Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 Skoðanir skiptar um atvinnumál á Isafirði: Skynsamlegra er að dreifa veiðimum — segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Skotinn enn ófundinn UMFANGSMIKIL leit að skoska rafmagnsverkfræðingnum, sem týnd- ist í Skógá á sunnudaginn, bar enn ekki árangur í gær. Leitað var fram í myrkur og átti leit að hefjast aftur í birtingu í dag. Meðfylgjandi mynd Reynis Ragnarssonar sýnir glögglega við hvaða aðstæður leitarmenn vinna — þessir fossar eru aðeins nokkrir af 17—18 fossum, sem eru milli slysstaðarins og Skógarfoss. „MÉR ER SAGT, að afli hafi ver- ið mjög mikill á Vestfjörðum og að fiski hafi verið mokað upp, jafnvel umfram það sem fært hefur verið að vinna og ég harma ef það hefur verið gert,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og 2. þingmaður Vestfjarðakjör- dæmis í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, er hann var spurður hvað hann vildi segja um þær yfirlýsingar Haralds L. Har- aldssonar, bæjarstjóra á ísafírði, að illa horfí í atvinnumálum Vest- fírðinga, vegna þess að fjölmörg veiðiskip verði brátt búin að veiða upp í þorskveiðikvóta sinn. Steingrímur sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir aðstæðum og að skynsamlegra væri að dreifa veiðunum á lengri tíma. „Það get- ur enginn landshluti gert sér vonir um að fá sérkvóta, umfram þær reglur sem samkomulag var orðið um á milli hagsmunafélaganna," sagði forsætisráðherra. Skoðanir manna fyrir vestan voru annars nokkuð skiptar um þessar yfirlýsingar bæjarstjórans og töldu sumir þær ekki tímabær- ar þótt flestir væru sammála um, að ástandið væri slæmt í atvinnu- málunum, og þá einkum er varðar stððu sjávarútvegsins. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtanga hf. á ísafirði, sagði að „svona uppþot" væri tæpast Lífeyrisskrá fjármálaráðuneytisins: Veitir upplýsingar um heildar lí feyrisréttindi Fjármálaráðuneytið á sam- kvæmt lögum no. 55 frá 1980 að skrá heildarlífeyrissjóðsréttindi allra landsmanna, en fram- kvæmd þessara laga hefur verið mjög þung í vöfum hingað til. Nú horfír hins vegar til betri vegar f þessu sambandi, samkvæmt því sem Snorri Olsen, fulltrúi í tekju- deild fjármálaráðuneytisins, upp- lýsti blm. Mbl. og ástæða fyrir því er að velflestir lífeyrissjóðir landsins eru nú að tölvuvæðast, sem auðveldar allt upplýsinga- streymi til muna og segir Snorri að ráðuneytið muni nú ganga hart á eftir upplýsingum frá ein- stökum sjóðum. „Tilgangurinn er ef til vill svo- lítið margþættur," sagði Snorri er blm. ræddi þessi mái við hann, „m.a. auðveldar svona skráning okkur að hafa eftirlit með því að menn sinni skyldunni og greiði í lífeyrissjóði. Við krefjum lífeyr- issjóðina um upplýsingar um hverjir hafa greitt í lífeyrissjóð- ina, fyrir hve langt tímabil þeir hafa greitt og hversu há upphæð hefur verið greidd. Þetta ætlum við að skrá í eina heildarskrá, líf- eyrisskrá fjármálaráðuneytisins, þar sem liggja á fyrir hvaða rétt- Auðveldar ráðuneytinu að hafa eftirlit með þeim sem svíkjast undan greiðsluskyldu indi til lífeyris hver einstaklingur á. Bæði verður þá hugsanlegt að við getum sent út tilkynningar til einstaklinga, þar sem þeir fá upp- lýsingar um heildarlífeyrisrétt- indi sín, og svo geta einstaklingar leitað upplýsinga há okkur.“ Snorri var spurður að því hvort mikið væri um það að einstakl- ingar þekktu ekki sín eigin lífeyr- isréttindi: „Við keyrðum í fyrra í gegnum tölvuna nafnaskrá og þar kom t.d. fram einstaklingur sem hafði greitt í 13 lífeyrissjóði. Þetta var stúlka um tvítugt og ég hef ekki nokkra trú á því að hún hafi haft vitneskju um alla þá lífeyr- issjóði sem hún var búin að greiða í og þar af leiðandi hefur hún ekki vitað um réttindi sín.“ — Teljið þið þá að fé það sem námsmenn og aðrir, sem stoppa stutt við í hinum ýmsu atvinnu- greinum, greiða í lífeyrissjóði um nokkurra mánaða skeið sé þeim í mörgum tilvikum glatað? „í mörg- um tilvikum er þetta fé fólkinu glatað, því það veit ekki um rétt- indí sín, eða man ekki alla þá sjóði Hátíð í Odda á Rangárvöllum SUNNUDAGINN 26. ágúst næstkomandi verður efnt til hátíð- armes.su í Odda á Rangárvöllum, í tilefni þess að á þessu ári eru 60 ár líðin frá því núverandi kirkja var reist. Athöfnin hefst kl. 2 e.h. með messu þar sem sóknarprestur- inn sr. Stefán Lárusson, prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Oddakirkju og Sigríður Sig- urðardóttir annast söng undir stjórn Friðriks Guðna Þorleifs- sonar. Að messu lokinni hefst sérstök dagskrá og verður hún flutt á Gammabrekku, ef veður leyfir. Þar mun m.a. Árni Böðv- arsson cand. mag. flytja ræðu og rifja upp ýmislegt úr sögu stað- arins. Ennfremur verður fluttur hluti úr kvæði Matthiasar Jochumssonar „Á Gamma- brekku" og væntanlega munu viðstaddir taka lagið með kirkjukórnum milli atriða. sem það hefur greitt í, því lífeyr- issjóðirnir eru að mestu leyti hættir að færa réttindin á milli sjóða. Ef viðkomandi getur ekki bent á réttindi sín fær hann þau ekki metin. Það er rétt að leggja áherslu á það hér, að litlu upp- hæðirnar, sem greiddar hafa verið kannski um nokkurra mánaða skeið í hina ýmsu lífeyrissjóði, koma til góða, þegar að lífeyris- greiðslum kemur.“ — Þú talaðir um að þið gætuð haft eftirlit með því að menn sinntu skyldunni með greiðslur i lífeyrissjóði — hafa verið miklir vankantar í þeim efnum? „Það hafa verið talsverðir brestir á að menn greiddu í lífeyrissjóð. Með þessari lifeyrisskrá okkar, fáum við inn í tölvutæku formi hvaða launþegar hafa greitt til lífeyr- issjóðs. Þar af leiðandi getum við um leið fengið lista yfir það hverj- ir hafa ekki sinnt greiðsluskyld- unni og neytt þá inn í einhverja sjóði. Ástæðurnar fyrir því að menn hafa ekki sinnt skyldunni, eru kannski mismunandi — til dæmis geta launþegar i sumum tilvikum verið fegnir því að fá út- borguð þau 4%, sem þeir eiga að greiða í lífeyrissjóðinn, og þá get- ur launagreiðandinn um leið stolið þeim 6% sem hann á að greiða á móti. Nú, þá eru einnig til fyrir- tæki sem taka þessa upphæð af launþegunum, en standa svo ekki skil á greiðslum í lífeyrissjóðina. Það er auðvitað langalvarlegasta málið í þessu sambandi, þegar launþegar halda að þeir séu að greiða til lífeyrissjóðs og ávinna sér þar með réttindi, en standa svo uppi réttindalausir, þar sem engar greiðslur hafa borist i sjóðina fyrir þá. Með þessari skrá treyst- um við því að við getum verulega dregið úr svona misferli, þó okkur takist sjálfsagt aldrei að koma al- gjörlega í veg fyrir það.“ — Er stutt í það að einstakl- ingar geti slegið á þráðinn til ykk- ar í fjármálaráðuneytinu og feng- ið upplýsingar um heildarlifeyris- réttindi sin? „Það kemur ný nafnaskrá út nú i haust, með nafnnúmerum eingöngu en ekki með neinum upplýsingum um réttindi. Við erum búnir að krefja lífeyrissjóðina um nánari skrár, þar sem fram koma upplýsingar um réttindi og tímabil. Við höfum gert lifeyrissjóðunum að skila slíkum skrám til okkar i ráðuneyt- ið fyrir 30. apríl 1985 og einhvern tima eftir þann tima, ættu heil- legri upplýsingar að liggja fyrir hjá okkur.“ — Má kannski líta svo á að þetta starf sé undirbúningsstarf að einum lífeyrissjóði allra lands- manna? „Nei, ekki myndi ég segja það, en hins vegar mun þetta starf okkar, að safna öllum upplýsing- um á einn stað, nýtast sem undir- búningsstarf, þegar og ef um einn lífeyrissjóð landsmanna verður að ræða,“ sagði Snorri að lokum. tímabært þótt vissulega væri ástæða til að vara stjórnvöld við. „Kvótakerfið er þó ekki það al- varlegasta og jafnvel þótt kvót- arnir klárist er það ekki stærsta vandamálið," sagði Jón Páll. „Það eru margvísleg önnur vandamál sem steðja að og það er ekkert launungamál, að staða fiskvinnsl- unnar og útgerðarinnar er ákaf- lega erfið og það er miklu frekar sú erfiða staða, sem gæti kollvarp- að atvinnulífinu hér ef ekkert er að gert,“ sagði hann. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, sagði m.a.: „Það kæmi mér mjög á óvart ef hér yrði fólksflótti þótt á móti blási. Hins vegar sjáum við fram á alvarlegt ástand hér i haust og það er fyrst og fremst vegna þess ábyrgðarleysis, sem útgerðar- menn hér hafa sýnt að undan- förnu. Þeir hafa mokað fiski á land án þess að hafa nokkur tök á að vinna hann á viðunandi hátt. Og svo kóróna þeir ábyrgðarleysið með þvl að fara nú að sigla með aflann. Vonandi hafa þeir i poka- horninu einhverja lausn á at- vinnumálunum seinna í haust þeg- ar þeir eru búnir með kvótann. Það er í sjálfu sér ekkert við því að segja þótt þeir hugsi fyrst um eig- in hag, en þeir verða lika að hugsa um afkomu fólksins, sem hefur unnið hjá þeim og byggt upp þessi fyrirtæki. Ef það kemur hins veg- ar á daginn að þeir ætli að skilja þetta fólk eftir á köldum klaka verður þjóðfélagið að grípa í taumana og taka af þeim þessi fyrirtæki.“ Guðmundur Guðmundsson hjá Hrönn hf. sem gerir út togarann Guðbjörgu hafði m.a. þetta að segja: „Það segir sig sjálft, að þeg- ar ekki má fiska þá leggst at- vinnulífið niður. Hins vegar held ég að það sé full djúpt tekið í ár- inni að tala um hrun atvinnullfs- ins og fólksflótta enn sem komið er. Hins vegar má búast við að þessi staða geti komið upp tvo síð- ustu mánuði ársins. En þetta er auðvitað afleiðing af kvótakerfinu og það er út í hött að tala um að treina sér fiskinn. Það hefur veiðst vel hér að undanförnu og auðvitað höfum við sótt fiskinn. Bóndinn situr ekki inni í brakandi þurrki og á sama hátt má segja að sjómenn sæki fiskinn þegar hann gefst,“ sagði Guðmundur. Bálför Japan- anna gerð í gær JARÐNESKAR leifar Japananna þriggja, sem fórust í Rjúpnabrekkukvísl sl. fóstudag, verða fluttar áleiðis til Japans á morgun. Stutt kveðjustund með ættingjum og vinum hinna látnu var haldin í Fossvogskapellu um hádegisbilið í gær áður en bálför þeirra fór fram. Þar flutti séra Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur, nokkur kveðjuorð frá íslensku þjóðinni og forseta Íslands, lesinn var Davfðssálmur og leikin tónlist. Japanirnir þrír höfðu komið hingað til lands til að stunda jarðfræðirannsóknir og aetluðu úr landi daginn eftir að slysið varð. Tveir þeirra voru jarðvlsinda- menn en hinn þriðji ungur háskólanemi, allir frá Tókýó. Elst- ur þeirra, 36 ára, var dr. Hiroshi Fukuyama, lektor í jarðfræði við háskólann í Tókýó, en hann hefur undanfarið lagt stund á rannsókn- arstörf í Washington, D.C. Næst- elstur, 32 ára, var dr. Sakuyama Masanori, einnig jarðfræðikenn- ari við Tókýó-háskóla, en stundaði vísindastörf í Southampton á Englandi. Yngsti maðurinn hét Horikoshi Arato, 18 ára nemandi við Tókýó-háskóla, aðstoðarmaður hinna tveggja. Hann kom hingað til lands frá Bandaríkjunum með móðurbróður sínum, dr. Fukuy- ama. Ættingjar Japananna hafa beð- ið Morgunblaðið að koma á fram- færi hjartanlegum þökkum sínum til allra þeirra, sem lögðu mikið á sig viö leit og björgunarstörf, svo og annarra þeirra, sem greitt hafa götu þeirra á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.