Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Hörður í KR HÖRÐUR Harðarson, sem leik- ið hefur með Víkingum undan- farið í handboltanum, hefur tilkynnt félagaskipti í KR og mun því leika með Vesturbæj- arliðinu næsta vetur. Nokkur önnur félagaskipti hafa átt sér staö í handboltan- um upp á síökastiö — þau helstu aö Stefán Halldórsson hefur gengiö úr Val í HK, svo og Björn Björnsson. Þá hefur Theódór Guöfinnsson gengiö úr Breiöabliki í sitt gamla félag, Val. Staðan í golfinu EFTIR fyrsta keppnisdag é Landsmótinu í golfi í Grafar- holti er staðan þannig í neðri flokkunum: 1. flokkur kvenna: Ágústa Guömundsdóttir, GR 88 Aöalheiöur Jörgensen, GR 90 Sigrún Ragnarsdóttir, GR 1. fl. karla: Stefán Unnarsson, GR Ólafur Skúlason, GR Sæmundur Pálsson, GV 2. fl. karla: Grímur Arnarson, GOS Svan Friögeirsson, GR Georg Hanna, GS 3. flokkur karla: 1.—2. GísJi Arnar Gunnarsson GR 1.—2. Jakob Gunnarsson GR 3. Bjarni Ragnarsson GR 4. Guömundur Jónsson GR 5. Rúnar S. Gíslason GR 92 74 74 75 76 76 82 84 84 87 88 89 Q&P Verölaun Skipting verölauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles kl. 19.30 í gærkvöldi aö islenskum tima var þannig: Bandaríkin V-Þýskal. Kanada Kína Astralía Frakkl. Bretl. Japan Holland Brasilia Svíþjóö Ðeigia Noregur ítalía Gull Silfur Bronz Samt. 10 3 3 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 1 3 2 1 1 0 0 0 1 1 0 0 1 15 7 6 6 5 2 2 2 2 1 1 1 1 1 KS sigraði Eyjamenn I gærkvöldi léku KS og ÍBV í 2. deild islandsmótsins í knattspyrnu á Siglufirði. Sigl- fíröingar sigruöu Eyjamenn, 2:1, í jöfnum og skemmtileg- um leik sem hefði getaö end- að alla vega. Þaö var Björn Ingimarsson sem skoraöí fyrsta mark leiks- ins á 10. mínútu og var þaö eina mark hálfleiksins. i síöari hálfleik jafnaöi Kári Þorleifsson metin fyrir Eyjamenn en Finnur Hauksson tryggöi heimamönn- um sigur á 59. mínútu meö góöu marki eftir iaglega send- ingu frá Birnl Ingimarssyni. Dómari í þessum leik var Magnús Jónatansson frá Akur- eyri og stóö hann sig meö mik- illi prýöi. MorgunbMMö/Júlfus. • Hér sést fyrsta mark Frammara í uppsiglingu. Guðmundur Steinsson (nrJ) hefur hér sent knöttinn yfir Stefán í markinu og þeir Gunnar Gíslason (nr.8) og Haraldur Haraldsson (nr.15) koma ekki neinum vörnum við en örn Valdimarsson fylgist spenntur með. Með sigrinum í gær tryggðu Frammarar sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fer 26.ágúst og leika þeir þar gegn Skagamönnum. „Hefði verið dapurt sumar hjá okkur ef ... — sagði Jóhannes Atlason eftir að Fram hafði tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar it „Ég er auðvitað ánægður með þennan sigur og ég tel aö þetta hafi verið það besta hjá okkur í sumar, allavega baráttulega séð. Þetta heföi veriö ansi hreint dap- urt sumar hjá okkur ef við hefö- um ekki komist í úrslitaleik bik- arkeppninnar. Ég held aö það sé óhætt að fullyrða að við höfum tryggt okkur sæti í Evrópukeppn- inni með sigri hér í kvöld,“ sagöi Jóhannes Atlason, þjálfari Fram eftir að liö hans hafði unnið sigur á KR-ingum, 3:1. ( undanúrslitum bikarkeppni KSI á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Fram. Frammarar sóttu meira fyrstu mínútur fyrri hálfleiksins en síðar fóru KR-ingar aö koma meira inn í Fram — KR 3:1 leikinn og þaö voru þeir sem áttu fyrsta umtalsverða marktækifæriö. Þaö færi kom ekki fyrr en á 17. mínútu þegar Sæbjörn Guö- mundsson átti mjög failega send- ingu af vinstri kantinum alveg inn aö markteig Fram þar sem Ágúst Már Jónsson var aleinn, en skalli hans fór rétt framhjá. Þarna var vörn Fram illa á veröi en slapp fyrir horn. Marktækifærin létu standa á sér, feikurinn einkenndist af mjög mikilli baráttu og oft og tíöum haföi undirritaöur þaö á tilfinning- unni aö leikmenn léku meira af kappi en forsjá. Annaö atriöi ein- kenndi þennan leik og var mjög mikil harka. Leikmenn beggja liöa hikuöu ekki viö aö fara í haröar tæklingar og stundum löngu eftir aö boltinn var kominn langt frá þeim. Eina mark fyrri hálfleiks skoruöu Frammarar á 36. mínútu. Þeir fengu aukaspyrnu nærri hliöarlínu hægra megin. Boltinn var sendur inn í vítateig KR þar sem margir menn böröust um hann en aö lok- um náöi Guömundur Steinsson aö pota knettinum i netiö, eöa ætti frekar aö segja yfir línuna því knötturinn náöi ekki aö komast í netiö. Margir vildu halda því fram aö Guömundur Steinsson heföi lag- fært boltann aöeins meö hendinni áöur en hann náöi aö pota honum inn. Undirritaöur var ekki í aöstööu til aö sjá þaö en dómari leiksins, Sævar Sigurösson, var ekki í nein- um vafa og benti á miöjuna. Skömmu fyrir leikhlé fengu KR-ingar gulliö tækifæri til aö jafna metin, en þeir höföu þá sótt heldur meira. Gunnar Gíslason tók aukaspyrnu rétt utan viö vítateig Fram en fast skot hans fór bein- ustu leiö í öruggar hendur Guö- mundar Baldurssonar. Staðan var því 1:0 í hálfleik. Síöari háifleikur var ekki oröinn nema einnar mínútu gamall þegar Fram haföi aukið forskot sitt. Sverrir Einarsson gaf þá mjög fal- lega sendingu á Guömund Torfa- son sem komst einn inn fyrir vörn KR og sendi knöttinn meö góöu skoti í net Vesturbæinganna. KR- vörnin hefði aö ósekju mátt vera betur á veröi þarna. Eftir þetta settu KR-ingar meiri þunga í sóknina en án þess aö skapa sér marktækifæri. Eitt færi fékk Sæbjörn þó eftir vel útfæröa aukaspyrnu hjá honum og Sævari Leifssyni en skot Sæbjarnar fór rétt framhjá marki Fram. Á 75. mínútu skoruöu KR-ingar sitt eina mark í leiknum. Hálfdán Örlygsson átti þá fast skot rétt utan vítateigs. Guömundur Bald- ursson skutlaöi sér í rétt horn en rétt áöur en boltinn komst til hans lenti hann í Jóni Sveinssyni, Fram- mara, og af honum fór knötturinn í þaö horn marksins sem Guömund- ur haföi ekki skutlaö sér í. Skömmu síðar varö Sverrir Ein- arsson aö yfirgefa völlinn vegna meiðsla, sem hann hlaut, og tíu mínútum síöar skoraöi Kristinn Jónsson þriöja mark Fram úr víta- spyrnu. Guömundur Torfason gaf þá góöan bolta fyrir markiö, nafni hans Steinsson lét boltann fara áfram í gegnuum klofiö á sér og til Viöars Þorkelsson, sem lék nokkur skref áfram og ætlaöi aö leika á Guðmund en hann felldi Viöar og Sævar dómari benti án tafar á vítapunktinn. Leikurinn var ekki mjög skemmtilegur á aö horfa, til þess var of mikil harka í honum. Þaö sem vantaöi helst hjá liöunum voru skiptingar, bæöi þvert á völlinn og ekki síöur vantaöi aö leikmenn skiptu innbyröis. Besti maöur vall- arins var án efa Guðmundur Steinsson úr Fram, sem lék mjög vel, og var alltaf stórhætta viö mark KR þegar hann fékk knött- inn. Nóg var aö gera hjá Sævari dómara sem veitti fimm leik- mönnum áminningu, þremur úr Fram og tveimur úr KR. Áhorfend- ur voru 849. Morgunblaðlð/Júlíus • Willum Þór Þórsson sr hér í kröppum dansi við vítateig Fram. Til varnar eru, taliö fré vinstri: Kristinn Jónsson, Rafn Rafnsson, Jón Sveinsson og Hafþór Sveinjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.