Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 53 Texti og myndir: Anna Bjarnadóttir um leið og þeir voru farnir að fljúga flugvélum. Fyrsta flugferð hans sjálfs var fyrir nokkrum árum með lítilli einkaflugvél til Sviss. „Við þurft- um að koma fugli úr landi og vor- um með hann í kattartösku sem Ingrid átti, hún ræktar ketti. Það var lagt af stað af íþróttaleikvangi og lent á flugvellinum í Köln seint að kvöldi. Við sögðumst vera á leið til Sviss, ekki með neinn farangur og allt var í lagi. Snemma daginn eftir lögðum við af stað með lög- lega flugpappíra, skildum töskuna eftir á flugvelli í Sviss og flugum aftur heim. 188 flugmínútur til Sviss," sagði hann, og glotti við endurminninguna. Húbner hafði góð sambönd og gat útvegað mönnum fugla og fékk þóknun fyrir. Hann verslaði þó aldrei með íslandsfálka. „Ég man hvað ég varð hissa þegar ég sá safn Ciesielskis fyrst," sagði hann. Þjófur komst inn um þennan þakglugga og fullorðnir foreldrar Liittgers komu ekki auga á hann. „Um 10 fálkar af öllum stærðum stóðu í röð eins og trappa. Ég trúði varla mínum eigin augum. Mér bauðst einu sinni geirfálki til kaups fyrir gott verð en hafði ekki efni á honum. Ef ég hefði keypt hann þyrfti ég ekki framar að skipta um fugla." Húbner er með tvo ránfugla í garðinum á bak við raðhúsið sitt í útjaðri Kölnar. Það slitnaði upp úr vinskapnum við Ciesielski- fjölskylduna árið 1982 eftir að Ciesielski sagði Húbner hafa stol- ið fálkum frá sér. Ingrid Húbner fékk þá nóg og sagðist ekki vilja sjá þetta fólk framar. „Það var ei- líft vesen í kringum Ciesielski," sagði hún. „Alltaf verið að koma með nýja fugla hingað í garðinn, þeir látnir standa í nokkra daga og svo skipt aftur. Sumir voru veikir og aðrir drápust." Einu sinni fundust tveir dauðir, stolnir fálkar í frystikistunni hjá Húbner en hann sagði að einhver óvin- veittur sér hefði komið þeim þar fyrir til að koma óorði á sig. Baly, sem allir nema Ingdrid Húbner virðast vissir um að sé að- alþjófurinn, fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot hjá Ciesielski og fálkaþjófnað fyrir tæpum þremur árum. Hann sagði þá að Húbner hefði sagt sér að brjótast þar inn. Baly og Ciesielski hafa síðan sæst og sumir telja að Ciesielski hafi sent hann til íslands í sumar og fyrri ferðir. Ingrid Húbner heldur ekki. „Ciesielski veit að strákurinn kjaftar frá,“ sagði hún. En „strákurinn" hefur enn ekki kjaftað frá og segist ekki þora það fyrir sitt litla líf. Hann segist óttast menn sem hika ekki við að drepa konurnar sínar. Það beinir athyglinni að manni nefndum Bernberger, sem hefur verið í ræktunarfélagi með Ciesielski. Bernberger þessi hefur mjög góð sambönd í Tyrklandi og hefur veiðileyfi þar. Hann stundar gróskumikla fálkarækt og kallar ekki allt ömmu sína. Vorið 1978 vildi svo illa til að ungur, v-þýskur aðstoðarmaður hans hrapaði í klettum þegar hann var að klifra eftir eggjum. Bernberger sá slysið í sjónauka. Ungi maðurinn var víst mjög fær klifrari en hafði skömmu áður en hann dó nefnt ólöglega heróinsölu í sambandi við Bernberger í bréfi. Ilona Isabella Bernberger, 26 ára eiginkona Bernberger, skrifaði móður sinni um slysið og var ekki alveg í rónni. Hún hélt dagbók og skrifaði hjá sér um ferðir þeirra hjóna. Síð- ustu dagana sem hún lifði rigndi mikið en svo stytti upp. Hún var mjög góð sundkona og fékk sér sundsprett í Svartahafi. Þar drukknaði hún og var grafin í skyndi. Bernberger er nú giftur þremur tyrkneskum konum, sem allar hjálpa við fuglaræktunina. Hann hefur verið nefndur í sambandi við vopnasmygl í Júgóslavíu og Fisher, aðstoðannaður Niesters, hjá varðhundunum. Niesters i tali við Bali eftir að hann var dæmdur í eins árs fangelsi. var kærður fyrir arnarsmygl i V-Þýskalandi í nóvember 1983. Scheglmann tók geirfálka trausta- taki á heimili hans í V-Þýskalandi á meðan Baly var á íslandi og nú er víst heldur fátt um fálka í ræktunarfélagi þeirra Ciesielski. Þjófar og þjóðhöfðingjar Annar maður, sem eitt sinn var í ræktunarfélagi með Ciesieslski, heitir Horst Niesters. Hann rekur opinn dýra- og fuglagarð, sem kaupsýslumaður frá Miðaustur- löndum á, i Hellenthal, ekki langt frá landamærum V-Þýskalands og Belgiu. Niesters ræktar meðal annars hvíthöfðaerni, en þeir eru i skjaldarmerki Bandarikjanna. Þegar Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, heimsótti V-Þýska- land fékk Helmut Schmid, sem þá var kanslari, tvo hvíthöfðaerni hjá Niesters til að gefa forsetanum. Hvithöfðaernir, sem John F. Kennedy gaf Þjóðverjum þegar hann kom til Berlinar, eru nú i vörslu i garðinum hjá Niesters. Hann á einnig íslandsfálkann Elbis, sem flaug á heimssýning- unni í Berlin árið 1937, en Elbis gamli er uppstoppaður. Niesters er önnum kafinn mað- ur, svo mjög að símanúmerið í bilnum hans er prentað á virðu- legt nafnspjald auk tveggja ann- arra númera. Hann er stoltur maður og segist vilja gera allt sem i sinu valdi stendur til að stöðva þjófnað og ólögleg viðskipti með villt dýr og fugla. Hann barðist fyrir merkingu fugla árið 1976 og í fyrra tók hann af skarið þegar fuglaþjófnaður i V-Þýskalandi fór að ofbjóða honum og safnaði sam- an peningum til að bjóða fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku þjófanna. Hann fékk 8000 þýsk mörk og auglýsti í blöð- unum. „Skömmu seinna fékk ég upp- hringingu," sagði hann. „Mér var sagt að koma á vissan stað i Frankfurt en gjörsamlega bannað að láta lögregluna vita. Ég hafði þó samband við Scheglmann hjá tollgæslunni. í Frankfurt var mér sagt að fara á skemmtistað í skuggahverfinu, þar sem eintómar hórur og hórkarlar héldu til. Þeg- ar þangað kom mætti mér maður i bláum jakkafötum og við settumst niður. Ég hafði lagt bílnum fyrir utan og allt í einu stóð lögreglan við hann. Maðurinn tók fram hnif og hótaði að skera af mér nefið ef lögreglan kæmi inn. Ég greip skammbyssuna mina og sagðist fylla hann af blýi ef hann gerði mér mein. Lögreglan setti miða á bílinn og fór, ég hafði lagt ólög- Ronald Reagan þakkar Niesters fyrir hvíthöfðaernina. (Mynd úr safni H. Niesters.) Móðir Ernst LUttgers Iftur eftir fugl- unum á meðan sonurinn ferðast. lega. Scheglmann kom og settist hjá okkur en maðurinn var orðinn hræddur og vildi ekkert segja. Seint um kvöld hringdi síðan hjá mér síminn og mér var bent á að fara í einbýlishús uppstoppar- ans Schlupp í Núrnberg. Þegar þangað kom hafði allt í húsinu verið eyðilagt: hausar höfðu verið skornir af fuglum og styttum, verðmætt, austurlenskt teppi hafði verið skorið í tætlur, Schlupp var rifbeinsbrotinn og það hafði verið skorið framan af nefi móður hans. Tveir menn voru handteknir og settir í fangelsi. Þeir voru þjófarnir og annar þeirra gaf mér upplýsingarnar." Það er ekki auðhlaupið að því að brjótast inn hjá Niesters. Garður- inn er veglega girtur og gífurlegt aðvörunarkerfi er ávallt í sam- bandi. Átta stórir og grimmilegir hundar gæta líka fuglanna. Peter Baly hræddi hann þó dá- lítið þegar hann sagði honum eftir réttarhöldin í Daun að Polachek hefði sagt sér að hann gæti útveg- að kaupendur fyrir hvíthöfðaerni Niesters ef Baly kæmist yfir þá. Niesters er lærður kokkur og rak áður matsölustað í Eifel- héraði. Þar var allt skreytt með uppstoppuðum fuglum og lifandi ránfuglar stóðu á spýtum fyrir utan. Matsalan gekk ekki vel og hann seldi staðinn öðrum fálka- áhugamanni, Wilhelm Linz frá Köln. Hann verslar með leðurvör- ur og annað slíkt fyrir fálka- áhugamenn. Niesters má ekki vamm sitt vita. Það þótti því pínlegt í vor þegar uppstoppaður fálki fannst falinn í vélarrúmi bílsins hans þegar hann var á ferð yfir landa- mæri Belgíu og V-Þýskalands. Fisher, aðstoðarmaður hans, ók bílnum og Niesters sagðist ekkert um fuglinn vita. Skömmu áður en veiðitíminn hófst i Miðausturlönd- um í fyrra fundust 36 ólöglegir förufálkar i farangri Shaids prins frá Sameinuðu furstadæmunum. Prinsinn hafði verið hjá tann- lækni í Aachen. Sagt var að Ciesi- elski hefði útvegað honum fuglana en maður, sem innréttar Mercedes Benz-bíla fyrir prinsinn, sagði að fálkarnir hefðu komið úr Hell- enthal. Niesters var áður í þjón- ustu konungsfjölskyldunnar i Abu Dhabi og fylgdist með fálkakaup- um þeirra. Sambandið slitnaði þegar kaup og sala á fálkum i Mið- austurlöndum jukust. Hann fór þó þangað suður eftir með konuna i fyrra til að vera viðstaddur brúð- kaup tengdasonar Shaids en sá ku einmitt vera mesti fálkaáhuga- maðurinn í fjölskyldunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.