Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Frá Café Viktor ir, sem þekja hina veggina, endur- geisla litina og allt sem gerist úti við verður eins og málverk inni, málverk á hreyfingu og iðandi af lífi — gulur strætó ekur framhjá fimmtu hverja mínútu og kastar gulum blæ á salinn,- næst baðar grænn vörubíll allt í grænu ljósi, — það er svo margt í umhverfinu, ef menn bara taka eftir því. Allt getur gerst hér á horninu. Hér er opið frá kl. 10 að morgni til kl. 2 að nóttu — svo að við- skiptavinir eru margir og margs konar. Þjónustufólkið þarf ekki í sífellu að horfa á sömu andlitin og við reynum að hafa biðtímann sem stystan. Það er þó ekki orðið eins og á stóru kaffihúsunum i París, þar sem 150 þjónar hlaupa um með bakka í höndum og yfir- þjónar standa milli borða og stjórna umferðinni. Það er svo sem ágætt að eiga sér fyrirmynd," segir hann og hlær við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að það væri skylda manna, nokkurs konar þegn- skylda, að gera sér far um að taka þátt í starfsemi borgar sinnar, en Sól og sumar í Kaupmannahöfn: Að bæta fyrir kæruleysi þjóð- félagsins gagnvart listamönnum Litið inn á veitinga- og menningarstaðinn Café Victor - eftir Guðrúnu Jakobsdóttur Sól og sumar í Kaupmannahöfn — á Strikinu er urmull manna af ýmsum litarhætti og klæðaburður er marglitur. Sumir hraða sér áfram með áhyggjusvip og klukkuna á lofti, eins og hvíta kanínan forðum daga í sögunni „Lísa í Undralandi“, en aðr- ir fara sér hægt, njóta blíðunnar og staldra við að hluta á einstaklinga eða hópa, sem spila og syngja fyrir þá, sem nenna að hlusta — því nú hafa fleiri en Hjálpræðisherinn leyfí til að skemmta fólki á götum úti. En það er ekki bara líf og fjör á Strikinu. Ef beygt er niður Nýja Austur- stræti verður á vegi manns skemmtilegt kaffihús eða veit- ingastaður, sem ber heitið Café Victor. Húsið stendur á götuhorni þar sem er talsverð bílaumferð. „Sem betur fer," segir Kenn André Stilling, sem er potturinn og pannan i rekstri staðarins, „það væri óheppilegt ef þessar götur yrðu gerðar að göngugötum. Hví- lík skelfing! Kannski seldist meira, en það bryti í bága við það, sem við ætlum okkur með stað- inn.“ Kenn André Stilling er maður á besta aldri, stillilegur og vingjarn- legur í fasi. Hann er listmálari og myndhöggvari og lítur á það sem aðalstarf sitt. En það er honum ekki nóg, því á bak við öll róleg- heitin leynist eldsál, sem virðist vera óþrjótandi hugmyndaupp- spretta á sviði lista og menningar almennt. Til þess að koma öllum þessum hugmyndum á framfæri þarf svið — og það svið hefur hann skapað með Café Victor. Það er morgunn á Café Victor. Starfsfólk er í fullum gangi að snurfusa í kringum okkur og notar ryksugur og bónvélar og úr eld- húsinu heyrist glamur í diskum, skraf og hlátursköst. Viðgerðar- menn með hávaðasöm verkfæri koma þar ofaní — ásamt slæðingi af fólki; bersýnilega ferðafólk að snæða morgunverð. Hvernig fékkstu hugmyndina að svona kaffihúsi? spyr ég og reyni að yfirgnæfa alla þessa starfsemi. „Sjálf hugmyndin varð til á ferðalagi í París árið 1981. Það vakti athygli okkar að veitinga- húsin þar voru miklu „opnari". Þar er gengið inn af götunni til þess að svala þorsta sínum og að því loknu fer maður út aftur. Það er allt annað en hið fasta form hér — hér er manni næstum ekki hleypt út fyrr en lokið er við að drekka eina átta bjóra! í París er þetta allt miklu hversdagslegra, kaffihús sjálfsögð þjónusta og eðlilegur þáttur bæjarlífsins. Við vorum með þeim að opna fyrstu veitingahús með þessu sniði hér í borg.“ Hefur gengið vel að venja Dani á franska siði? „Það má segja, að ferðaskrif- stofur eins og Spies og Tjæreborg hafi rutt veginn. í sumarfríum kynnist fólk ýmsu, sem það vill ekki án vera heima eftir fríið — t.d. að kaffi er ekki bara kaffi, heldur eru til margar tegundir, capucino, espresso, café au lait o.s.frv. Þessar kaffivélar voru víða ekki til hér á landi — við urðum að flytja þær inn sjálfir til þess að geta boðið upp á kaffi." Þú segir við — hverjir eru við? „Við erum fjórir, sem byrjuðum á þessu. Jan, kokkur, sem hefur starfað í Frakklandi og kynnt sér matseld þarlendra, Gunnar, arki- tekt, og Preben, verkfræðingur. Við Jan vorum þó kunnastir rekstri kaffihúsa. En það er ekki allt fengið með matnum — um- hverfið þarf líka að vera rétt. Frönsk kaffihús eru sniðin eftir aldagamalli venju. Sem dæmi má nefna græna litinn, sem við höfum notað á húsið hér. í París var það áður fyrr tákn þess að kaffihús, máluð í þeim lit, væru kaffihús verkamanna. Nú á dögum er þó kominn talsverður ruglingur á þessar venjur og margar breyt- ingar á orðnar. Ég er vanur að segja, að kaffihús af þessu tagi byggist á því sem mætti kalla „gæði hversdagsleikans". Þetta eru allt smámunir, en þó hver fyrir sig mikilvægur hlutur fyrir heildina. Það þarf að slá á rétta strenginn. Ég lít á staðinn hér sem skúlptúr eða svið, sem þarf að forma í ró og næði. Það getur tek- ið sinn tíma. Borðin eru frönsk kaffihúsaborð, lítil tveggja manna borð, sem má setja saman eftir vild undir hvíta dúkinn. Aftur á móti var það meiri vandi að velja stóla. Við byrjuðum á því að nota franska kaffihúsastóla — en það var einum of upprunalegt. Stólar Wegners eru ágætir, en þeir eru notaðir alls staðar. Stólar Aaltos eru einnig með bestu stólum, en þeir eru notaðir um allt; á sjúkra- húsinu í Herlev, en það er skemmtilegra að menn finni mun Eigandinn Kenn Andre Ljósm.: Lars Huuen. á Herlev og Victor! Loks fundum við stól, teiknaðan af tveimur ung- um dönskum arkitektum. Var sá stóll alveg við okkar hæfi. Hefur þetta orðið til þess að fleiri hafa komið auga á stólinn og hann orð- ið vinsæll hjá mörgum. Um leið höfum við vakið athygli á inn- lendu hæfileikafólki. Hinir gríðarstóru gluggar, sem snúa út að götu, draga líf og eril götunnar inn í salinn og speglarn- vera ekki bara áhorfandi. I því felst líka að láta sjá sig út á við. Það ætti ekki að vera meira feimnismál að sitja fyrir stórum opnum gluggum að snæðingi, en að vera á kvöldgöngu á aðalgötu bæjarins. Bæjarlífið hlýtur að verða fjölbreyttara og áhugi manna á bæjarstarfsemi eykst. Við höfum annars opnað nýjan stað hér við hliðina á þessum. Við köllum hann Victors Garage Brasserie og í góðu veðri má opna alveg út á gangstétt. Hurðin sveiflast upp eins og á bílskúr. Það er dálítill munur á stöðunum tveim — t.d. er munur á matseðl- inum. í „bílskúrnum" er lögð meiri áhersla á steik og nútímarétti, en hérna megin er maturinn hefð- bundnari. Ætlunin var að létta á staðnum hér — það var orðið nokkuð þröngt setið. Nú er bara þröngt setið á báðum stöðum!" Mér er samt kunnugt um, að þú ætlast til annars og meira af kaffihúsinu. Hvað starfsemi aðra rekur þú innan veggja þess? „Áður byggðu menn stórhýsi, ef þeir áttu peninga eða voru ríkir. I dag geyma menn auðæfi sín í kraftmiklum bílum. Heldur var það skemmtilegra að byggja hús eða hallir — það setti meiri svip á bæinn. Eins og ég nefndi áðan álít ég það skyldu hvers og eins að sjá um að borg þeirra lifi góðu lífi. Mér datt því í hug, að kaffihús af þessu tagi gæti verið ágætur rammi um t.d. fyrirlestra, bókaút- gáfu og margt fleira. Við látum ákveðna upphæð ganga til menn- ingarmála. Má segja, að við endur- greiðum þannig töluvert af þeim VktOf B. Vndt rsens Hæderslegat Sondaj; deti 28.11. 1982 kl. 12.30 peningum, sem viðskiptavinir leggja í veitingahúsið. Enda er það ekki nýtt hér á landi, eins og sjá má af Carlsberg-fyrirtækinu, sem styður margt á menningarsviðinu. Við byrjuðum á upplestrunum og erindunum 2 mánuðum eftir opnun staðarins — í janúar 1982. Sunnudagurinn var valinn, nán- ar tiltekið klukkan þrjú eftir há- degi. Það gerist hvort sem er lítið í borginni á þeim tíma. Þetta varð undir eins mjög vinsælt og fólk virðist hafa mikinn áhuga á þessu. Dagblöðin hafa einnig verið okkur velviljuð og aðstðað við að auglýsa og skrifa um þetta. Flestir, sem við bjóðum að tala, eru rithöfund- ar, skáld eða vísindamenn. Að baki liggur ósk um að bæta fyrir það kæruleysi, sem þjóðfélagið oft og tíðum sýnir þessu fólki. Þeir eru ekki teknir alvarlega, eru sjaldan með í ráðum og fá lítinn stuðning almennt. Sæki t.d. lista- maður um 100.000 kr. styrk fær hann aldrei meira en 80.000 kr. — þeim hlýtur að finnast þeir vera sníkjudýr í þjóðfélaginu og einskis nýtir. Þess vegna viljum við taka að okkur að kynna fólk, sem er stoð danskrar menningar. Er það markmið okkar og ósk að hafa það að aðalverkefni veitingastaðarins. Okkur hættir öllum til að gleyma, að það er listamaður að baki ails er við notum dags dag- lega. Líttu á kirkjuna — allt í kirkjunni er listiðn — einnig sálmarnir. Hver einasti sálmur er gerður af mönnum eins og Grundtvig, Kingo og Brorson, sem hafa hrifist og setið með sveittan skallann að miðla okkur af anda- gift sinni. í raun ætti hver kirkju- gestur að leggja 50 kr. i skálda- laun við útgöngudyr að lokinni messu og sálmasöng. Það gæti þá runnið til rithöfundafélaganna. Má vera, að þessi félög færu þá að bera sig. Allir eru sammála því, að einum aflasælum sjómanni fylgi ellefu menn, starfandi í landi, en hver man eftir því, að afköst eins rithöfundar gefa mörgum vinnu. Á hverju lifir Gyldendal? Þeirra veltufé er um 300 millj. á ári. Jú, þeir selja bækur og á því lifa margir góðu lífi — bókabúðir, bókasöfn, prentsmiðjur, dagblöð og margt fleira. Mætti segja mér að veltufé þeirra jafnaðist á við landbúnaðinn." Það er ýmislegt fleira sem fylgir sunnudagserindunum. „Já, við látum gera platköt af þeim er flytja erindi hjá okkur. Þau eru 170x100 sm að stærð og i litum. Við gefum út einu sinni á ári litla bók, einnig til kynningar. Ungt skáld fær verkefni í heilt ár að skrifa um þá, er flytja hjá okkur erindi. Það á að gerast sam- dægurs, en að ári liðnu er öllu safnað og gefið út af Café Victors Forlag. Er bókin skreytt myndum frá plakötunum. Skáldið F.P. Jack skrifaði bókina fyrir 1983 og ég álít hann eitt af okkar bestu núlif- andi ljóðskáldum. í ár er það As- ger Schnck. Bækurnar eru gefnar út í 1.000 eintökum og eru seldar í bókabúðum. Póstkort eru einnig gerð eftir sömu plakötum. Éru þau seld almenningi. Því liggur hluti danskrar menningar i póstkössum hér og þar — það er eins konar kynning líka. Síðan má nefna tímaritið „Vict- or B. Andersens Maskinfabrik". Sýnishorn af póstkortunum sem Café Andre hefur gefíð út til að auglýsa ýmsa menningarviðburði á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.