Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 31
Skagamenn svo til öruggir
— sigruðu KA um helgina á Akranesi
4. deildin:
Stórsigur
Hauka
Haukar — Drengur: Stórsigur
Hauka, 12:0. Björn Svavarsson
gerði þrennu, Sigurjón Dag-
bjartsson og Páll Pálsson skor-
uðu tvö mörj< hvor og eftirtaldir
menn gerðu eitt mark hver:
Lýður Skarphéðinsson, Krist-
ján Kristjánsson. Loftur Eyj-
ólfsson, Einar Einarsson og
Gunnar Svavarsson.
Ármann — Hafnir: Ármenning-
ar sigruöu 3:1 í þessum leik og
það voru þeir Sveinn Guðna-
son og Svanur Kristvinsson
sem skoruðu mörk þeirra,
Sveinn geröi tvö mörk.
Augnablik — Afturelding:
Augnabliksmenn náöu tak-
marki sínu í knattspyrnunni í
sumar, en þaö var að sigra ekki
í riðlinum, heldur vera ofarlega
í honum.
Árvakur — Víkverji: 3:2 sigur
Árvakurs eftir aö staöan i hálf-
leik hafði verið 0:1. Níels Guö-
mundsson og Vilhjálmur Sigur-
bjartsson skoruðu mörk Vik-
verja og annað þeirra úr viti.
Björn Pétursson tryggði Ár-
vakri sigur meö stórglæsilegu
marki af um 25 metra færi.
Stokkseyri — Hildibrandur:
Vestmanneyingarnir mættu
ekki til leiks.
bór Þ. — Eyfellingur: Mikill
hörkuleikur þar sem Magnús
náði forystu fyrir Eyfellinga í
fyrri hálfleik. Stefán, bæjar-
stjóri, Garöarsson jafnaði met-
in en Magnús náði aftur foryst-
unni og rétt fyrir leikslok náöi
Siguröur Óskarsson að jafna
2:2 og uröu þaö úrslit leiksins.
Leiknir — Grundarfjörður:
Leiknir iék tvo leiki um helgina.
Töpuöu þeim fyrri gegn Grund-
arfiröi, 0:1, eftir aö gestirnir
höfðu misnotaö vítaspyrnu.
Leiknir — Stefnir: Hér voru
Leiknismenn ekki í vandræö-
um, úrslit leiksins uröu átta
mörk gegn engu:.
Grótta — Stefnir: Greinilegt að
þessi leikur skipti ekki máli því
menn voru ekki alveg með það
á hreinu hvort Gróttan var aö
leika við Stefni eða Þrótt,
Reykjavík, en haft mun fyrir
satt aö í Stefnisliöinu hafi veriö
nokkrir Þróttarar. Úrslitin 0:2
og skoruðu Gróttumenn fyrst
sjálfsmark en Jens Hólm skor-
aði síðara mark Stefnis.
UMFB — Súlan: Gott veður
sem endranær þar eystra og
Borgfirðingar skoruöu sex
mörk en Súlan ekkert. Pétur
Örn Hjaltason skoraði tvö,
Andrés Skúlason og Emil bróö-
ir hans sitt hvor. Siöan skoraði
Andrés Hjaltason, bróöir Pót-
urs, fimmta markiö og Magnús
Ásgrímsson bætti því sjötta við
áður en flautaö var til leiksloka.
Hrafnkell — Neisti: Einnig sex
mörk skoruð í þessum leik,
sem endaði meö jafntefli. 3:3.
Guömundur Helgi og Indriöi
komu Freysgoöa í tvö núll.
Næstu þrjú mörk skora Neista-
menn og voru þaö þeir Ómar
Bogason og bróðir hans Gunn-
laugur sem geröu tvö fyrri
mörkin en Þorvaldur Hreinsson
þjálfari þeirra bætti þriöja
markinu viö. Þeim tókst þó ekki
aö hanga á markinu þvi Guö-
mundur Helgi skoraði sitt ann-
að mark og jöfnunarmark
Breiödælinga fyrir leikslok.
Sindri — Leiknir: Hornfirö-
ingar töpuöu þarna sínum
fyrsta og eina heimaleik í
sumar. Fáskrúösfiröíngar sigr-
uðu 2:1 og hafa þeir nú unnið
F-riðilinn. Staöan i hálfleik var
0:1 og þaö var Þrándur Sig-
urösson sem skoraði eina mark
heimamanna í leiknum.
AKURNESINGAR sigruóu liö KA,
3:1, (leík liðanna í 1. deild á Akra-
nesi á laugardaginn og halda
öruggu forskoti á önnur liö (
deildinni. Leikurinn fór fram á
grasvellinum á Akranesi en jafn-
vel hafði veriö búist viö aö ekki
yröi hssgt aö leika á honum sök-
um þess hve hann hefur farið illa
í rigningartíðinni að undanförnu.
Akurnesingar byrjuöu leikinn
mjög vel og fengu strax á 2. mín.
gott marktækifæri, eftir horn-
spyrnu Árna Sveinssonar skallaöi
Siguröur Lárusson naumlega
framhjá. Árni átti síðan þrumuskot
á 10. mínútu en Þorvaldur mark-
vöröur varöi mjög vel. Á 13. mín-
útu skoraöi Guöbjörn Tryggvason
fyrsta mark leiksins og var vel aö
því marki staðiö. Guöbjörn fókk
boltann, einlék í gegnum vörn KA
og inn í vítateiginn og skot hans
róöi Þorvaldur ekki viö.
Á 19. mínútu kom Sveinbjörn
Hákonarson Skagamönnum í 2:0.
Sigþór Ómarsson lék upp vinstra
megin, lagöi boltann til Svein-
bjarnar sem skaut rétt utan víta-
teigs og skot hans hafnaöi örugg-
lega í netinu.
Segja má aö fyrstu 25. mín. hafi
aö mestu veriö eign Skagamanna,
þeir byggöu upp hverja sóknina á
fætur annarri og sköpuöu sér
nokkur ágæt marktæklfæri en
herslumuninn vantaöi í flestum til-
fellum. KA-menn komu síðan
meira inn í leikinn og Bjarni Sig-
urösson varö aö leggja sig alian
fram til aö koma í veg fyrir aö þeir
skoruöu á 26. mínútu er Bergþór
Asgrímsson skaut hörkuskoti en
Bjarni náöi aö koma fingurgómun-
um á knöttinn þannig aö hann lenti
í þverslánni og yfir.
Á 29. mínútu áttu noröanmenn
einnig gott færi en Bjarni varöi aft-
ur mjög vel. Undir lok hálfleiksins
áttu þeir enn eitt færiö er Njáll
Eiösson átti hörkuskot frá vítateig
en Bjarni var enn á róttum staö og
varöi vel.
KA-menn komu mjög ákveönir
til leiks í seinni hálfleik og var lið
þeirra óþekkjanlegt frá því i þeim
fyrri. Þeir áttu fyrstu 20. minúturn-
IA — KA
3:1
• Vanur maðurl Siguröur Lárusaon
hreinsar snyrtilega frá marki.
ar meö húö og hári, sköpuöu sér
mörg marktækifæri og skoruöu úr
einu þeirra. Njáll Eiðsson fékk
boltann út á hægri kanti, gaf hann
vel fyrir markiö og Steingrímur
Birgisson skoraöi þar sem hann
var illa valdaöur innnan markteigs
Skagamanna.
Njáll átti mjög gott skot aöeins
mínútu síöar en Bjarni varöi meist-
aralega og skömmu síöar varöi
Bjarni enn og má segja aö hann
hafi haldiö ÍA á floti þennan kafla í
síöari hálfleiknum.
Skagamenn komust meira inn (
leikinn um miöjan síöari hálfleikinn
og fengu |oá tvö ágæt marktæki-
færi Sigþór fékk góða fyrirgjöf frá
Karli Þóröarsyni og var i dauöa-
færi, en hitti ekki boltann og ekk-
ert varö úr. Aðeins mínútu síöar
léku Árni og Karl saman í gegnum
vörn KA og Árni gaf vel fyrir mark-
iö. Höröur Jóhannesson henti sór
fram og skallaöi knöttinn en
markvörðurinn varöi mjög vel.
KA-menn létu því næst aftur aö
sér kveöa. Ásbjörn átti gott skot
eftir aö hann haföi leikiö í gegnum
vörn Skagamanna. Hafþór Kol-
beinsson lek bæði á Sigurö Lár-
usson og Halldórsson en Bjarni
varöi vel skot hans úr þröngu færi.
Hann missti boltann en Guöjón
Þórðarson náöi aö hreinsa frá á
síöustu stundu.
Skagamenn skoruöu siöan
þriöja og síðasta mark leiksins á
82. mínútu. Höröur átti skot aö
marki, boltinn lenti í varnarmanni
KA og þaöan til Sveinbjarnar sem
komst á auðan sjó innan vitateigs
KA og skoraöi. Margir vildu halda
því fram aö Sveinbjörn heföi lagt
boltann fyrir sig meö hendinni áö-
ur en hann skoraöi markiö en
dómari leiksins, Ragnar örn Pét-
ursson, var á öðru máli og benti á
miöjuna.
Rétt undir lok leiksins átti Sig-
urður Lárusson sannkailaö dauöa-
færi. Sveinbjörn lék í gegn vinstra
megin, gaf vel fyrir þar sem Sig-
uröur Halldórsson skallaði en
markvöröurinn varöi. Boltinn barst
frá honum til Siguröar Lárussonar
sem var í dauðafæri, en hann
skaut yfir. Njáll Eiösson átti síö-
asta oröiö i leiknum. Hann átti þá
þrumuskot rétt framhjá marki ÍA
og sigurinn var því í höfn.
Þaö má segja aö leikurinn hafi
veriö þokkalegur miðaö viö aö-
stæöurnar. Völlurinn var furöan-
lega góöur miöað viö þaö sem bú-
ist var viö, nokkrir blautir blettir
voru í honum og erfiöar aöstæöur
til aö leika knattspyrnu.
KA-liöiö náöi sér ágætlega á
strik í síöari hálfleiknum, eftir aö
hafa átt slakan fyrri hálfleik. Njáll
Eiösson var slakur í fyrri hálfleik en
mjög afgerandi í þeim síöari og var
besti maður KA. Hafþór átti einnig
góöa spretti en vörnin var óörugg
og átti Erlingur í hinum mestu erf-
iöleikum meö háu boltana sem
komu inn á Sigþór.
Þetta var þýöingarmikiil leikur
fyrir ÍA eftir tapið gegn Val á dög-
unum. Bjarni Sigurösson var án
efa þeirra besti maöur og hélt
þeim á floti þegar KA sótti sem
mest. Liðiö reyndi aö komast sem
auöveldast út úr þessu og einnig
mátti sjá aö leikmenn vildu ekki fá
spjöld þar sem bikarúrslitaleikur-
inn er nú í nánd. Miövallarspll-
ararnir áttu ágætan leik svo og
framlínumennirnir, sérstaklega
Höröur, sem er nýkominn úr banni
og sumarfríi og því þyrstur í fót-
bolta.
EINKUNNAGJÖFIN:
lA: Bjarni Sigurðsson 8, Guðjðn Þórðarson 6,
Siguröur Lárusson 6. Siguröur Halldórsson 6,
Jón Áskelsson 6. Karl Þóröarson 7, Guöbjörn
Tryggvason 7. Árni Sveinsson 6. Sveinbjöm
Hákonarson 7, Höröur Jóhannesson 7, Sigþór
Ómarsson 6. Ólafur Þóröarson (vm. á 73. mín.)
6.
KA: Þorvaldur Jónsson 6. Ormarr örlygsson
6, Friöfinnur Hermannsson 5, Erlingur Krist-
jánsson 6. Bjarni Jónsson 5. Mark Ouffield 5,
Njáll Eiösson 7, Ásbjörn Björnsson 6. Bergþór
Asgrimsson 6, Hafþór Kolbeinsson 7. Stein-
grimur Birgisson 7.
í STUTTU MÁLI:
Akranesvöllur 1. deild
IA — KA 3:1 (2:0)
Mörk IA: Guöbjörn Tryggvason (13. min.),
Sveinbjörn Hákonarson (19. min. og 82. min.).
Mark KA: Steingrimur Birgisson á 52. mínútu.
Gul spjöld: Erlingur Kristjánsson úr KA
Dómari: Ragnar örn Pétursson og dœmdi
hann vel.
Ahorfendur: 704
JG/SUS.
Skagamenn
hafa leikið
800 leiki
Leikur Skagamanna á laug-
ardaginn gegn KA var nokkuö
merkilegur fyrir þær sakir aö
þetta var leikur númer 800 hjá
meistaraflokki liösins frá því
þeir hófu þátttöku í knatt-
spyrnu hér á landi áriö 1946.
Árangur þeirra í þessum
leikjum er vel viöunandi. Þeir
hafa sigraö í 418 leikjum, gert
145 jafntefli og tapað 237 leikj-
um. Markatalan er hagstæö þvi
þeir hafa skorað 1784 mörk en
fengiö á sig 1265.
Af þessum 800 leikjum hafa
409 veriö í islandsmóti og þar
hafa þeir unnió 215 leiki, gert
83 jafntefli og tapaö 111 leikj-
um. Markatalan þar er 844:537.