Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Norska stjórnin veit- ir 80-100 ný starfs- leyfi til fiskeldis Svifdrekaflug Svifdrekaflug gerist æ vinsælli íþrótt. Hér sést til Vestur-Þjóðverjans Haralds Zimmer, sem í vikunni sem leið vann sér inn tíu þúsund sterlingspund (jafnvirði um 400 þúsund ísl. króna) í svifdrekakeppni í Bognor á Englandi. Óvænt greiðasemi sænskra fyrirtekja: Rússneskir verzlunarfulltrú- ar fá ókeypis bíl, húsnæði o.fl. MÖRG stór iðnfyrirtæki í Svíþjóð hafa látið mönnum úr sovézku verzlunarsendinefndinni í Stokk- hólmi í té ókeypis bifreið, íbúð og læknisþjónustu. Ekkert var vitað um þetta framlag sænskra atvinnu- rekenda til sendistarfsmanna risa- veldisins hvorki af sænska útflutn- ingsráðinu, verzlunarráðuneytinu né öryggislögreglunni. Skýrði Svenska Dagbladet frá þessu í áberandi frétt á laugardag. Fimm skæru- liðar felld- ir í átökum San Salvador, 20. ágúxt. AP. TAI.SMADIIR stjórnarhersins í El Salvador segir að flmm skæruliðar hafl verið felldir og margir særðir í átökum í grennd við þorpið San Aug- ustin, sem er í Usulutan-héraði fyrir suðaustan höfuðborgina. Talsmaðurinn sagði að sama dag hefðu skæruliðar ráðist inn í þorpið Hualana í San Miguel- héraði fyrir austan höfuðborgina og neytt tólf unga menn til að fylgja sér á brott. Nokkrum sinn- um áður hafa borist fréttir um að skæruliðar hafi gripið til mann- rána til að afla sér liðsmanna. Á meðal þeirra fyrirtækja í Svíþjóð, sem greiða fyrir dvöl sendimannanna — að minnsta kosti að nokkru leyti — eru verk- takafyrirtæki í eigu stéttarsam- banda eins og BPA, ASEA, Alfa- Laval og Johnson-fyrirtækið. Talsmaður fyrir Johnson sagði, að sér þætti það ekki óeðlilegt, að sænsk fyrirtæki færu svona að. „Það er margt í viðskiptunum við ríki Austur-Evrópu, sem kann að líta undarlega út, ef skýrt er frá því þannig, að það sé slitið úr samhengi," sagði hann. Talsmað- ur Alfa-Laval rökstuddi greiðsl- urnar vegna Rússanna á þá leið, að þær liðkuðu fyrir viðskiptum. „Alfa-Laval hefur gert stóra, fasta samninga við Sovétríkin. Það er ein af kröfum Rússa, að allur útbúnaður verði skoðaður, áður en afhending á sér stað. Þess vegna er það hagkvæmast, að rússneski skoðunarmaðurinn fái bíl til umráða til þess að ferð- ast á milli verksmiðja okkar í Svíþjóð." Talsmaðurinn skýrði þó frá því, að fyrirtæki hans hefði reynt að leggja þetta fyrirkomu- lag niður, en það hefði alltaf sætt hörðum andmælum af sovézkri hálfu. Yfirmaður upplýsingadeildar ASEA segir, að það sé algengt að aðstoða aðkomumenn, sem eru fulltrúar erlendra fyrirtækja, með tilliti til íbúðarhúsnæðis. Svenska Dagbladet hefur það eft- ir einum af fulltrúum sovézku verzlunarsendinefndarinnar, að hann telji ekkert skrítið við það, að sænsk fyrirtæki sýni vissa Osló, 20. igúst. Frá Jan Erik Laure, fréttarit- ara Mbl. NORSKA ríkisstjórnin ætlar að auð- velda mönnum að hefja rekstur flsk- eldisstöðva. Stjórnin ræðir um þess- ar mundir tillögur um starfsleyfl og bendir allt til að um 80—100 nýir aðilar fái leyfl. í atvinnugrein þessari hafa ver- ið uppi miklar deilur um það, hvernig halda skuli á málum. Hin- ir stóru kvarta yfir að þröngt sé um þá og þeir geti ekki aukið starfsemina eins og þeir kæri sig um. Hinum smáu þykir allt of geyst farið í sakirnar. Þá hefur mikið verið þráttað um hlutabréfaeignina. Ríkisstjórnin hefur hafnað því sem meginreglu, að eigendur eldisstöðvanna verði að reka þær. Virðist hún ætla að fara bil beggja, þannig að meiri- hluti hlutabréfa hverrar eldis- stöðvar verði að vera eign hér- aðsbúa, en sömu aðilar megi einn- ig eiga minnihluta í einhverri annarri stöð. Þá er í ráði að veita þeim sérstakar ívilnanir, sem koma vilja á fót fiskeldi í þremur nyrstu fylkjunum. Það er einvörðungu ræktun lax og silungs, sem háð er leyfisveit- greiðasemi. Þetta fyrirkomulag að greitt sé fyrir íbúð, bíl, læknis- þjónustu og telex-samband eigi sér aðeins stað í tengslum við meiriháttar verzlunarsamninga, þar sem samningurinn nái yfir mörg ár. Noregur: Osló, 20. ágúsL Frá Jan Erik Laure, fréttarit- ara Mbl. DYRE Östby, sem er 36 ára gamall, hélst í aðeins fjóra mánuði í banka- stjóraembættinu. Þá fékk hann sparkið — og eina milljón króna að auki sem þakklætisvott fyrir vikið. Östby var þeirrar skoðunar, að ingu frá hinu opinbera. Nú eru starfandi um 252 klakeldisstöðvar í Noregi og 479 stöðvar, sem ala fisk til sölu sem matfisk. Að auki hafa um 100 aðilar fengið vilyrði fyrir starfsleyfi. Og nú virðist sem sé eins og stjórnin muni innan skamms veita 80—100 aðiium til viðbótar hið eftirsótta starfsleyfi. Harmleikur í Svíþjóð: Fimmtán ára piltur stung- inn til bana Stokkbólmi, 20. ágúst. Frá fréttaritara Morgunblaósins, Erik Liden. Viðbjóðslegt morð á 15 ára gömlum pilti var framið á eyju einni í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm á laugardags- morgun. Var hann stunginn til ólífls með hníf. Átti pilturinn, sem gekk þar til prests ásamt hópi annarra pilta, að fermast þar á sunnudag. I Fermingunum var að sjálfsögðu aflýst og hafa pilt- arnir og ættingjar þeirra snú- ið aftur heim til sín. Morðing- inn var 24 ára gamall maður og var drukkinn, er hann framdi ódæðið. Hafði honum hvað eftir annað verið vísað burt þaðan, sem piltarnir bjuggu, sökum truflunar þeirrar, sem hann olli. Lög- reglan náði að handtaka hann strax eftir ódæðið, en það tókst ekki að bjarga lífi pilts- ins, þrátt fyrir það að hann væri fluttur í skyndi með þyrlu á sjúkrahús. Sparisjóður Heiðmerkur væri orð- inn of gamaldags og gerði áætlun um að blása nýju lífi í starfsem- ina. En þetta var ekki að skapi gömlu yfirmannanna, og ekki heldur trúnaðarmanns starfs- fólksins. Höfðu þessir aðilar sam- band við aðalskrifstofuna í Osló og fengu ráðamenn þar í lið með sér. Östby bankastjóri fékk tilboðið samdægurs. „Ef við greiðum hon- um milljón í sárabætur, hættir hann örugglega." Og hver segir nei við því að verða milljónamæringur? Ekki Östby, og hann hætti sam- dægurs. Leiðrétting 1 frétt í Mbl. á sunnudag um væntanlega Grænlandsferð Ingi- ríðar ekkjudrottningar var rang- lega tilfært nafn tengdaföður hennar, Kristjáns X, þegar rætt var um eiginmann hennar, Friðrik IX. Þ Er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Vestur-Þýskaland: Rauðu herdeildirnar afla sér nýrra félaga Berlín, 20. ágúnt. AP. Lögregluyflrvöld í Vestur-Þýska- landi segjast hafa vitneskju um að hryðjuverkamenn úr svonefndum Rauðum herdeildum hafl að undan- förnu verið að afla sér nýrra félaga, sem ætlað er að vinna skemmdar- verk á bandarískum hernaðar- mannvirkjum í landinu. Heinrich Boge, talsmaður lög- E1 Salvador: reglunnar, sagði að þessara upp- lýsinga hefði verið aflað eftir handtöku fimm forystumanna í Rauðu herdeildunum á sl. tveimur mánuðum. Að sögn Boge er talið að Rauðu herdeildirnar hafi nú á að skipa 6—8 virkum félögum. Yfirlýst markmið þeirra er að brjóta „auð- valdsskipulag" Vestur-Þýskalands á bak aftur með ofbeldsiverkum. Noregur: „Gagnslaus lúxusferð u (>sló, 20. ágúsL Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. „Gagnslaus lúxusferð" var einkunin sem einn af fulltrúum Stórþings- ins hafði um svokallaða námsferð landbúnaðarnefndar þingsins til Bandaríkjanna og Kanada. — Við gerðum lítið annað en að fara í útsýnisferðir, sagði fulltrúinn, Jens Marcussen, sem situr á þingi fyrir Framfaraflokkinn. Marcussen sótti um að fá að halda sig heima, því hann þóttist sjá fyrir af ferðalýsingunni, að þetta yrði ekki til neins gagns. En hann varð að gjöra svo vel og fara; það var skylda hans sem þingmanns. I Kanada skoðaði nefndin stór tré í garði nokkrum. í Banda- ríkjunum notuðu nefndarmenn tímann til að fara á fiskasafn og á listasöfn. Og með fylgdu ókeypis miðdegis- og kvöldverð- ir. En rétt skal vera rétt. Nefnd- in skoðaði ennfremur myllu, sem sérstaklega er gerð til þess að mala korn. Svo og skoðaði hún garðyrkjuskóla. Ferðin kostaði norska skatt- borgara um hálfa milljón n.kr. Og það finnst Marcussen þing- manni of mikið bara til að kasta út í bláinn. Enginn hafði lært neitt sem að gagni geti komið heima fyrir og nær hefði verið að verja þessu fé til að auðvelda nefndarmönnum dagleg störf sín í þágu landbúnaðarins. Fékk milljón í sárabætur fyrir embættið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.