Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 174. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugræningjar lentu á Genf. 31. júlí. AP. FARÞEGAÞOTU Air France mei 58 farþegum og sex manna áhöfn var rænt i leið frá Frankfurt til Parísar í kvöld. Vélin tók eldsneyti í Genf, en fór þaðan einni og hálfri stundu síð- ar og stefndi til Beirút. Yfirvöld i Beirút tilkynntu að flugvellinum yrði lokað. En þau létu síðan undan, þar sem ræningjarnir tilkynntu að sprengjur væru f vélinni Mótmæli í Varsjá Varaji, 31. júlí. AP. NOKKKAR þúsundir manna gengu um gamla hluta Varsjár og sungu ætt- jarðarsöngva eftir messu sem haldin var í tilefni af 40 ára afmæli uppreisn- arinnar f Varsjá. Þúsundir manna fylgdust með messunni og hélt svo þorri hópsins af stað áleiðis að hallartorginu í Varsjá, syngjandi einkunnarorð Samstöðu og nafn Lech Walesa. Mótmælendurnir söfnuðust síðar saman hjá gröf óþekkta hermanns- ins og héldu söng sinum áfram. Lögreglan lét mótmælagönguna af- skiptalausa, enda fór hún friðsam- lega fram. Sjá nánar frétt um Pólland á bls. 24. Kýpur og hún hefði einungis eldsneyti til fimm mínútna flugs. Flugvélin fór hins vegar nær samstundis i loftið aftur án þess að taka eldsneyti, þar sem flug- vallarstarfsmenn reyndu að koma i veg fyrir brottför hennar. Frá Beirút var stefnan tekin til Kýpur og lent þar klukkutíma síðar. f Genf var sagt að ræningjarnir væru sennilega tveir eða þrir og töluðu „lélega arabísku". Flug- stjórinn sagði að hann hefði heyrt skothvelli og að ræningjarnir hefðu gefið i skyn að einhver hefði verið myrtur. Hins vegar segir Air France að enginn slasaður maður sé í vélinni. „Ræningjarnir eru mjög óþol- inmóðir. Látið mig hafa leyfi til brottfarar, eldsneyti sem mig vantar og leyfið mér að fara,“ sagði flugstjórinn við flugturninn í Genf. Reynt var að tefja fyrir afgreiðslu vélarinnar eins og kost- ur var. Fyrst átti að stefna vélinni til Teheran, en yfirvöld neituðu að leyfa henni að lenda þar. Flugvél- um hafði verið komið fyrir á flugvellinum i Beirút til að hindra lendingu vélarinnar, en samþykkt var að rýma völlinn um leið og lendingarleyfi fékkst. AP-símamynd Árekstur í lofti Tvær þyrlur rákust á f lofti yfir Akashi í Japan á þriðjudag. Um borð í þyrlunum voru blaðamenn og Ijósmyndarar og fórust þrír þeirra og fjórir slösuðust er þyrlurnar hröpuðu á byggingar og bíla fyrir neðan. Myndina tók járnbrautarstarfsmaður sem leið átti um svæðið þar sem slysið varð. Símamynd AP. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, fyrir miðju, ræðir við fréttamenn fyrir utan bústað forseta eftir viðræður þeirra um möguleika á þjóðstjórn. Viðræður um myndun þjóðstjórnar í ísrael Jenualcm, 31. júll. AP. YITZHAK Shamir, forsætis- ráðherra ísrael, og Shimon Peres, formaður Verka- mannaflokksins, samþykktu í dag eftir fund með forseta landsins, Chaim Herzog, að hittast á morgun og ræða möguleika á þjóðstjóm. Per- es gaf í skyn að Shamir hefði samþykkt að sitja í ríkis- stjórn undir forystu Verka- mannaflokksins. Shamir sagði að allir möguleikar yrðu ræddir í stjórnarviðræðum þeirra Peresar og það væri sam- komulagsatriði hvort hann yrði forsætisráðherra eða Peres. Fulltrúar Likud, flokks Shamirs, sögðu hins vegar að hann hefði aldrei gefið í skyn að hann vildi vera í stjórn undir forystu Verkamannaflokksins. Shamir og Peres reyndu að mynda samsteypustjórn í fyrra, en þeim mistókst vegna ágreinings um stefn- una í utanríkismálum. Ef samsteypustjórn verður mynduð nú, verður aðal- spurningin sú hvor aðilinn það verður sem hefur á hendi forystuhlutverkið. Umdeilt orku- ver samþykkt Bonn, 31. júlf. AP. STJÓRNIN í Bonn samþykkti f kvöld starfrækslu umdeilds orku- vers, „Buschhaus“-versins í Helmstedt, án hreinsibúnaðar. Græningjar vara við mikilli mengun frá orkuverinu og saka stjórnina um uppgjöf fyrir fyrir- tækinu sem reisti verið. Kohl kanzlari gerði hlé á sumarleyfi sínu til að tryggja samkomulag um málið í stjórn- inni. Áður hafði þingið samþykkt starfrækslu versins með 256 at- kvæðum gegn 195. Þrír þátttakendur i mótmælum fyrir utan þinghúsið voru hand- teknir. Reynt að halda olíu- brákinni í skefjum Lake Charles, Louísúum, .31 .júlf. AP. Mengunarvarnarmenn og hreinsunarsveitir vinna nú baki brotnu við að hreinsa 13 km langa og 2 km breiða olfubrák sem myndaðist þegar breska olíuskipið Alvenus strandaði á Mexfkóflóa á þriðjudag. Talsmaður bandarisku strandgæslunnar sagði að strönd Bandaríkjanna stafaði engin bráð hætta af olíunni. T.d. væru friðuð dýrasvæði um 65 km norðaustur af strandstað ekki talin i hættu. Strandgæslan fylgist þó grannt með olíubrák- inni, þar sem hætta er á að hún breyti um stefnu í breytilegri vindátt. Um 350.000 oliutunnur voru um borð i oliuskipinu þegar það strandaði við bakka skipaskurð- ar sem liggur út á flóann. Olía úr um 40.000 tunnum lak út um 35 metra langt gat sem myndaðist á hlið skipsins. Talsmaðurinn sagði að olíu- lekinn hefði nú að mestu verið stöðvaður og reynt yrði að flytja olíutunnurnar úr skipinu um borð í önnur og draga svo strandaða skipið í höfn, annað- hvort f Houston eða New Orleans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.