Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 53 átta börn fædd og eitt í vonum. Barn á fyrsta ári var skírt við kistu föður síns og hlaut nafn hans og móður sinnar, Bjarni Bjarnason, nú borgardómari í Reykjavík. Hann var þá huggun- argeislinn yngsti. Barnið, sem fæddist eftir lát föður síns, hlaut nafnið Anna, — kom í nýja bæinn, þar sem skuggi sorgarinnar hafði fallið yfir. Þeg- ar öll þessi börn, sem töldu árin, misstu föður sinn og fyrirvinnu. En móðir þeirra tók við gleði- geislum lítilla barna, sem ekki vissu neitt um áhyggjur daglegs lífs. Kristín hafði áður stjórnað búi og allt farið vel úr hendi, en þá var von á heimkomu húsbóndans með afla frá sjó. Kristín sat á eignarjörð og hún lét ekki hugfallast. Hún treysti sér til þess með Guðs hjálp, eins og hún hefði sagt, að sjá um heimili sitt með elstu börnum sínum, Ragnari, Þórunni og Jóni. Þeir, sem til þekktu, hafa sagt, að hún hafi verið víkingur til vinnu og iðjusemin einstök. Kristín var hetja í lund og stjórnaði öllu vel. Það duldist und- ir sérlega prúðri fágun, hvílíkur skörungur hún var. Börn hennar vöndust frá æsku við alla vinnu, eins og þá var títt. Aðeins tvö elstu börnin, Ragnar og Þórunn, voru nýfermd, þegar móðir þeirra tók við allri umsjá fyrir heimilinu. — Það var afreks- verk hennar og elstu barnanna, hve vel það fór, þar var ávallt rausnargarður. Og það er víst, að heimili henn- ar og barnanna var á uppvaxtar- árum þeirra hús gleðinnar, því að öll voru þau ung, bæði móðir og börn, svo að vinnugleði ungrar konu og lífsgleði æskunnar fór þar saman. Engan ekkju-styrk né barna- styrk fékk Kristín í Öndverðar- nesi, en útsvar var hækkað á henni, eins og öðrum, árið eftir að hún missti manninn. Sýnir það tvennt, annars vegar hvernig búið gekk fram og hins vegar alveg ótrúlegt hluttekningarleysi gagn- vart henni og börnunum, sem nærri má geta að unnu meir en góðu hófu gegndi til lífsbjargar sér. Jörðin var hlunninda-jörð, en ekki hefði það dugað nema að úr- ræði væru höfð til þess að ná afl- anum og eins að láta búið bera sig. Kristín hafði verið afar glögg á alla líðan skepna sinna — og eins á fóðrun og fóðurbirgðir. Verk- hæfni hennar og snyrtimennska var jöfn úti sem inni. Öll voru börn þeirra hjóna efni- leg og mannvænleg, fríður hópur. Það var því margt til að gleðjast yfir um langt skeið á meðan hóp- urinn stóri var að vaxa upp og þroskast, af því að ekkjuna brast ekki kjark til þess að halda búinu og hópnum sínum öllum hjá sér og entist líf og kraftur þar til. Æviár hennar urðu nálægt heilli öld. Þeir, sem lifa svo lengi, sjá á bak flestum jafnöldrum og mörgum vinum og fylgja oft ein- hverjum barna sinna, einnig full- orðnum, til grafar. Nú eru aðeins á lífi þrjú börn af hennar elskaða, stóra hópi. Þau eru frú Halldóra Bjarnadóttir, Selfossi, Bjarni K. Bjarnason, borgardómari í Reykjavík, og frú Anna Bjarnadóttir, Reykjavík. Frú Kristín fylgdi því til grafar sex uppkomnum börnum sínum á ýmsum aldri, er líða tók á ævi hennar. Þung raun, þótt mörg ár liðu þar á milli. En svo mikið barnalán hafði hún, að hún missti ekkert ungt barn af þeim níu, sem hún eignaðist. Það var sjaldgæft á þeirri tíð. En í umbreytingu og umbreyt- ingarskugga sá hún ljós þar yfir, sem lagður var nár, ljóma frá páskasól. Kristín í Öndverðarnesi átti langt starf og gott með barna- hópnum sínum. Hún og þau höfðu gert garðinn frægan — öndverð- arnes var ein fallegasta jörð í Grímsnesi, mikið, rennislétt tún, Hvítá á aðra hönd, fagur skógur á hina, hraun og hraunbollar í kring. Þar var nýtt og veglegt íbúðar- hús og velbyggð peningshús, fram- kvæmd Kristínar og barna henn- ar. Þetta var mjög fagurt heimili, bæði úti og inni. 011 umgengni til fyrirmyndar, hvar sem litið var. Ein af þeim alvarlegu fréttum, sem Kristín fékk eitt sinn, var þegar Bjarni, sonur hennar, meiddist mjög mikið í bílslysi. En í það sinn var það ekki dauðinn, sem kvaddi dyra, heldur atvik, sem olli gæfulegri lífsbreytingu. Óhappi var snúið til happs,' þegar unglingurinn var settur til mennta, af því að erfiðisvinna þótti ekki henta honum lengur, en bóknámið auðvelt, og kynni að vísu að hafa hentað fleirum í þeim systkinahópi. Ég kom með manninum mínum að Öndverðarnesi, þegar frú Kristín bjó þar og hafði þá lengi búið með Jóni og Ragnari, þá var Jón dáinn og kaldur skuggi sorg- arinnar hafði þá fallið yfir þennan fagra bæ. Þá sá ég það gjört, sem Hall- grímur Pétursson kenndi: Láttu Guðs hönd þig leiða hér. Ekkjan, sem misst hafði sinn næstelsta son, annan hjálparmanninn unga frá fyrri dögum. Hún hélt fast í Guðs hönd. Húsmóðirin elskulega í önd- verðarnesi er eigi síður minnileg á degi sorgarinnar en á þeim dög- um, er hún sá með gleði að sigur- inn yfir erfiðleikum daglegrar af- komu var unninn. Það var alltaf eins og þeir geisl- ar Guðs, sem lýstu henni yfir sorgar-djúpið í sárum harmi, ljómuðu frá henni sjálfri til ann- arra. Hún sá mörg falleg og velgefin barnabörn, og henni sást ekki yfir sólargeislana nýju. Hún gladdist yfir fjölmörgum efnilegum afkom- endum. Hún þakkaði Guði fyrir gjafir lífsins og gleymdi ekki að gleðjast yfir þeim. — Hún bar sorg og and- streymi í hljóði, en stráði geislun- um í kring um sig. Þannig var saman ofin innileg trú og heil- steypt skapgerð. Öndverðarnes var á hennar tíð mjög fagur staður, eins og ég hef minnst á. Nær allt, sem augað mátti gleðja, þegar í lyndi lék. Þeir, sem keyptu þessa stóru og fallegu jörð með mikið tún og fagran skóg, þeir gáðu þess ekki að byggja sumarhúsin í jaðri skógarins eða nánd, en hafa skóg- inn til þess að horfa á og ganga um. Fegurðin er rofin, friðsæld skógarins horfin. Með hryggð sá ég það ár frá ári, hvernig húsum og stígum fjölgaði í skóginum. En ég geymi í minni húsmóður- ina prúðu, sem erfiðið sást ekki á og sorgirnar bar sem væri „dýr- asta drottning" (M.J.). Ég geymi í minni hið fagra öndverðarnes hennar með órofna kyrrð skógar- ins á meðan hún og börn hennar voru þar. Nú hefur hún mætt fyrirheiti Jesú: Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Ég þakka göfug kynni hennar og allra þeirra, sem ég hef kynnst af fjölskyldu hennar. „Sjá, ljós er þar yfir.“ Samúðarkveðja frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals Látin er i hárri elli Kristin Halldórsdóttir, sem lengi bjó í Öndverðarnesi í Grímsnesi, en þar bjó fyrstur Grímur landnámsmað- ur, sem sveitin er kennd við. Öndverðarnes var mikið höfuð- ból, fagurt og kostaríkt á margan veg. Vel er, þegar á slíku höfuðbóli býr höfðingsfólk með hetjulund, en svo var m.a. um áratugi, eftir að Kristín Halldórsdóttir, ung að aldri, giftit Bjarna Jónssyni frá Alviðru, hinum ágætasta manni, og þau árið 1918 reistu bú að Önd- verðarnesi. Þar hófu þau síðan búskap af miklum dugnaði og samheldni. Búið blómgaðist, þau eignuðust mörg mannvænleg börn og allt virtist leika í lyndi. Én þá kom fyrsta stóra reiðarslagið. Nokkrum dögum fyrir jól 1926 voru þau hjón ein á ferð, er Bjarni varð fyrir slíku slysi, að hann beið bana af. Stóð Kristín þá ein uppi með 8 ung börn, hið elsta 16 ára, og nokkrum mánuðum síðar fædd- ist 9. barn þeirra hjóna. En nú kom í ljós, hvílíkri hetjulund Kristín var gædd. ótrauð hélt hún ein áfram búskap á Öndverðarnesi með allan barnahópinn og reynd- ist hin mesta búkona. Var hún börnum sínum mikil móðir og kom þeim öllum til manns. Naut hún um árabil sérstakrar hjálpar frá Jóni syni sínum hinum besta dreng, sem hafði þá með henni búsforráð. En þá reið af enn eitt harma- högg. Fljótið mikla, Hvítá — gjöf- ul á stundum, grimm á stundum — krafði enn einnar mannfórnar. Jón, sonur Kristínar, drukknaði f fljótinu skammt frá bænum árið 1950, örskömmu eftir að móðir hans hafði átt sextugsafmæli og verið hyllt af vandamönnum, sveitungum og vinum. Þá varð stutt milli skins og skúrar hér við Hvítá. Og við þennnan atburð sáum við Kristínu fyrsta sinn bogna svo, að ljóst var, að bráðlega kæmi að því, að hún yfirgæfi „Grímsnesið góða“. Svo varð árið 1955. Bjó hún síðan að Hólsvegi 11 í Reykjavík, umvafin ástúð fjöl- skyldu sinnar og vina. Naut hún tiltölulega góðrar heilsu til hins síðasta. En hörmulegir atburðir innan fjölskyldunnar börðu æ oftar að dyrum, svo að með fá- dæmum er. Kristín hélt samt reisn sinni og ró á svo aðdáunar- verðan hátt, að við þekkjum ekki þess líka. Suðurkot var upphaflega hjá- leiga frá Öndverðarnesi, en síðar úrskipt. Löndin liggja því saman. En á það nábýli bar aldrei neinn skugga í tíð Kristínar. Þvert á móti er sú vinsemd og hjálpsemi, sem hún og hennar fólk sýndi okkur og börnum okkra, ógleym- anleg. Um leið og við vottum ættingj- um hennar samúð vegna andláts hennar, þökkum við Kristínu sam- fylgdina og minnumst hennar sem einnar mestu merkiskonu, sem við höfum kynnst um ævina. Sigrún Ögmundsdóttir og Árni Tryggvason, Suðurkoti. „Lét ei glys né böl sig blekkja bein hún gekk og veik ei spönn, meyja, kona, aldin ekkja upplitsdjörf og prúð og sönn.“ (Matth. Joch.) Hinn 7. ágúst sl. andaðist í Reykjavík Kristín Halldórsdóttir, fyrrum húsfreyja í Öndverðarnesi í Grímsnesi, rúmlega 94 ára að aldri. Hún var alla ævi mjög heilsugóð, en nokkur hin síðari ár fór þrek hennar minnkandi, eftir því sem aldur færðist yfir. Ekki þurfti hún að dveljast á sjúkra- húsi, en gat dvalið í íbúð sinni í rósemi ellinnar, án þess að þurfa + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUORÚN SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR, Vífilsgötu 16, Rsykjavík, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Eðvarð Guömundsson, Gísli Guömundsson, Guöfinna Guömundsdóttir, Guðríöur Guðmundsdóttir, Helga Guömundsdóttir, Helgi Guömundsson, Kristján Pétur Guömundsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Guöríöur O. Erlendsdóttir, Þóröur Björnsson, Arnar Þorgeirsson. Gunnar Ólason, Ntna Björg Kristinsdóttir, Kristín Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. að líða þjáningar og verða ellimóð. Hún var líka svo lánsöm að hafa sér til aðstoðar mikla ágætiskonu, sem annaðist hana af mikilli kostgæfni síðustu árin. Kristín Halldórsdóttir fæddist á Litlu-Reykjum í Hraungerðis- hreppi 25. maí 1890. Foreldrar hepnar voru Halldór Stígsson fæddur á Brekkum á Rangárvöll- um 14. júní 1858 og kona hans Þór- unn ísleifsdóttir fædd á Kirkju- bæjarklaustri 12. júlí 1857, búandi hjón á Litlu-Reykjum. Árið 1901 flyst Kristín með foreldrum sínum að Öndverðarnesi í Gímsnesi og ólst þar upp. Ung að árum giftist Kristín Bjarna Jónssyni frá Alviðru í Ölf- usi. Bjuggu þau nokkur fyrstu árin í Reykjavík, þar sem Bjarni stund- aði sjómennsku og mörg ár tog- arasjómaður. Árið 1918 flytja þau hjón að Öndverðarnesi og taka þar við jörð og búi af foreldrum Krist- ínar og farnaðist vel. En árið 1926 missir Kristín mann sinn af slys- förum frá átta börnum og því ní- unda ófæddu. Þetta var mikið áfall fyrir heimilið og hefði ekki þótt tiltökumál, þó að ekkjan hefði látið bugast við slíkt reiðarslag. En Kristín var ekki þeirrar gerðar og láta hugfallast þótt á móti blési. Hún tvíefldist við þessa miklu sorg og erfiðleika. Hélt búskap áfram af mikilli rausn og myndarskap með börnum sínum til ársins 1955 að hún lét af bú- skap og flutti til Reykjavíkur. Af níu börnum þeirra hjóna, Bjarna og Kristínar, eru nú aðeins þrjú sem lifa móður sína. Það er því augljóst að mörg og þung áföll hafa mætt á þessari konu á veg- ferð hennar gegnum lífið. En hún hélt alltaf reisn sinni og bar ekki á torg sorgir sínar og harma. En hitt má öllum ljóst vera, að ekki hefur alltaf verið bjart framundan hjá þessari dugmiklu konu. í bú- skapartíð Kristínar var Öndverð- arnes mikill rausnargarður. Bú- stofn mikill og góður, jörðin land- stór og mikil hlunnindi. Gesta- gangur mikill því að allir sem komu fundu að þeir voru aufúsu- gestir. Heimilisfólkið margt, stór hópur myndarlegra barna, sem voru öll einhuga um að hjálpa móður sinni sem best varð á kosið, enda var búskapur blómlegur og afkoma góð. Hér hefur veið getið helstu at- riða úr lífi og starfi Kristínar frá Öndverðarnesi, en þrátt fyrir það er hetjusaga hennar ósögð og verður ekki rakin í stuttu máli. Hún var sómi stéttar sinnar, hvort sem litið er til bændastéttar þessa lands eða þeirra kvenna, er hlutu þau örlög að þurfa að gerast bæði þóndinn og húsfreyjan, faðir og móðir barna sinna og komast með miklum sóma frá því á allan hátt. Að leiðarlokum og á kveðju- stund koma margar fagrar minn- ingar um þessa konu fram í hug- ann. Á þær ber engan skugga, eft- ir margra áratuga kynni mín af Kristínu frá Öndverðarnesi. Ör- lögin höguðu því svo fyrir röskum fimmtíu árum, að ég varð sem eitt af börnum hennar. Og til dauða- dags var hún svo sannarlega móð- ir mín í bestu merkingu þess orðs. Batt órofatryggð við mig og börn- in mín öll. Heimili hennar í Önd- verðarnesi og síðar í Reykjavík stóð okkur öllum ævinlega opið. Þangað var ætíð hægt að leita með vandamál, sem að höndum bar. Þegar sorg og sárindi bar að okkar dyrum, var það einnig hennar sorg. Hún gerði ætíð sitt besta til að létta vandann og gera sem best úr öllu. Hjá henni áttu flest barna minna sumardvöl um margra ára skeið og síðar, eftir að hún var flutt til Reykjavíkur, hélt hún heimili fyrir þau, sem þá voru í skóla. Óneitanlega vekur það söknuð og trega, að nú skuli öllum sam- skiptum lokið. Kristín Halldórs- dóttir er horfin sjónum okkar að sinni. Konan, sem við áttum öll svo mikið gott upp að unna. En þegar aldur færist yfir og líkams- þróttur dvínar, er dauðinn kær- kominn og hvíldin þakksamlega þegin. Kristín frá Öndverðarnesi hefur kvatt sitt veraldarsvið, sátt við allt og alla. Horfin hljóðlát og prúð inní forsal eilífðarinnar. Við, sem eftir stöndum, óskum henni af alhug góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Valdimar Pálsson, Selfossi. Krossar ■ á leiði ■ Framleiöi krossa á leiöi Mismunandi geröir. n| M Uppl. í síma 73513 m kl 6-30—9 á kvöldin. E| Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina_ !| S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■----- l SKÐvWUVEGl 48 SÍMI76677 matui' bakstur blóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.