Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Galvin heldur fund í Dublin Belfast, N-frlandi, 20. igúst. AP. MARTIN GALVIN, bandaríski stuðningsmaður írska lýðveldishers- Lestarslys í Lundúnum Lundúnum, 20. á|(Ú8t. AP. NEDANJARÐARLEST í Lundúnum rakst á afturhluta annarrar lestar með þeim afleiðingum að einn lest- arstjóri beið bana og 30 manns slös- uðust. Lestirnar voru báðar á vestur- leið og skullu saman á þeim stað þar sem lestirnar ganga ekki neð- anjarðar. 1 fyrstu var talið að eng- inn hefði látist, en síðar fundu björgunarsveitir lík annars lestar- stjórans. Rafmagn var tekið af lestartein- unum meðan á björgunarstarfi stóð, en truflanir á öðrum lestar- ferðum um miðborg Lundúna voru ekki miklar vegna slyssins. ins sem slapp úr klóm lögreglunnar fyrir átta dögum, mun halda fund með fréttamönnum í Dublin á morg- un, samkvæmt tilkynningu Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA. Breska stjórnin hafði synjað Galvin um leyfi til að heimsækja N-írland, en hann komst undan lögreglunni þegar reynt var áhlaup á höfuðstöðvar Sinn Fein 12. ágúst sl. í tilkynningu stjórn- málaflokksins kom ekki fram hvar Galvin væri niðurkominn, en talið er víst að honum hafi verið smygl- að aftur til frlands. Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hefur neitað að verða við óskum stjórnarandstöð- unnar um að rannsaka hvers vegna Galvin hafi verið neitað að heimsækja N-írland, en sagði að ákvörðunin gæti verið umdeilan- leg. Líbýska ferjan og flutningaskipið „Ghat“ er nú í Marseille í Frakklandi þar sem skipið er til viðgerðar. Var leitað mjög rækilega í því áður en það fékk að koma í höfn, en ekkert fannst sem tengt getur það tundurduflalagningu. Voru duflin lögd af skipi frá libýu? London, 20. ágúst. AP. Tékkóslóvakía: Charta 77 vill her Rússa úr landi Vín, 20. ápist. AP. Mannréttindasamtökin Charter 77 í Tékkóslóvakíu hafa hvatt til þess að allt sovéskt herlið verði kvatt heim, að því er heimildarmenn meðal tékkneskra útlaga í Austur- ríki herma. YTirlýsing þess cfnis hef- ur verið send tékkneskum stjórn- völdum og dreift með leynd manna á meðal. Þess er nú minnst að liðin eru 16 ár frá innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Varsjár- bandalaginu í Tékkóslóvakíu. Talið er að um þessar mundir séu um 70 þúsund sovéskir her- menn í landinu. Lögreglan í Prag hefur yfir- heyrt marga, sem taldir eru standa i tengslum við Charta 77, vegna dreifiritsins og gert húsleit hjá mörgum andófsmönnum. EGYPTUM leikur grunur á, að tund- urduflin, sem hafa laskað a.m.k. 17 skip í Rauðahafi síðustu sex vikur, hafi verið lögð frá líbýskri ferju. Var sagt frá þessu í The Sunday Times í gær. Engin dufl hafa enn fundist við leit í Rauðahafi. í fréttinni í Times, sem höfð er eftir háttsettum en ónefndum manni í egypsku nefndinni, sem rannsakar tundurduflamálið, seg- ir, að margt bendi til, að duflin hafi verið lögð frá líbýsku ferjunni og flutningaskipinu „Ghat“, sem kom í Súez-skurð 6. júní sl. og sigldi suður Rauðahaf.. Þremur dögum síðar varð sovéskt skip fyrst til að sigla á tundurdufl. „Ghat“ kom næst til hafnar í Ass- ab í Eþíópíu en þó ekki fyrr en 14. júlí og lá þá fyrst í þrjá daga fyrir akkerum undan ströndinni. Frá Assab fór það 22. júlí áleiðis til Líbýu. Rama Rao kominn til Nýju Delhi Engin dufl hafa enn fundist þrátt fyrir leit tundurduflaslæð- ara margra þjóða, Egypta, Banda- ríkjamanna, Breta, Frakka og It- ala og á laugardag fóru tveir sov- éskir tundurduflaslæðarar um Súez-skurð. Er talið, að þeir hafi stefnt til Suður-Jemen. Utanrík- isráðherra Egypta, Ahmed Esm- ate Abdel, segir í viðtali við tíma- ritið Newsweek, að Egyptar áskilji sér rétt til að leita í öllum skipum, sem um Súez-skurð fara, til að koma í veg fyrir að tundurdufl verði aftur sett á siglingaleið í Rauðahafi. The Observer í London: Hundruð þúsunda myrt í Úganda London, 20. á|(ú»(t- AP. VIKUBLAÐIÐ The Observer í Lond- on hafði það í gær eftir einum af leiðtogum skæruliða í Úganda, að hermenn stjórnarinnar hefðu á sl. þremur árum myrt um 300 þúsund óbreytta borgara. Heimildarmenn blaðsins full- yrða að mörg ódæðisverk stjórn- arhermanna beri að skrifa á reikning ríkisstjórnarinnar og ekki sé aðeins við agaleysi í hern- um að sakast. Áður hafa Bandaríkjamenn haldið því fram, að fleiri en eitt hundrað þúsund óbreyttir borgar- ar í Úganda hafi orðið fórnarlömb hryðjuverka stjórnarhermanna. Ríkisstjórn Miltons Obote, sem komst til valda í kosningum árið 1980, en margir telja að þá hafi verið brögð í tafli, hefur vísað þessum ásökunum á bug. Útvarpið í Moskvu: Sakharov á lífi og í umsjá lækna Moskva, 20. áfOist. AP. Nýju Delhi, 20. ágÚMt. AP. RAMA Rao, fyrrum stjórnarleiðtogi Andhra Pradesh fylkisins á Indlandi sem settur var af í fyrri viku, kom til Nýju Delhi í dag til að sanna fyrir stjórn Indíru Gandhis að hann hefði enn meirihluta í þinginu. Flugvél Rao tafðist í um fjórar stundir vegna þess að tilkynnt var um sprengju um borð í henni. Einnig tafðist lest með 163 þing- mönnum Rao á leið til Nýju Delhi í um sjö stundir. Þingmennirnir ætluðu að sýna Zail Singh, forseta að Rao héldi enn meirihluta í þinginu þar sem 295 eiga sæti. Ekki er ljóst hvað olli töf lestar- innar; sumir segja að skemmdar- verk hafi verið framin af stuðn- ingsmönnum Gandhis en aðrir ákæra fylgismenn Rao um að hafa rænt lestina. Mikil mótmæli hafa verið í Andhra Pradesh vegna ákvörðun- ar Gandhis að leysa upp stjórn Raos og hafa nú 25 manns látið lífið í átökum sem breiðst hafa út um nærliggjandi fylki. Á sunnu- dag skaut lögreglan sex til bana og særði 38. Þegar Rao kom til Nýju Delhi var hann fluttur 1 sjúkrabíl á sjúkrahús, þar sem hann er enn mjög máttfarinn eftir hjartaskurð sem hann gekkst undir fyrir stuttu. ÚTVARPIÐ í Moskvu sagði í dag að eðlisfræðingurinn Andrei Sakharov, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí, væri á lífi og nyti umönnunar lækna í borginni Gorkij. Ekkj var farið nánar út í að- stæður Sakharovs og heilsu, en þess getið að hann væri í útlegð í borginni vegna þess að hann hefði gerst brotlegur við lög um and- sovéskan áróður. Þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði, sem opinberir aðilar í Sovétríkjunum minnast á Sakharov. Tilefnið var fyrirspurn frá hlustanda um heilsu hans í þættinum „Moskvupóstur", sem fluttur er á ensku. Sovétmenn hafa þráfaldlega neitað óháðum aðilum að fara á fund Sakharovs til að ganga úr skugga hvort hann sé á lífi. Sakh- arov fór í hungurverkfall í byrjun mai til að mótmæla því að kona hans, Yelena Bonner, hefur ekki fengið að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Flugslys í Svíþjóð: Tveir létust Stokkholmi. 20. á>rÚHt. AP. TVEIR létu lífið þegar tveggja hreyfla vél af Cessna-gerð, sem var á venjulegu eftirlitsflugi á vegum sænsku strandgæslunnar, fórst yfir Eystrasalti í gær. Ekki er vitað hvað olli bilun í flugvélinni, en rannsókn fer nú fram á því. Formaður sænsku Afganistan-nefndarinnar: „Sovésku hermennirnir hegð- uðu sér eins og villimenn“ Islamahad, 20. ágúnt. Al*. SEXTÁN manns féllu í stórskota- árás afganskra stjórnarhermanna í grennd við borgina Parachinar í Pakistan í gær. Fjórir hinna látnu eru Pakistanar en hinir tilheyra frelsissveitum Afgana. í vikunni sem leið féllu 33 í átökum á þessu svæði. Hafa stjórnvöld í Pakistan borið fram harðorð mótmæli við sendi- fulltrúa Afgana í Islamabaad vegna þessara atburða. Sænskur maður, Anders Fanger að nafni, sem er formað- ur Afganistan-nefndarinnar í Svíþjóð og hefur á undanförnum þremur mánuðum búið með liðs- mönnum afgönsku frelsissveit- anna í Panjsher-dal, skýrði frá því í Islamabaad um helgina, að öll þorp í norðanverðum dalnum væru nú í rúst eftir mikla sókn sovéskra hersveita að undan- förnu. Þessi hluti dalsins hefur verið blómlegt landbúnaðarhér- að og jafnframt ein helsta bæki- stöð frelsissveitanna. „Heimili tugþúsunda manna hafa verið lögð í rúst,“ sagði Fanger við fréttamenn. „Sovésku hermennirnir hegðuðu sér eins og villimenn. Einn daginn gekk ég þrjá til fjóra klukkutíma milli yfirgefinna þorpa og þar var ekki aðeins að sjá eyðileggingar eftir sprengjuárásir heldur skemmdarverk hermannanna sjálfra á eignum íbúanna. Jafn- vel barnaleikföng og reiðhjól höfðu verið tætt i sundur. I hús- unum var enginn hlutur heill." Fanger sagði að sovésku her- mennirnir og afgönsku stjórn- arliðarnir reyndu að niðurlægja almenning eins og frekast væri unnt. Hann sagði að þeir notuðu helgistaði þeirra, moskurnar, fyrir salerni og blöð úr Kóranin- um fyrir salernispappír. „En með þessum hætti ávinna þeir sér aðeins meira hatur meðal al- mennings," sagði Fanger.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.