Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Kukl í Saf- ari á morgun HUÓMSVEITIN Kukl, sem fyrir nokkru sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, efnir á morgun, fimmtu- dag, til ténleika í Safari. Auk Kukls mun hljémsreitin Oxzmá leika á tónleikunum. Kukl leikur síðan á tónleikum í Viðey á laugardag og aftur á sunnudag. Þessir tónleikar verða hinir síð- ustu hjá Kukli hér á landi að sinni því sveitin heldur von bráðar út til Englands, þar sem hún leggur upp i tónleikaferð um landið. Reykjanes- skóli 50 ára I PRÉTT í Morgunblaðinu á laug- ardaginn um 50 ára afmæli Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp misritaðist nafn skólans í fyrir- sögn og stóð þar Reykjaskóli, en hins vegar kom það rétta fram í fréttinni. Afmælisins verður minnzt vestra á laugardaginn. Norræna húsið: Kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen TVÆR kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen verða sýndar í opnu húsi í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Það eru myndirnar Eldur f Heimaey, um eldgosið í Heimaey 1973, og Sveitin milli sanda, mynd um ÖræfasveiL Sýningartími hvorrar myndar um sig er um hálf klukkustund. Svo sem venja er á fimmtu- dagskvöldum verða bókasafn hússins og kaffistofa opin tii kl. 22. í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á islenskum skordýrum, sem sett hefur verið upp í samvinnu við Náttúrugripa- safn íslands og i bókasafninu er sýning á íslensku prjóni. EGG-leikhúsið: Knall á Norðurlandi EGG-leikhúsið er nú í leikför um Norðurland. Viðar Eggertsson, leikari, er eini leikari leikhússins og flytur hann verk Jökuls Jak- obssonar, Knall. Sýning var á Dalvík þriðjudagskvöld, á ólafs- firði sýnir Viðar í kvöld, miðviku- dagskvöld, og á Húsavik á föstu- dagskvöld. (Frétutilkjnning.) Rangfeðraður í stangaveiðifréttum Mbl. í gær var Magnús framkvæmdastjóri í Carslberg rangfeðraður. Hann er Jónasson, en ekki Jónsson eins og þar stóð. Er Magnús beðinn vel- virðingat. Rolls-bílarn- ir til New York Viðunandi tilboð fengust ekki „ANNAR bíllinn er kominn til New York, þar sem hann verður síðan seldur, en hinn er ennþá hér á landi og var m.a. lánaður til að aka brúðhjénum um helgina. Hann fer síðan sömu leið, en við höfum hugs- Stjörnubíó: Einn gegn öllum STJÖRNUBfÓ hefur hafið sýn- ingar á bandarísku kvikmynd- inni „Against all odds“, sem kallast á íslensku „Einn gegn öllum“. Myndin fjallar um Terry, sem Jeff Bridges leikur. Terry er atvinnumaður í amer- ískum fétbolta, en gengur ekki sem skyldi, eftir langt tímabil frægðar og frama. Hann ákveður að afla sér aukatekna með því að leita uppi stúlkuna Jessie, sem ieikin er af Rachel Ward. Hon- um tekst að finna hana og verður yfir sig ástfanginn. Ekki eru allir jafn hrifnir af sambandi þeirra og upphefst því mikill eltinga- leikur og spenna. Auk Rachel Ward og Jeff Bridges leika James Wood og Jane Greer stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Taylor Hackford, sem einnig leik- stýrði kvikmyndinni „An offic- er and a gentleman". Tónlist í myndinni er eftir Phil Collins, Peter Gabriel og Mike Ruth- erford, auk fleiri. (Fréttatilkynning.) að okkur að reyna að fá leyfí til að láta gera svolítið við hann hér áður en til þess kemur,“ sagði Ólafur Arnarson, stjérnarformaður fs- lenskra eðalvagna, í samtali við Mbl., en íslenskir eðalvagnar keyptu sem kunnugt er tvo bfla af Rolls Royce-gerð hingað til lands fyrr í sumar. Ólafur sagði að ekki hefðu feng- ist viðunandi tilboð i bílana, en ráðgert hefði verið strax í upphafi, að ef ekki yrði af sölu innan nokk- urra vikna frá því bilarnir kæmu til landsins yrðu þeir sendir í sölu til Bandaríkjanna. Bronco-jeppinn ofan í skurðinum. Valt fyrst á yeginum og síðan út í skurð Hvoli, Saurbæ. Það var á sjötta tímanum laugardaginn 21. júlí að fréttaritari var að huga að túngirðingu skammt frá Hvoli að honum verður litið upp frá verki og fram í Hvolsdalinn og sér þá gerast afar óhugnanlegt bflslys. Bifreið á vesturleið lenti þarna i slæmum holum á veginum og bíl- stjórinn telur sig við það hafa misst stjórn á bílnum og skipti það engum togum að billinn, sem var Bronco-jeppi, stakkst á nefið og fór heila veltu á veginum og siðan aðra veltu og lenti út í skurði að nokkru ofan f vatni. Undirritaður hraðaði sér þegar á vettvang og bjóst við slæmri að- komu. En til allrar Guðs lukku var ökumaðurinn, ungur piltur vestan úr Gufudalssveit, þegar kominn út úr bilnum og upp á veg er frétta- ritara bar þar að ásamt fólki úr bil er þarna kom að í þessum svif- um. Varð hann því að sjálfsögðu fegnari en frá megi segja. I rauninni hafði hér átt sér stað kraftaverk miðað við allar að- stæður og það, af hvflikum krafti bíllinn tók velturnar báðar. En bílstjórinn, sem var einn í bflnum, slapp svo til ómeiddur, og taldi hann það alfarið að þakka því, að hann var með beltin spennt og hékk þvi f stólnum á hverju sem gekk. Þetta óhapp er áreiðanlega tal- andi tákn um nytsemi þess að nota bílbelti, og er áreiðanlega brýn nauðsyn á því að opna augu manna betur fyrir því öryggi, sem bílbeltin veita, séu þau notuð rétt og reglulega. Bíllinn skemmdist mjög mikið, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru sterkar líkur til þess, að bílstjórinn hefði ekki sloppið svona vel, ef hann hefði trassað að spenna beltin. Þetta opnar augun fyrir nauð- syn þess, að ekki verði látið drag- ast úr hömlu að skylda bílbelta- notkun almennt f raun meðal landsmanna, því þótt öll boð og bönn séu hvimleið, þá er hér svo mikið í húfi, lif og heilsa tuga landsmanna á hverju ári, að það er fyllilega réttlætanlegt að hafa þannig vit fyrir fólki í þessum efn- um. Því ég er sannfærður um það, að í þessu tilfelli, sem hér um ræð'- ir, áttu bílbeltin sinn stóra þátt í að hér varð ekki mjög alvarlegt slys- Fréttaritari Hellisheiði: Skátaskálinn brann til grunna Skátaskálinn Jötunheimar á Hell- isheiði brann á sunnudaginn til kaldra kola. Fimm skátar höfðu ver- ið í skálanum yfír helgina við að taka þar til og brenna rusli. Kveiktu Skilyrði lögreglustjóra: Engar næturferðir á Viðeyjarskemmtun LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík, Sigurjén Sigurðsson, hefur sent fjölmiðlum Ijésrit leyfísbréfs, sem gefíð hefur verið út vegna fyrirhugaðs skemmtanahalds í Viðey um verslunarmannahelgina. Þar koma fram þau skilyrði sem sett eru af hálfu lögreglunnar vegna útiskemmtunarinnar. Fram kemur m.a. að ekki er leyfilegt að hefja skemmtunina fyrr en klukkan 18 föstudaginn 3. ágúst og henni skal vera lokið klukkan 18 mánudaginn 6. ágúst. Dansleikjum, sem haldnir verða föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, skal ekki ljúka siðar en klukkan 3 og ekki er heimilt að flytja gesti út í eyjuna frá klukkan 12 á miðnætti til klukkan 8 að morgni þær nætur sem skemmtunin stendur. Hins vegar verða ferðir að næturlagi frá Viðey og allir, sem vilja yfir- gefa eyjuna, eiga að hafa mögu- leika á því án verulegra tafa. Allir flutningar fólks til og frá Viðey skulu vera í umsjón og á ábyrgð Hafsteins Sveinssonar. Varðandi þetta atriði er áskilið að Siglingamálastofnunin sam- þykki notkun allra þeirra báta, sem notaðir verða í flutningum til og frá eyjunni. Þess er getið, að þeir sem annast fólksflutn- inga til eyjunnar megi ekki flytja ölvað fólk og höfð skal sér- stök varúð við flutning ölvaðra gesta þaðan í land. Ferðir milli lands og eyjar eiga einnig að vera nægilega tíðar til að ekki verði örtröð við lendingarstaði. Skemmtunin skal fara fram austan til á eyjunni og þar skulu einnig vera tjaldatæði gesta. Meðan skemmtunin stendur á að vera í Viðey 10 manna flokkur úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík undir stjórn formanns sveitar- innar, Jóns Baldurssonar. Hjálp- arsveitin skal vera til taks og annast hjálp í viðlögum, sjúkra- þjónustu og björgunarstörf ef slys eða óhöpp verða. I leyfisbréfi lögreglustjóra segir að þjóðminjavörður hafi lýst áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar fjöldasamkomu á eyjunni, því mikil hætta sé á því að þeim verðmætum, sem þar eru, kunni að verða spillt. Einnig kemur fram að embættinu hafa borist bréf frá Náttúruverndar- ráði þar sem ekki er mælt með útiskemmtun í Viðey. Er því lýst að eyjan sé á náttúruminjaskrá og vilji ráðið friðlýsa eyjuna að meira eða minna leyti. þeir upp f arni sem í skálanum var og brenndu í honum rusl. Orsakaði það íkveikjuna. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu skátarnir, sem eru úr Reykjavík, verið búnir að brenna talsverðu rusli þegar þeir urðu þess varir að reykur var á milli þilja við arininn. Þegar þeir gáðu betur sást að þar var laus eldur og reyndu þeir að slökkva hann með handslökkvitæki sem í skálanum var. Reyndist það árangurslaust og magnaðist eldurinn svo að ekki var við neitt ráðið. Var kallað á slökkviliðið í Hveragerði en er það kom á vettvang var skálinn alelda og ekki hægt að aðhafast neitt. Skálinn var í eigu Skátafélags Reykjavíkur, en það á nokkra skála á Hellisheiði og voru Jöt- unheimar einn besti skálinn þar. Fyrstu tónleikar Das Kapital í Safari í kvöld FYRKTII ténleikar hinnar nýju hljémsveitar Bubba Morthens, Das Kapital, verða í skemmtistaðnum Safari við Skúlagötu í kvöld, mið- vikudag. Ténleikarnir hefjast kl. 22. Das Kapital efnir næst til tón- leika um helgina, en hljómsveitin verður aðalskemmtiatriðið á úti- hátíðinni að Laugum í Þingeyjar- sýslu um Verslunarmannahelgina. Hljómsveitina skipa, auk Bubba Morthens: Michael Pollock, Guð- mundur Gunnarsson, Jakob Magnússon og Björgvin Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.