Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
f f f
AVOXTUNSfáSy
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Verðtryggð
veðskuldabréf óskast
Óverðtryggð
veðskuldabréf óskast
Sparifjáreigendur látið
Avöxtun sf. ávaxta
sparifé yðar
9%
Vegna sídustu vaxtabreytinga
eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfa-
veltu okkar allt að 9% umfram
verðtryggingu
30%
Avöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri
verðbréfaveltu okkar eru allt að 30%
Ávöxtunartími er eftir samkomulagi.
Kynnið ykkur
ávöxtunarþjónustu
A vöxtunar s.f
Óverðtryggð -
veðskuldabréf
v
Ar 20% 21%
1 80,1 80,8
2 72,5 73,4
3 66,2 67,3
4 61,0 62,2
5 56,6 57,8
6 52,9 54,2
—Verðtryggð ------\
veðskuldabréf
Ár 1 Söhig. 2 afb/ári. 95,9 6 84,6
2 93,1 7 82,2
3 91,9 8 79,8
4 89,4 9 77,5
5 87,0 10 75,2
Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur
# § §
AVOXTLNSf^
LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ 10 - 17
m #► ífHB! [0t$m , ** ni R
Metsölublad á hverjum degi!
Victoria drottning á efri árum.
Óboðnir gestir í
Buckinghamhöll
Fyrir örfáum árum gerðist það,
að ungur maður komst óséður inn
um glugga í Buckinghamhöll, fór
beinustu leið til dyngju drottn-
ingar og bað hana um sígarettu.
Það varð að sjálfsögðu uppi fót-
ur og fit, þegar um komst og mikið
um málið fjallað í ræðu og riti.
Mönnum þótti með ólíkindum að
eftirlit og öryggi við höllina væri í
slíkum ólestri.
En þetta er þó ekki í eina skipt-
ið, sem óboðinn gestur kemst
hindrunarlaust inn í höllina, það
sama gerðist í tíð Victoriu drottn-
ingar, langömmu Elísabetar.
Victoria drottning komst til
valda árið 1837, þá kornung
stúlka. Fljótlega flutti drottn-
ingin og hirð hennar frá Kens-
ington til Buckinghamhallar. I
höllinni var mikill fjöldi
starfsmanna en lítið skipulag á
verkaskiptingu. Sem dæmi um
þá ringulreið sem ríkti má
nefna, að þegar Victoria drottn-
ing spurðist fyrir um hvers
vegna borðsalurinn væri svo
kaldur, kom í ljós að hallarbryt-
inn átti að sjá um að leggja arin-
inn en yfirhirðmeistarinn að
kveikja eldinn. En þar sem und-
irmenn þeirra gátu ekki komið
sér saman um verkið var ekkert
hægt að gera, og drottningin
hélt áfram að matast í óupphit-
uðum sal. Agaleysi var algjört
og margar sögur til um hirðu-
leysi og óráðsíu starfsfólks. Og
eyðslan var gegndarlaus. Ein var
sú regla, sem enginn vissi hvað-
an var komin, að aldrei var
kveikt nema einu sinni á hverju
kerti. Hvað varð svo af öllum
hálfu kertunum vissi enginn.
Líkast til hefur einhver starfs-
manna getað sparað sér kerta-
kaup I sínu húshaldi.
Það koma líka fyrir að gestir
drottningar ráfuðu í reiðileysi á
hinum löngu göngum hallarinn-
ar í leit að herbergi því, sem
þeim var ætlað til gistingar. En
eftir að Albert prins og drottn-
ingarmaður kom til hallarinnar
hófst hann fljótt handa við að
koma reglu á hlutina, og tók
fyrir hinn gegndarlausa kostnað,
sem verið hafði í húshaldi
drottningar.
En það varð þó óvæntur at-
burður, sem varð til að opna
augu manna fyrir því hirðuleysi,
sem var látið viðgangast í Buck-
inghamhöll.
Elísabet drottning.
„Strákurinn hann
Jones“
Hálfum mánuði eftir fæðingu
frumburðar þeirra Victoriu og
Alberts, það var Victoria prins-
essa, heyrði barnfóstran grun-
samlegan hávaða í næsta her-
bergi. Hún kvaddi til hirðsvein
til að gæta að hvað þar var á
seyði. Undir stórum sófa fannst
piltur „harla ógeðslegur útlits"
samkvæmt lýsingum í blöðum,
það var „strákurinn hann Jon-
es“.
Mánuðum saman var ekki um
annað fjallað í blöðum en kyn-
lega hegðun þessa náunga, en þó
var aldrei Ijóst hvað fyrir honum
vakti. Strákurinn var 17 ára
gamall skraddarasonur, lítill
eftir aldri, og hafði hann komist
yfir garðmúrinn og síðan smogið
inn um glugga.
Við yfirheyrslu kom í ljós, að
þetta var ekki í fyrsta heimsókn
kauða, tveimur árum áður hafði
hann komist inn I höllina klædd-
ur sótarabúningi.
En í þetta sinn hafði hann
dvalið í þrjá daga innan veggja
Buckinghamhallar, falið sig und-
ir mörgum rúmum, krækt sér í
súpu og annað matarkyns af
matborðum, hann hafði setið í
hásæti drottningar og heyrt litlu
prinsessuna gráta.
Eins og gefur að skilja var
mikið um mál þetta fjaliað i
blöðum. í „The Times" var sagt
frá því, „að strákurinn Jones“
hefði frá blautu barnsbeini verið
ákaflega bókhneigður en hann
væri með afbrigðum svipljótur.
Og blaðið bætti við: „Oss hefur
verið tjáð, að sófinn sem strák-
urinn fannst undir sé hinn mesti
dýrgripur, gerður af miklum ha-
gleik úr ágætum efniviði og hafi
verið sérstaklega fenginn handa
konunglegum gestum og öðru
stórmenni, er kæmi í kurteisis-
heimsókn til drottningar.“
Sökudólgurinn var dæmdur til
þriggja mánaða betrunarvistar
fyrir tiltækið, en að þeim tíma
liðnum hélt hann rakleiðis til
hallarinnar aftur, en hann
fannst í tíma og var settur inn
aftur i aðra þrjá mánuði. Eftir
þá veru var honum boðið að sýna
sig á leiksviði fyrir 4£ á viku,
hann hafnaði þvi boði. Skömmu
siðar rakst lögreglan á hann þar
sem hann var að sniglast i næsta
nágrenni Buckinghamhallar.
Yfirvöld höfðu þá engar vöflur
á, heldur sendu strákinn til sjós
án dóms og laga.
Ári siðar kom skipið til
Portsmouth til viðgerðar og Jon-
es lagði af stað fótgangandi til
London. Hann var þó tekinn
fastur áður en hann komst til
hallarinnar og sendur aftur til
skips síns, Warspite. Þess var
getið sérstaklega i blöðum „að
strákurinn væri nú mun skárri
útlits og hefði fitnað talsvert".
Eftir það kom „strákurinn
Jones“ ekki við sögu i höllinni.
En frá þvi var sagt í „The Tim-
es“ árið 1844, „að Jones hefði
fallið í sjóinn þegar skipið var á
siglingu að næturlagi á milli
Túnis og Alsír". Samkvæmt
bréfinu, sem einn yfirmanna á
Warspite sendi blaðinu, var talið
að hann hefði ekki dottið i sjóinn
af slysni, heldur hafi hann kast-
að sér út í Miðjarðarhafið til að
sjá hvernig Ijósin á björgunar-
duflinu væru. Stráknum var
bjargað, hann var dreginn um
borð. „Var hægt að búast við
öðru af strák með slíka fortíð?"
spurði blaðið í lok frásagnar. B.I.