Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 5 David Fate Norton, formaður Hume-félagsins, í ræðustól við setningu málþingsins í gær. Málþiitg um Hume sett í GÆR var sett á Hótel Loft- leiðum málþing á vegum Hume-félagsins um heim- spekinginn David Hume. Hume-félagið er alþjóðlegt félag heimspekinga og ann- arra sem hafa sérstakan áhuga á Hume. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið heldur málþing hér á landi og er jafnframt eitt það um- fangsmesta sem það hefur haldið. Mikael M. Karlsson, dósent í Háskóla íslands og aðalskipu- leggjandi málþingsins, setti þingið. í ræðu sem David Fate Norton, formaður Hume-félags- ins, hélt við upphaf málþingsins, sagði hann m.a. að aðalástæðan fyrir því að þingið væri nú hald- ið í Reykjavík væri vegna Páls S. Árdal, en hann hefur skrifað merkileg rit um heimspeki Humes. Páll S. Árdal, sem er prófess- or í Queen’s-háskóla í Kanada, flutti fyrsta fyrirlesturinn á málþinginu. Hann kvað það mikinn heiður fyrir sig að vera valinn til að flytja fyrsta fyrir- lesturinn á þinginu, og sér væri mikil ánægja að halda fyrirlest- ur um uppáhaldsheimspeking sinn hér á landi. I dag verða fluttir 13 fyrir- lestrar á málþinginu frá kl. 9—22. Meðal fyrirlesara verða Alasdair Maclntyre og Eyjólfur Kjalar Emilsson. Innstæður á ávísana- reikningum geta verið vaxtalausar í 20 daga VEXTIR af ávísanareikningum eru hæstir í Alþýöubankanum eöa 15%. Búnaðarbankinn greiðir 5% vexti á ávfeanareikningsinnÍ8tæður, en aðrir bankar greiða milli 7 og 12%. Hins vegar eru þessir vextir ekki sam- bærilegir við ávöxtun fjár á öðrum reikningum. Vextir af ávfsanareikningum eru reiknaðir af lægstu innistæðu á hverju tíu daga tfmabili, 1.—10., 11.—20. og 21,—30., en á spari- sjóðsreikningum eru þeir reiknað- ir daglega. Þannig geta liðið allt að tuttugu dagar án þess að fé á ávísanareikningum beri vexti. Að sögn Stefáns Hilmarssonar, bankastjóra Búnaðarbankans hef- ur ávöxtun á umræddum reikning- um sáralitla þýðingu fyrir flesta launþega, þar sem hún er oft lítil eða engin. Sem dæmi má nefna að ef ávísanareikningur stendur á núlli fyrsta dag mánaðar, reiknast engir vextir fyrir tímabilið 1,—10., skiptir engu þó lagt sé inn á reikn- inginn þann fyrsta. Ef öll inni- stæðan er tekin út þann tuttug- asta, fær eigandinn heldur enga vexti greidda. Innistæður á ávís- anareikningi geta því, eins og áður er sagt, verið vaxtalausar í 20 daga. Sagði Stefán aðalatriðið að almenningur áttaði sig á þessu. Aðspurður sagði Stefán að Búnað- arbankinn hefði ákveðið að halda vöxtum á ávísanareikningum óbreyttum í fyrstu lotu, en það verður hugsanlega endurskoðað. Þá var ætlunin að brydda upp á nýjungum, en vegna tæknilegra örðugleika reyndist það ekki unnt. Aðspurður sagði Stefán Hilm- arsson það merkilegt hvað lítið bil Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans. væri í raun milli banka hvað varð- ar vexti á inn- og útlánum, en það misræmi sem nú er ætti eftir að minnka. Búnaðarbankinn breytti ekki vöxtum á verðtryggðum inn- lánum og útlánum. Þá sagði Stef- án það hafa verið stefnu Búnað- arbankans þegar teknar voru ákvarðanir um vexti að draga úr eftirspurn eftir eyðslu- og fjár- festingarlánum og því farið eftir vísbendingum og vilja stjórnvalda. Hækkun vaxta útlána var hlut- fallslega lægst til atvinnuveganna hjá Búnaðarbankanum miðað við vexti annarra útlána; er þá átt við yfirdráttarlán á hlaupareikningi en í því formi eru meðal annars viðbótarafurðalán. AFSLÁTTUR Hafi það fariö fram hjá einhverjum þá viljum viö ítreka hér að nú bjóðast hjá ACU þvílík kostakaup á notuðum bílum að annað eins hefur ekki þekkst fyrr. vegna húsnæðisbreytinga höldum við RÝMINCARSÖLU Á NOTUÐUM BÍLUM og bjóðum 20—40% afslátt á öllum notuðum bílum þessa viku. ENCIN UTBORCUN, kaupverðið greiöist á 6—12 mánuðum. ECILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Sími 79944 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.