Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGOST 1984 Er áin í daln- um að deyja? — eftir dr. Björn Jóhannesson I. Ástæður þverrandi laxveiði eru auðsæjar Færeyingar og Grænlendingar veiða lax á úthafi samkvæmt há- marksveiðikvótum, en lítið sem ekkert alþjóðlegt eftirlit mun með því að slíkum aflamörkum sé framfylgt, a.m.k. ekki að því er Færeyjar varðar. En sé gert ráð fyrir að þessar þjóðir séu „heiðar- legar“ og gefi upp rétt aflamagn í þessu sambandi, má telja líklegt, að á tímabilinu frá ágúst 1980 til júní 1981 hafi þær hirt u.þ.b. 35.000—40.000 íslenska laxa, en á vertíðinni 1982—1983 25.000— 30.000 laxa. Áreiðanleiki slíkra talna er háður því, hve trúverðug- ar aflaskýrslur eru, bæði fyrir heimalönd laxins og úthafs- veiðarnar. Ég hefi í nokkrum blaða- og tímaritsgreinum undan- farin ár skýrt þann grundvöll sem framangreindar tölur byggjast á, og hefur hann mér vitanlega ekki verið vefengdur á opinberum vettvangi. Verður hann ekki rædd- ur í þessu greinarkorni. Þó skal fram tekið, að ótækt er að ákvarða eða áætla, hve mikill hluti ís- lenska laxins, sem veiddur er á út- hafi, er tekinn af Færeyingum og hve mikill hluti af Grænlending- um. Til samanburðar við ofan- nefndar tölur má geta þess, að heildarstangveiði á Islandi var um 25.000 laxar sumarið 1982. II. Áhrif Grænlands- veiöanna Grænlendingar veiða lax á út- hafi í net síðsumars og að hausti og ná aðeins laxi á öðru aldursári, sem kallast myndi „vænn“ lax, fengi hann að ná fullum þroska og snúa á bernskuslóðir. Einsárs lax í sjó, eða smálax, festist ekki í net- unum. í grein er ég birti í Morgun- blaðinu 1. maí 1982 — sem byggð var á grein úr dagblaðinu Boston Globe — hafði ég eftirfarandi eft- ir kanadískum laxasérfræðingi sem kannað hafði þessi mál sér- staklega: „Ég geri ráð fyrir því, að laxveiði (í Kanada) muni bíða af- hroð innan fárra ára. Tveggja ára lax mun ekki sjást lengur, og um leið munu úthafsveiðarnar hrynja." Er þegar svo komið, að vænn lax er með öllu horfinn úr allmörgum kanadískum ám og orðinn mjög sjaldséður í öðrum. Á sumar- og haustvertíðinni 1983 var laxveiðikvóti Grænlend- inga um 1.000 tonn, en samkvæmt þeim upplýsingum sem mér eru tiltækar, varð aflinn aðeins rúm 300 tonn (ég hefi jafnvel heyrt fleygt tölunni 150 tonn). Fyrir 2—3 árum veiddu Grænlendingar upp í kvótann á röskum mánuði, og má því gera ráð fyrir, að sl. haust hafi sókn verið hörð og stað- ið lengur en venjulega. Það er því sennilegt að nú þegar sé þar kom- ið, að það magn af vænum laxi sem gengur á Grænlandsslóðir fari ört minnkandi og muni senn hverfa, ef svo fer fram sem verið hefur um Grænlandsveiðarnar. Og þessi neikvæðu áhrif koma að sjálfsögðu einnig fram á þeim hluta íslenska laxastofnsins sem sækir á veiðislóðir Grænlendinga. Þetta er — ásamt veiðum Færey- inga sem einnig bitna meira á 2ja ára en 1 árs laxi — marktæk og næsta augljós skýring þess, að óvenju lítið magn vænna laxa hef- ur gengið í velflestar íslenskar ár á þessu sumri. III. Áhrif Færeyja- veiðanna Færeyingar veiða á flotlínu og á hana festast laxar af öllum stærð- um. Af úthafsveiðitölum þeim sem um getur í kafla I hér að framan er ljóst, að Færeyingar taka ár- lega þúsundir laxa úr íslenska stofninum, en hvort sú tala er 5 þúsund (sem telja má lágmark), 10, 15 þúsund, eða einhver önnur tala er og verður ógerlegt að ákvarða. Er raunar ástæðulaust að brjóta heilann um þetta atriði, því eins og ég hefi nefnt í nokkrum greinum í blöðum og tímaritum er augljóst, að laxalöndin, þ.e. þau lönd sem framleiða þann lax sem Færeyingar og Grænlendingar hirða, verða að semja sameiginlega við þessar þjóðir um úthafsveið- ikvóta. Slíka samninga er eðlilegt að gera fyrir milligöngu hinnar nýstofnuðu Norður-Atlantshafs- laxverndunarstofnunar, sem hefur miðstöð í Edinborg, og getur ís- land eftir atvikum lagt þar já- kvætt til mála. En eins og drepið er á í lokaköflum þessa greinar- stúfs er ekki sennilegt, að frá ís- lenskum stjórnvöldum berist jákvætt framlag, nema stefnu- breyting verði á afstöðu þeirra. IV. Breytti íslenski laxinn um gönguvenjur árið 1976? Sumarið 1975 veiddust tveir lax- ar frá íslandi á Færeyjaslóðum, báðir merktir í Kollafirði, og þriðji laxinn hafði áður komið þar Dr. Björn Jóhannesson „Að óbreyttu ástandi munu því íslenskar lax- ár pliktugar — svo lengi sem þær megna — að framleiða lax, sem síðan er að verulegu leyti hirt- ur af Færeyingum og Grænlendingum.“ fram og var hann merktur á Suð- urlandi. Skoskur laxasérfræðing- ur — kunningi og samstarfsmaður Þórs Guðjónssonar, veiðimála- stjóra — heimsótti Færeyjar i mars 1982, og í pésa er hann reit um þessa ferð segir hann, að „ekk- ert bendi til þess að íslenskur lax veiðist við Færeyjar, með því að engin íslensk laxamerki hafi kom- ið þar fram eftir 1975“. Hann minnist ekki á merkin frá 1975. Þór Guðjónsson tók í sama streng í sjónvarpsviðtali 7. ágúst 1984: Hann taldi þá óvíst að í færeyska aflanum gæti íslensks lax, þar sem engin íslensk merki hefðu fundist í laxi veiddum á Færeyja- slóðum eftir 1975. Árin 1980 og 1981 merkti Veiði- málastofnunin alls 100.000 sjó- gönguseiði en enginn lax með ís- lensku merki kom fram í Færeyja- veiðinni, og ekki hefi ég séð eða heyrt þess getið, að þau hafi held- ur komið fram í þeim ám, þaðan sem laxaseiðunum var sleppt. Lík- ast sem þessi merktu seiði hafi „gufað upp“. Örfá örmerki sett I seiði á írlandi og Skotlandi komu fram, en þessar heimtur eru þó frámunalega lélegar. Mun megin- ástæða þessa slaka árangurs sú, að Umrædd merkinga- og rann- sóknatækni hentar á engan hátt fyrir umræddar kannanir. En jafnvel þó að fleiri merki kæmu í leitirnar, er hér — að mínu mati — um að ræða gagnslaus og frá- leit vinnubrögð. Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar, bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur, vatnsdælur fyrir flesta bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.