Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
Fulltrúaráðsfundur kartöflubænda:
Verslanir geti keypt
af pökkunarstöðvum
Á fulltrúaráðsfundi Landssambands
kartöflubænda sem haldinn var í fyrra-
dag var samþykkt bókun þar sem lýst
er yfir eindreginni andstöðu við að
heildverslanir eða aðrar verslanir fái
leyfi til að kaupa kartöflur beint af
bændum og versla með þær. Fulltrúa-
ráðið lýsti því hinsvegar yfir að það sæi
ekkert þvf til fyrirstöðu að verslanir
kaupi kartöflur af pökkunarstöðvum
bænda. Þá telur fulltrúaráðið að skipu-
lag það sem nú er í gildi um sölumeð-
ferð á íslenskum kartöfium tryggi best
hag framleiðenda og neytenda en
óskar eftir að taka upp viðræður við
landbúnaðarráðuneytið um rekstur
Grænmetisverslunar landbúnaðarins
með það fyrir augum að Landssam-
bandið taki við rekstri fyrirtækisins.
6 ára barn
brenndist
alvarlega
SEX ára gamall drengur brenndist
alvarlega vestur í bæ um miðjan
dag f gær. Hann mun hafa verið
að fikta með eldspýtur í stigagangi
fjölbýlishúss er slysið varð, en
engin vitni voru að slysinu. Aðvíf-
andi maður sá barnið koma hlaup-
andi út alelda og tókst að nota
nálægan poll til að slökkva eldinn.
Barnið var flutt f sjúkrahús
alvarlega brennt eða með mitt á
milli annars og þriðja stigs
bruna og er líðan þess eftir at-
vikum.
Brunnar eldspýtur fundust f
stigaganginum, þar sem dreng-
urinn hafði verið að leik og barn
hafði séð hann skömmu áður en
slysiö varð leika sér með eld-
spýtur. Eins og fyrr sagði voru
engin vitni að slysinu, en talið
er að drengurinn hafi einhvern
veginn misst eldspýtur í föt sín
og þau síðan orðið alelda.
Bændur vilja taka
við rekstri Græn-
metisverzlunarinnar
Ofangreind bókun var samþykkt
sem svar fulltrúaráðsins við erindi
Framleiðsluráðs landbúnaðarins þar
sem leitað er álits Landssambands-
ins á umsóknum fjögurra fyrirtækja
sem sótt hafa um leyfi til heildsölu-
dreifingar á innlendum kartöflum.
Magnús Sigurðsson í Birtingaholti,
formaður Landssambandsins, sagöi í
samtali við Morgunblaðið að kart-
öflubændur vildu f aðalatriðum
viðhalda því skipulagi sem væri á
sölumálum þeirra. Legðu þeir mikla
áherslu á að bændurnir sjálfir hefðu
dreifinguna sem mest með höndum.
Væru þeir mjög áfram um að þeir
gætu fengið greiðslur vel og örugg-
lega eins og þeir hefðu fengið í gegn-
um Grænmetisverslunina. Þá vildu
þeir líka að kartöflumar væru tekn-
ar hlutfallslega jafnt af öllum bænd-
um en ekki verið að semja við ein-
staka bændur þannig að sumir losn-
uðu við sína framleiðslu á undan
öðrum.
Aðspurður um hvað fyrir þeim
vekti að heimila verslunum að kaupa
kartöflur beint af hinum ýmsu pökk-
unarstöðvum sagði Magnús að nú
þegar væru nokkrar pökkunarstöðv-
ar og umboð Grænmetisverslunar-
innar úti á landi, til dæmis í Eyja-
firði, Höfn og öræfum. Nú væri
fyrirhugað að koma upp pökkunar-
stöð á aðalframleiðslusvæðinu,
Þykkvabænum, og jafnvel annarri f
Eyjafirði. Til þessara stöðva gætu
menn snúið sér ef þeir vildu það
frekar en að versla við pökkunarstöð
Grænmetisverslunarinnar f Reykja-
vík. Sagði hann að með þessu vildu
kartöflubændur stuöla að því að leið
kartaflnanna frá bóndanum yfir á
disk neytandans yrði stytt og gæti
þetta ef til vill sparað eina með-
höndlun á kartöflunum þannig að
þær kæmust betri til neytenda.
Eins og fram kom í bókuninni hér
að ofan óska kartöflubændur eftir
viðræðum við landbúnaðarráðuneyt-
ið um að þeir tækju við rekstri
Grænmetisverslunar landbúnaðar-
ins sem Framleiðsluráð ber nú
ábyrgð á. Magnús sagði aðspurður
um þetta atriði f samþykktinni að
þeir teldu að yfirleitt hefði það gef-
ist vel að bændur væru sjálfir við
stjórn þeirra fyrirtækja sem sæju
um sölu afurða þeirra. Kartöflu-
bændur teldu eðlilegt að svo væri
einnig með það fyrirtæki sem sæi
um sölu á kartöflum. Hann sagði að-
spurður aö ekki bæri að lita á þessa
samþykkt sem vantraust á stjórn
Grænmetisverslunarinnar, þar sem
hann á sjálfur sæti.
Viðræður í dag
við Færeyinga
Margeir vann
MARGEIR Pétursson vann Piu
Cramling í næstsíöustu umferö á al-
þjóölega skákmótinu í Gausdal í gær.
Guðmundur Sigurjónsson gerði
jafntefli í umferðinni f gær og er í
3.-7. sæti með 5% vinning, en
Margeir er í 8.—13. sæti með 5 vinn-
inga. Efstur á mótinu er titillaus
Svíi, Ernst að nafni, sem hefur kom-
ið mjög á óvart, með 6V4 vinning og
f 2. sæti Karlson stórmeistari, einn-
ig frá Svíþjóð, með 6 vinninga.
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra mun í dag eiga viðræð-
ur við Pauii Ellefsen lögmann Fær-
eyinga og Klassberg sjávarútvegs-
ráðherra þeirra. Fundurinn verður í
Kaupmannahöfn. Umræðuefnið
verður loðnuveiðar Færeyinga á Jan
Mayen-svæöinu.
„Það hefur komið fram hjá Dön-
um að þeir gera ráð fyrir því að
loðnuveiðar þeirra verði ekki
meiri en liðlega 15 þúsund tonn,
auk sjö þúsund lesta hjá Færey-
ingum,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra þegar
blaðamaður Morgunblaðsins innti
hann fregna síðdegis i gær af Jan
Mayen-málinu. Áð sögn Halldórs
hefur hann bent Færeyingum á að
loðnuveiðar þeirra við Jan Mayen
geti haft alvarlegar afleiðingar á
góð samskipti þeirra og íslend-
inga. Sem kunnugt er hafa Færey-
ingar heimild til veiða á ákveðnu
magni botnfisks í íslenzkri land-
helgi.
Morgunblaðið/ Ólafur K. Magniisaon.
Maraþonhlaup við Alþingishúsið
Maraþonhlaup verður haldiö í Reykjavík á næstunni og er fyrirhugað
að keppni þessi veröi árlegur viðburöur í höfuöborginni. Þegar hafa um
150 manns tilkynnt þátttöku í hlaupinu, mest útlendingar. Hlaupiö var
kynnt fyrir fréttamönnum í gær og þá brugðu þeir Knútur Óskarsson og
Gunnar Páll Jóakimsson á leik á Austurvelli vopnaðir á viðeigandi hátt.
Sparisjóðir:
Vaxtabreytingar svipaðar
og hjá viðskiptabönkunum
FLESTIR sparisjóöir hafa ákveöið
vexti inn- og útlána. Stjórn Sambands
íslenskra sparisjóða og skrifstofa þess
gerði tillögur um vexti, en stjórn
hvers sparisjóðs um sig ákveöur end-
anlega vexti inn- og útlána, en rang-
bermt var f Morgunblaöinu í gær aö
sparisjóöirnir heföu engin samráð um
þessi efni. Að sögn Baldvins Tryggva-
sonar, formanns Sambands íslenskra
sparisjóöa, hefur ákvörðun allra spari-
sjóöa hingað til um vexti verið sam-
hljóöa.
Eins og í öðrum innlánsstofnun-
Stjórnarsáttmáli rædd-
ur á fundi formannanna
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og Þorsteinn Páls-
son formaður Sjálfstæðisflokksins
munu hittast á fundi kl. 14 f dag,
þar sem lögö verða drögin að und-
irbúningi viöræðna stjórnarflokk-
anna um endurskoðun stjórnar-
sáttmálans, og ákveðið með hvaða
hætti þessar viðræður veröa, sem
eiga aö hefjast nú á næstu dögum.
Þingflokkur og miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins héldu fund f
gær, og samkvæmt þvf sem
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði f sam-
tali við blm. Mbl. f gærkveldi, þá
voru rædd þau atriði á þessum
fundi, sem sjálfstæðismenn telja
að mesta áherslu beri að leggja á
í viðræðunum sem framundan
eru. „Það er ljóst að við þurfum
að leggja megináherslu á að
varðveita þann árangur sem
náðst hefur, í þvf að koma hér á
jafnvægi f þjóðfélaginu. Auk þess
þurfum við að leggja áherslu á að
ná jafnvægi á öðrum sviðum
hagkerfisins, þ.e.a.s. viðskiptum
okkar við útlönd, og í ríkisfjár-
málunum. Við verðum að búa
svigrúm til þess að veita fjár-
magni til nýsköpunar f atvinnu-
lífi og gera nauðsynlegar breyt-
ingar á okkar fjármagnskerfi, til
þess að sú nýsköpun geti átt sér
stað,“ sagði Þorsteinn Pálsson, er
hann var spurður um hver
Sjálfstæðisflokkurinn teldi vera
þau höfuðmarkmið sem stefna
bæri að.
„Mér fannst það liggja ljóst
fyrir strax í vor, að fullt sam-
komulag væri um það á milli
stjórnarflokkanna, að hverju
bæri að stefna með endurskoðun
stjómarsáttmálans, og ég ætla
að svo sé enn,“ sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
er hann var spurður á hvað
Framsóknarflokkurinn vildi
leggja mesta áherslu í viðræðum
stjórnarflokkanna sem framund-
an eru. „Allra stærsta verkefni
okkar á næstunni er að ná jafn-
vægi í ríkisfjármálum, því við
getum ekki, með þeim viðskipta-
halla sem er og þenslu í þjóðfé-
laginu, rekið rfkissjóð með halla.
Auk þess þurfum við að gera
átak til þess að nýjar atvinnu-
greinar geti komist á fót og þró-
ast,“ sagði forsætisráðherra, og
bætti við að þar ætti hann ekki
við þátttöku ríkisins í nýjum
atvinnugreinum, heldur að ríkið
útvegaði lánsfé, eða rfkisábyrgð í
vissum tilvikum, til þess að
styðja við uppbygginguna.
Að öðru leyti vildi forsætis-
ráðherra ekki tjá sig um viðræð-
ur þær sem fyrir dyrum standa
— sagðist einungis gera sér vonir
um að stjórnarflokkarnir gætu
komist að sameiginlegri niður-
stöðu, og kvaðst reyndar bjart-
sýnn á að svo gæti orðið.
Þorsteinn Pálsson var spurður
að því hvort hann teldi að
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn gætu náð sam-
eiginlegri niðurstöðu í þessari
endurskoðun stjórnarsáttmál-
ans: „Ég vænti þess, að hjörtun-
um geti svipað saman, bæði í
Grímsnesinu og Súdan,“ svaraði
Þorsteinn.
um bera almennar sparisjóðsbækur
í sparisjóðum 17% vexti, en spari-
sjóðsskirteini 23% og er ársávöxtun
24,3%. Sparireikningar með þriggja
mánaða uppsögn bera 20% vexti,
ársávöxtun er 21%, en sparireikn-
ingar með 6 mánaða uppsögn bera
23,5% og er ársávöxtun 24,9%. Þar
með falla niður tólf mánaða reikn-
ingar og sagði Baldvin Tryggvason
sex mánaða reikningana gefa bestu
ávöxtun miðað við binditíma.
Verðtryggðir sparireikningar eru
tvenns konar, með þriggja og sex
mánaða uppsögn. Þeir fyrrnefndu
bera 0% vexti en þeir síðarnefndu
5% vexti. Sparisjóðirnir bjóða 12%
vexti á hlaupa- og ávfsanainnstæð-
um. Heimilislánareikningar, sem
tengdir eru lánsmöguleikum ef
sparað er f 3 til 5 mánuði, eru með
20% vöxtum, sem þýðir 21% árs-
ávöxtun. Ef sparað er 1 sex mánuði
eða lengur eru vextirnir 23%
(ávöxtun 24,3%).
Otlánavextir hjá sparisjóðum
eru: Víxlar (forvextir) 23%, hlaupa-
reikningsyfirdráttur 22%, skulda-
bréfalán og afborgunarlán 25,5%,
verðtryggð lán í allt að 2 Vi ár 8%,
verðtryggð lán f lengri tfma en 2 xh
ár 9%. ________
Börkur selur
BÖRKUR NK seldi f gær f Grimsby
110 tonir af þorski fyrir 3.178.800
krónur, meöalverö 28,60 krónur fyrir
kílóiö.
Einn bátur selur i dag, Gullver
NS í Grimsby, og tveir á morgun,
föstudag, Þorleifur Jónsson f
Grimsby og Krossvík f Þýskalandi.