Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 25 Útgefandi nÞInfrife. hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Viðræður stjórnarflokkanna Samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks hefur skilað umtals- verðum árangri á rúmlega árs starfsfeili. Verðbólga, sem mældizt 130% á fyrsta árs- fjórðungi liðins árs, stefndi í 170—180% fyrir lok þess árs, án mótaðgerða. Samhliða afla- samdrætti og öðrum efna- hagsvanda hefði þessi til- kostnaðarþróun þýtt stöðvun fjölda fyrirtækja, einkum í út- flutningsgreinum, og víðtækt atvinnuleysi. Það er megin- árangur stjórnarstefnunnar að það tókst að ná verðbólgu niður fyrir 20% ársvöxt og tryggja nokkurn veginn viðun- andi atvinnustig í landinu. í annan stað hafa orðið þáttskil í peningamálum, sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kallar „stærsta skref frá miðstýringu í peningakerfinu frá því að viðreisnaraðgerðirnar vóru ákveðnar fyrir 25 árum.“ Þessi tvíþætti árangur á sviði verðlags- og peninga- mála er mjög mikilvægur. Þegar hann er borinn saman við þá öfugþróun í efnahags- málum okkar, sem verið hefur viðvarandi, meira og minna, allar götur síðan 1971, verður gildi hans enn ljósara. Þrátt fyrir þennan árangur sýna skoðanakannanir að fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórn- arflokkanna hefur rýrnað. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Hagvangs hf. styðja 58% landsmanna ríkisstjórn- ina í júlí sl. í stað 69,6% í apríl sl. Það er ihugunarefni, hvað veldur. Trú þjóðarinnar á varan- leika þess árangurs, sem hér er tíundaður, hefur veikst, með réttu eða röngu. Þar vega máske þyngst þau átök á vinnumarkaði, sem blásið hef- ur verið til, og sett hafa spurn- ingarmerki við framvindu mála í hugum fólks. í annan stað hefur ríkisstjórnin hvorki tekið þann veg á þenslu í ríkis- búskapnum né grunnvanda sjávarútvegs og landbúnaðar, sem að hluta til er kerfisvandi, að líklegt þyki til frambúðar- lausnar. í þriðja lagi hefur „samspili" ráðherra í þeim sýniglugga fjölmiðla, er út í þjóðfélagið snýr, verið ábóta- vant. Ríkisstjórninni hefur ekki verið lagið að koma sér á framfæri á skoðanamarkaði almenningsálitsins, ef þann veg má að orði komast. Stjórnin nýtur enn stuðn- ings verulegs þjóðarmeiri- hluta. En hún stendur á ýms- an veg á krossgötum. Það velt- ur á viðbrögðum hennar, sam- heldni og stefnumörkun næstu vikur, hvort sá meirihluta- stuðningur, sem hún nýtur í dag, styrkizt eða skreppur saman. Þessvegna fylgist þjóð- in grannt með fundum for- ystuliðs stjórnarflokkanna, sem yfir standa, og viðræðum stjórnarflokkanna, sem fram- undan eru, um stefnumótun og næstu aðgerðir. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, leggur áherzlu á eftirtalin kjarnaat- riði: 1) Stöðugt gengi verði áfram kjarni efnahagsstefn- unnar. 2) Komið verði áfram- haldandi í veg fyrir sjálfvirka vísitölu-uppskrúfun verð- bólgu. 3) Stuðlað verði að auk- inni framleiðni í landbúnaði og sjávarútvegi. Verðmyndun- arkerfi búvöru verði endur- skoðað og sjávarútvegur felld- ur að breyttum rekstrarskil- yrðum. 4) Lagður verði grundvöllur að nýsköpun í ís- lenzku atvinnulífi með al- mennum aðgerðum og kerf- isbreytingum og lögð áherzla á nýja samninga um orkufrekan iðnað og virkjun fallvatna, 5) Gerð verði áætlun um núllvöxt ríkisútgjalda til að skapa svigrúm fyrir vöxt í atvinnu- lífinu. Veldur hver á heldur, segir máltækið. í þeim viðræðum, sem framundan eru, hanna stjórnarflokkarnir framtíð og líflengd ríkisstjórnarinnar. Þar verður fyrst og fremst um málefnalega umfjöllun að ræða — og þegar tveir semja ræður enginn einn ferð. Þær spurningar, sem brenna á vör- um fólks, varða bæði menn og málefni. Næst samstaða um að tryggja þann árangur, sem þegar hefur náðst í hjöðnun verðbólgu og góðu atvinnu- stigi? Er verið að skapa mál- efnalegar forsendur fyrir mannaskiptum í ríkisstjórn- inni? Eiga stjórnarflokkarnir eftir að ná saman um málefni og síðan átta sig á því að stöðu stjómarinnar má enn styrkja með mannaskiptum? Viðræður stjórnarflokk- anna, sem framundan eru, hafa mikla þjóðmálaþýðingu. Þær eru viðburður, sem þjóðin þarf að fylgjast grannt með — og kann kann að hafa mikil áhrif á framvindu mála, ekki aðeins í næstu framtíð heldur til langs tíma. Vonandi tekst þeim stjórnmálamönnum, sem axlað hafa stjórarfarslega ábyrgð á erfiðleikatímum, að leiða þjóðina hina réttu leið- ina. Niðurstöður kjarasamninga: Aukinn kaupmáttur eða meiri verðbólga? — eftir Ólaf Björns- son, prófessor Eins og kunnugt er, hafa flest hin stærri félög innan ASÍ auk BSRB og Sambands bankamanna sagt upp launaliðum samninga frá 1. september næstkomandi og eiga sér nú stað viðræður milli samtaka launþega um gerð nýrra kjarasamninga. Ástæða uppsagnanna er vitan- lega sú, að þeir sem fyrir laun- þegasamtökin semja telja, að kaupmáttur launa sé orðinn óvið- unandi rýr og verði því að auka hann með almennum kauphækk- unum, sem geta þó verið mismun- andi miklar eftir mati á þörfum þeirra, sem kauphækkanirnar fá. Nú ætti fáum að vera það eins ljóst og íslenzkum launþegum, a.m.k. öllum þeim er slitið hafa barnskónum, að kauphækkanir og aukinn kaupmáttur launa er ekki það sama. Einhvern veginn þarf að tryggja það, að þeirri kauphækkun, sem um yrði samið, sé ekki þegar í stað velt yfir í verðlagið, þannig að kaupmáttur launa verði sá sami og áður og fórnir þær, sem það kann að hafa kostað að fá kaupið hækkað í krónutölu verði þannig unnar fyrir gýg. Ekki verður hér reynt að finna neina tölu, sem gefi til kynna þá aukningu kaupmáttar, sem hugs- anlegt væri að ná miðað við nú- verandi aðstæður í íslenzku efna- hagslífi. Það er verkefni þeirra, sem við samningaborðið sitja og verður að vænta þess, að á því efni verði tekið af alvöru og að- stæður allar metnar í ljósi stað- reynda en ekki óskhyggju. Ef að- ilar vinnumarkaðarins og hið opinbera bregðast hlutverki sínu í því efni, getur almenningur orð- ið fyrir miklum óþægindum vegna átaka sem e.t.v. hefði verið hægt að komast hjá með því að kryfja málin til mergjar, meðan við samningaborðið er setið. Hér verður látið nægja að drepa á atriði, sem að mínum dómi eru mikilvæg í málefna- legum umræðum um þessi við- fangsefni en gjarnan eru gerð ófullkomin eða engin skil í þeim opinberu umræðum sem fram hafa farið. Sumt af því hefir lauslega verið rætt í greinum er ég skrifaði hér í blaðið á sl. hausti og í lok maí sl. En mikið vatn hefir síðan runnið til sjávar og í sumum mikilvægum atriðum hafa viðhorf breytzt frá því sem var er nefndar greinar voru skrif- aðar. Eru kauphækkanir meginorsök verð- bólgu? Um það hefir eðlilega verið mikið deilt í hinu íslenzka verð- bólguþjóðfélagi, hver væri þáttur kaupgjaldshækkana í verðbólg- unni. Sumir hafa haldið því fram, að óábyrg stefna í launamálum af hálfu verkalýðsforystunnar beri hér höfuðábyrgðina en af hálfu launþega hefir því hinsvegar ver- ið haldið fram, að með tilliti til þess, hve kaup alls þorra laun- þega sé hér lágt sé fráleitt að kenna þeim kauphækkunum sem þeim á stundum tekst að knýja fram, um verðbólguna. Hvað sem líður réttmæti slíkra sjónarmiða, þá er það þó annað, sem megin- máli skiptir, er meta skal áhrif kauphækkana á verðlag. En það er spurningin um fjármögnun kauphækkananna. Fyrir seinni heimsstyrjöld var þeirri stefnu fylgt í peninga- og gengismálum í nær öllum þeim löndum er á markaðsbúskap byggðu að atvinnurekendur yrðu sjálfir að fjármagna þær kaup- hækkanir er þeir sömdu um og greiða þær af hagnaði sínum. Eftir verðbólgu seinni heims- styrjaldarinnar hefir raunar á ný verið horfið til hinnar fyrri stefnu í flestum viðskiptalöndum okkar öðrum en sósíalísku ríkjun- um. Kauphækkanir eiga ekki, ef þessari stefnu er fylgt að koma fram í verðhækkunum heldur að- eins tekjutilfærslu milli launþega og atvinnurekenda þannig að minna af þeim verðmætum sem sköpuð eru, kemur fram sem ágóði en meira sem vinnulaun. Breytingar kaupgjaldsins og kaupmáttar launa fylgjast nú að. Hitt er svo annað mál, að miðað við verðbólguþjóðfélagið verða því nú þrengri takmörk sett, hvort kaupgjald má hækka mikið, ef ekki á að verða hætta á at- vinnuleysi. Þetta er skýringin á því, að fyrir stríð mun það varla hafa komið fyrir, að verkalýðsfé- lög hafi farið fram á meira en 10% kauphækkun þegar kaup- gjaldsbarátta var háð og töldu það góðan árangur, ef semja tókst um helming þess eða jafn- vel minna. Hið sama á við enn þann dag í dag í flestum ná- grannalöndum okkar. Þar er það tekið alvarlega, á sama hátt og var áður fyrr hér á landi, þegar atvinnurekendur vara forystu launþegasamtaka við því að ofbjóða ekki greiðslugetu atvinnuveganna, því að afleiðing þess, ef slíkar kröfur næðu fram að ganga myndi verða minni eft- irspurn eftir vinnuafli og atvinnuleysi. Hér á landi hefir annarri stefnu verið fylgt í peningamál- um og þróun bæði kaupgjalds og verðlags verið með öðrum hætti. Hér hlæja forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar að því, þegar atvinnurekendur segja að ekki megi ofbjóða greiðslugetu at- vinnuveganna. Þeir segja sem svo við atvinnurekendur, að þetta séu þeir búnir að segja áratugum saman, en eftir sem áður hafi þess ekki orðið vart þótt samið hafi verið um stófelldar kaup- hækkanir, að neinn samdráttur hafi orðið í eftirspurn eftir vinnuafli. Og vissulega er verka- lýðsforystunni vorkunn, þótt hún bregðist þannig við þessari föður- legu áminningu atvinnurekenda. Þess mun nefnilega sjaldan hafa orðið vart hér eftir nýja kjara- samninga, þótt kaup hafi verið hækkað mikið að atvinnurekend- ur lentu í neinum greiðsluvand- ræðum. En hvernig hefir þessi vandi verið leystur? Hann hefir verið leystur þann- ig, venjulega fyrir atbeina ríkis- stjórnar þeirrar, sem verið hefir við völd, að viðskiptabankarnir hafa með hjálp Seðlabankans aukið útlán sín nægilega mikið til þess að gera atvinnurekendum kleift að greiða hærra kaup Seðlabankinn hefir orðið að koma hér við sögu, venjulega að vísu Ólafur Björnsson gegn vilja bankastjórnarinnar, þar sem ekki hefir verið til að dreifa neinum auknum sparnaði er mætt geti aukinni lánaþörf. Þegar miklar almennar kaup- hækkanir hafa átt sér stað líður venjulega ekki á löngu að splunkunýir seðlar komi í umferð í stað hinna gömlu og slitnu og fagnar almenningur því út af fyrir sig. Þannig sýnist dæmið ganga upp, en skuggahlið slíkrar fjármögnunar frá hagsmunasjón- armiði launþeganna er sú, að nú eru kauphækkanirnar ekki leng- ur bornar af atvinnurekendum heldur eru þær sóttar í vasa laun- þeganna sjálfra sem neytenda, þar sem þeim er velt yfir í verð- lagið nokkurn veginn jafnóðum og þær eiga sér stað. 1 grein minni hér í blaðinu 23. maí sl. vitnaði ég í tölur frá Vinnuveitendasambandi íslands sem dr. Benjamín Eiríksson hafði tilfært í grein er birtist í „Frels- inu“ 1982, en samkvæmt þeim hafði kaup hækkað um 900% á árunum 1972—80, en kaupmáttur launa aukizt á sama tíma um 9%. Samkvæmt því hafa launþegar þannig þegar á heildina er litið, greitt sér sjálfir 99% af kaup- hækkununum en fengið 1% í kjarabætur, sem greiddar hafa verið af hagnaði atvinnurekenda. Nú var flest þau ár er hér um ræðir um nokkurn hagvöxt að ræða þrátt fyrir verðbólguna, þannig að svo virðist sem hlut- deild launþega í þjóðartekjum hafi þrátt fyrir um 100% kaup- hækkun að meðaltali á ári minnkað heldur en hitt. Þegar þannig er farið að fjár- magna þær launahækkanir sem eiga sér stað algjörlega á kostnað launþeganna sjálfra hætta átök þau, sem eftir sem áður eiga sér stað, að vera átök um skiptingu þjóðarteknanna milli ágóða og launa. Hver verður niðurstaða samninganna skiptir þá í raun- inni engu máli, hvorki fyrir kaup- mátt launa né afkomu atvinnu- rekstursins að öðru leyti en því, að átök geta leitt til rýrnunar þjóðartekna sem bitnar þá í svip- uðum hlutföllum á báðum aðil- um. En samt sameinast aðilar vinnumarkaðarins um það í áróðri sínum að telja almenningi trú um það, að allt sé óbreytt frá því sem var, þegar stefnan í pen- inga- og gjaldeyrismálum tryggði stöðugt verðlag. En hvað er þá unnið við það, að fjármagna kauphækkanirnar með því að auka verðbólguna og koma þannig í veg fyrir það að kauphækkanir auki kaupmátt launa? Það er gert til þess að forða frá atvinnuleysi. A sama hátt og það eru raunvextir en ekki nafnvextir sem ráða eftir- spurn eftir fjármagni og fjárfest- ingu eru það raunlaunin sem ráða eftirspurn eftir vinnuafli og at- vinnustigi. Með því að fjármagna kauphækkanirnar með aukinni verðbólgu er komið í veg fyrir það að kaupmáttur launa vaxi, hvort sem kauphækkanirnar eru meiri eða minni og því þá um leið af- stýrt að hætta verði á atvinnu- leysi. Hér er án efa að finna eina mikilvægustu skýringuna á því, sem við íslendingar höfum svo mjög hælt okkur af, að atvinnu- leysi hefir undanfarið verið hér minna en í nágrannalöndunum. En verðbólguleiðin til útrým- ingar atvinnuleysi er keypt því verði að hagvöxtur og kaupmátt- ur launa verður minni en skilyrði voru annars fyrir. En þegar verðbólguleiðin er farin til þess að fjármagna kaup- hækkanir, hljóta þær að verða mikill verðbólguvaldur því að verðbólgan verður þá einmitt það tæki sem beitt er til þess að sækja kauphækkanirnar í vasa launþeganna sjálfra, en sú ráð- stöfun er varin með því, að hún sé nauðsynleg til lausnar greiðslu- vanda atvinnuveganna og til þess að fyrirbyggja atvinnuleysi. Hvernig á að fjár- magna kauphækk- anirnar? Meðan stefnan í peninga- og gengismálum var sú, að kaup- gjaldshækkanir er um kunni að semjast skyldu bornar af at- vinnurekendum, þannig að þeir gætu ekki velt þeim yfir í verð- lagið, var eðlilegt, að launþegar hefðu þá afstöðu til ofangreindr- ar spurningar að það væri mál atvinnurekenda, hvernig þeir fjármögnuðu þær kaupgreiðslur er þeir hefðu samið um og væri ekki ástæða til þess fyrir laun- þega og samtök þeirra, að gera sér áhyggjur út af því. Hér verð- ur hinsvegar gerbreyting þegar farið er að fjármagna kauphækk- anirnar með því að velta þeim yf- ir í verðlagið og stofna þannig til þeirra víxlhækkana verðlags og kaupgjalds sem einkenna verð- bólguna. Nú eru það launþegarnir sjálfir sem látnir eru greiða sér hið hærra kaup sem neytendur og kjarabætur þær, sem þeir höfðu reynt að fá með því að hækka kaupið, að engu gerðar. Nú geta launþegar ekki lengur látið sig það engu skipta, hvernig kaup- hækkanirnar eru fjármagnaðar, því að undir því verður árangur kjarabaráttunnar kominn. Það gegnir þó furðu, hve lítið þessi hlið kjaramálanna er rædd í öllu því flóði upplýsinga og áróð- urs sem almenningi berst um þessi mál bæði frá aðilum vinnu- Vinnuveitendasambandið svarar Alþýðusambandinu: Kaupmáttur í ár jafnvel ívið meiri en í lok 1983 7% kauphækkun 1. sept. Vinnuveitendasaraband ínlands (VSÍ) hefur skýrt afstöðu sina til iK'irra sjónarmiða sem frara koraa hjá Alþýðusarabandi íslands ' A.sí) vegna uppsa^nar kjarasamninga I. september na-stkomandi og til roksemda ASÍ um þróun kaup- máttar á þessu ári miðað við síð- asta ársfjóróung 1983. Telur V innuveitendasambandið að mun urinn á útreikningi sínum og ASÍ á þróun kaupraáttar felist í tvennu: í fyrsta lagi geri verðbólguspá Al þvðusambandsins ráð fyrir meiri verðbólgu en \ innuveitendasam bandsins. í öðru lagi meti Vinnu veitendasambandið félagslegu að gerðirnar srm gripið var til á sið- asta vetn ekki til lækkunar á kaupmætli eins og Mþvðusam stefnir atvinnu í voóa bandið geri. í greinargerð um þetta efn; sem Vinnuveitendasambandið sendi MorKunhlaöinu 1 gær segir. að VSl meti stöðuna þannig aö frá upphafi til loka árs 1984 hækki framfærsluvisitalan um 13.81* en ASÍ telji hins vejfar að hækkunin verði 14,3^. Félagsle»tu aðKerðirnar í vetur miöuöu að þvi að færa byrðar frá hinum betur settu til þeirra sem verr standa, sérstaklega ein- stæðra foreldra, barnafólks og aldraðra. Vinnuveitendasam- bandið telur að vinnuveitendur i-igi ekki að gjalda þessara fé- lagslegu aðgerða. Þeir hefðu hugsað sig um tvisvar þegar þeir ákvaðu að standa að tillogum um þær, ef legið hefði fyrir i febrú- ar. aö það vrði notað gegn þeim siðar og visað til þeirra sem for- sendu fyrir uppsogn samninga 1. september. Telur VSÍ að félags- legu aðgerðirnar svari til l^ kaupmáttaraukningar frá maí- byrjun, en þær hafi kostað um 1% af ráðstöfunartekjum. Vinnuveitendasambandiö tel- ur að meöalkaupmáttur kaup- taxta miðað við 100 á 4. ársfjórð- ungi 1983 verði 100,2 á árinu 1984 enda sé tekið tillit til fé- lagslegu aðgeröanna í vetur, og sambærileg tala er 99.9 i ár sam- kvæmt útreikningum Albýðu- sambandsins að sógn ' SI. en 99,2 hjá ASl i ar se áhrifum fé- lagshgu aðgerðanna sleppt *>g 1*9.3 hjá VSt, þannig að mesT munar 0.8 stigum i kauumætti i ár og i lok siðasta árs i útreikn- ingum ASl. 1 greinargerðinni segir Vinnu- veitendasambandið að krafa ASl um 7^ launahækkun 1. sept- ember næstkomandi samhliða fullyrðingum um að samþykkt á henni muni ekki raska þeim áformum rikisstjórnarinnar að halda gengissigi innan 5% marka á árinu byggist á of mik- illi bjartsýni Svo kunni að fara nái 7T. krafan fram að stóraukin hætta verði á atvinnuleysi eink- um vegna þrenginga sjávarút- vegsins og þar með aukist þrýst- ingur a gengisfellingu. Af þcssu inegi sjá. að so»rn Vinnuveit endasainhandsins, hve litið þurf’ útaf að ber:, til N»ss að krafa ui" kauphækkun >** ekki jafnf.am* krafa um k iupmattarlækkun markaðarins og málgögnum stjórnmálaflokkanna. Það er undantekning ef ekki er þar ályktað á sama hátt og eðlilegt var að gera um síðastliðin alda- mót þegar stéttabaráttukenning þeirra Marx og Engels var og hét, eða þannig að kauphækkanir væru kjarabætur, sem launþegar fengju á kostnað ágóða atvinnu- rekenda. Ekki er þó hér um að kenna fáfræði eða heimsku forystu- manna aðila vinnumarkaðarins. Þeir þekkja vel þær tölur sem vitnað var í hér að framan og aðrar slíkar og gera því ekki skóna að niðurstaða kjaraaukn- ingar, hver sem hún verður breyti neinu um kaupmátt launa né skiptingu þjóðartekna milli laun- þega og atvinnurekenda. En leiðtogar verkalýðsins telja sig þurfa andlitssnyrtingar við gagnvart þeim umbjóðendum sín- um, sem ekki hafa áttað sig á breytingunni frá aldamótaþjóðfé- laginu til okkar verðbólguþjóðfé- lags. Á sama hátt þurfa atvinnu- rekendur að snyrta andlit sín gagnvart stjórnvöldum þannig að þeir fái nauðsynlega fyrirgreiðslu til þess að sækja umsamdar kauphækkanir í vasa launþeg- anna sjálfra. Þegar báðir hafa komið and- litssnyrtingu sinni í lag, er samið, en léttur má búast við að sá árangur sé í vasa þeirra sem lagt hafa á sig svo og svo mikil óþæg- indi og tekjutap vegna átaka sem vinnudeilan kann að hafa kostað. Dálítið hefir þó rofað til í því efni að koma umræðum um kjaramálin á málefnalegri grundvöll með athugun, sem gerð hefir verið að ósk Vinnuveitenda- sambandsins með þátttöku Al- þýðusambandsins á því hvort staðist hafi þær forsendur um þróun kaupmáttar launa til næstu áramóta sem kjarasamn- ingarnir frá því í febrúar byggð- ust á, samanber leiðara hér í blaðinu frá 3. ágúst sl. er bar fyrirsögnina „Deilt um kaup- máttinn". Hvað sem öllu öðru líð- ur ber að fagna þeim vísi að mál- efnalegri umræðu um kjaramálin en yfirleitt hefir verið til að dreifa hingað til. Nokkuð ber á milli um niður- stöður aðilanna, sem virðist eink- um eiga rót sína að rekja til mis- munandi skilgreiningar á kaup- mætti launa. Um það má alltaf deila hver sé hin rétta skilgrein ing á merkingu orða. Munur skilgreininga aðilanna virðist heldur ekki geta skipt sköpum. Félög ASI, sem látið hafa til sín heyra um þetta mál, hafa á þessum grundvelli gert þá kröfu að kauphækkun frá 1. sept. verði 7% í stað 3%. Það sem ég tel mestu máli skipta við samanburð á niður- stöðum aðilanna er það sem á milli ber um áhrif þess á verðlag- ið ef samið yrði um 4% kaup- hækkun frá 1. sept., umfram það er samið var um í febrúar. VSÍ telur að 4% kauphækkun umfram þegar gerða samninga muni leiða til samsvarandi aukn- ingar verðbólgustigsins eða ríf- lega það. Kauphækkanirnar yrðu þannig óskiptar sóttar í vasa launþeganna sjálfra. ASÍ gerir hinsvegar í sinni spá ráð fyrir því, að verðbólgan ykist um 2% ef slík kauphækkun ætti sér stað, þannig að kjarabæturnar næmu helmingi kauphækkananna. Hér er auðvitað um að ræða spá en ekki kröfugerð, þannig að ekki má túlka þetta þannig, að það sé skoðun hagfræðinga ASÍ að at- vinnurekendur geti ekki borið meira en 2% kauphækkun um- fram það er þegar hefir verið samið um. Hitt er annað mál að ef kröfur eru byggðar á slíkri spá, sýnist það hagkvæmara fyrir launþeg- ana, að gera kröfu um 2% kaup- hækkun og ætlast þá til þess að hún haldizt óskert, heldur en 4% þar sem þeir að öðru óbreyttu héldu helmingnum, en hinn helmingur kauphækkunarinnar eyddist í aukinni verðbólgu. Meiri verðbólga dregur úr verðsam- keppni og hagkvæmni hennar fyrir neytendur, auk þess sem meiri kauphækkun og meiri verð- bólga eykur hættuna á því að stjórnvöld telji sig neydd til þess að lækka gengið, eins og VSÍ bendir á sem rök fyrir því að kauphækkunin myndi leiða til meiri verðhækkana en ASÍ gerir ráð fyrir. Hvaö er hægt að gera? Eg ræddi nokkuð í grein minni hér í blaðinu frá 23. maí um orsakir þeirrar kjaraskerðingar sem orðið hefir síðustu misseri og vandamál í sambandi við mat á henni. Tölur sem birtar hafa ver- ið á vegum launþegasamtakanna um kjaraskerðingu þá sem orðið hafi, frá því á árinu 1982 virðast ofmeta hana verulega eða a.m.k. brjóta þær í bág við aðrar þjóð- hagsstærðir samkvæmt opinber- um upplýsingum. Sem dæmi má þar nefna, að því er mjög al- mennt haldið fram að skerðing kaupmáttar milli áranna 1982 og ’83 hafi numið um 25% eða jafn vel meira. Þetta hlýtur að stang ast á við það, að Þjóðhagsstofnun telur, að neyzla hafi á þessu tímabili aðeins minnkað um tæp 6% og ekki síður þá staðreynd sem öllum er augljós að ekki hef- ir verið um neinn teljandi vöxt atvinnuleysis að ræða. Ef kaup- máttur launa hefði raunverulega minnkað um 25% hefði neyzlan hlotið að minnka um a.m.k. 20% en slíkur samdráttur í neyzlu, sem er yfir 60% þjóðarfram- leiðslunnar, hlyti óhjákvæmilega að hafa valdið miklu atvinnu- leysi. Meginástæðan til ofmats á kjaraskerðingunni er án efa sú að ekki er tekið nægilegt tillit til þess, að þegar verðbólgan er kom- in á visst stig, eins og var fyrri hluta ársins 1983, þannig að kaup hækkaði um 15—20% eða meira vegna vísitölubóta á þriggja mán- aða fresti, varð þegar eftir greiðslu þeirra að hækka allt verðlag til að koma í veg fyrir stövun atvinnurekstursins. Kaup- mátturinn var þannig í lok vísi- tölutímabilsins orðinn jafnvel minni en hann hafði verið í upp- hafi þess áður en til bótagreiðsln- anna kom. I þessum efnum hefir ástandið verið til muna betra sl. ár, þótt því fari að vísu fjærri að tímabært sé að hrósa fullum sigri á verðbólgunni. Þetta breytir þó engu um það, að jafnvel þótt miðað sé við miklu lægra mat á kjaraskerðingunni, þannig að í samræmi sé við sam- drátt neyzlunnar, eða t.d. 8—10%, þá er hér um verulega kjaraskerðingu að ræða, sem til- finnanlegust verður auðvitað fyrir þá, sem þurfa á hverjum sínum eyri að halda, eins og lág- launafólk með mikla framfærslu- byrði, að ógleymdum þeim sem standa í því að kaupa sér eða byggja íbúðarhúsnæði. Þó að hitt og þetta hafi verið gert og sé sjálfsagt að gera fyrir þá, sem þannnig eru verst settir, þá eru mjög margir, sem eiga í miklum fjárhagsvanda vegna kjaraskerðingarinnar, jafnvel þótt miðað sé við það mat á henni, sem að ofan greinir. Óróinn á vinnumarkaðinum er ljóst vitni um þetta. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöldum sé skylt að gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast meiri samdrátt í kaupmætti en orðinn er og helzt auka hann eftir því sem fært er. En hvað er hægt að gera? Meginvandinn er sá, hve hóp- urinn er stór, sem hjálpa á. Laun- þegar eru 80—85% af þjóðinni og afgangurinn er að yfirgnæfandi meirihluta smáatvinnurekendur, þar sem bændur eru fjölmennast- ir, ellilífeyrisþegar og aðrir, sem mjög svipaða þjóðfélagsaðstöðu hafa og launþegar. Örfáar fjöl- skyldur þeirra, er reka stór fyrir- tæki fyrir eigin reikning hafa sáralítið vægi í heildarútgjöldum þjóðarinnar. Erfitt er því að finna hér úrræði sem ekki yrðu keimlík því þegar Múnchhausen barón þóttist hafa tekið sjálfan sig upp á hárinu. Enn er sú skoðun útbreidd, svo sem umræður um kjaramál síð- ustu vikur sýna, að hægt sé að leysa vanda launafólks með því að hækka kaupið sem áætlaðri kjaraskerðingu nemur, án þess að hugsa frekar um það hvernig fjármagna eigi kauphækkanirn- ar. Ef hægt er að fjármagna kauphækkanirnar öðruvísi en þannig að þeim sé velt yfir í verð- lagið t.d. með gengislækkunum og sóttar þannig í vasa launþeg- anna sjálfra sem neytenda, þá er vandinn auðvitað þar með leyst- ur. En hefir nokkur trú ÉLþví, að slíkt sé hægt í neinum verulegum mæli miðað við núverandi að- stæður í íslenzku efnahagslífi? Það er ekki nóg, að til séu einstök fyrirtæki sem kynnu að geta tek- ið á sig verulegar kauphækkanir án þess að hækka verð á þeirri vöru og þjónustu er fyrirtækið selur. Slíkt verður að vera al- mennt ef ekki á að leiða til at- vinnuleysis. Með þessu skal þó ekki fullyrt, að ekki séu neinir möguleikar á almennum kaup- hækkunum án þess að þeim sé velt út í verðlagið, en það er verk- efni aðila vinnumarkaðarins að meta það hverjir þeir eru. Fleira kemur hér til greina. Hér á landi hefir fjárfesting um langt skeið verið meiri en flestra þeirra þjóða er búa við lífskjör svipuð og íslendingar. Hefir þetta haldið niðri neyzlu og kaupmætti launa. Þó að fjárfest- ing hafi að vísu á árinu 1983 dregizt nokkru meira saman en neyzla samkvæmt skýrslum Þjóð- hagsstofnunar þá gæti frekari samdráttur fjárfestingar aukið kaupmátt launá, þótt ekki megi ganga svo langt í því efni að at- vinnuöryggi fjölmennra starfs- hópa sé stýrt í voða. Aðhald í peningamálum, fólgið í takmörkun útlána, sem ekki eru talin atvinnurekstrinum nauð- synleg, hvort heldur með vaxta- hækkun eða á annan hátt, ætti að auka samkeppni á vörumarkaði og þrýsta vöruverði niður. Um áhrif vaxta á verðlag hafa sem kunnugt er verið skiptar skoðanir hér á landi og víðar og verður sú spurning ekki krufin til mergjar hér. Flestir hagfræðingar litu þó svo á, að þegar yfir skemmri tíma er litið a.m.k. þá sé sá samdráttur eftirspurnar, sem af vaxtahækk- uninni leiðir þyngri á metunum en hækkun vaxta af rekstrarlán- um. Hækkun tilkostnaðar fyrir- tækjá, hvort sem um vaxtakostn- að eða annað er að ræða, verður líka því aðeins velt út í verðlagið, að eftirspurnin leyfi slíkt en vaxtahækkun veldur samdrætti í eftirspurn. Ef yfir lengri tíma er litið getur niðurstaðan í þessu efni orðið önnur en ekki verður það nánar rakið hér. En þegar um vaxtahækkun er rætt, má auðvitað ekki gleyma húsbyggj- endum og hagsmunum þeirra. Hér er um að ræða lítinn hluta lánamarkaðarins og væri út af fyrir sig fráleitt að láta hags- muni hinna tiltölulega fáu, sem hér eiga hlut að máli, stjórna stefnunni í peningamálum í heild. En einmitt vegna þess, að hér er um lítinn hluta lánamark- aðarins að ræða, ætti að vera auðvelt að sjá til þess með sér- stökum aðgerðum að slíkar ráð- stafanir i peningamálum skerði ekki óhæfilega kjör húsbyggj- enda. Sú skoðun virðist hinsvegar fráleit, sem skotið hefir upp koll- inum, að vaxtahækkun rýri hlut launþega í þjóðartekjunum. Eins og nýlega birtar tölur frá banka- kerfinu sýna og engum ætti að koma á óvart, er hlutdeild ann- arra en atvinnurekenda, þ.e. launþeganna, miklu stærri hvað snertir innlán í bankakerfinu en útlán. Þeir sem halda því fram að vaxtahækkun skerði kjör laun- þega sem heildar sjá því ekki skóginn fyrir einstökum trjám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.