Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 19 B» : 1984^ 7 E19B(*)PM6 :30~ i^íœíSéí A«l4:±Alf500ra *£ 800P3 : /\A9-U-Kft«B(7>r3t9>K) *S6BTT,Si«^aga ±ffl£«S£isi£«a ±œttíé*a ±ffl^p-UTé«a ±ffl*Jfi:i-7* ±nsn*«a ttffd««'f >±ffl-84*ír*llíí ±ffl(ti, ±fflm*>»*í»# #ffl«T##*llé ±ffl»/Jv4»1fc#«ll*. IfflíPTAaáé ±n«X*M#r. ±ffl**#I«*r ±fflP-*y-*9* ±ffl*P-*'.>-?-7 7 ')-'J=7l, ±ffl7'fí>Xí?7^ ±ffl«*7-f * * jKanw >x??7 mm&ofmtZc Hér sést söngskrá fri tónleikunum f Uedaborg 19. júlí þar sem fram komu auk Hamrahlíðarkórsins kórar fri Japan og Hong Kong. Neðst á skránni er merki hátíðarinnar „Asía Cantat“. Tónleikar í stórmarkaði í Uedaborg. Á borðanum fyrir ofan kórinn er hann boðinn velkominn bneði á japönsku og ensku. gefur að skilja var oft um tungu- málaerfiðleika að ræða, íslend- ingarnir kunnu því miður ekki skil á japönsku og enskukunnátta Jap- ana reyndist oft af skornum skammti. Jafnvel þótt enskan geri oft tilkall til þess að vera al- heimstungumál er ekki þar með sagt að hún sé til þess fallin að miðla hugsun fólks af öllu þjóð- erni. Oft reyndist erfitt að skilja það sem Japanirnir voru að reyna að koma til skila, en oftar mis- skildist það sem íslensku ferða- langarnir sögðu. Mest mæddi á fararstjórunum tveimur, Knut Ödegaard og Árna Böðvarssyni, og Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra í þessu sambandi. Hér var þó aðeins um það að ræða að reyna að brúa það bil sem lá milli hinna ólíku menningarheima, sem báðir aðilar voru af vilja gerðir að gera. Að lokinni máltíð hélt kórinn til stór- markaðar í borginni. Eftir skoð- unarferð um verslunina í boði eig- endanna hélt kórinn stutta tón- leika fyrir viðskiptavinina sem lauk með hringdansi um húsa- kynnin. Að skilnaði fékk söngfólk- ið gefna blævængi og siðar var haldið aftur til ráðhússins. Var kórunum tveimur þar haldin veg- leg veisla, þar sem meðal annars var boðið uppá skemmtiatriði, leikið á koto (japanskt strengja- hljóðfæri), stignir japanskir dans- ar, auk þess sem gestgjafarnir sungu saman. Um miðja veisluna var gestunum boðið að ganga til stofu þar sem fór fram svokölluð teseremónía. Þessi seremónía er einn af rótgrónum siðum Japana og fylgir mjög ströngum reglum. Seremónían er framkvæmd af sérmenntuðum konum, en fullnað- armenntun í faginu hlýtur kona á 20 árum. Teið reyndist afar beiskt og sérkennilegt. Bar mönnum ekki saman um ágæti tesins, en sere- mónían féll í góðan jarðveg. Erfídir tónleikar Er hinni löngu og glæsilegu veislu lauk gengu kórfélagar stuttan spöl til tónleikahallarinn- ar í Ueda. Þar hófust skömmu síð- ar tónleikar, þar sem fram komu kórar úr borginni, auk erlendu gestanna. Nokkuð Jet-lag“, eða tímaruglingur hrjáði enn ferða- langana. Það var því með nokkr- um kvíða sem kórinn hélt á sviðið enda þreytan orðin mikil eftir strangan dag. Tónleikarnir tókust þó vel og kunnu áheyrendur vel að meta sönginn. Ásamt kórnum kom fram Pétur Jónasson gítarleikari er lék einleik í áðurnefndu verki Atla Heimis Sveinssonar tón- skálds. Hann flutti einnig verkið „Intermezzo" eftir sama tónskáld. Meðal annarra verka á efnis- skránni voru „Stemmur" Jóns Ás- geirssonar við íslensk þjóðkvæði, „Limrur" Páls P. Pálssonar við limrur Þorsteins Valdimarssonar og nýtt tónverk Mistar Þorkels- dóttur „Scissors" við ljóð Knuts Ödegaard, „Sakserne". Eftir tón- leikana var kórinn keyrður á hótel „Izumya-inn“, og var þar gengið til hvílu að japönskum hætti, í flatsæng á strámottum. Uti fyrir féll regnið til jarðar og þrumur heyrðust í fjarska. Þriðja degi þessarar ferðar var lokið. Benedikt Stefánsson er nemandi í MH og féiagi í Hamrahlíðar- kórnum. Teseremónían sem lýst er í greininni. Þarna er verið að kenna kórfélögum hvernig halda skuli rétt á tebolla. Veriö velkomin. ópavogsbúaT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, tástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö frá kl. 9—18 á virkum dögum. Lokað á laugardögum í sumar. - Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.