Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 56
AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SIMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl, SlMI 11633 Rannsóknarlögregla ríkisins: Gæzluvarð- halds óskað eftir deil- ur nágranna ALDRAÐUR maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir aðkasti nágranna síns. Rannsóknarlögregla ríkisins fór í gær fram á gæsluvarð- hald yfir viðkomandi manni fyrir Sakadómi Reykjavíkur til 5. september næstkom- andi. Dómari tók sér sólar- hringsfrest til að fhuga gæslu- varðhaldskröfuna. Tildrög málsins eru þau, að aðfaranótt sunnudagsins varð vart við reyk í fjölbýlishúsi því er báðir mennirnir búa í. Nágrannar gerðu slökkviliði aðvart og komst það inni íbúðina með því að brjóta glugga. Reykurinn stafaði frá potti á eldavél og var einn maður sofandi í íbúðinni. Daginn eftir barði maður- ir.n, sem verið hafði sofandi í íbúðinni, uppá hjá öldruðum hjónum, nágrönnum sínum, réðst síðan inn til þeirra með offorsi og ásakaði þau fyrir að kalla á lögreglu og slökkvilið. Aldraði maðurinn, sem er um sjötugt, er veill fyrir hjarta og féll hann meðvit- undarlaus í gólfið. Hann var fluttur á sjúkrahús og liggur þar þungt haldinn eins og fyrr sagði. Að sögn Rannsóknarlög- reglunnar miðar rannsókn málsins vel áfram. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Grásvartur beljandinn í Skaftá gegnt Skaftárdal. Þó bærinn sé umflotinn vatni getur heimilisfólkið, alls sjö manns á þremur bæjum, komist burt eftir nýlegum línuvegi austan með Skaftá. Enn vex í Skaftá og vegur- inn um Eldhraun varasamur SKAFTÁRHLAUPIÐ fór enn vaxandi í gærkvöldi og stefnir í að verða það mesta í manna minnum. að því er Oddgeir Kristjánsson, bóndi í Hvammi, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Fjallabaksleið nyrðri hefur lokast vegna hlaups- ins og búast má við að þjóðvegur númer eitt um Kldhraun geti orðið varhugaverður í dag. í gær- kvöldi höfðu ekki orðið stórfelldar skemmdir á vegum eöa varnargöröum. Oddgeir í Hvammi sagði, að hiaupið væri nú orðið mun meira en þegar áin hljóp síðast, í janúar 1982. „Vatnið fór þá viðar vegna jaka- ruðningsins í ánni, það sýndist meira, en þetta er að verða það mesta, sem ég man eftir,“ sagði Oddgeir. Hann sagði að vatnsborðsmælir, sem Vatnamælingar Orkustofnunar hafa komið fyrir þar við bæinn, yrði óvirkur snemma í hiaupi vegna aur- og leirburðar árinnar og því gæti hann ekki sagt til um það nákvæmlega hve vatnsmagnið væri mikið. „Ég mældi vatnshæðina í gær og þá var hún í þremur metrum, sem er helmingi meira en er við eðlilegar kringumstæður," sagði Oddgeir Kristjánsson. „Það er óhemju mikið vatn við Skaftárdal og varnargarðurinn farinn. Þar flæðir vatnið yfir og sömuleiðis er farið að flæða vatn yfir veginn hér við Hvamm." Ekki er með öllu vegasambandslaust við Skaftárdal, þó þar sé allt umflotið vatni. Þurfi til að grípa getur heimilisfóikið, alls 7 manns á þremur þæjum, komist nýlegan línuveg austan með Skaftá. Sjá nánar á blaðsíðu 62. Kúfiskur fluttur út til Bandaríkjanna Framsóknarþingmenn funda: Óánægðir með vaxtastefnuna NÚ er verið að ganga frá einni og hálfri lest af kúfiski til sendingar í tilraunaskyni til Bandaríkjanna. Kúfiskurinn er í skelinni og verður hann unninn í þar til gerðum vélum vestra til að kanna hvort hann sé vinnsluhæfur og hvort hann standist Sprengi- efni stolið BROTISH' var inn í sprengiefna- geymslu verktaka á vinnusvæðinu við Grafarvog um heigina og þaðan stolið talsverðu af hvellhettum og 50—75 kílóum af dfnamíti. Það eru eindregin tilmæli rann- sóknarlögreglunnar að þeir sem geti gefið einhverjar upplýsingar um málið hafi samband við lög- regluna. Þjófnaðurinn komst upp í gær- morgun er menn mættu til vinnu og því er ekki vitað hvenær helgar- innar brotist var inn. gæðaprófanir. Veröur kúfiskurinn sendur flugleiðis utan í dag, þriðju- dag, með einni af vélum Flugleiða. Að sögn Björns Dagbjartssonar, forstöðumanns Rannsóknastofunar fiskiðnaðarins, var það rannsókn- arskipið Dröfn, sem aflaði þessa kúfisks, en talið er að óhætt sé að veiða verulegt magn af honum ár- lega hér við land. Björn sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri liður í því að kanna hvort kú- fiskur hér við land væri nýtanlegur og hvort nægilegt verð fengist fyrir hann til þess að hefja veiðar og vinnslu. Vélar til að vinna kúfisk- inn væru mjög dýrar og því hefði verið tekið það ráð að senda þetta magn utan til vinnslu þar. Þá myndi koma í ljós hvort hann væri hæfur til vinnslu og manneldis og ennfremur hvert verð væri hugs- anlega hægt að fá fyrir hann. Hins vegar væri verð mjög óstöðugt og sala því ótrygg að sama skapi eins og sakir stæðu. Kúfiskinum var í gær landað hjá fiskiðjuveri ísbjarnarins og verður honum síðan pakkað þar til út- flutnings í dag. Morgunbladid/Július. Einn af starfsmönnum Ísbjarnarins með hluta kúfisksins, sem sendur verður til Bandaríkjanna í dag. „VIÐ VORUM að ræða verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar á næsta ári, og helstu áherslupunktar þingflokksins á fundinum voru að stefna að því að halda verðbólgunni niðri og atvinnu- vegunum gangandi," sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, er blm. Mbl. spurði hann fregna af löngum þinghokksfundi flokksins í gær, en hann stóð í liðlega fjórar klukkustundir. Steingrímur sagði að mestur tími hefði farið í að ræða málin og kynna einstaka flokka, en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ákveðnir þingmenn hafi látið í Ijósi óánægju með ýmislegt það sem ákveðið hefur verið af stjórnvöldum upp á síðkastið, einkum og sér í lagi með aukió frelsi til handa bönkunum varðandi vaxtaákvarðanir. Morgunblaðið snéri sér til nokk- urra þingmanna FramsóknarflokkL - ins í gærkveldi og spurði fregna af fundinum. Ingvar Gíslason alþingis- maður sagði þennan fund hafa verið gagnlegan. Hann lagði áherslu á að út í hött væri að tala um endurskoð- un stjórnarsátlmálans, þegar verið væri að ræða um viðræður flokksfor- mannanna um verkefnaskrá næsta árs. Aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins tóku í sama streng. Sögðu þeir að í gildi væri stjórnarsáttmáli, sem myndi gilda út kjörtímabilið. Þingmennirnir sem blm. ræddi við sögðu flesta þingmennina hafa verið sammála um að halda bæri óbreyttri gengisstefnu, þ.e. stöðugu gengi. Einn þingmanna sagðist telja lang- mikilvægast að rekstrargrundvöllur væri í sjávarútvegi, og að gengis- skráning væri rétt, bæði með hags- muni iðnaðar og sjávarútvegs í huga. „Þá kom það fram á þessum fundi, að við framsóknarmenn erum mjög óánægðir með vaxtastefnuna," sagði Ingvar Gíslason, og aðrir þingmenn sögðust ekki telja að þessi vaxta- stefna gæti átt neina framtíð fyrir sér. Sjá nánar bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.