Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 „Ekki unnt að kynnast fólki án þess að kunna tungumálið“ Rætt við Is- landsvininn Seán Sweeney Bandaríkjamcnn eni rómaðir fyrir flest annað en tungumála- kunnáttu, en þó eru dæmi hins gagnstæða. Seán Sweeney, eða Jón Sveinsson, eins og hann kýs að nefna sig á íslandi, er einn þeirra Bandarfkjamanna sem hafa rifið sig undan oki vanans og enskrar tungu og lært fjólda tungumála. Að visu kveðst hann vera meiri íri en Bandarfkjamaður, enda er hann af írskum uppruna og ólst upp á ír- landi, en samt er hann fæddur í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Jón sé mikill heimsmaður, enda hefur hann dvalist langdvðlum í fram- andi löndum, eins og t.d. i Saudi-Arabíu, Japan og Iran. Hér á landi var hann vetrarmað- ur á bæ einum i Húnavatnssýslu á sjotta áratugnum, og stundaði sjómennsku hér nokkra mánuði árið 1966 og 1967. En þó að hann hafi unnið við líkamleg störf hér hefur hann ekki síður látið til sin taka á andlegum sviðum. Hann er til dæmis menntaður i málvísindum úr Harvard-há- skóla og Cambridge þar sem hann lagði áherslu á fornmálin tvö, latínu og grfsku, og hefur kennt ensku viða um heim. Jón var staddur hér á landi fyrir skömmu og þótti þvf tilhlýðilegt að ræða við hann um líf hans og störf, enda af mörgu af taka. Við hittumst á City Hótel einn góðviðrismorguninn og tókum tal saman, á íslensku vitaskuld, enda talar Jón hana nær lýta- laust. Ég byrjaði viðtalið á röng- um enda, og spurði hann um framtíðina. Eftir að hafa þagað nokkra stund segist hann hafa verið í Saudi-Arabiu síðustu tvö ár, en glottir síðan og svarar að hætti Forn-Grikkja: ,Um framtiðina veit guðinn einn.“ Eftir þetta kemur mér ekkert annað í hug en að leita á ögn hefðbundnari slóðir, og bið Jón að segja frá tildrögum þess að hann kom hingað til lands á sínum tima. „Vegna náms míns hef ég allt- af haft mikinn áhuga á indó-evrópskum tungumálum og islenskan var þar engin undan- tekning. En segja má að írski prófessorinn Delargy hafi hvatt mig öðrum fremur til að fara til íslands. Þá hafði ég nýlokið námi mínu í Cambridge-háskóla á Englandi, og var að grúska i indó-evrópskum málvfsindum á Irlandi. Eg hafði einnig stundað nám í miðaldaensku og þvi lá beint við að ég kynnti mér is- lensku. í framhaldi áhuga míns á íslandsferð kynntist ég nokkr- um íslendingum, eins og Sigurði Nordal, Hermanni Pálssyni, Einari Ólafi Sveinssyni og Lár- usi Sigurbjörnssyni, og fræddu þeir mig mikið um land og þjóð. Hermann Pálsson ráðlagði mér eindregið að dveljast 1 sveit á Is- landi, þvi að i Reykjavík gæti ég freistast til að tala ensku. Ég ákvað að fara að ráði hans og réð mig sem vistmann hjá Gfsla Pálssyni, bónda á Hofi í Vatns- dal, veturinn 1957—58. Og ég er handviss um að þetta hafi verið rétt ákvörðun, enda gekk vel að læra málið. Ég man að ég sigldi með Gullfossi til Islands og þar hitti ég meðal annars Thor Vil- hjálmsson, rithöfund, og rædd- um við mikið saman á skipinu. íslendingar ekki mannblendnir I Húnavatnssýslunni var hér- aðsbókasafn, og reyndi ég strax frá upphafi að ná fslenskunni með þvi að lesa islenskar bækur. .1 Vatnsdalnum kynntist ég þeirri gestrisni, sem mér finnst einn helsti kostur Islendinga. Þeir eru að vísu ekkert sérstak- lega mannblendnir og fremur lokaðir, eins og til dæmis Japan- ir, en vinátta manna hér er að mörgu leyti sannari en Banda- ríkjamanna. Það væri nánast óhugsandi að Bandaríkjamaður, sem ekki hefði séð vin sinn i 10 eða 20 ár, mundi kannast við hann, hvað þá heilsa honum aft- ur, eftir þennan tírna." — Nú komst þú aftur hingað til lands árið 1%6 til að vinna ... Seán Sweeney eóa Jón Sveinsson, eins og hann kýs að nefna sig á íslandi. „Já, ég vann í Vestmannaeyj- um, fyrst í landi við fiskverkun- arstörf og var síðan sjómaður á nótabátnum Jóni Bjarnasyni, sem gerður var út frá Þorláks- höfn, nokkra mánuði árið 1%7, og líkaði mér mjög vel. Árið áður hafði ég verið f Færeyjum á línu- bát, sem var á veiðum skammt frá Grænlandi, svo að segja má að ég hafi öðlast talsverða reynslu i sjómennsku á þessum árum. Annars fannst mér áber- andi hve fslenskir sjómenn eru duglegir og margir hverjir fróðir um ýmis efni. Til dæmis var einn skipverjanna á bátnum sem ég var á hér að þýða bók eftir þekktan írskan höfund." Við vendum kvæði okkar í kross og víkjum að dvöl Jón Sveinssonar i öðrum löndum. „Því er ekki að neita að ég hef ferðast mikið og kynnst fjar- lægri menningu, eins og til dæm- is í Japan, þar sem ég dvaldist á árunum 1970—76. Japanir eru eins og Islendingar að því leyti að fremur erfitt er að kynnast þeim náið. Þeir eru innhverfir að eðlisfari, og eru varfærnir þegar um útlendinga er að ræða. En um leið og tekist hefur að brjóta múrinn f samskiptum við þá, er unnt að reiða sig á mjög trausta og nána vináttu þeirra. Mér þótti einnig mjög áhugavert að dvelj- ast í íran, þar sem ég safnaði saman irönskum þjóðsögum. Annars er merkilegt að leiðir okkar Péturs Thorsteinssonar, sendiherra, hafa oft legið saman. Ég hitti hann til dæmis í Iran, en ég kynntist honum fyrst i Moskvu þegar hann var þar sendiherra. Þannig var, að ég þurfti að senda föður mínum mikilvægt skeyti, en bandaríska sendiherranum í Moskvu þótti það vist of mikil tilætlunarsemi að hjálpa mér við það, svo að ég leitaði til Péturs vegna sam- bands mins við Islendinga. Hann tók vel í málaleitan mína og mér tókst að senda skeytið. Síðan hef ég hitt Pétur af tilviljun víða um heim, og met ég vináttu hans mjög mikils. Á línubát í Færeyjum Ég var líka í Færeyjum, fyrst á línubát árið 1965, og sfðan á árunum 1976—79, en þá vann ég að gerð ensk-færeyskrar orða- bókar og kenndi þar ensku í kennaraskólanum. Sfðustu tvö árin hef ég síðan verið í Saudi- Arabíu, en hef farið til Banda- ríkjanna á sumrin og aðallega kennt útlendingum ensku við Harvard-háskóla í Boston og Columbia-háskóla í New York.“ — Af hverju stafar þessi mikli áhugi þinn á tunguálum og menningu þjóða? „Mín kenning er sú að ekki sé unnt að kynnast fólki og þekkja án þess að kunna tungumál þess. Því hef ég lagt mikla áherslu á að læra tungumál alla tíð. Ætli uppeldi mitt hafi ekki að ein- hverju leyti kveikt í mér áhuga á tungumálum, enda má segja að þrjú lönd hafi komið við sögu á uppvaxtarárum minum: írland, Frakkland og Bandarfkin. En þetta krefst að sjálfsögðu mikill- ar þolinmæði og vinnu, og þar sem ég kvæntist nokkuð seint, hafði ég meiri tima en ella til að sökkva mér niður i tungumála- nám.“ .Enskan einna torveldust — En hvaða tungumál finnst Jóni Sveinssyni erfiðast að læra? „Hið merkilega er að þó að semitísk mál, svo að dæmi sé tekið, séu erfið og frábrugðin því sem maður á að venjast, þar sem um annað málkerfi er að ræða, held ég þrátt fyrir allt að móð- urmál mitt, enskan, sé einna tor- veldust; að minnsta kosti er ég enn að læra hana. Arabíska er skemmtileg, og i Saudi-Arabiu þekki ég margt gott fólk, en því er hins vegar ekki að leyna að hin stranga múhameðstrú setur mikinn svip á þjóðlífið þar og tungumálið." — Hvernig finnst þér að koma til Islands eftir öll þessi ár. Hafa að þfnum dómi miklar breytingar orðið hér? „Já, það er ljóst. Þó hef ég komið hingað til lands nokkrum sinnum frá því ég var hér til sjós, en ávallt staldrað stutt við. Nú er ég til dæmis í sumarleyfi, og ákvað ég að taka konuna mína og annan son minn með til að rifja upp gömul kynni. Tæknivæðingin hefur auðvitað gerbreytt mörgu hér eins og annars staðar. Nú er til að mynda hægt að hringja frá Saudi-Arabfu f Húnavatnssýsl- una. Svo finnst mér Reykjavík hafa stækkað mjög, enda þótt ég hafi aldrei verið í borginni leng- ur en nokkra daga í senn þegar ég vann hér. Annars sakna ég oft íslensks matar; þorramatur all- ur finnst mér til dæmis mjög góður, sigin grásleppa og þar fram eftir götunum. En það, sem er kannski minnisstæðast, er hið tæra loft hér, og svo þykir mér ísland ákaflega hreint land.“ - VI Idnaðarhverfi að rísa í Vogunum Vojfum, 10. ágúírt. NÝTT iðnaðarhverfi verður brátt tekið í notkun í Vogum. I sumar hafa staðið yfir framkvemdir við gatnagerð og frágang lagna svo sem holræsa, vatns og rafiagna. Fyrsta fyrirtækið hefur þegar reist tæplega 800m! iðnaðarhús, þar sem verður kjötvinnsla og pökkun. Þá hefur annarri lóð verið úthlutað, og sótt um þá þriðju. Hið nýja iðnaðarhverfi er stað- sett ofan gamla Keflavíkurvegar- ins þar sem hann liggur um þorp- ið, norðan nýrrar íbúðarbyggðar, og sunnan afleggjarans frá Reykjanesbraut í Voga. E.G. Frú Heather Ireland söngkona frá Vancouver: „Kannaðist við andlit í hópnum“ „NAFNIÐ Ireland minnir nú ekki á ísland, reyndar er það skoskt og nafn mannsins míns, sem ég tók upp þegar ég gifti mig“, svarar frú Heatber Alda Jóhannesdóttir Ire- land, þegar blm. Mbl. grennslast fyrir um íslenskt ætterni hennar. Hún er búsett I Vancouver í Kanada og er söngvari að mennt. „En ég er Islendingur og var alinn upp sem slíkur. Foreldrar mínir voru bæði íslensk og afi minn var Guttormur J. Guttormsson skáld. Allt í kringum mig var töluð ís- lenska og ættingjar héðan dvöld- ust oft hjá okkur i lengri eða skemmri tíma. Því miður lærði ég ekki íslensku og stundum undra ég mig á hvers vegna. Helsta skýr- ingin sem mér kemur í hug er sú, að á uppvaxtarárum mínum flutt- ist fjöldi fólks til Kanada og það var brýnt fyrir öllum að skapa eina þjóð úr öllum brotunum. Til þess þurfti fólk að skilja hvort annað og tala sömu tungu. Samt fylgdi heimilishaldið íslenskum venjum og sumarfrfunum mínum varði ég hjá afa. Þangað komu margir frægir íslendingar, og ég man að ég var alltaf mjög stolt af ættemi mínu þegar þeir bönkuðu upp á og spurðu um skáldið. Eg hef aldrei komið til íslands áður en það hefur verið draumur minn um langa hríð að sjá landið sem afi minn lýsti fyrir mér klukkustundum saman þegar ég dvaldi hjá honum. Tilfinningin við komuna var líka ólýsanleg. Ég vil ekki ganga svo langt að segja að ég þekki sjálfa mig betur nú en áður, en eftir tveggja vikna dvöl hef ég tengst íslenskum rótum sterkari böndum. Það var dýrlegt að ganga niður Laugaveginn i rigningunni og heyra ekkert nema íslensku allt í kring og hjá mér vöknuðu ljúfsárar minningar frá uppvextinum. Mér fannst líka merkilegt að kannast við andlit í hópnum, sem minntu mig á kunn- ingja heima í Vancouver. tslend- ingar eru einnig mjög alúðlegt fólk eins og ég vissi reyndar fyrir!“ — Hvernig varðirðu dvölinni hér? Vitaskuld setti rigningin strik í reikninginn, en samt hef ég farið víða um land. Ég hélt að mér myndi skola i burtu með bleytunni á Þingvöllum, en í Vestmannaeyj- um var yndislegt veður. I Reykja- vík hefur kórstarfið vakið mestan áhuga. Það er einstakt hvað marg- ir kórar eru í gangi miðað við fólksfjölda og hve gæðin eru mikil. Ég hlustaði á Mótettukórinn á æf- ingu og óperukórinn á söng- skemmtun i Gamla bíói og ég er sannfærð um að báðir stæðust fyllilega samkeppni við bestu kóra erlendis, sem þó eru skipaðir at- vinnumönnum i greininni. Sama er að segja um íslensku óperuna. Einnig söng ég einsöng í útvarpið við undirleik Alberts Ólafssonar píanóleikara. Þar flutti ég bæði is- lensk og erlend lög, m.a. Sandibar eftir afa minn og fleiri ljóð. Ég lagði stund á tónlist við há- skólann í Manitoba og the Royal Conservatory of Toronto, sem er aðaltónlistarskóli Kanada. Ég syng einsöng með kórum vítt og breitt um landið enda gera Kan- adamenn lítið af þvi að flytja inn erlenda einsöngvara. Einnig syng ég inessó-sópran i „The Chamber Choir“, sem er tuttugu manna at- vinnukór. Við ferðumst viða og flytjum aðallega kammertónlist. Hingað til hef ég lítið verið i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.