Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 37
ffólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 37 Liz vill Þessi mynd var tekin af þeim Liz og Burton þegar þau voru gift og stúlkan, sem er með þeim, er Kate, dóttir Burtons. vera grafín við hlið Burtons + Fyrir mörgum árum gerðu þau Elizabeth Taylor og Richard þann samning með sér, að þegar þar að kæmi skyldu þau lögð til hinstu hvíldar hlið við hlið. „Þótt þau skildu tvisvar sinn- um héldu þau alltaf sambandinu sín á milli og settu það hvort um sig í erfðaskrána, að grafir þeirra skyldu liggja saman. Eftir seinni skilnaðinn létu þau að vísu breyta ýmsu í erfðaskrán- um en ekki þessu,“ segir rithöf- undurinn Kitty Kelly, sem skrif- aði metsölubókina „Elizabeth Taylor — síðasta stjarnan" og kom út fyrir þremur árum. Kitty segir, að dauði Burtons hafi fengið mjög á Liz og að hún hafi viljað vera við minningar- guðsþjónustu um hann í fæð- ingarbæ hans í Wales en systk- ini hans beðið hana um að gera það ekki. Þau óttuðust, að frétta- menn og Ijósmyndarar myndu spilla helgi athafnarinnar ef hún væri viðstödd og höfðu vafalaust rétt fyrir sér í því. Það sannaðist best þegar Liz vildi fara að gröf Burtons í bænum Celigny í Sviss. Henni tókst það á mánudag en deginum áður mátti hún hrökkl- ast burt fyrir ágengni blaða- manna. Hvernig stíga stjörnurnar út úr bfl? + Sumir lesa í stjörnurnar og ráða af þeim skapgerð manna en aðrir segja, að það sé mest að marka hvernig fólk fer að því að koma sér út úr bíl. Ef um er að ræða rokkstjörnu eins og Bette Midler er gripið fast í sætið og það sett út fyrst, sem er fallegast. í þessu tilfelli fæturnir. Auk þess situr stúlka eins og Bette frammí en ekki í aftursæti. Ef hins vegar er um að ræða þroskaða leikkonu, söngkonu, dansara og áhugamann um póli- tík eins og Shirley MacLaine er setið aftur í og farið út úr bíln- um með virðuleik. Hendinni stutt léttilega á hurðina og höf- uðið hneigt til að reka það ekki í karminn. ítalska leikkonan Sophia Lor- en hefur sinn sérstaka hátt á því að koma sér út úr bílnum sínum enda er handfang á hurðinni til þess að auðvelda henni það. Hún fer líka ferða sinna á Rolls Royce og í slíkum bíl er ekki set- ið frammí nema um sé að ræða bílstjóra eða þjón. ÞiA muniA kynnast svarthærðum herramanni með túrban. Ekki í minna hús + Bob Hope verður sjaldan orðs vant og er ekkert farið að förlast þótt hann sé kominn á áttræðisald- ur. Nú fyrir nokkru var hann spurður hvers vegna hann byði sig ekki fram í forsetaembættið í Bandaríkjunum og svaraði þá þessu til: „Það er ekki við mig að sakast. Konan mín vill bara ekki flytjast í minna hús.“ Þeir eru uppi á öllum tímum og gagnrýndir fyrir það sem þeir gera eða gera ekki. ís- lenskir samtíðarmenn sem standa framar- lega í stjórnmálum, atvinnulífi, opinberri þjónustu eða lista- og menningarlífi er fast umfjöllunarefni í hverju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þú kynnist viðhorfum, verkefnum og skoðunum þessara manna og kvenna og aflar þér þekkingar á því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þetta er aðeins einn hluti þess upplýsingaefnis sem birtist í Frjálsri verslun sem er eitt þeirra vönduðu sérrita sem gefin eru út af Frjálsu Framtaki hf. Reyndu áskriftl Síminn er 82300. Alltaf á föstudögum Reiöþjálfun fatlaöra mikil- væg þeim, sem hún hentar. — Guöbjörg Eggertsdóttir sjúkra- þjálfari bendir á helstu möguleikana sem hesturinn býöur upp á sem meö- ferðartæki. Berjatíö — Sigrún Davíðsdóttir bendir á hvernig hagnýta megi kræki- og blá- berin okkar. Fimmtugt er þaö sem fert- ugt var — Grein eftir stofnanda kvennatíma- ritsins Ms., Gloríu Steinem. flKmhtiiHifeife Föstudagsblaðid er gott forskot á helgina rOFAKRföTjNARHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.