Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 50
Mf> <a 58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 4 | } v r> held aS [>ói mun<r kipmtAst vttun um ab einkunn\rr\ar minor gcúí mynql df hðPfilcikum (>inum seni k.enn.Q.ríx." f f I þungt haldinn og tekur ekki eftir nýja hattinum mínum! Þessi Afríku-veidirör verður mér ógleymanleg! X I í 1 HÖGNI HREKKVÍSI Raunir íslenskra hjólreiðamanna Örvæntingarfull hjólreiðakona skrif- ar: Víðkunni Velvakandi. Aldrei hélt ég að það ætti fyrir mér að liggja að setjast niður og skrifa kvörtunarbréf í Velvak- anda, því kvartanir eru leiðinlegar þó að þær eigi oft á tíðum rétt á sér. En þar sem ég er langþreytt orðin og full örvæntingar ákvað ég að láta til skarar skríða og létta á hjarta mínu í dálkum þínum. Þannig er mál með vexti að ég, eins og svo margir aðrir hér á landi, er hjólreiðaáhugamann- eskja hin mesta og stíg ekki upp í farartæki fjórum hjólum nema í brýnustu nauðsyn. Þeysi ég um allan bæ á fráum fararskjóta mín- um og veitir það mér ómælda ánægju að anda að mér tæra ís- lenska loftinu og láta reyna hressilega á lærvöðvana. Þó er það tvennt sem skyggir óneitanlega á ánægjuna en það er annars vegar brýn nauðsyn á hjólreiðabrautum í Reykjavík og hins vegar tillits- leysi reykvískra ökumanna í garð hjólreiðafólks. Eins og allir vita sem dvalist hafa erlendis, eru í mörgum borg- um lagðar sérstakar hjólreiða- brautir, t.d. meðfram umferðarg- ötum, enda hjólaumferð víða geysilega mikil. Hér á landi færist hún í vöxt og því verður þörfin fyrir hjólreiðabrautir hér í borg, sífellt brýnni. Margar götur eru svo mjóar að ekki er hægt að hjóla utan í kanti og gangstéttir svo fullar af fólki, sbr. Laugavegur, að ekki er hægt að notast við þær. Flestar götur í Reykjavík eru margbættar með steypulögum og því holóttar og afar ójafnar. A góðum hjólum með gírum og mjóum dekkjum, er gert ráð fyrir að hjólað sé á sléttum vegum og því eru þess konar hjól afskaplega „höst“ á „þvottabrettum" borgar- innar, auk þess sem það skemmir með tímanum gjörð og dekk. Ég minntist í upphafi á tillits- leysi reykvískra ökumanna í garð hjólreiðafólks sem er gífurlegt og að mínu mati með öllu óskiljan- legt. Það er vissara fyrir hjól- reiðamenn að halda sig utan vegar í borginni, því það er undir þeim sjálfum komið hvort þeir sleppa lifandi í umferðinni eður ei, svo mikið er tillitsleysið og óþolin- mæðin í ökumönnum, sjáist hjól- andi maður á götum. Þá er strax byrjað að flauta og viðkomandi hjólreiðamaður er þvingaður til að víkja, helst inn í næsta blómagarð, um leið og rauðþrútinn ökumaður ekur á ofsahraða framhjá. Hvernig er það annars, eiga hjólreiðamenn ekki rétt á því að ferðast í umferðinni eins og aðrir ökumenn, þó að þeir spúi ekki eit- urreyk í allar áttir og gefi ekki frá sér „kaggahljóð" eins og riddarar götunnar? Lengi hef ég látið mer þetta óskiljanlega framferði öku- manna lynda en fyrir skömmu gerðist atvik sem varð til þess að mér ofbauð endanlega. Þannig var að ég var fyrir stuttu stödd, með reiðhjólið mitt að sjálfsögðu, við eina af gang- brautum borgarinnar og þrýsti á stans-hnappinn til þess að komast yfir því umferð var mikil. Græna ljósið logaði fyrir mér og ég hélt yfir, vel að merkja hjólandi. Vart hafði ég náð yfir á gangstéttina hinum megin þegar bílstjórinn sem var fremstur í bílaröðinni sem stöðvað hafði á ljósum, stökk út úr bíl sínum og vék sér að mér, all óvinalegur ásýndum. Hann baðaði út öllum öngum og sótrauð- ur af bræði æpti hann á mig að það væri bannaó að hjólreiðafólk notaði gangbrautir nema að það teymdi hjólin sín yfir þær. Með öðrum orðum var maðurinn að segja mér að það væri fyrir neðan virðingu ökumanna í borginni að stöðva við gangbrautir fyrir hjól- reiðamönnum, þó að rautt ljós væri logandi. Það væri þó fyrir- gefanlegt ef viðkomandi teymdi hjólið yfir! Þvílíka og aðra eins þvælu hef ég aldrei heyrt og lét ég skoðun mína berlega í ljós við hinn steig- urláta ökumann, sem hypjaði sig aftur undir stýrið þar sem hann lokaði götunni og all myndarleg bílasúpa hafði myndast fyrir aft- an bíl hans. Það er von mín og að ég held flestra hjólreiðamanna, að öku- menn láti gagngera breytingu verða á viðmóti sínu við hjólreiða- fólk í umferðinni og að vegagerð- armenn taki athugasemd mína hér að framanverðu til athugunar. Með fyrirfram þakklæti. Þesslr hringdu . . Hjálp frá fjárhagshruni? Fyrrverandi aódáandi núverandi ríkisstjórnar hringdi og haföi eftir- farandi að segja: „Ég er ein af „litlu mönnum" þjóðfélagsins og fagnaði því mjög ummælum okkar kæra fjármála- ráðherra, er hann lét hafa eftir sér í fjölmiðlum landsins að nú ætti litli maðurinn vin í ríkis- stjórninni. Ég er hrörnandi gamalmenni á áttræðisaldri, hef um ævina barist harðri baráttu við heilsuleysi og stundum skort. Eitt af mínum meinum er of hár blóðþrýstingur og þarf ég alltaf að hafa blóð- þrýstingslyf, þó misjafnlega mikið eftir líðan. Um tíma var ég betri en oft áður og læknirinn taldi mig komast af með eina töflu á dag. Heilbrigðis„kerfið“ hefur bannað læknum að afhenda fólki meira en tveggja mánaða lyfjaskammt, í þessu tilfelli sama sem sextíu töfl- ur. Af öryggisástæðum lét minn læknir mig þó hafa hundrað töflur en fyrir það þurfti ég að greiða talsvert aukagjald í apótekinu. Kannski það hafi einungis verið hækkandi lyfjakostnaður. Ég spyr nú í minni fávisku: Bjargar þetta okkar kæru íslensku þjóð frá fjárhagshruni á sama tíma og hrúgað er inn í landið grænmeti fyrir hundruð þúsunda króna, sem lendir svo krókalítið á haugunum og er borgað með er- lendum lántökum, að ég held. Ég skil ekki hagfræðina í málinu enda Elli kerling að sljóvga heila- sellurnar." Bflarnir eiga að aka öllum heim Fjórar vinkonur úr Garðabæ skrifa: Kæri Velvakandi! Við vinkonurnar fórum á ungl- ingastaðinn Traffic föstudaginn 10. ágúst sl. Diskótekið þar er mjög gott en þv( miður er einn stór galli á rekstri staðarins. Rútubíll á vegum Traffic sér um að aka fólki heim eftir lokun, eða á að minnsta kosti að gera það. Við stöllurnar fórum út rétt fyrir lokr un, sem er klukkan þrjú, til að missa ekki af rútunni heim. Okkur var hins vegar tjáð að rútan væri full en bílstjórinn lofaði okkur því að önnur rúta myndi koma og ná í þá sem eftir væru. Við biðum til klukkan fjögur en gáfumst þá upp. Ein okkar bauðst til að hringja heim til foreldra sinna og biðja þá að sækja okkur, en okkur var hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.