Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 52
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Fæðing sálar undir stjórn Ingmar Bergman Grein I Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummálinu: Fanny och Al- exander. Stjórn og handrit: Ingmar Berg- man. Kvikmyndatökuvélastjórn: Sven Nykvist. Hljóó: Owe Svensson/ Bo Pers- son. Sýnd í Regnboganum. Tekið skal fram að texti við mynd- ina er ekki á íslensku eins og vænta mátti, heldur dönsku, og gerir myndina enn dularfyllri. Sá er þetta ritar gæti vafa- laust soðið saman greinaflokk uppúr öllu því efni er honum hefir borist frá Svíaríki um nýj- ustu mynd Ingmar Bergman; Fanny och Alexander, en sú kvikmynd birtist nú mörlandan- um í Á-sal Regnbogans. En ætli ég hlífi ekki ritvélargarminum við slíku fimbulfambi og lesend- um sömuleiðis frá froðusnakki og láti nægja tvær greinar um efnið, ekki endilea vegna þess að þessi kvikmynd hafi brugðist þeim vonum, er kviknuðu við lestur hins sænskættaða kvik- myndapósts, og þó, ætli sú sé ekki í og með ástæðan. Ég fór nefnilega í bíóið með slíka brjóstbirtu af von um ólýsanlega upplifun, að raunveruleikinn skyggði á drauminn. (Eins og alltaf, ekki satt?) Samt er þessi kvikmynd Ingmar Bergman af Fanny och Alexander eins ná- lægt þeim draumi, sem er feg- urstur og jafnfrmt ægilegastur — draumi bernskunnar — eins og hægt er að ætlast til af hinum sænska meistara leikhúss og bíós. Gallinn er bara sá, að sá, er þessum dómhvata penna stýrir, hefir séð draumi bernskunnar enn betur lýst í annarri sænsk- ættaðri filmu. Nefnist mynd sú Avskedet, og er raunar finnsk/sænsk þ.e. leikstýrð af Tuija-Maija Niskan- en en framleidd af Svenska Filminstitutet, á sama hátt og Fanny och Alexander og fjallar um finnsk/sænska yfirstéttar- fjölskyldu, séða með augum lít- illar telpu, Valerie að nafni. Mynd þessi sá tjaldsins Ijós þann 11.3. 1983 og níu mánuðum síðar sér svo mynd Ingmar Bergmans um sænskættaða yfir- stéttarbarnið Alexander dagsins ljós við klapp heimsins. Já, það er ekki sama Jón og séra Jón í þessum heimi. Hefði mynd Tu- ija-Maija Niskanen um hana Valerie litlu verið frumsýnd níu mánuðum síðar ne mynd Ingmar Bergman um strákinn Alexand- Á myndunum er hér birtast sjáum við Ingmar Bergman í matró.safótum í skólanum sínum á svipuðum aldri og hinn matrósagæjann er Bertil Guve leikur og nefnist sá Alexander. er, hefði kvikmyndaheimurinn vafalaust slegið öllu uppí grín og sagt ... ja, svona er hann Bergman, hann þarf ekki annað en setjast niður og búa til mynd og þá verður einhver smákallinn í kvikmyndaheiminum óléttur og níu mánuðum seinna fæðist önn- ur útgáfa af hugarfóstri meist- arans. Kannski er þetta nú ósann- gjarnt hjá mér, en mér verður æ betur ljóst hve oft almannaróm- ur lýgur, ekki síst á sviði listar- innar. Liggur við að ég fullyrði að „meistarakerfi" listaheimsins sé álíka dularfullt fyrirbrigði og „meistarakerfi" byggingariðnað- arins. Það er nefnilega oft svo, að þeir sem eru sannastir, heið- arlegastir og af hjarta lítillát- astir og hinir mestu völundar, verða ekki „meistarar" af þeim verkum er sýna skal heiminum. Þeir sem smíða byggingar þessa heims og annars af hvað mestum hagleik, búa oft yfir slíkri hóg- værð að hákarlarnir — er stjórna efnahagslífinu og lista- lífinu — koma ekki auga á þá og kveðja til þá „byggingameistara" er brölta áfram ineð mestum fyrirgangi í henni veröld. Einn slíkur bröltari er Ingmar Bergman. Hann hefir eignast átta börn með konum sínum, en aldrei unnið það hversdagslega afrek, að ala börnin upp til full- orðins- og manndómsára. Listin, þessi marghöfða þurs, skipti auðvitað meira máli, eins og Liv Ullmann — ein barnsmóðirin — hefir upplýst. Það er ekki nema von að þeir, sem hafa hampað þessum „byggingameistara" í heimi listarinnar hvað mest, hoppi hæð sína þegar fréttist að kappinn ætli að festa á filmu eigin barnæsku. Hinir lítillátu byggingarmeistarar hversdags- lífsins láta hinsvegar venjulega nægja kodak-myndir af fjöl- skyldunni á hinum ýmsu „bygg- ingarstigum", enda telja þeir sig fremur bera ábyrgð gagnvart mökum sínum og litlu ungunum allt til þess er þeir fara útá sjó- inn mikla — en gagnvart heim- inum, er kemur einkaheimur listamannsins raunar ekki hið minnsta við . En svona er þetta með þessa stóru í hinu grunna sævi listar- innar, þeir telja sig fremur eign heimsins, þessa sem launar með vegtyllum og frægð, en þeirrar veraldar er ein skiptir máli — þann sem er af hjarta lítillátur. Það sæmir ekki Ingmar Berg- man að skoða kodak-myndir heima í litla húsinu sem hann hefir reist yfir þá er spruttu af holdi hans, það verður að reisa stórkostlegan kastala yfir bernsku þessa mikla „bygg- ingameistara" í heimi listarinn- ar. Litli kofinn er heldur hvergi fyrir hendi og föðurleysingjarnir dreifðir út um allar jarðir, vænt- anlega í umsjá mæðranna, sem ekki bregðast fremur en önnur krosstré. Alexander er eitt slíkt barn er missir föður sinn og verður fyrir því að eignast strangan stjúpföður. Já, slíkar eru syndir feðranna að þeim bókstaflega rignir yfir „Das schwerste Gewicht“ Sigurlaugur Brynleifsson Milan Kundera: The Unbearable Lightness of Being. Translated from the Czech by Michael Henry Heim. Faber and Faber 1984. Höfundurinn varð kunnur fyrir bók sína „The Joke“ sem kom út þegar voraði í Prag hér um árið. Strax eftir innrás Rússa var höf- undurinn sviptur störfum og rit hans bönnuð í heimalandinu og í öðrum alþýðulýðveldum. Hann settist að í Frakklandi 1975. Þetta er sagan af Tómasi og Theresu, Franz og Sabínu og því fólki sem þau eru tengd og eiga samskipti við. Sviðið er fyrst og fremst Prag, einnig Zúrich, París og New York. Tékkar heima og landflótta. Tékkar í leit að gildum á flótta undan viðmiðunarmark- miðum alþýðulýðveldisins. Tómas er kunnur skurðlæknir, hann sker upp fólk af mikilli snilld og telur sig geta náð sambandi við hinar fjölmörgu vinkonur sínar og kynnst þeim á ekki ósvipaðan hátt og hann telur sig „kynnast" sjúkl- ingum sínum með beitingu hnífs- ins. Tómas telur sig frjálsan, hann er laus allra mála, ábyrgðarlaus. Honum er allt leyfilegt og honum fyrirgefst allt og jafnframt er lff hans gildislaust, marklaust, þýð- ingarlaust. Hann kynnist Theresu og hún dregur hann til ábyrgðar, hún er bundin fortíð og streitist við að eiga „einkalíf" i samfélagi þar sem einstaklingurinn er ekki til nema sem líffræðilegt fyrir- brigði með ákveðnar þarfir, sem alþýðulýðveldið kemur til móts við og telur sig fullnægja. Tákn al- þýðulýðveldisins er móðir Ther- esu, sem höfundurinn lýsir sem ógeðslegu og grófu kjötflykki, gráðugri og viðbjóðslegri á allan hátt. Hún þolir ekki dóttur sína, hæðir hana og særir eins og hún framast getur, þar til Theresa kynnist Tómasi og flýr að heiman. Tómas og Theresa setjast að í Zúrich, en Theresa þolir ekki út- legðina og fer aftur til Prag. Þótt Tómas hafi haldið uppteknum hætti sem óseðjandi hjartaknosari þá skilur hann að hann getur ekki lifað án Theresu og fer á eftir henni til Prag. Hann verður ekki vel séður af valdhöfunum, einkum vegna greinar sem hann hafði skrifað meðan „vorið í Prag“ stóð, þar sem hann lýsti afstöðu Ödip- usar til eigin sektar og afstöðu kommúnista til atburðanna eftir hið skamma „Prag-vor“. Höfundurinn skrifar: „Allir þeir sem telja að kommúnistaríkis- stjórnirnar í Mið-Evrópu séu myndaðar af glæpamönnum, ganga fram hjá grundvallar- staðreynd, þær voru ekki myndað- ar af glæpalýð heldur af hugsjóna- mönnum sem töldu sig hafa upp- götvað þá sönnu leið til paradísar. Síðar kom í ljós, að paradís fyrir- fannst engin og hugsjónamennirn- ir voru morðingjar. Kommúnist- arnir svöruðu. Við vissum ekkert, við erum saklausir. Við vissum ekki betur ... Gufar ábyrgðin upp ef morðinginn telur sig hafa fram- ið morðið í góðri trú? Odipus hafði ekki hugmynd um glæp sinn, en þegar hann uppgötvaði hann stakk hann úr sér augun. Hann Milan Kundera gerði sér ljósa ábyrgð sína. En morðingjar tékknesks þjóðfrelsis og menningar væla, „við vissum ekki betur" og halda áfram iðju sinni... “ Höfundurinn lýsir „frelsuninni" og upphafi útþurrkunar tékkn- eskrar menningar og fyrst og fremst tékkneskrar fortíðar, sögu- fölsununum og heilaþvottinum. Bráðlega kemur að því að Tómas er beðinn um að skrifa yfirlýsingu um að hann iðrist skrifa sinna og að hann álíti „frelsunina" hafa heillaríkar afleiðingar fyrir tékkneska menningu og sjálf- stæði. Hann neitar. Þar með hverfur hann frá fyrri störfum og hann og Theresa setjast að úti í sveit, eftir að hafa dvalið nokkurn tíma í Prag þar sem Tómas vann við gluggaþvott. Svipuð störf urðu hlutskipti fjölmargra vina og starfsbræðra Tómasar, aðrir flýðu land. Sabína er spegilmynd Tómasar, hún verður kunnur listamaður í Bandaríkjunum og lifir þar „hinn óþolandi léttleika ábyrgðarleysis- ins“, jafn innantómu lífi og Tóm- as, meðan það stóð. Narsissimi gegnsýrir lífsviðhorf markaðs- samfélaganna og er þar sterkasta mótunaraflið, einkalíf er á hröðu undanhaldi og mötunin er í al- gleymingi. Allir tilburðir til að berjast fyrir réttlæti og jöfnuði eru mótaðir af sýndarmennsku og auglýsingastarfsemi þeirra sem taka þátt í þeirri baráttu. Lýsing- in á „Göngunni miklu" til landa- mæra Kambódiu, er sláandi dæmi -t- um þessi einkenni. Heimsfræg filmstjarna, þýskur pop-trúður, sem er dáður um allan heim, franskur nútíma rithöfundur og frægt fjölmiðlafólk tekur þátt í göngunni, sem er nú ekki ýkja löng. Kraðak fréttamanna og ljósmyndara fylgist með og aug- lýsingastarfsemin er í hámarki. Árangurinn verður enginn nema að því leyti, að göngumenn eru nokkra daga í sviðsljósinu. Franz, vinur Sabínu, tekur þátt í göng- unni, en verður fyrir árás af götu- bófum í Thailandi og deyr. Allir tilburðir til linunar á ástandinu þar sem það er verst snúast upp i það að verða stuðningur við það i ástand, sem leitast er við að berj- ast á móti. Afstaða Kundera til ástandsins í hinum vestræna heimi minnir á afstöðu Solzhenitsyns, en þó er Kundera og honum enn vært hér. „Kitsch“-hugtakið merkir rugl, hálflygi, blaður og einkennir stjórnmálamenn um allan heim. í samfélögum þar sem pólitískar stefnur og flokkar berjast um áhrif og takmarka þar með áhrif hvort annars, geta einstaklingar enn lifað án þess að samsamast hálflífi sýndarmennsku og lyga: einstaklingurinn getur verið hann sjálfur, listamaðurinn og skáldið geta skapað eigin verk. En þegar stjórnarstefnan er mótuð af ein- um flokki upphefst hin algjöra lygi • ■ • “ Og höfupdur heldur áfram: „Öll persónuleg tjáning verður bann- færð (frávik frá ríkjandi skoðun samfélagsins er líkast því að hrækt sé á brosandi bræðralagið; að efast er bannfært (ef menn taka að efast, endar það með því að menn taka að efast um rétt- mæti lífsins sjálfs); írónían er bönnuð (í heimi lyginnar verður að taka allt í fúlustu alvöru ... í ljósi þessa má líta á gúlag sem sorpeyðingarstöð sem er notuð fyrir ruslið af hinni samvirku for- ystu ... “ ? Til þess að gjörlegt sé að móta heim lyginnar, þarf að útþurrka fortíðina eða endurskapa hana svo að hægt sé að móta „hið mennska flak“ sem lifir samkvæmt kröfum og forskriftum hins staðlaða nú- tíma samfélags, þar sem nauðsyn samfélagsins á allan forgang. Lausn undan erfðum, arfhelgi og menningu og móðurmáli er for- sendan fyrir því að slíkt megi tak- ast. Með því að losa manninn und- an hinni „eilífu endurtekningu" sem er inntak þess sem nefnt er menning, losna menn undan þunga ábyrgðarinnar „Das Schwerste Gewicht" (Nietzsche). „Því óbærilegri þungi, því meir nálgast maðurinn jörðina, því raunverulegra verður líf hans og sannara. Fullkomin lausn undan þessum þunga gerir manninn létt- ari en loftið, hann losnar undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.