Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 40
48 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Evrópa: Þjófar gera sér dælt við erlenda ferðamenn Kóm, 13. ágúst. AP. LÖGGÆSLU- og öryggiseftirlitsmenn í Evrópu standa ráðlausir frammi fyrir nýrri tegund þjófa, sem gert hafa sér dælt við erlenda ferðamenn með lævísi og bellibrögðum, nú í sumar. Er þá sama hvort um hefur verið að ræða franska stigamenn á þjóðvegum úti eða ítalska „sjarmöra". Nýju þjófanir standa langt- um framar smáþjófunum gömlu að því er snertir vinnu- brögð öll, og þeir hika ekki andartak við að beita ofbeldi, ef þeir álíta þess þörf, að sögn lögreglumanna. „Þessir kónar líta ekki við öðru en erlendum ferðamönn- um,“ segir Guglielmo Incalza, lögreglufulltrúi í Róm, í sam- tali við AP. „Og þeim fjölgar í takt við ferðamennina. Þar að auki beita þeir því lævísari brögðum, sem lögreglueftirlit- ið er hert meira." Evrópuþjóðir hafa ekki náð eins góðum árangri í baráttu sinni við glæpi gegn ferða- mönnum og þá sem beinast gegn heimamönnum. Lög- reglumenn hvarvetna í álfunni þykjast einnig hafa orðið varir við aukningu ofbeldisglæpa, þar sem ferðamenn eru fórn- ardýrin. óaðfinnanlega klæddir ítal- ir, sem sagðir eru bæði aðlað- andi og ástleitnir, ferðast með járnbrautarlestum og bjóða erlendum samfarþegum sínum upp á drykk, sem þeir lauma deyfilyfjum í. Þegar þeir svo eru vissir um að bráðin er sofnuð, kanna þeir farangur- inn í rólegheitum og hirða það sem þeim sýnist nýtilegt. „Þetta er eitt af bellibrögð- unum, sem tekið hafa við af tösku- og veskjaþjófnuðum á járnbrautarstöðvum," segir Incalza lögregluforingi. Lögreglumenn í Madrid og Barcelona hafa tekið eftir, að eitt af brögðunum, sem skálk- arnir beita, er mjög í tísku um þessar mundir. Er það fólgið í Stigamaður sem handtekinn var á þjóðvegi í Suður-Frakklandi fsrður til yfirheyrshi. því, að einn úr þeirra hópi hell- ir súpu eða drykk „óvart" yfir ferðamann, sem á sér einskis ills von. Vitorðsmaður skálks- ins gefur sig þá að fórnardýr- inu og er vorkunnsemin upp- máluð. Hann býðst til að þurrka ósómann af handtösku eða öðrum farangri ferðalags- ins og sést svo ekki meir. í Suður-Frakklandi hafa vopnaðir stigamenn gert ferðamönnum marga skráveif- una tvö sumur í röð. Þeir fara á stjá á næturnar og stela bíl- um ferðamanna, einkum dýr- um BMW-glæsivögnum. Lög- reglan segir stigamennina ein- beita sér að ferðamönnum vegna þess að þeir hafi oft reiðufé á sér, en heimamenn flestir aðeins tékkhefti. Eng- inn hefur orðið fyrir meiðing- um í sumar, en að sögn lög- reglunnar hika glæpamennirn- ir ekki við að grípa til byss- unnar, álíti þeir þörf á því. Það nýjasta sem frést hefur um af þessu tæi í Briissel eru vopnaðir bófaflokkar, þrír til sex menn í hverjum, sem ryðj- ast inn á veitingastaði og heimta allt fémætt af við- stöddum, úr, veski og skart- gripi, og iðja þeirra beinist eingöngu að ferðamönnum, að sögn lögreglunnar. Anna Maria Lombardozzi, talsmaður ítalska ferðamála- ráðsins, sagði að ferðamenn væru tilvalin fórnardýr þess- ara glæpamanna, af því að ókunnugir létu oft blekkjast af brögðum sem ekki stoðaði að beita innfædda. Óþekktur Svíi sigraði í Gausdal Skák Margeir Pétursson SÍÐASTA áratuginn hafa verið hald- in á þriðja tug alþjóðlegra skákmóta í Gausdal í Noregi. Mótum þessum vex sífellt fiskur um hrygg og það sem endaði nú fyrir helgina var það sterkasta frá upphafi, meðal þátttak- enda voru átta stórmeistarar, fimm- tán alþjóðlegir meistarar og nokkrir aðrir þekktir skákmenn. Fyrirfram var stigahæsti þátttakandinn Gyula Sax frá Ungverjalandi álitinn sigur- stranglegastur, en heimamönnum til mikillar gleði tapaði hann strax í fyrstu umferð fyrir hinum 17 ára gamla Simen Agdestein, stærstu von Norðmanna í skákinni. Sænski stórmeistarinn Lars Karlsson tók forystuna með því að vinna fjórar fyrstu, en þótti þá greinilega nóg komið og gerði stutt jafntefli í síð- ustu fímm skákunum. Þá sá rúm- lega tvítugur titillaus Svíi, Thomas Ernst, sér leik á borði og sigraði öllum að óvörum með sjö vinninga af niu mögulegum. Snemma mótsins tapaði Ernst fyrir Karlsson og naut því nokk- urs góðs af Monrad-meðvindinum fræga. Svíarnir tveir deildu síðan með sér efsta sætinu eftir sex um- ferðir, en í þeirri sjöundu vann Ernst óvænt hinn trausta landa sinn, alþjóðameistarann Harry Schussler, og komst þar með upp í efsta sætið og náði að halda því. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Ernst, Svíþjóð, 7 v. af 9 mögu- legum. 2. Karlsson, Svíþjóð, v. 3. -7. Guðmundur Sigurjónsson, Margeir Pétursson, Sax, Ung- verjalandi, Lein, Bandaríkjunum og Jansa, Tékkóslóvakíu 6 v. Arnþór Einarsson, Islendingur búsettur í Svíþjóð, hlaut fjóra vinninga, Árni A. Árnason þrjá vinninga og Guðmundur Halldórs- son tvo vinninga. Þátttakendur voru alls 56 talsins. Ég komst snemma upp á topp- inn með því að vinna ísraelska stórmeistarann Kraidman og Guðmund Halldórsson, en spólaði síðan í sama farinu þar til ég tap- aði klaufalega fyrir sænska al- þjóðameistaranum Wiedenkeller. Tapið hafði hressandi áhrif á keppnisskapið því í tveimur síð- ustu umferðunum náði ég að vinna þau Piu Cramling og Simen Agde- stein og dugði sá ágæti enda- sprettur mér til verðlaunasætis. Guðmundur Sigurjónsson tefldi mun traustar, tapaði engri skák, og komst í raun og veru aldrei i taphættu. Hann vann Norðmann- inn Kvassheim í þriðju umferð, en sá tefldi fullhvaí st og varð að gef- ast upp eftir aðeins sautján leiki. í fimmtu umferð vann hann Piu Cramling, en vopn sænsku stúlk- unnar virðast ekki bíta á okkur íslendingana lengur. I sjöundu umferð hefndi Guðmundur mín og vann Wiedenkeller örugglega. Tvö jafntefli við þá Karlsson og Lein í síðustu umferðunum héldu honum síðan við toppinn. Þó efsta sætið hafi ekki náðst að þessu sinni var það þriðja þó mjög vel viðunandi, aö deila sæti með þeim Sax, Lein og Jansa er ekki neitt til að kvarta yfir. Hinn síð- astnefndi kom t.d. beint frá tékkn- eska meistaramótinu þar sem hann sigraði ásamt Hort. Af kunnum köppum sem urðu að sætta sig við að ná ekki verð- launasæti má nefna Norðmennina Simen Agdestein og Helmers, Sví- ana Schussler, Piu Cramling, Schneider og Ornstein, Höi frá Danmörku, Bandaríkjamennina Shamkovich, Saidy og Tisdall, svo nokkrir af titilhöfunum séu nefnd- ir. Um árangur hinna íslending- anna er það að segja að Arnþór Einarsson stóð sig vel miðað við það að hann er nýliði í þessum styrkleikaflokki. Árni Á. Árnason barðist vel að vanda en var sein- heppinn og á margt ólært. Guð- mundur Halldórsson hefði átt að geta staðið sig vel á þessu móti og slakan árangur hans er erfitt að skýra. Ýmist lagði hann of mikið á stöður sínar eða lék gróflega af sér í tímahraki. Þegar menn lenda í slíkri ónáð hjá Caissu er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn og bíða eftir betri byr. Spennandi skák úr síðustu umferð: í lokaumferðinni lauk mörgum skákum snemma og virtist svo sem flestir skákmennirnir sættu sig við þann árangur sem þeir höfðu þegar náð. Á einu borði komu þó engir samningar til greina, en þar tefldi ég við Simen Ágdestein. Ég þurfti nauðsynlega á vinningi að halda til að ná verð- launum og fyrir hann var skákin enn mikilvægari, sigur hefði ekki einungis fært honum annað sætið á mótinu, heldur einnig áfanga að stórmeistaratitli. Það voru því dregin fram beittustu vopnin og upp kom afar vinsælt afbrigði af drottningarindverskri vörn. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Simen Agdestein Drottningarindversk vörn 1. d4 — RÍ6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3 — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. Bd2!? Eftir að Kasparov lék hinu hefðbundna 7. e3 í fyrstu einvíg- isskákinni vð Korchnoi og fékk á sig 7. — g6; og tapaði, hefur verið leitað að nýjum leiðum í stöðunni og 7. Bd2 er ein þeirra. 7. — Rd7, 8. Dc2 — c5, 9. e4 — R5f6! Þar sem fetaðar eru áður ótroðnar slóðir fór drjúgur tími í byrjunina 9. — Rxc3 10. Bxc3 var nú slæmt fyrir svartan, því 10. — be7 má svara með 11. dxc5 — Rxc5,12. Bxg7. 10. Hdl — cxd4, 11. Rxd4 a6! 12. Bg5 — Dc7, 13. Bd3 — b5!? Það var álit þeirra keppinauta okkar sem fylgdust með skákinni að svartur hefði fengið ágæta stöðu eftir byrjunina. Það má vel vera rétt, en í framhaldinu dregur Agdestein of lengi að ljúka liðs- skipan sinni og hróka stutt. Hér kom 13. — Bc5, 14. Rf3 0-0 t.d. sterklega til greina. 14. 04) — Rg4!? 15. g3 — Rge5, 16. Bf4 - Hc8? Hér var 16. — Be7 nauðsynlegt. 17. Db3! Mjög óþægilegur leikur sem hótar fyrst og fremst 18. Rcxb5! — axb5 19. Bxb5 og svarta liðið er leppað í bak og fyrir. Þá er fórnin Rxe6 einnig möguleg í ýmsum stöðum. Sennilega hefur Agde- stein yfirsézt að 17. — Rc5 gengur nú ekki vegna 18. Bxb5+! 17. — g5, 18. Bxe5. Auðvitað ekki 18. Rxe6? fxe6,19. Dxe6- Be7, 20. Bxg5 — Rf3-. Það fór mikill tími í að athuga alla fórnamöguleikana og nú áttum við aðeins hálftíma eftir hvor. 18. - Rxe5. 19. Rcxb5!! Það var að duga eða drepast. Eftir 19. Be2? — Bc5 hefur svartur biskupaparið og virka stöðu. 19. — axb5, 20. Bxb5+ Ke7, 21. Rf3! Það er mjög óvenjulegt að stofn- að sé til uppskipta strax eftir fórn, en það var nauðsynlegt að losna við hinn öfluga riddara svarts á e5. 21. — Bxe4? gengur nú ekki vegna 22. Db4+ Dc5, 23. Rxe5. 21. — Rxf3+ 22. Dxf3 - Bc6. Ef 22. - Hd8 þá 23. Hxd8 Dxd8, 24. Dc3! f6 25. Dc5+ Kf7 26. Da7 - Dc7, 27. Ba6 og vinnur. 23. Hcl — Bxb5 Ef 23. - Db6 þá 24. Bxc6 Hxc6, 25. e5! - Hxcl 26. Df6+ - Ke8 27. Hxcl - Hg8, 28. Hc8+ Kd7, 29. Ha8! og vinnur. 24. Hxc7+ Dxc7, 25. Hdl — Hd7. Undir venjulegum kringum- stæðum ættu hrókur og tveir bisk- upar að duga til að vega upp á móti drottningu og tveimur peðum en í framhaldinu kemur það svört- um enn í koll að hafa ekki þróað kóngsvæng sinn þegar færi gafst. 26. Hxd7+ — Bxd7, 27. Dc3! Vinningsleikurinn. Svörtu mennirnir eru nú dæmdir til að þvælast hver fyrir öðrum á kóngsvængnum á meðan hvítu frí- peðin renna upp í borð. 27. — f6, 28. b4 — Bg7, 29. Dc5+ — Kf7, 30. b5 — Kg6, 31. b6 — Hc8, 32. De7 - Hcl+, 33. Kg2 — Bb5, 34. h3. Svartur hótaði máti. 34. — Bfl+, 35. Kh2 — Hbl, 36. b7 — Be2, 37. Be8+ — Kh6, 38. g4 - f5, 39. Dh5 mát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.