Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 34 Afmæliskveðja: Oddur Sigurðsson forstjóri sjötugur Einn þrumufleygurinn á ís- lenska viðskiptahimninum er sjö- tugur í dag. Ef hann hefði núna verið táningur hefði hann eflaust þeyst um götur borgarinnar á tví- hjóla tryllitæki, klæddur leður- jakka, með hjálm á höfði, fremst- ur meðal jafninga, með lögregluna á hælunum, ýlfrandi sírenuvæl, allt í botni, hjartveikum til hrell- ingar, mikið líf og fjör. Hann hefir alla tíð verið maður athafna, krafts og kjarks, sem lætur aldrei bugast, þótt móti blási, herðist við hverja raun. Hann er gæddur þessu „gá — pá mod“, svo sem frændur vorir Danir komast að orði, sem ryður öllum hindrunum úr vegi, fullur bjartsýni um að hlutirnir muni takast, enda sýnir lífshlaup hans að bjartsýni hans hefir átt rétt á sér. Hann stendur af sér öllu hret og norðanáhlaup, sem hafa verið ófá í lífi hans, læt- ur aldrei slá sig niður, sprettur upp eins og fjöður til nýrra átaka. Lífið verður að hafa sinn gang og lífsstíllinn breytist ekkert, hvað svo sem á dynur. Þannig kemur þessi verðugi fulltrúi einkafram- taksins mér fyrir sjónir, er ég leiði hugann að honum á þessum tíma- mótum í lífi hans. Oddur fæddist 1. ágúst 1914 í Reykjavík. Móðir hans var Herdís Jónsdóttir, ættuð úr Árnesþingi, systir Sveinbjarnar heitins Jóns- sonar, hæstaréttarlögmanns, sem ég vissi einn vænstan og vandað- astan mann í lögmannastétt. Fað- ir Odds var Sigurður Oddsson, skipstjóri í Reykjavík, þekktur maður hér í borg á sinni tíð. Hann var lóðs á dönsku varðskipunum hér við land á árunum milli heimsstyrjaldanna og eftir að Bretar hernámu landið 1940 var hann lóðs hjá þeim. Hann fórst með norsku skipi út af Vestfjörð- um árið 1941. Þau hjón Sigurður og Hjördís eignuðust átta börn, en þau eru Steinunn, er átti fyrir mann Gunnar heitinn Hall, for- stjóra og kunnan bókamann hér í borg, Jón skipstjóri og síðar for- stjóri Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu hf., Elín, sem er látin og var búsett í Danmörku, gift þar- lendum manni, Oddur, sem við hyllum í dag, Þórleif, eiginkona Hjartar kaupmanns Jónssonar í Reykjavík, Sveinbjörn, umsvifa- mikill byggingameistari hér í borg, Málfríður, gift Herði Þor- gilssyni, múrarameistara hér í borg og yngst Sigríður Herdís, kona Sveins Finnssonar, lögfræð- ings, forstöðumanns Fiskimála- sjóðs. Öll eru þau systkini harð- duglegt atgervisfólk. Oddur er kvæntur hinni ágætis konu, Guðfinnu Björnsdóttur, ætt- aðri úr Vestmannaeyjum, og eiga þau tvo sonu, Sigurð verkfræðing og Björn jarðverkfræðing, sem hefir lokið doktorsprófi. Báðir eru þeir menntaðir í Sviss, kvæntir og búsettir í Reykjavík. Oddur brautskráðist úr Versl- unarskóla íslands 1932. í fyrstu stundaði hann ýmis verslunar- störf. Hann réðst til Elding Trad- ing Company og var þar skrif- stofustjóri í 17 ár. Telur hann veru sína hjá þessu fyrirtæki besta skólann sem hann hefir sótt. Árið 1958 réðst hann í það að setja á stofn fyrirtækið Plastprent hf. í bílskúrnum heima hjá sér. Var þetta algert brautryðjandastarf, ný framleiðsla sem ekki þekktist hérlendis. Framleiddi hann poka af ýmsum gerðum úr plasti. Þetta framtak hans sýndi að hann var opinn fyrir nýjungum og tækifær- um og hann hafði kjarkinn til að fórna öruggu, vellaunuðu starfi til að takast á við nýtt viðfangsefni, hætta öllu til, enda gæddur eig- indum brautryðjandans, land- könnuðarins. Með þessu skapaði hann er tímar liðu mörg atvinnu- færi og fyrirtækið óx smásaman, eftir að sigrast hafði verið á öllum byrjunarerfiðleikum. Var þetta þó enginn dans á rósum. Eftir sex ár kom til starfa í fyrirtækinu Hauk- ur Eggertsson. Upp úr samstarfi þeirra Odds og Hauks slitnaði 1973 og eftir að gengið hafði verið frá skiptum þeirra á milli, sem fólu það í sér að Haukur hélt fyrirtækinu, hófst Oddur handa um að stofnsetja nýtt fyrirtæki í FLUORIDE: Álit sérfræðinganna liggurfyrir. XP SIG55 Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. j henni er þó 40% meira af flúorupplausn. SérfræÓingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). Þeir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982). sömu grein. Vantaði ekki að illa væri spáð fyrir þessu tiltæki Odds og töldu margir, að markaðurinn íslenski mundi ekki þola tvö fyrir- tæki, sem bæði væru í plastpoka- framleiðslu. Oddur blés á allar slíkar hrakspár og hélt sínu striki. Fyrirtæki hans, Plastos hf., hefir eflst mjög með árunum. Hefir það þrisvar sinnum síðan það var stofnað þurft að flytja vegna þess að það hafði sprengt af sér hús- næðið. Senn líður að því, að hús- næðið verði enn stækkað. Slíkur er vöxturinn. Nú vinna um 60 manns hjá Plastos hf. á 1800 m2 gólffleti. Er það langur vegur frá 1958, er Oddur vann einn að framleiðsl- unni í bílskúrnum heima hjá sér. Oddur rekur og annað fyrirtæki, Etnu hf., sem framleiðir flösku- tappa. Ég kynntist Oddi á viðkvæmu, örlagaríku tímabili lífs hans. Púki sundurlyndisins reið húsum í fyrirtæki þeirra Odds og Hauks og hafði erindi sem erfiði: Við blasti algert hrun alls þess sem Oddur hafði byggt upp og barist við að halda lífi í og efla. Var þetta eðli- lega sársaukafullt, hvernig svo sem á þetta var litið, enda brustu fleiri bönd en samvinnan um rekstur fyrirtækisins. Tengsl gró- innar vináttu slitnuðu. Er allt var um garð gengið og Oddur leit yfir vígvöllinn reyndi hann strax að finna eitthvað jákvætt í þessu. Hann hefir gengist undir stór- læknisaðgerðir nokkrum sinnum. Hann hefir sagt mér að hann telji að slíkar sjúkdómslegur hafi stuðlað að andlegum þroska sín- um. Sýnir þetta hvort tveggja hversu jákvæður hann er. Hann reynir að sjá það jákvæða í hverj- um hlut, hversu svo sem hluturinn er neikvæður í eðli sínu. Af því sem rakið er um lífshlaup Odds hér að framan má sjá hvílík- ur umsvifamaður hann er og hvaða eigindir gera menn að slík- um viðskiptajöfrum. Slíkir menn eru prýði og máttarstólpar hvers samfélags, vaxtarbroddarnir, sem stuðla að framförum og fjöl- breytni í atvinnulífinu og því skulu þeir virðir vel. Oddi er óskað langlífis og heilla á tyllidegi. Guðm. Ingvi Sigurðsson Að lýsa því hvernig umhorfs var hér í Reykjavík þegar nemendur Verslunarskólans útskrifuðust vorið 1932 væri mjög erfitt, þar sem það var svo frábrugðið því sem nú er að því myndi varla vera trúað. Þá voru hvorki námsstyrkir né námslán og það tók suma nem- endur mörg ár að vinna sér fyrir skólavist og uppihaldi og var því aldursmunur bekkjarsystkina mikill, Þá var hér atvinnuleysi og sama hve háar einkunnir nemend- ur fengu við burtfararpróf, enga eða litla vinnu var að fá. Einn af yngri nemendum bekkjarins, Oddur Sigurðsson, er sjötugur í dag. Þegar skólinn var til húsa á Vesturgötunni, háttaði því þannig til að fjórir nemendur sátu við sama borð og þar sem stúlkur voru í minnihluta, kom það í minn hlut að sitja við hliðina á Oddi og minnist ég ekki annars en að vel hafi farið á með okkur. Félagslíf var heldur lítið þarna á Vestur- götunni. Málfundafélag var og gefið var út blaðið Viljinn. Dans- æfingar voru öðru hvoru í skólan- um og árlegur dansleikur var haldinn í byrjun janúar, venjulega í Iðnó. Að Ioknu skólahaldi fóru þau okkar sem höfðu ráð á því í ferðaleg upp að Kolviðarhóli eða austur fyrir fjall og skemmtum við okkur prýðilega. Á þessu varð mikil breyting þegar skólinn flutti á Grundarstíg og eigum við það Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, sem þá var nýtekinn við skólastjórn, aðallega að þakka. Þá var fyrsta nemenda- mótið haldið með leikfimisýning- um pilta og stúlkna, leiksýningu, fiðlu- og píanóleik og við áttum því láni að fagna að Skúli Hall- dórsson tónskáld og bekkjarbróðir okkar spilaði einleik á píanó. Skoðuð voru ýmis fyrirtæki hér í bænum, Korpúlfsstaðir, sem þá var kúabú, og Álafoss. Stungið var upp á að fara i skíða- og göngu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.