Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 29 Ljóam. Mbl./Július. Frá aðaltónleikum Hamrahlíðar- kórsins í Nagano 23. júlí. mun nánari kynni við menningu undralandsins Japans, en sem al- mennur ferðamaður," sagði Þor- gerður að lokum. Japanir of skipulagðir Smári Ríkharðsson, sem syngur bassa, var bæði þreyttur og sveittur eftir flugið. „Okkur var tekið mjðg vel alls staðar en Japanir eru allt of skipulagðir," sagði Smári m.a. „Ef maður vildi lúra örlítið lengur og sleppa morgunmatnum þá var hringt í mann og vendilega komið i veg fyrir allar slíkar tilraunir. Við gátum lítið skoðað i Japan vegna strangrar dagskrár en við lærðum þó að drekka te með miklum kúnst- um og ganga á réttum skóm á rétt- um stöðum á hótelunum þar sem við gistum. Síðasta kvöldið gisti hluti hópsins á öðru fínasta hóteli í heimi, sem heitir Okura í Tókýó og ekki þarf að hafa mörg orð um fín- heitin. Það var vægast sagt full- komið. Annað sem ég tók sérstak- lega eftir var að Japanir geta ekki gert greinarmun á „r“ og „1“ þegar þeir tala ensku, eða önnur erlend Arni Böðvarsson (Lv.) rv fararstjóri ásamt Knnt ödegaard (th.), en á milli þeirra stendur Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins. á þriðja þúsund börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Við komum fram i sjónvarpinu og á útitónleik- um, sem voru opinberir lokahljóm- leikar hátíðarinnar, og voru áheyr- endur í kringum 16—18 þúsund. í Ueda, frumfluttum við nýtt verk sem samið er við japönsk ljóð, eftir Atla Heimi Sveinsson, og tileinkuð- um íbúum borgarinnar flutninginn. Seinustu tónleikana héldum við í griðarmikilli tónleikahöll í Tókýó í boði hátíðarinnar, vegna verðlaun- anna, sem við unnum til í vor á mót- inu, „Let the people sing“. Þeir tón- leikar voru mjög erfiðir enda flestir áheyrendur þaulæft tónlistarfólk, sem vitaskuld eru erfiðustu gagn- rýnendurnir. Jafnframt kórhátið- inni þingaði stjórn heimssambands kórtónlistar og fyrir hana voru haldnir hátíðlegir hljómleikar.“ Hvað hefði verið minnisstæðast í ferðinni taldi Þorgerður ekki neinn einstakan atburð. „Hver stund ferð- arinnar er minnisstæð og sérstak- lega fyrir okkur sem tónlistarfólk, þvl að á þennan hátt kemst maður í tungumál. Það var því frekar erfitt að fylgja fyrirmælum um að yfir- gefa herbergið þegar einhver sagði: „Would you.reave the loom“!, sagði Smári að lokum. Tungumálaerfíðleikar gífurlegir Árni Böðvarsson var annar farar- stjóri ferðarinnar ásamt Knut öde- gaard. Hann sagði m.a. að ekki hefði veitt af tveimur til að stjórna, því að margt hafi komið upp á sem þurfti að leysa. „Tungumálaerfið- leikarnir voru gífurlegir og ollu margsinnis töfum á dagskrá kór- hátíðarinnar, vegna margvíslegs misskilnings sem upp kom en leið- réttist þó alltaf að lokum. Við kunn- um ekki japönsku og reiddum okkur á að enska yrði aðaltungumál móts- ins, en okkur gekk mjög stirðlega að gera okkur skiljanleg og skilja aðra. En hlýja og vinátta allra austur- lensku mannanna sem við kynnt- umst var einstök og bætti upp allt erfiðið,“ bætti Árni við að lokum. máli hvað ég er kallaður, nema hvað ég kæri mig alls ekki um tit- ilinn myndlistarmaður. Það eru ólíklegustu menn sem kalla sig myndlistarmenn nú á dögum svo ég vil halda mig við listmálara- heitið.“ — Hvernig er vinnudagur list- málarans? „Ég vinn afskaplega reglulega," svaraði Valtýr. „A morgnana kem ég hingað um niu og vinn til há- degis. Síðan geri ég hlé til klukkan tvö og vinn þá til fjögur. Þá er ég yfirleitt búinn að fá nóg. Undan- farið hef ég málað mikið af mynd- um frá höfninni, enda blasir slipp- urinn við út um gluggann hjá mér.“ Valtýr Pétursson, listmálari, kvaddi blm. með virktum og sagði að lokum: „Þú getur nú bara sagt hvað sem þú vilt, ég er löngu hætt- ur að móðgast.“ i sinni f Vesturbænum. Ljósm. Mbl./Júllus. WSMM ■ ' AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR i-'11 ^LíöfAAt I t=„ /)> 'TntnwaM 'V.i iiiui if S!!!»• Mótmæli við bandarfska sendiráðið í Aþenu vegna reiði yfir þvf að Gríkkir telja Tyrki njóta meiri stuðnings frá sambandsrikjunum. Þoiinmæði Bandaríkjamanna við Papandreu á þrotum Frá því Andreas Papandreu varð forsætisráðherra Grikklands á haust- nóttum 1981, þegar PASOK-flokkur hans sópaði til sín fylgi og bar sigurorð af Nýdemókrataflokknum, er ekki ofmælt að segja að Banda- ríkjamenn hafa sýnt stjórnarstefnu og yfirlýsingum Papandreu harla mikið langlundargerð. Fyrir kosningarnar hafði Papandreu hótað, að bandarískar herstöðvar í Grikklandi skyldu lagðar niður að kosningum loknum, hann hafði uppi neikvæðar yfirlýsingar um Atlantshafsbandalag- ið, jafnvel gekk hann svo langt að ía að þvf að réttast væri fyrir Grikki að segja sig úr bandalaginu og svo mætti áfram telja. Smám saman hefur komið á daginn, eins og margir stjórnmálasérfræðingar sögðu reyndar fyrir, að gerðir fylgja ekki alltaf orðum Papandreus. Því hafa Bandarikjamenn tekið á honum stóra sínum þar til nú. Loksins hefur þeim fundizt að ástæða væri til að blaka ögn við Papandreu. Málið nú er að Norð- menn höfðu ætlað að láta Grikkjum í té bandarískar F-5- orrustuvélar. Þessar vélar höfðu Bandaríkjamenn afhent Norð- mönnum, en með þvi fororði, að þeir fengju að vera með í ráðum ef Norðmenn létu þær aftur af hendi. Grikkir sóttust eftir að fá vélarnar og virtist ætla að ganga saman í samningum, þegar Norðmenn ákváðu að hætta við söluna. Grikkir staðhæfa að skipun hafi komið um það frá stjórn Bandaríkjanna og ástæð- an sé stöðugar atlögur sem Pap- andreu gerir að Bandaríkja- stjórn í máli sínu, svo og sam- búðarerfiðleikar stjórnar hans almennt bæði við Atlantshafs- bandalagið og EBE. Enn má nefna að Papandreu hefur ekki farið dult með þá fyrirætlun sína að vingast við Sovétríkin og ýmis þau ríki, sem eru andsnúin Bandarikjunum. Papandreu fór til dæmis nýlega í heimsókn til Líbýu, þrátt fyrir að þrír líbýsk- ir stjórnarandstæðingar hefðu verið drepnir í Aþenu og grísk stjórnvöld hafa nýlega látið lausan Jórdaníumann, sem hafði verið i haldi í nokkrar vikur, grunaður um að hafa haft í hyggju að koma sprengjum fyrir í flugvélum ýmissa vestrænna flugfélaga. Papandreu hefur látið fá tæki- færi ónotuð í ræðum sínum til að gagnrýna Bandaríkjamenn og „heimsvaldastefnu" sem þeir fylgi. Samt sem áður mætti hafa það bak við eyrað að Papandreu er kvæntur bandarískri konu, hún og börn þeirra eru öll bandarískir ríkisborgarar og á Andreas Papandreu heimilinu talar fjölskyldan sam- an á ensku! Sérfræðingar um grisk stjórnmál segja, að sann- leikurinn sé sá að undirrótin að mörgum gremjulegum yfirlýs- ingum Papandreu um Banda- rikjastjórn og Bandaríkjamenn sé reiði vegna þess að í Grikk- landi finnist mörgum sem Bandaríkjamenn séu dyggari í stuðningi sínum við Tyrki en Grikki. Segja má, að það sé tölu- verðum erfiðleikum bundið fyrir Bandaríkjastjórn að hafa eðli- legt samband við grisku stjórn- ina meðan Papandreu situr við völd, vegna afstöðu hans; aftur á móti hefur það út af fyrir sig ekki við rök að styðjast, að Bandarikin styðji Tyrki á kostn- að grannþjóðarinnar í Grikk- landi. En þessi skýring er ekki fjarri lagi, þótt hún kunni að hljóma fráleitlega í eyrum þeirra sem ekki hafa fylgzt því nánar með sambúð landanna tveggja. Reiði og tortryggni er á báða bóga, hún er fyrst og fremst af tilfinningalegum toga spunnin, og kynt undir úlfúðinni á báða bóga. Að vísu má einnig sjá áþreifanleg dæmi þessa hat- urs þar sem Kýpur er, en það er bara angi af langtum stærra máli. En auðvitað er ekki hægt að afgreiða Andreas Papandreu með þvi að orð hans séu bara innantóm slagorð og hugur fylgi ekki máli nema að vissu marki. Sú staðreynd blívur, að hann er þjóðarleiðtogi og sem slíkur væntir hann þess að á hann sé hlustað af fullri virðingu. Þótt hann sýni ekki hið sama á móti gremst honum mjög og sú gremja hefur um áraraðir beinzt gegn Bandaríkjastjórn hver sem hún hefur verið. Ýmsir mekt- armenn innan Atlantshafs- bandalagsins, fulltrúar banda- risku stjórnarinnar og forvígis- menn Efnahagsbandalagsins hafa reynt að jafna ágreininginn en viðkomandi hafa ekki haft er- indi sem erfiði. í leiðara Washington Post seg- ir nýlega: „Hvað á að gera við bandalagsþjóð, sem hefur í lýð- ræðislegum kosningum valið sér Andreas Papandreu að leiðtoga og síðan hefur hann ekki linnt ásökunum sínum? í ræðu á fundi Alþjóðasambands sósialista í maí sl. kallaði Papandreu Bandaríkin „heimsvaldasinnað ríki“ en fór hlýjum orðum um Sovétríkin. „Markmið okkar er að losa Grikkland úr NATO.“ . Bandarískur embættismaður hefur sagt að það hafi afskap- lega lítið upp á sig að eiga skipti við grísku stjórnina, sem er í orði bandalagsþjóð, en ver sýknt og heilagt stefnu Sovétríkjanna. Það hefur valdið áhyggjum með- al NATO-þjóða, að Grikkir hafa látið sem vind um eyru þjóta þær ásakanir að Grikkland sé að verða miðstöð hryðjuverka- manna og iðju sem beinist gegn Vesturlöndum. Auðvitað er ekki hægt að láta slikt óátalið," segir í Washington Post. Og meðal annars þess vegna munu þeir nú ekki fá hinar umbeðnu flugvélar. Það gæti verið að Bandaríkja- menn héldu að sér höndum i sambandi við efnahagsaðstoð. Það gæti verið að þeir myndu I raun og veru efla TVrki á kostn- að Grikkja. Kannski það gæti orðið til þess að Andreas Papan- dreu, sem einn virðist marka stefnu grísku stjórnarinnar, færi að ihuga sinn gang. (Heimilid: Economist, Her- ald Tribune o.fl.) Jóhanna Krístjónsdóttir er biaða- maður í erlendrí fréttadeild Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.