Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST 1984
47
Stjórnleysi í pen-
ingamálum landsins
— eftir Egil
Sigurðsson
Almenningur spyr sig nú hver
eða hverjir stjómi þessu landi. Er
það löglega kjörin stjórn með
þingmeirihluta, eða eru það e.t.v.
einn eða tveir bankastjórar?
Það vekur talsverða atygli að
ríkisstjórnin skuli nú, að nýaf-
stöðnu skeiði hávaxtastefnu, sem
búin var að sliga atvinnuvegina og
heimilin, byrja á því aftur að
hækka vexti. Það voru einmitt
vaxtalækkanirnar, sem núverandi
ríkisstjórn beitti sér fyrir í upp-
hafi ferils síns, sem færðu verð-
bólguna úr ógnvekjandi 130%,
sem hún stefndi í, niður í 10 til
15%.
Þetta var það, sem réði úrslit-
um, kaupgjald hefir hinsvegar
ekki lækkað í krónutölu, þvert á
móti hækkað hvað svo sem verka-
lýðsforingjar segja. Kaupgjald er
stærri liður í rekstrarreikningum
fyrirtækja en hann var fyrir ári
síðan, þrátt fyrir lækkun verð-
bólgu. Það er því óskiljanleg
ráðstöfun að ætla að lagfæra
rekstur útvegsins, sem er skuldum
vafinn, með því að fara öfuga leið
þ.e. að hækka vexti á ný.
Það er vissulega rétt stefna að
láta Seðlabankann hætta að lána
atvinnuvegunum (samanber grein
mína í Morgunblaðinu 21. okt. sl.).
Hann má lögum samkvæmt aðeins
lána öðrum bönkum og ríkissjóði
og raunar einungis til skamms
tíma. En Seðlabankinn verður að
gera viðskiptabönkunum fært að
taka að sér afurðalánin. Hann
verður með öðrum orðum að skila
þeim bindiskyldunni, sem var ein-
mitt af viðskiptabönkunum tekin
til endurláns fyrir Seðlabankann,
en það er ekki aldeilis þetta sem
verið er að gera, ríkisstjórnin leyf-
ir Seðlabankanum að halda þessu
fé viðskiptabankann föstu — og að
auki að hækka bindiskylduna um5%.
Hárgreiðslu- og
rakarastofur.
Verðskrá hangi
uppi við inn-
göngudyrnar
ÖLLUM hárgreiðslu- og rakarastof-
um hefur verið gert skylt að hafa
uppi við inngöngudyr skýra verðskrá
með verði á algengustu þjónustu,
sem þar er veitt Skal efnis-
kostnaður innifalinn f uppgefnu
verði. Reglur um þetta tóku gildi
með auglýsingu Verðlagsstofnunar
1. ágúst sl.
Stofurnar skulu jafnframt hafa
uppi verðskrá við greiðslukassa
eða á öðrum áberandi stað, verð-
skrá yfir alla þjónustu, sem veitt
er. Efniskostnaður skal innifalinn
í því verði.
í auglýsingu Verðlagsstofnunar,
sem birtist í síðsta Lögbirtinga-
blaði, er tekið fram að allt samráð,
samningar eða samþykktir milli
fyrirtækja um verð og álagningu
sé óheimilt, þar sem verðlagning
sé frjáls. Reglurnar eru settar
með heimild í lögum frá 1978 um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti.
Verulegur misbrestur mun vera
á að auglýsingar af þessu tagi
hangi uppi á hárgreiðslu- og rak-
arastofum.
Þú svalar lestraijyörf dagsins
„Vegna hinnar óheyri-
legu bindiskyldu geta
viðskiptabankarnir ekki
lengur gegnt skyldum
sínum gagnvart íslensk-
um atviniiuvegum og
stofnunum.“
Það er þannig ekki verið að
draga úr miðstjórnarvaldi í pen-
ingamálum, heldur þvert á móti
að auka það, þar sem Seðlabank-
inn fær með þessum hætti í sínar
hendur stóran hluta af spari- og
veltufé landsmanna.
Á sama tíma gerðist sá furðu-
legi hlutur, að viðskiptabönkunum
er falið að ákvarða vexti, sem eru
aðal hagstjórnartækið hérlendis f
dag. Það tæki er það með tekið úr
höndum ríkisstjórnarinnar og get-
ur hún því ekki lengur stjórnað
peningamálum né öðrum lands-
málum. Þetta fyrirkomulag er
einsdæmi í viðskiptaheiminum.
Egill Sigurðsson
Vegna hinnar óheyrilegu bindi-
skyldu geta viðskiptabankarnir
ekki lengur gegnt skyldum sínum
gagnvart íslenzkum atvinnuveg-
um og stofnunum. Þeir eiga aðeins
um tvo kosti að velja: annar er að
taka erlend lán, sem eykur skulda-
byrðina útávið og verðbólguna
innanlands, hinn kosturinn er að
krjúpa á kné fyrir Seðlabankanum
og biðja um lán þaðan á refsivöxt-
um, sem Seðlabankinn notar svo
til að byggja stórhýsi. Þessir refsi-
vextir náðu á árinu 1983 allt upp í
212% p.a. Ætti mönnum nú að
fara að skiljast eðli fjármála-
óráðsíunar í landinu.
Að endingu spyr ég eins og í
upphafi: Hver stjórnar efna-
hagsmálunum í dag? Þjóðin á
heimtingu á skýru svari.
Egill Sigurðsson starfað rið endur-
skoðun.
Nr. 1 í JAPAN
lá, í ]apan, landi þar sem almenn
neytendaþel<king er á háu stigi og gæðakröfur eru miklar, er
Panasonic mest keypta VHS myndsegulbandstækið.
Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest keypta
VHS myndsegulbandstæki í heimi.
NV-370 NÝ HÁÞRÓUÐ TÆKI
FYRIR KRÖFUHARÐAN NÚTÍMANN
8 liða fjarstýring
Quarts stírðir beindrifnir mótorar
Quarts klukka
14 daga upptökuminni
12 stöðva minni
OTR: (One touch timer recording)
Rafeindateljari
Myndleitari
Hraðspólun með mynd áfram
Hraðspólun með mynd afturábak
Kyrrmynd
Mynd skerpu stilling
Mynd minni
Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa)
Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt
að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann.
Sjálfspólun til baka
Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og
gamalt efni.
Tækið byggt á álgrind.
Fjölvísir Multi-Function Display
Verð aðeins
36.900,-
stgr.
Panasonic gæði. varanleg gæði.
AKRANES: Stúdíóval. AKUREYRI: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabúðin BORGARNES: Kaupfélagið.
ESKIFJÖRDUR: Pöntunar/élagið. HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu. HELLA: Mosfell.
HORNAFIÖRDUR: Radióþjónustan NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið. SAUDÁRKRÓKUR: Rafsjá.
SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISFJÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAFJÖRDUR: B|arnarbúð
VESTMANNAEY|AR: MÚSÍk og Myndir.
JAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133
/