Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
17
Frú Heather Alda Jóhannesdóttir
Ireland. Ljósmynd Mbl./Bjarni
óperusöng, enda á hann illa við
mína rödd og fer ekki vel við
kórstarfið, sem ég er mjög hrifinn
af. Ég kem einnig fram á flestum
skemmtunum sem haldnar eru af
■íslendingafélaginu í Vancouver,
s.s. þorrablótum og dagskrám á
sumardaginn fyrsta, ár hvert."
— Hvað kom þér mest á óvart
við land og þjóð?
„í fyrsta lagi kórarnir eins og ég
hef nefnt áður, en einnig allir litlu
matsölustaðirnir sem eru dreifðir
vítt og breitt um borgina. Það er
talið einkenni stórborgar þegar
maður getur valið um fjölda veit-
ingastaða sem eru mjög góðir og
samkvæmt því ætti Reykjavík að
vera milljónaborg, sem hún er þó
sem betur fer ekki. Hér hefur tek-
ist að skapa stórborgarbrag án
þess að þurfa að kljást við þau
vandamál sem fylgja stórborg-
inni,“ sagði frú Ireland að lokum.
HVERFISGÖTU 103
SÍMI 25999
HLJOMBÆR
Skotar með stór-
átak í markaðs-
öflun á íslandi
SKOSK sendinefnd, sem telur um
40 manns og hyggst vekja athygli
íslendinga á skoskum útflutningsaf-
urðum og ferðamannaiðnaði, er
væntanleg hingað til lands í sept-
ember nk. Ferðin er farin á vegum
„Scottish Council Development and
Industry", í henni verða fulltrúar 39
skoskra fyrirtækja og er þetta lang-
mesta framtak Skota til þessa til
þess að afla markaðar fyrir vörur
sínar á íslandi.
„Við vonumst til þess að þetta
framtak beri tilætlaðan árangur
og teljum okkur hafa ástæðu til
þess að vera bjartsýnir á að svo
verði, enda eru löndin í beinu flug-
sambandi svo eitthvað sé nefnt og
íslendingar ættu ekki að líta fram
hjá þeim möguleikum sem Skot-
land býður ferðamönnum upp á,“
sagði Gordon Lambie-Gibson,
blaðafulltrúi „Scottish Council" í
samtali við Mbl. En Gibson er
staddur hér á landi til þess að
undirbúa komu hinnar fjölmennu
sendinefndar, sem mun dveljast
hér dagana 11. til 14. september.
Sendinefndin mun halda til á Hót-
el Loftleiðum og eru vörur þær og
þjónusta, sem hún hyggst kynna
Islendingum af ýmsum toga,
þ.ám. skoskt wiskí, prjónavörur,
tískufatnaður, kennslubækur,
lækningavörur, timbur, vefnað-
arvörur og ferðamöguleikar í
Skotlandi.
„Tilgangurinn með þessari ferð
er að sýna Islendingum fram á, að
Skotar bjóða upp á mjög fjöl-
breytt úrval af vörum á sam-
keppnishæfu verði," hafði Lamb-
ie-Gibson eftir Craig Campell, for-
stjóra „Scottish CounciT og einum
forvígismanna íslandsferðarinn-
ar. Hann hafði einnig eftir Camp-
ell, að ef vel tækist til hentaði
hinn litli, en vel stæði, markaður á
íslandi vel til viðskipta við þá
stærð fyrirtækja, sem algengust
er í Skotlandi.
„Scottish Council Development
and Industry" eru stærstu sam-
tökin á sviði markaðsþróunar
fyrir skosk fyrirtæki og hafa, að
því er Lambie-Gibson tjáði Mbl.
skipulagt 150 söluherferðir í 46
löndum frá árinu 1960.
í fyrra kom sendinefnd frá
„Scottish Council" hingað til lands
sömu erindagjörða og nú, en sú
nefnd var helmingi smærri í snið-
um en sú sem nú er væntanleg.
Árangur þeirrar ferðar skilaði sér
í pöntunum frá íslandi að andvirði
400.000 pund, þannig að Skotar
eru væntanlega helmingi bjart-
Heyið selt und-
ir framleiðslu-
kostnaðarverði
Ljósm. Mbl./Bjarni
Gordon Lambie-Gibson: „Stærðar-
hlutfoll íslenska markaðarins og
skoskra fyrirtækja fara vel saman.“
sýnni á viðtökur íslendinga í ár en
í fyrra.
VEGNA góðs heyfengs norðanlands
og austan og miklu framboöi af heyi
þar er búist við að verð á heyi verði
svipað og í fyrra. í fyrra var lítið
framboð á heyi og var það þá selt
yfir útgefnu framleiðslukostnaðar-
verði.
Búreikningastofa landbúnaðar-
ins hefur áætlað að framleiðslu-
kostnaður á einu kílói af fullþurru
heyi komnu í hlöðu sé 4,20 kr. í ár
og 10 til 15% lægra á teignum.
Gangverðið virðist hinsvegar mun
lægra og sagði Örn Ingólfsson,
framkvæmdastjóri Hestamanna-
félagsins Fáks í Reykjavík, að
gangverðið væri 3,50 til 4 krónur
kílóið komið í hlöðu í Reykjavík.
Væri þetta svipað verð og í fyrra.
Flutningskostnaðurinn væri inni-
falinn í þessu verði en hann væri
0,70 til 1,20 kr. á hvert kíló. örn
sagði að mikið framboð væri af
heyi að norðan og austan en
minna af Suðurlandi, þar sem
hestamenn hefðu keypt mest af
heyi sínu, vegna óþurrka. Þrátt
fyrir tiltölulega lægra verð vonað-
ist hann til að heyin yrðu betri í ár
en í fyrra.
Rafeindaritvélamar ZX 400 og ZX 500
Stafahjól.
Vélarnar eru með 112 stafa leturhjól
(..Daisywheel '), sem er komið fyrir í
hlífðarstykki, og er mjög auðvelt að
setja f vélina og taka úr.
Hægt er að fá 8 mismunandi stafa-
hjól f báðar vélarnar.
ZX 500 vélin er auk þess búin
mörgum þægilegum möguleikum,
sem gera alla vlnnu við vélritun
auðveldari.
Sem dæmi má nefna: 26 stafa skjá.
sem gerir kleift að skoða orð og set-
ningar. áður en þær eru settar á
blað.
Þetta er einkar hentugt. þegar verið
er að semja bréf, eða þarf að leið-
rétta. Þá er hægt að sjá uppsetningu
bréfsins fyrst, og leiðrétta. eftir því,
sem þurfa þykir, og láta síðan vélina
prenta bréfiö út i einu lagi.
Uppsetnlngarmlnni.
ZX 500 ritvélin hefur 1Kbyte minni. I
þvf er hægt að geyma bréfhausa,
form og texta, jafnvel þó að straumur
til vélarinnar sé rofinn.
Hægt er að geyma allt aö 26 atriöi,
eða 1024 stafi.
Mjög aðgengilegt er að kalla fram
minnið, blaðstillingu með kóda j"..
frá 0 til 9, og texta með
stafakóda. Minnið er hægt að
stækka upp f allt
að 16 K.
Rafeindastýrðar stilllngar
Rafefndastýröar stillingar eru á
vélunum, til að stilla stafabil. Ifnu-
færslu, áslátt, spássíðu, og ZX 500
hefur einnig val um, hvort vélin
prentar út staf fyrir staf, orð fyrir orð
eða línu fyrir línu.
Allt þetta er hægt að stilla, með þvf
að þrýsta á hnapp. Ljósdfóður áyna.
hvaða stilling er á vélinni.
Minnl.
SHARP ritvélarnar eru búnar þremur
stillingum á stafabili, auk þess eru
þær búnar PS (propotional spacing).
Þessar stillingar haldast í minni, þótt
slökkt sé á vélinni.
Lelðréttingarminnl.
Nú er ekkert vandamál að leiðrétt
stafavillur. Hægt er að leiörétta allt
að 6 línur eða 400 stafi (ZX 500).
(ZX 400 hefur leiðréttingarminni 200
stafi eða 3 línur).
Sjálfvirk pappfrsmötun.
Vélarnar hlaða sjálfar pappir á þann
stað, sem notandi ákveður. Þetta
sparar tfma. og losar fólk viö að stilla
pappfrinn af.
Svolítið
tækniundur
Rafeindavélarnar ZX 400 og ZX 500
eru svolítið tækniundur fyrir venjulegt fólk.
Báðar vélarnar eru búnar fjölmörgum
þægilegum möguleikum varðandi
ritvinnslu, s.s. endurstaðsetninu á örk,
sjálfvirkri leiðréttingu, breittu letri,
sjálfvirkri undirstrikun o.fl.
Þær eru auðveldar í notkun, þægilegar
og mjög hljóðlátar.
ZX 500 er búin skjá sem auðveldar
uppsetningu bréfa, og útlit bréfanna
er hægt að geyma í minni.
VERÐ FRÁ KR. 36.800.-