Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Dýralæknafélag íslands 50 ára DÝRALÆKNAFÉLAG íslands er 50 ára um þessar mundir. Félagið hélt aðalfund sinn, sem jafnframt var sérstakur hátíðarfundur, að Bifröst í Borgarfirði i lok júlí og var frammámönnum íslensks land- húnaðar og fulltrúum norrænna dýralæknafélaga boðið til fundar- ins. Sex dýralæknar voru gerðir að heiðursfélögum og sæmdir gull- merki félagsins fyrir störf í þágu þess. t þeim hópi voru þrír af núlif- andi stofnendum félagsins frá 1934, þeir Jón Pálsson, Ásgeir Þ. Ólafsson og Ásgeir ó. Einarsson, auk Guðbrandar Hlíðar. Tveir erlendir dýralæknar voru gerðir að heiðursfélögum, Erik Blom frá Danmörku og Svein Kvalöy frá Noregi. Fulltrúar heiðursfé- laganna héldu ávarp og fjallaði erindi Ásgeirs Þ. Ólafssonar um aðdraganda að stofnun Dýra- læknafélags íslands og erindi Erik Blom um frjósemi húsdýra. Svein Kvalöy ræddi um eftir- menntun dýralækna í Noregi. í stjórn Dýralæknafélags ís- lands voru endurkjörnir Halldór Runólfsson, Hollustuvernd ríkis- ins, formaður, Gunnar Örn Guð- mundsson, héraðsdýralæknir Hvanneyri, ritari, Grétar Hrafn Harðarson, Holtabúinu, Ámundastöðum, gjaldkeri og varamaður var kjörinn Gunn- laugur Skúlason, héraðsdýra- læknir, Laugarási. Frá athöfninni í Höfða síðastliðinn laugardag, afmælisdag Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Á myndinni eru þeir sem tóku á móti viðurkenningum umhverfismálaráðs, talið frá vinstri: Ragna Gunnarsdóttir, Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, Jóhann Pétur Einarsson og Sigrún Pálsdóttir, íbúar Fýlshóla, Guðmundur Ólafsson hjá Framkvæmdastofnun ríkisins, Guðmundur Guðmundsson, stjórnarformaður Múlalundar, Emil Guðmundsson, hótel- stjóri Hótels Loftleiða, og Páll Gíslason, varaforseti borgarstjórnar. „Það er gaman að fegra umhverfi sitt“ - segir Jóhann P. Einarsson, íbúi Fýlshóla, fegurstu götu Reykjavíkur 1984, en afhending viðurkenninga fyrir fegrunarmál fór fram sl. laugardag Viðurkenningar fyrir fallegustu götu Reykjavíkur og fallegt og skemmtilegt umhverfi nokkurra fyrirtækja voru veittar í Höfða, mót- tökuhúsi borgarstjórnar við Borgar- tún, á 198. afmælisdegi Reykjavíkur- borgar síðastliðinn laugardag, en undanfarin 25 ár hafa viðurkenn- ingar fyrir fegrunarmál er varða borgina verið veittar á þeim degi. Páll Gíslason, varaforseti borg- arstjórnar, afhenti viðurkenn- ingarnar fyrir hönd umhverfis- málaráðs og byrjaði á því að af- henda fulltrúum Fýlshóla í Reykjavík viðurkenningu fyrir fallegustu götu Reykjavíkur 1984. Jóhann Pétur Einarsson og Sigrún Pálsdóttir, sem eiga heima í Fýlshólum 3 og eru aldursforsetar götunnar, tóku á móti viðurkenn- ingunni fyrir hönd íbúa Fýlshóla og Sigrún þakkaði fyrir hana fyrir hönd allra íbúa götunnar. Jóhann er starfsmaður Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og hefur hann starfað þar í rösklega 40 ár. Blaða- maður Mbl. ræddi við Jóhann eftir að viðurkenningarnar höfðu verið afhentar og sagði hann að þau hjónin hefðu byrjað að byggja í Fýlshólum fyrir 10 árum, eða árið 1974. Áður bjuggu þau í Álf- heimum og þar áður í Skerjafirð- inum. Sagði Jóhann að fólkið í götunni væri ákaflega iðið við að vinna í görðunum sínum og ynni í þeim langt fram á kvöld, án þess þó að vera að hugsa um verðlaun eða viðurkenningar. Fólkinu þætti einfaldlega gaman aö því að fegra umhverfi sitt. Þegar hjónin Jóhann Pétur og Sigrún höfðu veitt viðurkenning- unni fyrir fallegustu götu Reykja- víkur móttöku, afhenti Páll Gísla- son Emil Guðmundssyni, hótel- stjóra Hótel Loftleiða, viðurkenn- ingu til Hótels Loftieiða, Flugleiða og flugmálastjórnar á Reykjavík- urflugvelli. Viðurkenningin er veitt fyrir það eftirbreytnilega framtak að efna til sameiginiegs átaks stjórnar og starfsfólks um að fegra umhverfi vinnustaðar síns, eins og segir í dómnefndar- áliti. Þá tók Ragna Gunnarsdóttir, eiginkona Þorgeirs Baldurssonar forstjóra prentsmiðjunnar Odda, við viðurkenningu fyrir hönd fyrirtækisins, sem hlaut viður- kenningu umhverfismálaráðs fyrir smekklegan frágang á lóð, bílastæði og snyrtilega umgengni á svæðinu umhverfis prentsmiðj- una. Fallegt og skemmtilegt umhverfi hefur jákvæd áhrif á starfsandann Næst tók Guðmundur ólafsson á móti viðurkenningu sem Fram- kvæmdastofnun ríkisins að Rauð- arárstíg 25 var veitt. Stofnunin fékk viðurkenningu fyrir heil- stæða og listræna hönnun á lítilli lóð. Eftir verðlaunaafhendinguna ræddi blaðamaður Mbl. við Frið- þjóf Max Karlsson, aðalbókara framkvæmdastofnunarinnar, og sagði hann starfsfólk hússins ákaflega ánægt með viðurkenn- inguna og stolt af henni. Sagðist hann þess fullviss að fallegt og skemmtilegt umhverfi vinnustað- ar hefði jákvæð áhrif á starfs- anda. Framkvæmdastofnunin var áður til húsa að Rauöarárstíg 31, en í hinu nýja húsnæði hefur Þjóðhagsstofnun einnig sína starfsemi og starfa því alís um 60 manns í húsinu. Múlalundur í Hátúni 10 c fékk viðurkenningu fyrir skemmtilegan og sérstæðan frágang á húsi og lóð, en húsið er sérhannað og byggt fyrir öryrkja. Guðmundur Guðmundarson, stjórnarformaður Múlalundar, veitti viðurkenning- unni viðtöku og í samtali við blaðamann Mbl. sagði hann að alls störfuðu hátt í 80 öryrkjar í Múla- lundi, en hin nýju húsakynni voru tekin í notkun á árinu 1982. „Það er hægt að segja að það blómstri bæði innan dyra og utan hjá okkur í Múlalundi," sagði Guðmundur og sagði að mönnum hefði ekki komið viðurkenningin mikið á óvart, þar sem þeir sem til þekktu vissu að verið var að vinna góða hluti. Sagði hann að þrír unglingar í vinnuskóla borgarinnar hefðu unnið að því í sumar að fegra og snyrta umhverfið. „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu, því staðurinn var frá upphafi hugsað- ur þannig að hann gæti orðið ánægjulegur vinnustaður og fal- legur jafnt að utan sem innan," sagði Guðmundur að endingu. Að lokinni afhendingu viður- kenninga óskaði Páll Gíslason þeim sem hlutu viðurkenningu til hamingju og sagðist vonast til þess að framlag þeirra til fegrun- ar borgarinnar mætti verða öðr- um til eftirbreytni. íslendingarnir fjórir, sem geróir voru að heióursfélögum Dýralækningafé- lags íslands og sæmdir gullmerki þess. Ásgeir Ó. Einarsson, fyrrv. hér- aðsdýralæknir, Reykjavík, Ásgeir Þ. Ólafsson, fyrrv. héraósdýralæknir, Borgarnesi, Jón Pálsson, fyrrv. héraðsdýralæknir, Selfossi, og Guómund- ur Hlíóar, fyrrv. forstöóumaður Rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar, Reykjavík. Sýnir í Múlalundi í GÆR, mánudaginn 20. ágúst, opnaði óskar Theódórsson mál- verkasýningu í Hátúni 10C, Múlalundi. Hann sýnir 35 myndir unnar með pastel, akrýl, vatnslitum og tússi. Sýningin er opin daglega frá kl. 8 til kl. 4.30. Tillögur Bandalags jafnaðarmanna vegna viðræðna stjórnarflokkanna { TILEFNI þeirra samningavið- ræðna sem nú eiga sér stað milli stjórnarflokkanna um stjórnars- áttmála handa núverandi ríkisstjórn vill þingflokkur Bandalags jafnaðar- manna hvetja til þess að eftirfarandi atriói verói sett á framkvæmdaskrá: 1. Tekjuskattur verði lagður niður. 2. Niðurgreiðslur og útflutnings- uppbætur á landbúnaðaraf- urðir verði lagðar niður. Ennfremur verði kannaður möguleikinn á frjálsum inn- flutningi landbúnaðarafurða. 3. Alþingismenn verði teknir út úr nefndum, ráðum og stjórn- um framkvæmdavaldsins. 4. Ríkisvaldið komi hvergi nærri samningum á hinum almenna vinnumarkaði. Ennfremur hætti það afskiptum af samn- ingum um verð á afurðum sjávarútvegs og landbúnaðar. 5. Byggðasjóður verði lagður niður og þeirri starfsemi hætt sem nú fer fram í lánadeild Framkvæmdastofnunar. 6. Ríkisbankarnir verði seldir í hendur almenningshlutafélög- um. 7. Stórlega verði dregið úr bruðli og sóun hjá opinberum stofn- unum og fyrirtækjum. Risna þessara aðila verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. 8. Unnið verði að gerð strangrar löggjafar gegn einokun og hringamyndun, löggjafar sem meðal annars brjóti upp SfS- auðhringinn og sölusamtök i sjávarútvegi. 9. Verkefni verði í auknum mæli færð frá ríki til sveitarfélaga þannig að ákvarðanavald um hin ýmsu mál standi nær fólk- inu sjálfu. 10. Atkvæðisréttur verði jafnaður að fullu svo sérhver íslenskur borgari hafi eitt og jafnt at- kvæði í kosningum. Að síðustu skorar þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna á ráð- herra ríkisstjórnarinnar að taka til alvarlegrar endurskoðunar viðhorf sín til málefna barna, sjúkra og aldraðra. Aðbúnaður þessara einstaklinga er mæli- kvarði á sjálfa siðmenningu okkar ríka þjóðfélags. Nýtt félagsmerki Farstöðvafélagið Bylgjan hefur nú fengið nýtt félags- merki. Aðsetur félagsins er í Kópavogi og er félagið með símaþjónustu um rás 9 á CB tíðnisviðinu, frá kl. 19 og fram eftir nóttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.