Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGOST 1984 Séra Páll í leyfi ÓÁNÆGJA hefur komiö fram hjá vissum hópi sóknarbarna í Berg- þórshvolssókn. Hafai þessi sóknar- börn óskaö eftir leysingu á sóknar- bandi, sem felur þaö í sér aö þeim sé heimilt að fá sér annan prest. Biskup íslands, hr. Pétur Sigur- geirsson, hefur skipað þriggja manna nefnd til að rannsaka for- sendur þessarar óskar og veitt séra Páli leyfi frá störfum í þrjá mánuði, eftir samkomulagi við hann, á meðan nefndin er að störf- um. Á meðan séra Páll er í leyfi, mun séra Sváfnir Sveinbjarnar- son, prófastur, á Breiðabólsstað í Fljótshlíð þjóna prestakallinu. Þó að séra Páll sé í leyfi á þessum tíma, mun hann áfram dvelja á Bergþórshvoli og getur sinnt störfum sé til hans leitað. Frá XXII. þingi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. XXII þing Sjálfsbjargar: Landssamband fatlaðra 25 ára 22. ÞING Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, var haldiö í Sjálfs- bjargarhúsinu dagana 8. til 10. júní. Viö þingsetningu var 25 ára af- maelis samtakanna minnst og tók forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, á móti þingfulltrúum aö Bessa- stöðum af því tilefni. Áðalumræðuefni þingsins voru lífeyris- og tryggingamál og höfðu þeir Ingólfur Ingólfsson, félags- fræðingur, og Hrafn Ingólfsson, framkvæmdastjóri almennra líf- eyrissjóða, þar framsögu. önnur hagsmunamál fatlaðra voru einn- ig á dagskrá og fylgja hér helstu ályktanir: — 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. mótmælir harðlega þeim niður- skurði á framkvæmdasjóði fatl- aðra, sem nemur meira en helm- ingi lögboðinnar greiðslu úr sjóðn- um. — Þingið harmar afgreiðslu Al- þingis á „Búsetamálinu", þar sem þar hefðu opnast góðar leiðir fyrir fatlaða í húsnæðismálum. — Þingið beinir þeim tilmælum til svæðisstjórna, að þær hvetji sveitarfélög og atvinnurekendur til að stofna til nýiðnaðar sem tæki mið af vaxandi þörfum fyrir ný atvinnutækifæri handa fólki með skerta starfsorku. Einnig voru samþykktar álykt- anir varðandi ferlimál fatlaðra, atvinnumál, menntamál, farar- tækjamál, trygginga- og lífeyris- mál og félagsmál. í framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára voru kjörin Theodór A. Jónsson, formaður, Jóhann Pét- ur Sveinsson, varaformaður, Kristín Jónsdóttir, ritari, Vikar Davíðsson, gjaldkeri, og Valdimar Pétursson, meðstjórnandi. Vara- menn voru kjörnir Guðmundur Hjaltason, Valgerður Guðjóns- dóttir og Helga Axelsdóttir. ólöf Ríkharðsdóttir og Sigur- sveinn D. Kristinsson, sem sæti áttu í framkvæmdastjórn, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Einnig var skipað í Landssam- bandsstjórn Sjálfsbjargar á þessu þingi. Eldur á bílaverk- stæði BM Vallá ELDUR kom upp f bílaverkstæöi steypustöðvarinnar BM Vallá á Ár- túnshöfða um hádegisbilið á sunnu- dag. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang og gekk vel að ráða niðurlög- um eldsins, en talsverðar skemmdir urðu á einangrun í lofti og veggjum verkstæðisins. Eldurinn kom upp í bíl sem ver- ið var að vinna við logsuðu á og náði hann upp í loftið, og kveikti i lofteinangrun og varð slökkvíliðið að rjúfa gat á þak hússins til að komast að eldinum. Auk skemmda í einangrun í lofti og veggjum munu hafa orðið lítilsháttar skemmdir á tækjabúnaði af eldin- um. Morgunblaðið/ Júlíus. Slökkviliðsmenn rjúfa gat á þak hússins til að komast að eldinum. .VJffilA 10-70% UTSAIA nf/lóUur Snorrabraut s. 13505 Glæsibæ s. 34350 Róttor dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í lok Ólympíuleika dreymir marga um frækilega sigra í framandi lönd- um. Það gleymist stundum, að sigrar sem unnir eru á eigin heimavelli eru jafnvel enn mikilvægari. — Við verðlaunum okkur sjálf — og höfum til taks: jr Islenskar fiskmedalíur í hollenskri sósu Fyrir 4. 1 lítil lúða (ca 1.200 gr) 'k sítróna ’l bolli Bechamel-sósa 1 eggjarauða 'k sítróna (1 matsk. rjóma) salt 1. Fiskinn má fá flakaðan hjá fiskkaupmanni. Flökin eru roð- flett, skorin sundur eftir endi- löngu og síðan á ská í tvennt. Þá eru komin 8 stk. 2. Fiskstykkin eru síðan sett á disk, safi úr 'k sítrónu settur á fiskinn og hann látinn bíða í 10 mín. Saltið örlítið. 3. Afhýðið hráa kartöflu og skerið í strimla 1 sm á hvorn kant. Fiskstykkin eru síðan vafin upp. Kartöflustrimill er settur á þykk- asta hlutann og fiskurinn vafinn utan um hann og festur með tannstöngli. 4. Fiskrúllunum er síðan raðað í eldfast mót og þær bakaðar í ofni við góðan hita í 20 mín. Uppskrift af Bechamel-sósu hefur þegar verið birt í þætti þess- um. Hafi hún farið fram hjá ein- hverjum, þá samanstendur hún af — 1 bolla af mjólk, 'k. lauk og 1 gulrót skornum I smábita — 2 negulnöglum, 6 piparkornum (heilum), 2 matsk. smjörva 2 matsk. hveiti og salt eftir smekk. Grænmeti og krydd látið standa í mjólkinni í 'k klst. á volgum stað. Það er slðan sigtað frá, smjörið brætt í mjólkinni bragð- bættri og hún jöfnuð með hveit- inu. Hollensk sósa Bechamel-sósan er hituð. Hrær- ið hluta af heitri sósunni saman við eggjarauðuna, ásamt rjóma og setjið saman við sósuna. Hún er síðan látin þykkna við hita og hrærið stöðugt í á meðan. Að síð- ustu er safa úr 'k sitrónu bætt út í og salti ef þarf. Þegar fiskurinn er tilbúinn, þá eru tannstönglar og kartöflu- strimlar fjarlægðir úr fiskrúllun- um. Hellið saman við sósuna safa frá fiskrúllunum. Raðið síðan á fat, fyllið fiskmedaliurnar af sósu og setjið sósuna með á fatið. Berið fram með soðnum kartöflum. í rétt þennan má auðvitað hafa kola I stað lúðu. í stað þess að ofnbaka medalíurnar má einnig djúpsteikja þær. Nú er á markaði nýtt íslenskt grænmeti. Það er skemmtilegt að bera það fram niðurskorið raðað á disk, — gulrætur skornar í strimla, niðursneyddar gúrkur, tómatbáta og eplabát, og radísur ef til eru. Verð á hráefni Lúöa (1.200 gr) kr. 100,00 EKK 7,50 Sítróna (1 ktf= 44J») 7,00 Kr. 114,50 Fróðlegt væri að fá uppgefið hjá opinberum aðilum hvaða verð á að gilda fyrir nýjar kartöflur — eða er verðlagning frjáls?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.