Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
15
„Hér er lifandi
Guds orð“
Ávarp Péturs Sigur-
, geirssonar biskups
íslands að HÖlum, er
hann afhenti fyrsta
eintak nýrrar Ijós-
prentunar Guð-
brandsbiblíu
Kæru hítíðargestir!
Sverrir Kristinsson bókaút-
gefandi í Reykjavík hefir séð svo
um, að ég kem hingað i dag fær-
andi hendi.
í síðustu viku var fullbúið
fyrsta eintak 3. útgáfu Guð-
brandsbibliu, sem er hátíðarút-
gáfa i tilefni afmælisins. Bóka-
útgáfan Lögberg gefur bókina út
og hefir Sverrir Kristinsson all-
an veg og vanda af bókargerð
þessari.
Sverrir tók þá ákvörðun, að
gefa þetta fyrsta eintak, sem ég
hefi nú í höndum til Hóladóm-
kirkju.
Aðdragandi þessarar hátiðar-
útgáfu er sá, að á Kirkjuþingum
1978 og 80 voru samþykktar til-
lögur frá próföstunum séra Jóni
Einarssyni og séra Eiríki J. Ei-
ríkssyni þess efnis, að Kirkjuráð
athugaði möguleika á nýrri
Sverrir Kristinsson
ljósprentun Guðbrandsbibliu í
tilefni afmælisins, þar sem
ljósprentun Lothoprents frá
1957 var til þurrðar gengin fyrir
löngu.
Kirkjuráð snéri sér til Stofn-
unar Árna Magnússonar og Hins
íslenska biblíufélags, og þessir
þrír aðilar leituðu síðan til
Sverris Kristinssonar. Hann
hefir sýnt fornbókmenntum
okkar mikinn sóma af sérstakri
fórnfýsi, framsýni og stórhug.
Dr. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up, sem beitti sér fyrir fram-
gangi málsins, segir í eftirmála
þessarar útgáfu um þátt Sverris
í þessu verki: „Hann tók málið
að sér og fylgdi því eftir af frá-
bærum dugnaði og alúð. Honum
er það miklu mest að þakka, að
Guðbrandsbiblía kemur út á
þessu afmælisári."
Þegar ég afhendi Hóladóm-
kirkju þessa gjöf Sverris Krist-
inssonar veit ég að hann vildi
gera orð Guðbrands Þorláksson-
ar að sínum, er Guðbrandur
fylgdi Biblíu sinni úr hlaði hér á
staðnum til lesarans með þess-
arri setningu: í fyrstu er eg þess
óskandi af öllu hjarta, að þetta
verk mætti verðá allsmegtugum
Guði til lofs og dýrðar, en þeim
til nytsemdar og gagns sem lesa
og þeim, er Guðs heilaga orð
elska.
Með þeirri sameiginlegu ósk
og bæn beggja útgefenda, af-
hendi ég þér, kæri vígslubiskup
Hólastiftis séra Sigurður Guð-
mundsson, þessa Guðbrandsbibl-
íu Hóladómkirkju til eignar, og
bið þig að koma hér og veita
Biblíunni viðtöku — Hér er lif-
andi Guðs orð!“
Valgarð Thoroddsen með fangið fullt af radísum og Sara María Björnsdóttir við garðinn sinn.
rófum. Morgunblaðið/Júlíus
„Uppskeran svipuð
og í fyrrasumar“
Rætt við krakka í skólagörðunum
Dag einn í ágúst áttu blaðamaöur
og Ijósmyndari Morgunblaðsins leið
um skólagarða Reykjavíkurborgar í
Breiðholti. Þar var heldur fátt um
manninn, enda hálfgert kalsaveður
þrátt fyrir að morguninn hafði lofað
góðu. Greinilegt var að rigningin f
sumar hefur haft einhver áhrif á
starf barnanna, því þarna var víða
svo blautt að erfitt var að komast
leiðar sinnar.
Þarna hittum við tvö börn, sem
voru að huga að uppskerunni og
tókum þau tali. Fyrstan hittum
við Valgarð Thoroddsen.
— Hvernig hefur gengið í skóla-
görðunum í sumar?
„Það hefur gengið ágætlega.
Veðrið var best fyrst í sumar þeg-
ar við við vorum að gróðursetja.
Þá komu krakkarnir á hverjum
degi. En þegar gróðursetningu
lauk þurftum við ekki að koma
nema annan hvern dag.“
— En hvernig er uppskeran?
„Hún er ágæt. Ég var líka hérna
í fyrra, en uppskeran er mjög
svipuð og þá, kannski heldur
skárri.“ Ánnars sagðist Valgarð
hafa verið mikið í burtu í sumar.
Hann var að koma úr fríi og þar
að auki var hann svo óheppinn að
handleggsbrjóta sig.
Mamma Valgarðs var með hon-
um í garðinum og hjálpaði honum
við að taka upp. Hún sagði að það
væri mikil búbót að fá ferskt
grænmeti beint upp úr garðinum.
Spölkorn frá Valgarð var Sara
María Björnsdóttir, 10 ára gömul,
að taka upp úr garðinum sinum.
Hún var nýkomin úr fríi, eins og
Valgarð og var mamma hennar að
aðstoða hana. Aðspurð sagði Sara
María að uppskeran væri bara
góð. „Ég kom á hverjum degi
hingað áður en ég fór í fríið. Mér
finnst gaman að vera í skólagörð-
unum“.
— Hefur þú verið hér áður?
„Nei, þetta er í fyrsta skipti, en
kannski kem ég aftur næsta
sumar," sagði hún og hélt áfram
að taka upp fallegar rófur og rad-
fsur.
Að sögn krakkanna eru þau rétt
að byrja að taka upp. Enn á eftir
að koma í ljós hvernig kartöflu-
uppskeran verður, þvi þær verða
ekki teknar upp fyrr en rétt áður
en krakkarnir hætta í lok ágúst.
Við kvöddum og þökkuðum fyrir
spjallið. En þegar við gengum eft-
ir blautum stigunum rifjuðum við
upp hvað það var gaman að vera í
skólagörðunum. Sérstaklega þegar
komið var heim með nýtt og gott
grænmeti í poka.