Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Islensk hárgreiðsla í „Interbeaute“ MYND af hárgreiðslu eftir Báru Kemp, hárgreiðslumeist- ara og eiganda Hárs og snyrt- ingar, birtist í nýjasta hefti tímaritsins „Interbeauté". Tímaritið er gefið út af „Int- ercoiffure", alþjóðlegum sam- tökum hárgreiðslumeistara og þykir það mikil viðurkenning að fá verk sín birt í því. Bára Kemp er meðlimur í „Inter- coiffure", en í samtökin hafa tíu íslenskir hárgreiðslumeist- arar hlotið inngöngu. Ljós- myndina í „Interbeauté", sem birtist á heilsíðu tók Friðþjóf- ur Helgason ljósmyndari. Ljósmyndin sem birtist í „Interbeauté". ÁTTU BÍL FRÁ HEKLU ? í ÁGÚSTMÁNUÐI GEFUM VIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á EFTIRTÖLDUM VÖRUM í ALLA BÍLA SEM VIÐ HÖFUM UMBOÐ FYRIR Dæmi um verð: Kerti....Frákr. 40+10% Platínur ... Kveikjulok . Viftureimar . Tímareimar Loftsíur . . . Smursíur . . Bensínsíur . Þurkublöð Bremsuklossar - Bremsuborðar - Bremsudælur . - Vatnsdælur .. - VIÐURKENND VARA í HÆSTA GÆÐAFLOKKI '*nr wm II V, ■ 50+ 10% 95+ 10% 45+10% 145+ 10% 195+ 10% 155+10% 35+ 10% 75+ 10% 285+ 10% 110+ 10% 440+ 10% 410+ 10% Auói ik [hIhekla | Laugavegi 170-172 Sír VHF Sími 21240 o vP > T1 w Eiginkona Konstantins Chernenkos, Anna Dmitrievna Chernenko, bar fyrir linsur erlendra sjónvarpsmyndavéla fyrir skömmu. Hér eru þau hjón á götu úti í Moskvu. Kíkt undir huluna yfir fjölskyldulífi Chernenkos: Sonurinn leikur vestræna slagara á banjó — eigin- konan fer í bíó Moskva, AP. EINKALÍF ráðamanna í Sovét- ríkjunum er svo vandlega falið hverjum og einum, aö stundum mætti ætla að ekki væri um venju- lega menn að ræða. Eiginkonur, börn og frændfólk, þess er vandlega gætt að allur almenningur fái ekkert um það fólk að vita, hvað þá hvernig fólk það er, hvaða áhugamál það hef- ur og svo framvegis. Er Konstantin Chernenko var skipaður aðalritari sovéska kommúnistaflokksins var í upphafi sami huliðshjálmurinn yfir skyldmennum hans og einkalífi. En þá brá svo við, að vestrænum frétta- stofum tókst að afla dálítilla upplýs- inga um fjölskyldu hans og hagi hennar. Hinn 72 ára gamli Konstantin Chernenko er giftur maður. Sumir segja meira að segja að hann sé tvígiftur, en um það er deilt. Nú- verandi eiginkona hans heitir Anna Dmitrievna Chernenko, sögð á sjötugsaldri. Hafi Chernenko átt aðra konu áður, er lítt eða ekkert um hana vitað. I æviágripi opin- beru sem gefið hefur verið út í Sovétríkjunum um Chernenko, er ekki minnst einu orði á fjölskyldu hans. Anna Chernenko er sögð hin hressasta kona, mikill áhugamað- ur um kvikmyndir og ber mjög fyrir brjósti framgang sovéskrar kvikmyndagerðar. Ónafngreindur heimildarmaður í Moskvu sagði það tíðum gerast að eiginkonur annarra ráðamanna í Sovétríkjun- um færu á kvikmyndasýningar sem Anna Chernenko hefði haft veg og vanda að koma um kring. Hún er einnig sögð mikil leikhús- kona. Fleiri ónafngreindir vel upp- lýstir tíðindamenn í Moskvu voru á einu máli um þessi atriði. Dóttir á Chernenko sem heitir Yelena Konstantinova Chernenko. Það vakti athygli vestrænna fréttamanna í Moskvu fyrir skömmu, að grein í flokksmál- gagninu Pravda var merkt Y. Chernenko. Ritstjórn Prövdu stað- festi að hún væri dóttir aðalritar- ans og starfaði við Marx/Lenin- stofnunina. Meira var ekki hægt að grafa upp um hana. Chernenko á að minnsta kosti einn son, sumir segja tvo, og sá lítt kunnari sé mögulega frá fyrra hjónabandinu, hafi það þá á annað borð verið fyrir hendi. Hulduson- urinn ku heita Albert Chernenko og starfa sem yfirmaður áróðurs- deildar kommúnistaflokksins í síberísku borginni Tomsk. Sá sem vestrænir fréttamenn telja sig hafa haldbærari vitneskju um er Vladimir Chernenko. Hann er tal- inn vera sonur aðalritarans og starfar við kvikmyndaeftirlit stjórnarinnar, Goskino. Er frétta- menn hringdu og spurðu um Vlad- imir, tjáði starfsmaður þeim þar, að vissulega ynni Vladimir Chern- enko hjá Goskino, en hvort hann væri sonur Konstantins væri sov- éskt innanríkismál og því þýddi lítið að spyrja um það. Þeir ónafngreindu heimildarmenn sem áður er getið um sögðu hins vegar að Vladimir væri afar viðkunnan- legur og gott væri að vinna með honum. Hann léki á banjó í frí- stundum og vestrænir slagarar kæmu fyrir hjá honum. Um Chernenko sjálfan er lítið vitað og orðrómur hefur verið á kreiki sem lítið er byggjandi á. Það sem mönnum er hvað mest hugleikið um Chernenko eldra nú, er heilsa hans, sem virðist afar bágborin þegar hann kemur fram opinberlega. Ýmsir vestrænir læknar telja trúlegt að hann eigi við einhvers konar öndunar- sjúkdóm að glíma. En persónuleik- inn er hulinn leyndardómum. Sögusagnirnar segja ekki neitt. Hver man ekki eftir því þegar Jury Andropov tók við völdum og hann var sagður drekka skoskt viskí, leika tennis og hlusta á bandarískar „big band“-hljóm- sveitir af hljómplötum. Ekki al- deilis, það kom á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.