. Enn einu sinni munaði aðeins hársbreidd að Sævar næði áfanga að alþjóðlegum Nigel Short verður senn yngsti stórmeistari í heimi, 19 ára gamall. meistaratitli. Hann þurfti að fá einn og hálfan vinning úr tveimur síðustu skákunum, en lagði of mikið á stöðuna gegn hollenska alþjóðameistaranum Paul Van der Sterren í næstsíð- ustu umferð og þar með var draumurinn búinn. í siðustu umferð vann Sævar síðan ung- verska alþjóðameistarann Ko- vacs og endaði þvi aðeins hálf- um vinningi frá takmarki sínu. Sævar hefur löngum verið óheppinn á titilveiðum sínum, ýmist hefur hann vantað hárs- breidd i áfangann eins og nú, eða þá náð tilskildum árangri en þá hafa formgallar skemmt fyrir. Lokastaðan á Politiken-mót- inu varð þannig: 1.—2. deFirmian, Bandaríkjun- um, og Sznapik, Póllandi, 7% v. af 10 mögulegum. 3. J. Kristiansen, Danmörku, 7 v. 4. -8. Westerinen, Finnlandi, Fedder, Danmörku, Horvath, Ungverjalandi, Hartman og Wedberg, Svíþjóð, 6'A v. 9.—16. Van der Sterren, Hol- landi, Sævar Bjarnason, de Boerm, Hollandi, Lindberg, Sví- þjóð, Matulovic, Júgóslaviu, P. Cramling, Svíþjóð, Lengyel, Ungverjalandi, og Bator, Sví- þjóð, 6 v. Ungverjarnir á mótinu riðu ekki feitum hesti frá viðureign- um sínum við Sævar Bjarnason. Auk Kovacs vann hann annan ungverskan alþjóðameistara, Ferenc Portisch, sem er eldri bróðir hins heimsfræga stór- meistara Lajos Portisch. Sæ- vari tókst að rugla hann í rím- inu í byrjuninni og réð ferðinni frá upphafi til enda: Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: F. Portisch (Ungverjalandi) Kóngsindversk vörn 1. Rf3 — Rf6, 2. g3 — g6, 3. b3 — Bg7, 4. Bb2 — d6, 5. d4 — Bg4 Uppbyggingu hvíts er oft svarað með 5. — 0-0 6. Bg2 — Rbd7, 7. 0-0 e5, 8. dxe5 — Rg4 sem oftast leiðir til u.þ.b. jafns tafls. Portisch velur hins vegar hægfara áætlun sem stenst ekki kröfur stöðunnar, 7. og 8. leikir hans eiga t.d. alls ekki við. 6. Rbd2 — a5, 7. a4 — Ra6?I, 8. Bg2 — Dc8, 9. h3 — Bd7, 10. e4 Hvítur hefur náð yfirráðum á miðborðinu án átaka. Svartur finnur ekkert mótspil í fram- haldinu. — Rb4, II. e5 — Rfd5, 12. Re4 0-0, 13. De2 — c6, 14. c4 — Rb6, 15. Kfll — d5, 16. Rc5 — dxc4, 17. Bxc4 — Be6, 18. Rd2 — h5 19. Be4! — Bxh3+ Ef svartur þiggur ekki peðs- fórnina leikur hvítur einfald- lega 20. Kg2 og undirbýr síðan kóngssóknina í rólegheitum. 20. Kgl - Bg4, 21. f3 — Bf5, 22. Bxf5 — Dxf5, 23. Rde4 — Dc8, 24. g4 — hxg4 Flýtir fyrir úrslitunum en hefur einhver betri tillögu? 25. Dh2 — Hd8, 26. Dh7+ — Kf8, 27. e6! og nú hafði svartur feng- ið nóg og gafst upp. Ástæðan er sú að hann á ekkert svar við hótununum 28. d5 og 28. exf7. Skemmtilegustu lokin hefðu verið 27. — fxe6, 28. Dxg7+! — Kxg7, 29. d5+ — e5, 30. Bxe5+ — Kf7, 31. Rg5+ - Kg8, 32. Hh8 mát, en meistarar nútímans eru ekki gæddir nægum iþrótta- anda til að leyfa andstæðingn- um að ljúka skákinni með fal- legu þvinguðu máti, eins og í gamla daga. Veljum íslenskt. iSanitas NY SANIXAS TÓMATSÓSA Eftír margra ára vöruþróun, með bestu fóanleg hráeftii og ótal bragðprófanír hefur okkur tekist að fiamleíða fyrsta flokks tómatsósu, sem nú feest á kynníngaiverðí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.