Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Það er nóg að vilja lifa — eftir Jakob S. Jónsson „Dómsdagsvopnin — um kjarn- orkuvopn og kjarnorkustyrjaldir" heitir bók sem kom út á síðasta ári í Svíþjóð. Þar færir höfundur- inn, Wilhelm Agrell, að því sterk og saimfærandi rök að sambúð stjórnmála og hernaðartækni sé fyrir löngu komin úr öllum skynsmlegum böndum. Hernaður- inn var áður stjórnmálalegt afl og tæki, ætlað til brúks þegar um allt annað þryti; nú er þetta tæki orðið að tækniófreskju, sem getur fyrir handvömm eina brotist úr og vald- ið óbætanlegri eyðingu. Þessu verður ekki varist, að mati Agr- ells, nema varpað sé fyrir róða hefðbundnum þankagangi um tækniþróun og stjórnmál og dæm- ið skoðað út frá nýjum forsendum. Bók sú er um ræðir var gefin út seint á síðasta ári (Wilhelm Agr- ell: De yttersta vapnen — om karnvapen och kárnvapenkrig. Liper 1982). Höfundurinn starfar sem friðarfræðingur við háskól- ann í Lundi og hefur getið sér orð fyrir rannsóknir sínar og skrif um friðarmál. í bókinni fjallar hann um kjarn- orkuvopn og hið meinta hlutverk þeirra sem friðarvarða. Hann rek- ur tilurð og þróun kjarnorku- vopna, segir frá mögulegum áhrif- um þeirra (og annmörkum á að reikna út afleiðinga af notkun þeirra), greinir frá kenningum um notkun þeirra sem og annarra hernaðartækja og sýnir fram á hvernig vopnabúr kjarnorkuvelda hafa tekið stakkaskiptum eftir að kjarnorkuvopn voru sett þar í heiðurssæti. Þá fjallar hann einn- ig ítarlega um afvopnunarviðræð- ur stórveldanna og hvernig tækni- þróunin virðist ætla að gera þær viðræður að engu og jafnvel verða forsenda samviskulauss prútts um gereyðingarvopn. Það eru því engin smámál, sem Agrell fjallar um. En það telst honum og bókinni tvímælalaust til tekna að þetta tekst þannig að úr verður auðlæsilegur og vel skiljan- legur texti, án þess þó að málið sé einfaldað um of. Það er ótvíræður fengur að bók Agrells fyrir hvern þann, sem vill fræðast um kjarn- orkuvopn og stjórnmálalegar af- leiðingar þeirra. ítarleg ritaskrá yfir bækur sem fjalla um sama efni og orðskýringar auka gildi bókarinnar til muna. I inngangi bókarinnargagnrýn- ir Wilhelm Agrell þá umræðu sem hefur átt sér stað um kjarnorku- vopn og friðarmál á undanförnum árum. Hann telur hiklaust far- sælla að reynt sé að fjalla um vopnaþrónina í heild sinni og sam- hengi við stjórnmálaþróun síðustu áratuga og þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki hertækni og herstjórnarlistar í nútíma samfé- lögum. Hann gagnrýnir einnig til- hneigingu manna til að varpa fram dómsdagsspám og telur þær ekki líklegar til að stuðla að skyn- samlegri umræðu um þessi alvar- legu mál. Nú hefur það borið við að fólki finnist umræðan um kjarnorku- vopn koma sér fjarska lítið við. Slík umræða sé á færi svonefndra sérfræðinga einvörðungu og að best fari á því að óbreyttur almúg- inn láti það eiga sig að leggja orð í belg. Það er óneitanlega margt sem hjálpast að við að festa slíkt viðhorf í sessi. Þyngst á metunum er þar vafalaust sú tilhneiging sem oftlega verður vart við í fjöl- miðlum að slíta einstaka þætti málsins úr samhengi og flækja það þannig; þá er það orðfæri sem notað er í öryggismálaumræðunni í fréttum, umræðuþáttum, blaða- greinum og víðar, svo snúið og skelfilega þokukennt að fólk forð- ast þessa umræðu — og kemur hún þó hverju mannsbarni við. Það er nóg að vilja lifa til að hafa fullan rétt til þess að láta til sín taka í þessari umræðu. Bók Wilhelms Agrells er því aufúsugestur á bókamarkaðnum; það má eflaust deila um einhverj- ar niðurstöður hans sjálfs, enda er um að ræða viðkvæm fræði sem flokkapólitík slettir sér óþarflega oft í. En allur sá sægur fróðleiks sem Agrell miðlar af þekkingu sinni er þess viði að bókinni verði sem fyrst snúið á íslensku. Jakob S. Jónsson stundar nám í Stokkhólmi. Lífstíð- arfang- arnir — eftir Johannes Möllehave Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Johannes Mölleha e: Livsfangerne Útg. Linhardt & Ringhof EMMANUEL Sommer, aðstoðar- fangelsisstjóri við gamalt og gróið fangelsi, dreymir um að fá stöðu sem aðalfangelsisstjóri, þegar fráfarandi stjóri lætur af störfum. Hann hefur ýmsar hugmyndir, sem allar stefna í þá átt að aðbún- aður og viðurgerningur við fang- ana verði manneskjulegri en áður og hann trúir ekki á að með illu skuli illt út reka Síðan er rakin saga nokkurra fi nga innan múr- anna, þeir eiga það allir sameig- inlegt, að hafa verið dæmdir fyrir morð eða manndi áp. En sem sag- an líður fram og Emmanuel Sommer fær tæki færi til að reyna ýmsar nýjar aðft rðir í samskipt- um við fangana I reytist smátt og smátt afstaða hans. Hann neyðist til að beita hinni sömu hörku og fyrirrennari hans til að kveða niður uppreisnartilraun, það er ekki jafn einfalt og hann hugði að koma á þeim breytingum og um- bótum, sem hann stefndi að í upp- hafi ferðar. Johannes Möllehave er býsna hagur höfundur, þótt honum tak- ist ekki að mínum dómi, að flétta söguna saman í eina heild, brota- brotin verða of mörg og endarnir eru víða lausir og sumir hreinlega gleymast. En engu að síður er þetta gagnleg lesning og sennilega sönn í megindráttum. Ekki hvað sízt er fróðlegt að lesa um hvernig föngunum farnast þegar þeir hafa afplánað dóm sinn og reyna að feta sig inn í samfélagið aftur. Þar er skrifað af þekkingu og visku um nöturlegan sannleika. Panasomc Endurtekur ævintýrið. 5 þriggja tíma VHS myndsegulbandsspólur í pakka á aðeins kr. 399.- spólan. Ekki kasta krónunni og spara aurinn. veljið það besta frá Panasonic, stærsta VHS framleiðanda heims. Ath. fást nú líka í HAGKAUP Skeifunni Akureyri Njaróvik m ^JAPIS hf BRAUTARHOLTl 2 SÓMI 27133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.